Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1993 19 kólavörðuholtið á sér sterka sögu- lega hefð og skip- ar traustan sess í hugum borg- arbúa. Það er ásamt Tjöminni baksvið hinnar gömlu Reykjavík- ur, eins og vel kemur fram í stuttu sögulegu yfirliti með tillög- unni. Skólavörðuholtið var í fymd- inni gróðursnautt, sérlega grýtt og illt yfirferðar. Ymist nefnt Vík- urholt eða Arnarhólsholt. Þjóðleið- in til og frá Reykjavík lá um holt- ið sunnanvert og áfram um Öskju- hlíð, austur Bústaðaháls að Elliða- ám. Þar var reist skólavarða 1793 af skólasveinum Hólavallaskóla en sú varða sem flestir kannast við var reist 1868. Eftir endurbygg- ingu hennar um miðbik síðustu aldar fór svæðið umhverfis hana að verða vinsæll áningar- og sam- komustaður bæjarbúa, en þó ekki síst þeirra erlendu ferðamanna sem sóttu landið heim. Skólavarð- an vék fyrir styttunni af Leifi heppna, sem Bandaríkjamenn gáfu 1930. íbúafjöldi Reykjavíkur óx mjög hratt upp úr síðustu alda- mótum og fylgdu kröfur um bætt- ar samgöngur og hafnaraðstöðu. í tengslum við hana hófst gijót- nám í Öskjuhlíð og Skólavörðu- holti sunnanverðu og járnbraut flutti gijótið til sjávar. Á ámm fyrri heimsstyijaldar komu fram hugmyndir um miklar byggingar á Skólavörðuholti. Þar bar hæst hugmyndir Guðjóns Samúelssonar um „Háborg íslenskrar menning- ar“, sem nánar er vikið að í með- fylgjandi ramma. Þótt hugmyndin um háborg íslenskrar menningar hafi ekki náð fram að ganga varð þó kjami hennar lífseigur - og leit á endanum dagsins ljós í nokkuð breyttri mynd, en það var bygging kirkju á háholtinu. í dag, tæpri hálfri öld frá því bygging kirkju hófst, má heita að hún sé fullbúin. Um líkt leyti og bygging Hall- grímskirkju hófst var ráðist í byggingu Gagnfræðaskóla Aust- urbæjar, er síðar hlaut nafnið Vörðuskóli, svo og Iðnskólans í Reykjavík, en Austurbæjarskóli hafði risið skömmu fyrir 1930. í seinna stríði reis á Skólavörðu- holti stór braggabyggð á vegum setuliðsins, en hún var rifin að stríðinu loknu. Skipuleggjendur vekja athygli á því að í dag fer fram fjölþætt starf- semi á Skólavörðuholti, og þurfi að huga vel að framtíðarþörfum þeirrar starfsemi við skipulag svæðisins. Leituðu þau því við upphaf tillögugerðar til forstöðu- manna skóla, safnaðar- og félaga- samtaka á svæðinu til að kynnast starfi þeirra og til samráðs, enda ekki gert ráð fyrir að það víki. Sú uppbygging, sem orðið hefur á Skólavörðuholti fram á þennan dag, hefur ekki byggt á fastmót- aðri skipulagsstefnu og á það sum- part rætur að rekja til atvinnu og þróunar á þriðja áratugnum. Stór hluti svæðisins er enn ófrágeng- inn, en láta mun nærri að Skóla- vörðuholtið sé í dag stærsta opna svæðið í miðborg Reykjavíkur, ef Tjörnin og Vatnsmýrin eru undan- skilin. Það er ómissandi hlekkur í útivistarkeðju borgarinnar og hef- ur sakir legu sinnar og stöðu í borgarlandinu ótvíræða sérstöðu. Hallgrimskirkja er og verður þungamiðja Skólavörðuholts. Allar hugmyndir um skipulag á holtinu hljóta að taka mið af henni og þeirri augljósu þörf að skapa henni fastan ramma, er undirstrikar mikilvægi hennar og sérstöðu. í tillögunni er gert ráð fyrir að þessu markmiði verði náð með myndun sporöskjulaga torgs (elipsu) er umlykur kirkjuna. Form sporöskj- Morgunblaðið/Sverrir Skipulagshöfundarnir Ögmundur Skarphéðinsson og Ragnhild- ur Skarphéðinsdóttir á Skólavörðuholtinu. TÍMABÆRT AB GANGA FRÁ HOLTINU - SEGJA SKIPULEGGJENDUR HÖFUNDAR hinnar nýju skipulagstillögu um Skólavörðuholt- ið eru systkinin Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt og Ragn- hildur Skarphéðinsdóttir landslagsarkitekt. Má segja að starf- ið gangi í ættir, því faðir þeirra var Skarphéðinn Jóhannsson arkitekt og móðir þeirra er Kristín Guðmundsdóttir hýbýla- fræðingur og arkitektar víðar í nánustu fjölskyldu. Að undan- förnu hafa þau unnið saman að tillögum og tekið þátt í skipu- lagssamkeppnum á fslandi. Og nú þegar Ögmundur er að flytja heim frá Bretlandi eru þau að opna arkitektastofu saman, þó með aðskilinn rekstur. Skipulagstillögunni fyrir Skólavörðuholtið skiluðu þau í októbermánuði sl. Ogmundur lauk arkitekta- námi í Bandaríkjunum, vann í 3 ár hjá Ingimundi Sveins- syni eftir heimkomuna og hefur starfað í Bretlandi síðan 1986. Ragnhildur er landslagsarkitekt frá Bretlandi, var þar við nám og störf í 6 ár og svo aftur í 6 ár, en vann í millitíðinni hjá Reyni Vilhjálmssyni. Hún flutti heim sl. sumar. Þrátt fyrir fjarvistir hafa þau á undanfömum árum unnið til verðlauna í skipulagssam- keppnum á íslandi, þar á meðal fyrstu verðlauna í samkeppni um miðbæ á Álftanesi og skipulag forsetasetursins á Bessastöðum. Þegar haft var orð á því að syst- kinum komi ekki alltaf svona vel saman, sögðu þau samstarfið ganga vel í stórum dráttum. Það sé skemmtilegt að geta nýtt sam- an þessa þætti sem felast í sitt hvoru fagi þeirra. Við hittum þau að máli á heim- ili móður þeirra á Laufásveginum og löbbuðum með þeim upp á Skólavörðuholtið. Þau sögðu orðið ipjög tímabært að skipuleggja og ganga frá Skólavörðuholtinu eftir að byggingu Hallgrímskirkju er lokið. Á svæðinu séu ýmis vanda- mál sem þurfi að leysa. Því var þeim falið af Borgarskipulagi að vinna þessa tillögu. Þau kváðust hafa skoðað þær umræður sem orðið hafa í langa hríð í Reykja- vík um þetta svæði og haldið áfram út frá þeim. Þama sé margs að gæta. Starfsemin á holtinu sé svo fjölbreytt. Þau hafi reynt að leita aðferðar til þess að nauðsynleg bílastæði yrðu ekki áberandi fyrirferðarmikil, t.d. á sumrin. Umhverfisþátturinn hefði verið þeim ofarlega í huga, svo og umferðaröryggið. Að skóla- börnin og kirkjugestir, sem eru margir aldraðir í nágrenninu, komist ferða sinna og geti notið útivistar þama. Einnig var minnst á Iðnskólann, sem er þama og þau telja æskilegt að sé þar áfram og styrki hverfið. Því sé gert ráð fyrir nýbyggingu sem nægi hon- um og miðað sé við tengsli skóla- húsanna. Að öðru leyti er vísað í tillöguna sjálfa. Morgunblaðið/Sverrir. Líkan að skipulagi frá 1942. Þar er Hallgrímskirkja komin í núverandi mynd. unnar annarsvegar afmarkað með mynstraðri hellulögn en hinsvegar með röð 50 ljósasúlna er umlykja hana - og skírskota til jafnmargra passíusálma Hallgríms Pétursson- ar. Ljósasúlurnar eru óbein lýsing. Sporaskjan er brotin upp við kór kirkjunnar, þar sem landi hallar nokkuð til austurs og breytist þar í stoðvegg. Hefur sú hugmynd vaknað að hluti sporöskjunnar við kór kirkjunnar gæti verið neðan- jarðarbygging fyrir starfsemi kirkjunnar. SÓKNARGARÐUR OG GRÓÐURBELTI Utan sporöskjunnar era annars- vegar græn svæði, en hins vegar sambland grænna svæða og bíla- stæða, en meginumferðaræðar eru á jaðarsvæðum. Grænu svæðin fyrir framan kirkjuna eiga að vera mjög yfirlætislaus; mótvægi við strangt form sporöskjunnar. Gert er ráð fyrir að hreinsað verði ofan af klapparsvæðunum fyrir framan kirkjuna, sem holtið dregur nafn sitt af, og það látið halda sér eftir því sem aðstæður leyfa. í ákveðn- um tilvikum munu klappirnar ganga inná sporöskjuna þar sem því svo háttar. Aðkoman er á aust- ur-vestur ásnum er liggur beint upp af Skólavörðustígnum. Af þeim sökum er gert ráð fyrir að Leifsstyttan verði flutt til, svo að aflíðandi halli myndist frá gatna- mótum Njarðargötu og Skóla- vörðustígs heim að kirkjudyrum. Verður styttunni af Leifi fundinn nýr staður. Era komnar nokkrar hugmyndir um staðsetningu stytt- unnar í miðborginni, m.a. á Skóla- vörðuholti og víðar. M.a. bent á að vel geti verið við hæfi að sæfar- inn Leifur Eiríksson taki á móti erlendum ferðamönnum í hafnar- mynninu ellegar við hina nýju bryggju fyrir skemmtiferðaskip, sem nú er verið að koma upp á Miðbakka við höfnina. Til suðurs við kirkjuna er gert ráð fyrir litlum gróðurreit á spor- öskjunni, sóknargarði, er tengist beint safnaðarheimili kirkjunnar. Er þessum sóknargarði ætlað að vera kyrrlátt athvarf þar sem einna skjólbest er á svæðinu, vett- vangur ijölbreyttra athafna á góðu dægri. Garðurinn er umluktur gróðurveggjum og opinn öllum undir eftirliti kirkjunnar. Austan við kór kirkjunnar er grænt svæði með öðram gróðri, að stórum hluta brekka mót suðri. Milli Iðnskólans og kirkjunnar eru bílastæði, en það svæði brotið upp í minni einingar með lágum gróðurveggjum. Uti- samkomuhald gæti einkum farið fram á þremur stöðum: fyrir fram- an kirkjuna fyrir stærri hátíðar- samkomur, í sóknargarðinum og milli skóla og kirkju, þar sem gert er ráð fyrir óformlegum uppákom- um, svo sem staðsetningu mark- aðstorgs fyrir ferðamenn á sumrin þegar skólar eru lokaðir og mætti þá tjalda yfir hluta þess til að mynda skemmtilega stemmningu á þessum hluta holtsins. Gatnakerfi svæðisins fylgir enn- þá í höfuðdráttum aðalskipulaginu frá 1924-28 og annar tæplega þeim umferðarþunga sem þar fer í dag. Eðli þeirrar starfsemi sem fram fer á holtinu skapar einnig töluverða umferð. Gatnakerfi Skólavörðuholts er því endurskoð- að. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir tilfærslu gatnamóta Njarðar- götu og Eiríksgötu, enda era þau gatnamót vafasöm vegna skerts sjónarhorns. Eiríksgata er sveigð til norðurs að Skólavörðustíg og fylgir þar formi sporöskjunnar kring um Hallgrímskirkju. Þessi útfærsla skapar ekki síst aukið svigrúm fyrir Listasafn Einars Jónssonar fyrir aðkomu og rýmk- un sýningarsvæðis. Aðkoma að Hallgrímskirkju er annarsvegar bílastæði af Eiríksgötu (safnaðar- aðkoma) en hinsvegar í tengslum við bílastæði af Njarðar- götu/Frakkastíg. Hægt verður að aka að kirkjudyrum með farþega og þaðan aftur í bílastæði, en ekki gert ráð fyrir gegnumakstri fyrir framan kirkjuna nema fyrir líkbíl og vegna sérstakra athafna. Vegna jarðarfara og minningarat- hafna er gert ráð fyrir að aðstand- endur geti lagt bílum sínum sem næst kirkjunni til norðurs. Að- koma að Iðnskólanum er einkum um Egilsgötu, en gert ráð fyrir að þar verði sérakstursleið fýrir skólann í tengslum við bílastæði hans og flutning þungamiðju starfseminnar austar á Skóla- vörðuholtið. Aðkoma verður þó áfram af Njarðargötu, Frakkastíg, Bergþóragötu og Vitastíg. Alls er gert ráð fyrir 500 stæð- um á svæðinu og það meginsjón- armið hefur verið látið gilda við hönnun bílastæðasvæða að þau verði jafn aðlaðandi hvort heldur þau era í notkun eða ekki. Áfram er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir leigubifreiðar á Skólavörðuholti, enda slík þjónusta nauðsynleg, m.a. vegna eldra fólks og ferða- manna. Uppbygging gróður- og útivistarsvæða á Skólavörðuholti er veigamikill hluti þessarar skipu- lagstillögu með gróðri og tijá- rækt. Og um svæðið er þéttriðið net göngu- og hjólreiðastíga sem hríslast um svæðið. IÐNSKÓLINN Á AUSTURSVÆÐI Allar hugmyndir um nýbygg- ingar á Skólavörðuholti hljóta að mótast af návist Hallgrímskirkju og að ekki sé um of að henni þrengt, segir í skipulagstillögunni. Er ekki talið koma til greina að leyfa byggingar ofanjarðar milli Hallgrímskirkju og Iðnskólans ut- an léttar tengibyggingar milli hans og Vörðuskóla, sem yrði að mestu neðanjarðar. Það nýbygginga- svæði sem eftir stendur er því fyrst og fremst austan kirkjunnar. Við Barónsstíg og í nánasta ná- grenni Iðnskólans. Tillagan gerir ráð fyrir að byggja megi meðfram Barónsstíg tvö 2ja hæða hús, ásamt kjallara. Þau eru staðsett neðan Vörðuskóla, sem Iðnskólinn notar nú að miklu leyti og við Templarahöllina. Byggingamar yrðu einkum ætlaðar fyrir starf- semi Iðnskólans, sem á þann hátt leysir húsnæðisþörf sína. Þunga- miðja starfseminnar færðist þá á austurhluta svæðisins og félli það vel að hugmyndum um endurskoð- un aðkomu og umferðar. Aðrir valkostir í byggingarmálum Iðn- skólans snúast um svæðið sunnan Bergþóragötu. Um svæðið framan við Austurbæjarskólann er gengið út frá því að þar verði í framtíð- inni fyrst og fremst útivistarsvæði skólabama og íbúa hverfisinr enda æskilegt að halda ásýnd skól- ans frá Barónsstíg óskertri. Loks er þeirri hugmynd varpað fram hvort ekki megi reisa nýja skólavörðu og velja henni stað efst á Egilsgötu á athafnasvæði Iðn- skólans. Ekki yrði það þó gamla skólavarðan heldur bygging sem yrði fremur táknræn, e.t.v. útlínur útfærðar í stál og gler en gegn- heilt mannvirki. Þorvaldur S. Þorvaldsson, skipulagsstjóri Reykjavíkurborg- ar, upplýsti að borgarfulltrúar hefðu fengið tillögurnar og væra þær í umfjöllum. Þeim hefði verið vel tekið í skipulagsnefnd og um- hverfismálaráði. Sagði hann að tillagan gerði ráð fyrir mjög ákveðinni áfangaskiptingu. Hægt væri t.d. að byija á að laga um- ferðaræðar og nánasta umhverfi. Fengju þær brautargengi stæði hugurinn til þess að hefjast handa á árinu 1994.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.