Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1993 Sýning á verkum Errós opnuð í Charlottenborg í Kaupmannahöfn Mesta sýningartöm íslensks listamanns Kaupmannahöfn, frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins SÝNING á verkum Errós var opnuð á laugardaginn var á Charl- ottenborg við Kóngsins nýja torg í Kaupmannahöfn. Sýningin var opnuð af Magnúsi L. Sveinssyni, forseta borgarstjórnar Reykj'avíkur, að viðstöddum fjölda gesta. Þarna er um að ræða sýningu á fimmtán verkum, sem Erró hefur gefið Reykjavíkur- borg og sem munu fara 4 væntanlegt safn borgarinnar að Korp- úlfsstöðum. Frumkvæðið að sýningunni kom frá starfsfólki Kjarvalsstaða. Frá Kaupmannahöfn fer sýningin til Finnlands, Svíþjóðar og Noregs og hugsanlega víðar, áður en myndirnar koma heim á endanum. Sýningarhaldið er styrkt af norræna menningarsjóðnum. Erró í Charlottenborg Gunnar Kvaran, forstöðumaður Kjarvalsstaða, og Erró bera saman bækur sínar á sýningu Errós á Charlottenborg í Kaupmannahöfn. í HAFKARFIRÐI 4.-JO. JÚNI í KVÖLD klukkan 20.30.: Tónleikar Ólafs Árna Bjarna- sonar, tenórsöngvara, og Ólafs Vignis Albertssonar, píanóleikara, í Hafnarborg. Á efnisskránni eru ítalskar og þýskar aríur og íslensk og norræn sönglög. Kl. 20.30 í Bæjarbíói. Pé-leikhópurinn. Klúbbur Listahátíðar: Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg ásamt jazztríóinu Skipað þeim sem er skipað þeim Gunnari Gunnarssyni á píanó, Jóni Rafnssyni á kontrabassa og Árna Katli á trommur. SSZ*.H. btiTr yPt í KVÖLD kl. 20.31-22.51. í Faxaskála. „Hanastél" - Upplestur, tónlist, leiklist, gjörningar. Verk: Kristín Ey- steinsdóttir trúbador flytur frumsamin lög á gítar. Ingólf- ur Árnason, Margrét Gústavs- dóttir og Gestur Baldursson lesa úr verkum sínum. Jón Sæmundur og Valgarður Bragason fremja gjöming. Nikulás Ægisson, Didda og Sigurrós Jóhannsdóttir lesa úr verkum sínum. Agnar Jón Egilsson og Auður flytja sam- lesturinn „Aimennilegt fóik“. Elísabet Þorgeirsdóttir og Þór- arinn Eldjárn lesa úr verkum sínum. Kristín Eysteinsdóttir trúbador lýkur dagskrá. Kl. 20.30-22.30. Tónleikar í Tjarnarsal. Nútímaverk fyrir píanó og fiðlu. Flytjendur: Rík- harður Þórhallsson píanóleik- ari og Una Sveinbjarnardóttir fíðluleikari. sjá-lfvTrki OFNHITASTILLIRINN Kjörhiti í hverju herbergi. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260 Sýningin er sú mesta sem ís- lenskur listamaður hefur haldið á erlendri grund. í samtali við Morg- unblaðið sagði Gunnar Kvaran for- stöðumaður Kjarvalsstaða að þessi sýning væri af annarri stærðar- gráðu en áður hefði verið haldin og hefði hann þá ekki í huga stærð myndanna, heldur allar aðstæður og hversu víðreist sýningin mun gera. Hún hefur verið vel kynnt í dönskum ijölmiðlum, bæði skrifað um hana í blöðin og eins var hún kynnt í fréttatíma beggja sjón- varpsstöðvanna, sem er ekki al- gengt um menningaratburði hér. Fjöldi gesta við opnunina Við opnunina voru mættir bæði íslenskir og erlendir gestir, meðal annars Hulda Valtýsdóttir, for- maður menntamálanefndar Reykjavíkurborgar, og hópur frá París, bæði listamenn og gallerí- eigendur. í ávarpi sem Henning Damgárd-Sörensen, myndlistar- maður og framkvæmdastjóri sýn- ingarsalarins, hélt við opnunina sagði hann að hlutverk salarins ANTHONY Hose verður dag- ana 12.-26. júlí nk. með nám- skeið fyrir söngvara í Söngskó- lanum i Reylqavík. Þetta er í fimmta skipti sem hann heldur hér námskeið. Anthony hefur spilað á píanó síðan hann var þriggja ára og hélt fyrstu tónleika sína sex ára. Eftir að hann brautskráðist frá Royal College of Music, lærði hann hljómsveitarstjórn af Rafael Kube- lik í Munchen og Genf. Hann starf- aði við Óperuna í Glyndebourne og var aðalhljómsveitarstjóri Sinf- óníuhljómsveitarinnar í Bremen. Þá varð hann kórstjóri Þjóðaróper- unnar í Wales og síðar tónlistar- stjóri hennar. Anthony stofnaði til Tónlistarhátíðarinnar í Buxton og er líka tónlistarstjóri Listahátíðar í Beaumaris. Hann hefur stjórnað væri að upplýsa listunnendur um hvað væri efst á baugi í myndlist, bæði heima og erlendis og með það í huga væri það augljóst val að bjóða Erró að halda sýningu á Charlottenborg. Danskir hvata- menn sýningarinnar væru stoltir af að hýsa sýningu hans og gledd- ust yfir hve vel verk hans færu í húsinu. Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar, þakkaði stjórn Charlottenborgar fyrir að hafa gert sýninguna mögulega. Eftir að hafa rifjað upp feril Errós sagði hann frá aðdraganda sýningarinn- ar, sem rekja má fjögur ár aftur í tímann, þegar Erró sýndi í Reykjavík. Við það tækifæri til- kynnti Davíð Oddsson, þáverandi borgarstjóri, um væntanlega mál- verkagjöf Errós, sem er stærsta íslenska listagjöfin, því auk mál- verka hans felast í henni dagbæk- ur, ljósmyndir og plaköt, sem lista- maðurinn hefur safnað að sér í fjóra áratugi. Um leið tilkynnti Davíð að Korpúlfsstaðir yrðu gerð- ir upp til að hýsa safnið, auk þess víða um lönd, m.a. Sinfóníuhljóm- sveitinni í Berlín, The Bach Colleg- ium og Fílharmóníuhljómsveitinni við Rín á tónleikum í Þýskalandi. Frá 1983 hefur hann verið fasta- gestur Sinfóníuhljómsveitarinnar í Búdapest. Anthony kom fyrst til íslands 1986 til að stjórna sýningu II Trovatore hjá íslensku Óperunni, þ.á m. fyrstu sjónvarpsútsendingu Islensku óperunnar. Síðan hefur hann verið hljómsveitarstjóri í Don Giovanni í íslensku óperunni og í Ævintýrum Hoffmans í samvinnu íjóðleikhússins og íslensku óper- unnar og Brúðkaupi Fígaros og svo sl. ár Lucia di Lammermoor. Auk þess hefur hann unnið með Sinfóníuhljómsveit íslands. Að loknu námskeiði verða haldnir tónleikar í Norræna hús- inu. sem Listasafn Reykjavíkur verður þar til húsa, og margvísleg önnur listastarfsemi. Verkin á sýningunni munu fara þangað, en af því að þau yrðu varla hreyfð mikið til, þegar þau yrðu komin á áfanga- stað, hefði þótt tilvalið að gefa Norðurlandabúum tækifæri til að sjá þau áður. Önnur Errósýning í vikunni opnaði einnig lítil sýn- ing á grafíkmyndum eftir Erró í húsakynnum skrifstofu norrænu ráðherranefndarinnar, þar sern eru haldnar sýningar reglulega. Ólafur Kvaran, fulltrúi á skrifstofunni þar, hefur hönd í bagga með sýn- ingarhaldinu og átti hugmyndina að grafíksýningunni. Þama eru meðal annars sýndar grafikmynd- ir, er byggja á gömlum, japönskum ástarlífsmyndum. Dagblaðið „Politiken" býður les- i endum sínum reglulega upp á alls kyns menningaratburði og í vik- unni gafst lesendum kostur á að I sjá Érró-sýninguna á Charlotten- borg, áður en hún var opnuð al- menningi. Fimmtíu miðar voru boðnir til sölu og þeir voru rifnir út á svipstundu að sögn þess, sem hefur umsjón með þessari starf- semi blaðsins. Þarna voru mættir áhugasamir gestir frá táningsaldri og upp úr, sem nutu leiðsagnar Gunnars Kvarans um sýninguna, auk þess sem Erró var með í för- inni. Á eftir gafst gestum kostur á að ræða við þá Gunnar og Erró yfir glasi af víni í anddyri sýningar- hallarinnar. <Ænzit(z fy/f jzcroticJzus BI.RGSTAÐASTRÆTI 52, SÍMI 17140 Vönduð þjónusta í 47 ár Þvottur á blúndudúkum Heimilisþvottur Skyrtuþvottur Þvottur fyrir hótel- og veitingastaði Hvergi betri frágangur - reyndu þjónustuna! Sœkjum ogsendum Opiðfrákl. 8.00-17.30 BjörgAtla Myndlist Eiríkur Þorláksson Undanfarin misseri hafa litlir sýningarsalir verið að eflast mikið í Reykjavík, og er nú svo komið að þar eru oft haldnar margar athyglisverðar sýningar. Þessir salir eru flestir ekki nema á stærð við góða stofu á einkaheimili, en ná samt að laða fram gott and- rúmsloft, sem hentar vel fyrir ýmsa þá myndlist, sem þar er sýnd. Ef til vill er þetta sá vett- vangur, sem á eftir að verða mest áberandi fyrir íslenska myndlist á næstu árum. Einn þessara staða er Gallerí Úmbra á Bernhöftstorfunni. Þar stendur nú yfir sýning á sautján litlum málverkum eftir Björgu Atla myndlistarkonu, en hún nefn- ir sýninguna „Svart á hvítu“, enda eru allar myndirnar unnar með svörtum akrýllitum á ljósan grunn. Björg hóf sitt listnám í Mynd- listaskólanum í Reykjavík, en hélt þaðan í Myndlista- og handíða- skólann, þar sem hún útskrifaðist úr málaradeild 1982. Þetta er fimmta einkasýning hennar, en auk þess hefur hún tekið þátt í samsýningum hér á landi og í Svíþjóð. Listakonan fylgir sýningunni úr hlaði með nokkrum þankabrot- um í ljóðrænu formi um svarta litinn, eðli hans og eiginleika. Má segja að verkin taki sitt mið út frá þeim hugrenningum: „Málað með svörtu — beint úr túpunni — á hvítan, hrjúfan grunninn, og myndflöturinn allur á breiddina. Svarti liturinn, sem ég hafði áður sett hjá, varð aðalhreyfiaflið. Er svart þá litur? Sagt er að í sumum löndum sé svart litur gleðinnar." ÖII eru verkin í svipaðri stærð og lögun, unnin með akrýl á ma- sonítplötu. Þannig er gott sam- ræmi í heildarmynd sýningarinn- ar, en að sama skapi ná einstakar myndir ekki að skapa sér nægilega sjálfstæða tilveru. Myndbyggingin helgast af rytmískum sveiflum í myndfletinum, þar sem línurnar takast á eða svífa saman, allt eft- ir því hvað Björg hefur haft í huga við gerð verksins. Titlar eins og „Togstreita", „Hringrás" og „I jafnvægi" gefa til kynna hvert viðfangsefnið hefur verið hveiju sinni, og oftar en ekki virðist það hafa gengið ágætlega upp. Léttleikinn er einnig ráðandi þáttur í mörgum myndanna, þar sem sveifla pensilsins skapar skemmtilegar samstæður, líkt og í „plettur“ (nr. 7). í heildina má segja að hér sé um að ræða ánægjulega og frísk- lega sýningu, þó ekki séu mikil átök á ferðinni; listakonan er fyrst og fremst að takast á við formið og efniviðinn, og tekst það ágæt- lega. Sýning Bjargar Atla í Gallerí Úmbru við Amtmannsstíg stendur til miðvikudagsins 30. júní. Námskeið fyrir söng- vara Söngskólans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.