Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1993 11 Karla- og kvennaliðum íslands gengur vel á Evrópumótinu í brids Barist um verðlaunasæti Menton, Frakklandi. Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. BÆÐI íslensku liðin á Evrópumótinu í brids voru í toppbarátt- unni í gærkvöldi. Karlaliðið var í 4. sæti þegar 20 umferðum var lokið af 31 og kvennaliðið var í 2. sæti þegar 12 umferðum var lokið af 21. í opna flokknum voru Pólverjar efstir með 384,5 stig, Danir í 2. sæti með 374 stig, Hollendingar höfðu 371 stig, Islendingar 370 stig, Norðmenn 359 stig, Frakkar 352 stig og Bretar 343,5 stig. í kvennaflokknum leiddu Italir með 225,5 stigum, ísland hafði 224 stig, Finnar 217 stig, Frakkar 211, Svíar 206, Bretar 205 og Þjóðveijar 200. Það skiptust á skin og skúrir hjá karlaliðinu yfir helgina. í fýrsta leiknum á laugardag tapaði liðið fyrir Rúmenum, 14-16 og í næsta leik tapaði það fyrir Portúg- al, 5-25. Bæði þessi lið eru neðar- lega í röðinni en eins og fyrr í mótinu virtust íslensku spilararnir eiga erfiðara með að einbeita sér veikari þjóðunum en þeim sterk- ari. Þetta kom berlega í Ijós um kvöldið þegar íslendingarnir unnu stórsigur á Itölum í sýningarleik. 5.600 niður Norður ♦ 7 V ÁK965 ♦ D10876 ♦ D8 Vestur Austur ♦ 1053 ♦ Á96 V D108743 V - ♦ 5 ♦ ÁKG42 ♦ KG6 ♦ 105432 Suður ♦ KDG842 VG2 ♦ 93 ♦ Á97 Opinn salur Vestur Norður Austur Suður Versace Sævar Lauria Jón pass 1 hjarta 2 tíglar 2 spaðar pass 2 Gr pass 3 Gr/// -200 Lokaður salur Vestur Norður Austur Suður Guðm. Burgay Þorl. DeFalco 2 tíglar dobl 2 hjörtu 4 spaðar pass pass dobl// -1400 Spilin í leiknum voru villt, sér- staklega í fyrri hálfleiknum, og það hentar íslensku spilurunum oftast vel. Þeim tókst hvað eftir annað að dobla samninga ítalanna og ná þeim niður en það var að vísu ekki alveg ókeypis; einhver reiknaði út að liðin tvö hefðu farið samtals 5.600 niður í spilunum 12 í fyrri hálfleik. Fjórðungurinn kom í þessu spili: Vestur/Allir í opna salnum voru sagnir á rólegri nótunum, aldrei þessu vant, og Sævar fór 2 niður á 3 grönd- um. Við hitt borðið hefur DeFalco sjálfsagt verið að hugsa um hvort hann ætti að reyna við slemmu með suðurspilin eftir að norður doblaði veika opnun Guðmundar, en lét samt geimið duga. Hann hefur því varla verið óanægður með að sjá doblmiðann hjá Þorláki enda grunlaus um hvað beið hans. Guðmundur spilaði út tígli og Þor- lákur tók á gosa og ás og spilaði kóngnum. DeFalco trompaði, Guð- mundur yfirtrompaði og spilaði hjarta sem Þorlákur trompaði. Hann spilaði laufi sem Guðmundur fékk á kóng og spilaði hjarta sem Þorlákur trompaði og spilaði tígli. DeFalco stakk upp trompkóng og spilaði trompdrottningu á ás Þor- láks sem spilaði 5. tíglinum og spaðatía Guðmundar var 8. slagur varnarinnar. 5 niður! Eftir þennan leik hélt sigur- gangan áfram. íslendingar unnu Finna 24-6 og Hvítrússa 22-8 og voru þá aftur komnir í 5. sæt- ið eftir að hafa skoðað sig um í 8. sætinu um tíma. Og eftir 25-4 sigur á Grikkjum í 19. umferð fóru þeir í 3. sætið. í 20. umferð vann ísland Litháen, 23-7 og spil- aði við Austurríki í 21. umferð í gærkvöldi. Konurnar spila vel íslenska kvennaliðið hefur átt hér skínandi leiki og ætlar sér að taka þátt í baráttunni um verð- launin. Liðið vann Belga, 24-6, Króata 21-9 og Tyrki 25-5 og var þá komið í 2. sæti, 2 stigum á eftir Ítalíu. Þessar þjóðir spiluðu saman í næstu umferð og var leiknum skellt á sýningartöfluna. ítalirnir græddu á 2 spilum í fyrri hálfleik en ísland á ölluni hinum og var 23 stigum yfir. í síðari hálfleiknum juku íslensku konurn- ar forustuna smám saman í 29 'SLig, en í fimm síðustu spilunum Morgunblaðið/Guðmundur Sv. Hermannsson Hjördís Eyþórsdóttir og Ljósbrá Baldursdóttir við verðlaunaafhend- inguna þar sem þeim voru afhent bronsverðlaunin. Hjá þeim stendur Niels Jensen, sænskur heiðursforseti evrópska bridssambandsins. hrukku þær ítölsku í gang og náðu að vinna leikinn naumlega, 16-14. 111. umferðinni í gærmorgun fékk ísland svo fullt hús stiga gegn írum, 25-5 og náði efsta sætinu af ítölum um tíma. í 12. umferð í gærdag spilaði ísland við Frakka og gerði jafntefli, 15-15, eftir að hafa leitt mestallan leikinn. Allt íslenska kvennaliðið hefur spilað vel það sem af er og hefur vakið mikla athygli, sérstaklega þó Hjördís Eyþórsdóttir og Ljósbrá Baldursdóttir enda litríkar við spilaborðið sem utan þess. Þær bjuggu til slemmusveiflu í þessu spili gegn Belgum: Norður ♦ ÁD ♦ KD87 ♦ ÁG106 ♦ G54 Vestur Austur ♦ KG9532 ♦ 86 ♦ 4 V G652 ♦ 7432 ♦ KD8 ♦ 73 ♦ 10862 Suður ♦ 1074 ♦ Á1093 ♦ 95 ♦ ÁKD9 Vestur Norður LB Austur Suður HE 1 lauf 2 spaðar dobl pass 3 hjörtu pass pass +1430 4 Gr 6 hgörtu/ pass 5 hjörtu Sagnir tóku ekki langan tíma og Hjördís var einnig fljót að vinna spilið. Hún fékk út spaða og svín- aði drottningunni og tók fjórum sinnum tromp með svíningu fyrir gosann. Þar sem vestur hlaut að eiga 6-lit í spaða eftir sagnir spil- aði Hjördís spaða á ásinn, tók fjór- um sinnum lauf, spilaði tígli á gosann og lagði upp því austur átti ekki nema tígul eftir. Við hitt borðið létu NS sér nægja 4 hjörtu og unnu þau slétt. Þess má geta að franski heimsmeistarinn Michel Perron tapaði 6 hjörtum þrátt fyr- ir að vestur hefði sagt 2 spaða sem lofuðu annaðhvort spaða eða lág- litunum. FLUGLEIDIR Traustur íslenskurferðafélagi SUMARTILBOÐ TIL BARCELONA Brottfarir:<0^ 3.júlí,íeina,tva3reðaþrjárvikur. lo.júií, íeinaeðalværvikur. 17. júlí, íeinaviku. Lágmarksdvöl: 7dagar. Böm 2-11 ára greiða 50%, 9.295 kr. Ungaböm greiða 10%,1859 kr. Bókunarlýrirvari enginn. * Rugvallarskatlur, 1310 kr, er ekki innifalinn. Barcelona Nokkur verödæmi um hótel (m.v. tvíbýli): 2 stjörnu hótel, 1 vika, frá 40.450 kr. 3 stjörnu hótel, 1 vika, júlí/ágúst, frá 43.710 kr. 4 stjörnu hótel, 1 vika, e. 16. júlí, frá 46.330 kr. Innif.: Flug, gisting, morgunv., flugvallarsk. Sitges. Fallegur, heillandi bær viö ströndina skammt frá í Barcelona. Golfvöllur, vatnsskemmtigarður, | vatnaíþróttir. 4 stjörnu vinalegt fjölskylduhótel: verð í í viku í tvíbýli, 26. júní eða 3 júlí, 46.610 kr. 1 Innif.: Flug, gisting, morgunverður, flugvskattur. Lloret De Mar. 5 Fjörugur ferðamannabær við fallega strönd. Nokkur verðdæmi með brottför 26. júní: Mjög gott íbúðahótel, 2 vikur, 4 í íbúð, 39.680 kr. Verð í 3 vikur, 4 í íbúð, 47.700 kr. Glæsilegar íbúðir, 2 vikur, 4 í íbúð, 49.270 kr. Verö í 3 vikur, 4 í íbúð, 63.690 kr. Innif.: Flug, gisting, flugvallarskattur. Flug og bíll. Flokkur A, 2 vikur, 4 í bíl, 34.800 kr. Flokkur B, 2 vikur, 4 í bíl, 35.970 kr. Flokkur C, 2 vikur, 4 í bíl, 38.200 kr. Innif.: Flug, bíl|, kaskó, söluskattur, flugvallarskattur. (rams Hamraborg 1-3, sími 641522 Barcelona Brottför alla laugardaga. Verð: 7 nætur í júní, 50.010 kr. í tvíbýli - Hótel Ateness 7 næstur í júlí og ágúst, 48.610 kr. í tvíbýli - Hótel Ambassador Innif. flug, gisting, morgunv., flugvsk. og forfallagj. Flug og bíll 1 vika 36.160 kr., 2 vikur 44.810 kr., 2 í Opel Corsa. Innifalið er flug, bíll, ótakmarkaður akstur, kaskó, söluskattur, flugvallargjöld og forfallagjald. Costa Dorada Sitges Skemmtilegur strandbær skammt frá Barcelona Lúxushótel, verð í tvíbýli, 7 nætur, 52.410 kr. Innifalið erflug, gisting, morgunverður, flugvallarskattur og forfallagjald. Salon íbúðahótel Michaelangelo 2 vikur, brottför 3. júlí og 10. júlí Verð 40.890 kr., 2 fullorönir og 2 börn 2ja-11 ára. Verð 53.400 kr. 2 í íbúð. Innifalið er flug, gisting, flutningur til og frá flugvelli, flugvallarskattar og forfallagjald. FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR AÐALSTRÆTI 16 101 REYKJAVÍK . Á Costa Brava bjóðum við einstaka gistingu I bænum Lloret De Mar, hótelíbúðir í Fanals Park. íbúðahótelið er aðeins 200 metra frá ströndinni, sundlaug. Líf og fjör í bænum og hin sanna Spánar- stemmning. Verðdæmi: 1 vika fyrir 4 manna fjölsk., 2 fullorðnir og 2 börn: Verð aðeins 29.990 kr. á mann. Innifaliö er flug, gisting og öll flugvallargjöld. Brottför3., 10. eða 17. júlí. Barcelona. Hótel Ambassador. Verð á mann: 43.900 kr. Inni- falið er flug, flugvallargjöld, gisting í tveggja manna herbergi og morgunverður í eina viku. Mjög gott 4ra stjörnu hótel í hjarta Barcelona. Brottför3., 10. eða 17. júll. Hótel Catalunya Plaza. Verð á mann: 49.900 kr. Innifalið er flug, flugvallargjöld og gisting með morgunverði í tveggja manna herbergi. Mjög gott 4ra stjörnu hótel við göngugötuna frægu "Las Ramblas". Brottför 3., 10. eða 17. júlí. Bílaleigubíll í A flokki í eina viku.Verð: 18.800 kr. Innifalið: Ótakmarkaður akstur, söluskattur og kaskó . FERÐASKRIFSTOFAN SÍMI 652266

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.