Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1993 23 Mótmæli Mótmælendur létu í sér heyra í Kaup- mannahöfn í gær, þar sem leitogar Evrópubandalags- ins funda um ástand mála í fyrr- um Júgóslavíu. Á borðanum sem þessi maður hefur sett höfuðið í gegnum má lesa: „Skipt Bosnía - stríð til síðasta manns.“ Leiðtogar EB funda með forseta Bosníu Izetbegovic er ekki fráhverfur viðræðum Kaupmannahöfn. Reuter. John Major leiðtogi breska íhaldsflokksins Hyggst skila fram- lögum Asils Nadirs ALIJA Izetbegovic, Bosníuforseti, sagði á fundi með leiðtogum Evrópubandalagsins (EB) í gær að hann skyldi íhuga þátttöku í friðarviðræðum þar sem ræddar yrðu nýjar tillögur. Leiðtogarnir leggja áherslu á að Bosnía verði áfram sjálfstætt ríki. Leiðtogar EB funduðu með Izetbegovic í því augnamiði að fá hann til þess að setjast að samningaborðinu. Forsetinn hefur hafnað öllum tillögum þar sem gert er ráð fyrir að Bosníu verði skipt í þrennt, og hafa talsmenn EB sagt að þeir leggi áherslu á að_ landið hljóti að verða áfram sjálfstætt ríki. Á fund- inum í gær var lagt fyrir Izetbegovic að hann myndi koma til viðræðna um nýja friðaráætl- un í Genf, gegn því að EB myndi gera hvað það gæti til þess að standa vörð um vænlegt ríki Múslima í Bosníu. Forsætisráðherra Hol- lands, Ruud Lubbers, sagðist ekki búast við að stríðsaðilar í Bosníu kæmust að samkomu- lagi á næstunni, og að allt sem önnur ríki gætu gert væn að sjá til þess að nýtt ríki Múslima þar yrði vænlegt. Fyrir fundinn sagðist Doglas Hurd, utanrík- isráðherra Breta, búast við því að Izetbegovic myndi falast eftir því að aflétt yrði vopnasölu- banni á Múslima, en Hurd bætti við að til slíkra öþrifaráða yrði ekki gripið, þar eð það myndi einungis leiða til frekari manndrápa. EB hefur sæst á að ekki sé unnt að ógilda landvinninga Serba, og hefur bandalagið ver- ið gagnrýnt fyrir þá afstöðu; að það sé þar með að leggja blessun sína yfir valdbeitingu. Fyrrum sáttasemjari Sameinuðu þjóðanna, Cyrus Vance, sem veitti Owen lávarði aðstoð við að koma saman friðaráætlun sem hefur nú verið sögð farin út um þúfur, sagði að ný áætlun um skiptingu Bosníu væri mistök sem myndi einungis leiða til nýrra átaka. „Slíkt mun á endanum verðlauna þá sem hafa staðið fyrir kynþáttahreinsunum,“ sagði Vance. \ Kaupmannahöfn, London, Róm. Reuter. JOHN Major, leiðtogi breska íhalds- flokksins, hefur tilkynnt að fjárfram- lögum sem flokkur hans þáði frá kaup- sýslumanninum Asil Nadir, verði skilað. Um er að ræða upphæð sem svarar 44 milljónum íslenskra króna. Nadir hefur í hótunum að gera opinber ýmis tengsl sín við frammámenn íhaldsflokksins. í dag fer fram þingumræða um fjár- mögnun stjórnmálaflokka. Nadir á yfir höfði sér ákærur fyrir svik og þjófnaði í tengslum við fyrrum kaup- sýsluveldi sitt, Polly Peck, en í síðasta mánuði stakk hann af frá Bretlandi og fór til Kýpur, sem er fæðmgarstaður hans. í fyrri viku viðurkenndu íhaldsmenn að hafa þegið fjárframlög frá fyrirtækjum sem tengjast Polly Peck, sem varð gjaldþrota í ágúst 1990, og fjölmiðlar í Bretlandi létu að því liggja, að með þessum framlögum hefði Nadir viljað kaupa sér ýmsan heið- ur, til dæmis riddaratign. Dagblaðið The Sunday Times sagði á sunnudag, að pen- ingarnir hefðu í raun komið af erlendum bankareikningum og Nadir hefði stolið þeim úr sjóðum Polly Peck. Talsmaður rík- isstjórnarinnar visaði fréttum fjölmiðla á bug sem „vangaveltum", og John Major, sem var á sunnudag staddur í Kaupmanna- höfn á fundi leiðtoga Evrópubandalagsríkj- anna, vildi ekki fara út í smærri atriði málsins. Hann sagði að ef um væri að ræða peninga sem hefði verið aflað á óheið- arlegan hátt og hefðu verið lagðir í sjóði íhaldsflokksins af óheilum hvötum, þá kærði flokkurinn sig ekki um slíka fjár- muni. Nadir hótar nú að láta uppskátt um ýmis tengsl sín við bresku ríkisstjórnina, og að sögn blaðs- ins Observer mun hann eiga hægt um vik, þar eð hann hafi tekið upp á segulband samtöl sem hann átti við ýmsa flokksbrodda seint á síðasta áratug. Að sögn blaðsins munu brátt koma fram ásakanir um að félagar í íhalds- flokknum hafi verið í ferðalögum sem Nadir fjármagnaði óbeint. Talsmenn stjórnarinnar hafa þvertekið fyrir slíkt, og Michael Heseltine, iðnaðarráðherra, mun hafa sagt Nadir að hætta þess konar áburði. Heseltine var einn þriggja ráðherra sem talaði máli Nadirs við Sir Nicholas Lyell, lögfræðiráðunaut ríkisstjórnarinnar, skömrnu áður en Nadir stakk af frá Bret- landi í síðasta mánuði. Heseltine fékk hjartaáfall í Feneyjum í gær, þar sem hann var á ferðalagi með konu sinni. Siðustu fregnir herma að ráðherrann sé á batavegi. Félagar í Verkamannaflokknum hafa verið óvægnir í garð ríkisstjórnarinnar fyr- ir að þiggja fé af Nadir, og hafa krafist þess að framlögunum verið skilað og að stjórnin geri ítarlega grein fyrir tengslum ráðherra við kaupsýslumanninn. Verka- mannaflokkurinn fór ennfremur fram á umræður í þinginu um það hvernig stjórn- málaflokkar stæðu að fjármögnun, og fara þær fram í dag. Asil Nadir 22.-24. JUNI UKAST ALLAR LEGGINGS, ÁÐUR FRÁ 2.990. mú m- BOLIR, ÁÐUR FRÁ 2.990,- m ú m- KLÚTAR.ÁÐUR 1.290,- nú m- SOKKAR, ÁÐUR 690,- MÚ 2^0.- COSMO Laugavegi 44, Kringlunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.