Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 48
Landsbanki íslands 100 millj. hagnaður af 5 mán- aða rekstri AFKOMA Landsbanka íslands fyrstu fimm mánuði þessa árs er vel viðunandi, þar sem hagn- aður af rekstri bankans reyndist vera rúmlega 100 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins leggur Lands- bankinn fyrir 75 milþ’ónir í mán- uði hveijum í sérstakan af- skriftasjóð, sem er nú samtals að upphæð 5,3 miHjarðar króna. Á liðnu ári lagði Landsbankinn 100 milljónir króna á mánuði fyrir í afskriftasjóð, en frá síðustu áramót- um hafa 75 milljónir króna verið lagðar fyrir mánaðarlega í afskrifta- sjóðinn. Væri ekki um það að ræða, lætur nærri að mánaðarlegur hagn- aður Landsbankans fyrstu fimm mánuði ársins væri um 100 milljónir króna, sem jafngildir því að bankinn hagnaðist um 1,2 milljarða króna á ársgrundvelli. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins eru engar breytingar fyrir- 'ri'Tugaðar innan Landsbankans á greiðslum í afskriftasjóð og munu stjómendur bankans telja rétt að greiða 75 milljónir króna á mánuði í sjóðinn út þetta ár og lætur þá nærri að afskriftasjóður Landsbank- ans nálgist 6 milljarða króna um næstu áramót. Stjómendur bankans munu eiga von á því að þurfa að afskrifa í töpuðum útlánum umtals- verðar upphæðir á þessu ári, en á þessu stigi liggur þó ekkert fyrir um það hversu mikil útlánatöp bankans verða. Því mun útilokað að segja til um hversu sterkur sjóðurinn verður, að afskriftum loknum. r^dSS pA.r;, W fiH 3 v s tó' jiiii, 5 Banaslys Morgunblaðið/Júlíus MAÐUR á sjötugsaldri lést á sjúkrahúsi í gær af völdum áverka sem hann hlaut í árekstri á mótum Miklubrautar og Lönguhlíðar í gærmorgun. Tveir látnir í TVEIR menn hafa beðið bana í umferðarslysum hér á landi und- anfarna daga auk þess sem á annan tug manna slasaðist í árekstrum og bílveltum. Maður á sjötugsaldri lést á sjúkrahúsi i Reykjavík síðdeg- is í gær af áverkum sem hann hlaut í hörðum árekstri á mótum Löngu- hlíðar og Miklubrautar laust fyrir hádegi í gær. Ekki er að svo stöddu unnt að greina frá nafni hans. 18 ára piltur, Guðjón Rúnarsson, Súlu- kletti 6, Borgarnesi, beið bana aðfaranótt sunnudags þegar hann varð fyrir bíl á Vesturlandsvegi skammt frá orlofshúsunum við Munaðames. Fimm voru fluttir á sjúkrahús, þar af tveir mjög alvarlega slasaðir, eftir bílveltu á veginum milli Keflavíkur og Garðs, aðfaranótt laugardags. Á sunnudagsmorgun slösuðust tvær stúlkur er bíll valt á Reykjanesbraut. öldu bilslysa Sofnaði undir stýri Á laugardagsmorgun slösuðust fímm manns í árekstri jeppa og fólks- bifreiðar á Suðurlandsvegi við Þrengslavegamót. Ökumaður jepp- ans kvaðst hafa sofnað undir stýri. Hann nefbrotnaði og missti meðvit- und og leikur grunur á að hann hafi verið undir áhrifum áfengis. í fólks- bifreiðinni var kona undir stýri og brotnaði hún í andliti auk fleiri áverka. Auk hennar voru í bílnum tveir fullorðnir og ungt bam og skár- ust þeir allir. Um miðjan dag á sunnudag missti ökumaður vald á bíl sínum á Vestur- landsvegi í Norðurárdal og valt bíll- inn 2-3 veltur. Ökumaður var einn í bílnum og slapp litið slasaður. Þrjú umferðarslys urðu í umdæmi lögreglunnar á Höfn um helgina en ekki hlutust af alvarleg meiðsli. Morgunblaðið/Sverrir Viðgerðir í sumar ÞEKJAN hefur sigið svo mikið að hún er orðinn mun lægri en stafn- inn á bænum. Þórður Tómasson rifjar upp þá kenningu að Þorvarð- ur Þórarinsson, höfðingi á 13. öld, og tengdasonur Steinvarar Sig- hvatsdóttur og Hálfdanar Sæmundssonar, hafi skrifað Njálu og því sé mögulegt að hún hafi verið skrifuð að Keldum. Á neðri mynd- inni sést að veggirnir í skemmunni eru farnir að halla ískyggilega. Elstí bær á íslandi að hruni kominn KELDUR í Rangárvallasýslu, elsti heillegi bær á landinu, er að hruni kominn vegna vatnsleka af þaki niður í vegghleðslur. Vatn leiðir að auki að bænum og veldur skemmdum á útveggjum hans. Guðmund- ur Hafsteinsson, deildarstjóri húsverndar- deildar Þjóðminjasafns, segir að viðgerð húsanna sé afar brýnt verkefni og verði hafist handa við að bjarga bænum síðsum- ars. Hermt er að Jón Loftsson hafi reist kirkju og klaustur að Keldum á Rangárvöllum undir lok 12. aldar. Ekki er útilokað að elsti hluti bæjarins sé frá þeim tíma, að sögn Þórðar Tómassonar, safnvarðar í Skógum, en engu að síður segir hann að skálinn í bænum hafí sterk einkenni miðalda, en þá var búskapur á bænum. Önnur fom íveruhús eru and- dyri, búr, hlóðaeldhús og skálaloft, en búið var óslit- ið í húsunum til 1946. Hafði þá verið bætt við fjór- um útihúsum, skemmum, hjalli og viðbyggingu, uppúr miðri síðustu öld. Úrkoma sökudólgur Allar þessar. byggingar standa enn og hafa verið gestum og gangandi til sýnis í gegnum tíðina. Síð- ustu ár hefur hins vegar horft til verri vegar, því rigningarvatn hefur ekki fundið sér aðra leið af þekjunni en niður vegghleðslurnar og nú er svo komið að annarri skemmunni og smiðjunni hefur verið lokað vegna hættu á hruni. Ástæðan fyrir þessum farvegi rigningarvatnsins er að sögn Guðmundar sú að burðarstoðir hafa geng- ið saman, fært þekjuna neðar og myndað leið fyrir regnvatn í gegnum veggina inn í húsið. Vatnið veld- ur síðan meiri fúa í stoðunum. Brýnt verkefni Guðmundur segir að hér sé um afar brýnt verk- efni að ræða og verði hafíst handa við að bjarga fyrstu húsunum á þessu sumri. Síðan verði haldið áfram af fullum krafti með hin húsin samkvæmt áætlun til 2-3 ára en framgangur fari að sjálfsögðu mikið eftir fjármagni til verksins. Innifalin í áætlun- inni er að sögn Guðmundar viðgerð á Guðnýjarbæ, gömlu íbúðarhúsi að Keldum, og á að nota það sem þjónustuhús fyrir ferðamenn, en þess má geta að 4-5.000 manns skoða gömlu húsin að Keldum á hveiju ári. Eftir því sem Guðmundur segir mun Víglundur Kristjánsson, hleðslumaður, sjá um viðgerðirnar á skemmunum að Keldum og felast þær í því að þekja húsanna verður tekin niður og veggirnir endurhlaðn- ir. Tréverk verður bætt eða endurnýjað eftir því sem þurfa þykir. Samkvæmt áætlun á svo að leiða vatn frá húsinu, en brýnt er að það verði sem fyrst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.