Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1993 William Golding látinn BRESKI rithöf- un3urinn Will- am Golding lést síðastliðinn laugardag, 81 árs að aldri. Golding er án efa þekktastur fyrir skáldsög- SngiTnX 5=7 Lord of the Flies“, sem kom út árið 1963 og fjallar um ill- mennsku sem upp kemur meðal drengja sem verða skipreka á eyðieyju. Golding sagði í viðtali að í stríðinu hefði honum orðið ljós sú illska sem býr í mönnun- um. „Ég vildi segja við Englend- inga, þið þykist hafa unnið stríð- ið og sigrast á nasismanum og séuð því öll gott og heiðvirt fólk. En varið ykkur. Hið illa býr í okkur öllum.“ Kraftsjúk o g Kúsjma þrátta enn FORSETINN og forsætisráð- herrann í Úkraínu deila enn harðlega um hvor þeirra skuli hafa æðsta vald í ríkisstjórn landsins. Leonid Kraftsjúk, for- seti, gerði sjálfan sig með tilskip- un að æðsta yfirvaldi, og sagði Leonid Kúsjma, forsætisráð- herra, að slíkt jafngilti því að leggja af embætti forsætisráð- herra. Þingheimur kémur saman í dag, og er talið líklegt að deil- an nái þá hámarki. Scharping gegn Kohl RUDOLF Scharping tilkynnti í gær að hann yrði kanslaraefni Sósíaldemókrata í kosningunum sem fram fara í Þýskalandi á næsta ári. Oskar Lafontaine, sem varð að lúta í lægra haldi fyrir Helmut Kohl kanslara í kosningunum 1990, hefur hætt við áform um að verða kanslara- efni Sósíaldemókrata. Lafont- aine gekkst inn á að hætta við framboð eftir að hafa fundað með Scharping á sunnudags- kvöld. Dagblöð í Þýskalandi segja Scharping hafa boðið La- fontaine embætti „ofur-ráð- herra“, bæði fjár- og efnahags- mála, ef flokkurinn ber sigur úr býtum í kosningunum á næsta ári. IRA inn úr kuldanum? MARY Robinson, forseti Irlands, segist alls ekki iðrast þess að hafa átt fund með Gerry Ad- ams, leiðtoga Sinn Fein, stjór- málasamtaka írska lýðveldis- hersins. Dagblöð á írlandi brugðust ókvæða við tíðindum af fundinum, og dálkahöfundur Sunday Independent sagði að forsetinn hefði brugðist þjóð sinni. „Morðingjamir eru nú boðnir velkomnir inn úr kuldan- um.“ Sjálf lagði Robinson áherslu á að hún væri skilyrðis- laust andsnúin ofbeldi. Fyrsta ferðin undir Ermar- sund FRANSKA ofurhraðlestin fór hægt í gegnum göngin undir Ermarsund í fyrsta skipti sl. sunnudag. Um var að ræða til- raunaferð, þá fyrstu af nokkrum áætluðum, áður en göngin verða formlega tekin í notkun á næsta ári. Ofurhraðlestin franska (TGV), fer allajafna á um 300 km hraða í Frakklandi, en mun fara gegnum göngin á um 160 km hraða og á ferðin þá að taka um hálfa klukkustund. Clinton eignast hálfbróður Washington, Los Angeles. The Daily Telegraph. FJÖLSKYLDUSAGA Bills Clintons Bandaríkjaforseta varð all- nokkru flóknari á sunnudag þegar skýrt var frá því að hann ætti annan hálfbróður sem hann virðist ekki hafa vitað um. Keuter Fjölskylda forsetans stækkar BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, ásamt dóttur sinni, Chelsea, og konu, Hillary. Komið hefur í ljós að forsetinn á 55 ára gamlan hálfbróður sem hann mun ekki hafa vitað um. Hálfbróðirinn heitir Henry Leon Ritzenthaler, er 55 ára gam- all og rak útfararþjónustu en er að setjast í helgan stein af heilsu- farsástæðum. Kona hans, Judith, sagði á sunnudag að hún vonaðist til að geta hitt Clinton forseta. „Maðurinn minn er með hjarta- sjúkdóm og vill fá að vita hvort veikin fylgi ættinni." Clinton sagði í viðtali við út- varpsstöð í gær að hann væri að reyna að komast í samband við manninn. Hann gæti ekki tjáð sig um málið fyrr en hann ræddi við Ritzenthaler. Clinton svaraði ekki Það var bandaríska dagblaðið Washington Post sem uppgötvaði hálfbróðurinn, sem býr í Paradise í Kaliforníu. Blaðið birti langa grein um málið og sagði að Ritz- -enthaler hefði skrifað Clinton í kosningabaráttunni í fyrra til að kynna sig fyrir honum og látið fylgja afrit af fæðingarvottorði sínu. Hann fékk hins vegar aldrei svar frá forsetanum. Washington Post sagði að Ritz- enthaler hefði fæðst fjórum árum áður en faðir hans, William J. Blythe, kvæntist móður Clintons. Ritzenthaler og kona hans upp- götvuðu tengslin í fyrra þegar þau báru saman það sem þau vissu um foður hans, sem var þá löngu dáinn, og upplýsingar í fjölmiðlum um föður forsetans. „Þeir dóu báðir í bílslysi á sama stað og á aldrinum 29 ára. Þeir störfuðu báðir sem sölumenn hjá bílaparta- fyrirtæki. W.J. Blythe var frá Sherman í Texas og þar fæddist maðurinn minn. Við lögðum sam- an tvo og tvo,“ sagði Frú Ritzent- haler. „Maðurinn minn var aðeins átta ára gamall þegar faðir hans dó og lögreglustjórinn í Brawley í Kalifomíu ól hann upp. Þar sem maðurinn leit • á hann sem sem föður sinn tók hann upp eftirnafn hans.“ Faðirinn þríkvæntur Fjölskyldusagan minnir á hand- rit fyrir sápuóperu. Adele Gash Coffelt, 75 ára kona sem býr nú í Kaliforníu, segist hafa gifst Blythe í Texas árið 1935 þegar þau voru bæði 17 ára gömul. Henry Leon fæddist árið 1938, löngu eftir að þau voru skilin. Opinber gögn, svo sem gifting- ar- og fæðingarvottorð, staðfesta frásögn konunnar. Frú Coffelt skýrði ennfremur frá því að Blythe hefði verið í skammvinnu hjónabandi með yngri systur hennar áður en hann kvæntist móður Clintons. Blythe, sem var farandsölu- maður, kvæntist móður Clintons, Virginiu Cassidy, árið 1942. Hann beið bana sumarið 1946, þá 28 ára, þegar hann ók bíl sínum út í skurð á leið heim til konu sinn- ar, sem var með barni. Sonur þeirra William (kallaður Bill) Jeff- erson fæddist fjórum mánuðum síðar í bænum Hope í Arkansas. Þegar Bill var fjögurra ára gift- ist ekkjan Roger Clinton, sem seldi Buick-bíla. Þau eignuðust son, Roger yngri. William Blythe tók upp eftir- nafn stjúpföður síns og varð Will- iam Jefferson Clinton. Eftir að Roger Clinton lést árið 1968 gift- ist ekkja hans tvisvar og hún er nú sjötug. Sprengingar í Madrid TALIÐ er að baskneskir öfgamenn hafi staðið fyrir tveimur sprengingum í miðborg Madrid í gærmorg- un. Sprengjusérfræðingar lögreglunnar kanna verksummerkin eftir sprengjuna sem sprakk við banda- ríska sendiráðið. Bílsprengjur bana sjö manns í Madrid Madrid. Reuter. TVÆR bílsprengjur sprungu í miðborg Madrid í gærmorgun með þeim afleiðingum að sjö manns létust, þar af fimm hermenn. Einnig slösuðust fjöl- margir óbreyttir borgarar. Talið er að baskneska aðskilnaðarhreyfingin ETA hafi staðið fyrir tilræð- inu þótt hún hafi ekki lýst því á hendur sér. Eng- in viðvörun var gefin fyrir sprengingarnar sem urðu á háannatíma. Þykir nú sýnt að þrátt fyrir þverrandi stuðning, handtökur og pólitískan ósigur geti ETA-hreyfingin enn valdið usla og dauðsföll- um og er talið að árásin hafi verið gerð til að mótmæla fangelsisdómum yfir háttsettum liðs- mönnum hennar. Fyrsta sprengjan sprakk undir brú þegar herflutn- ingabíll átti leið yflr. Fimm hermenn og tveir óbreytt- ir borgarar létust samstundis. Að minnsta kosti átta manns særðust, þar af átta ára drengur og fimmtán ára systir hans, sem bæði eru á gjörgæslu. Seinni sprengjan sprakk klukkutíma síðar um 200 metra frá bandaríska sendiráðinu. Kona nokkur missti báða fæt- ur og fjölmargir aðrir urðu fyrir meiðslum. Þótt baskneska aðskilnaðarhreyfingin hafi ekki lýst tilræðinu á hendur sér er talið að sprengingamar hafi verið gerðar til þess að mótmæla 10 ára fangelsisdómi yfir ETA leiðtoganum Francesco Mugica Garmendia sem handtekinn var í Frakklandi á síðasta ári. Einnig voru tveir aðrir háttsettir liðsmenn hreyfingarinnar, sem handteknir voru við sama tækifæri, dæmdir til sex og átta ára fangelsisvistar. Felipe Gonzales forsætisráðherra, sem er í Kaup- mannahöfn á leiðtogafundi Evrópubandalagsins, for- dæmdi tilræðin og sagðist fullviss að þau væru verkn- aður basknesku aðskilnaðarhreyfingarinnar ETA. Hins vegar hefur Baskneski þjóðemisflokkurinn lýst því yfir að sprengingarnar megi skýra með slæmu gengi öfgaflokksins Herri Batasuna, sem styður ETA-hreyf- inguna, í nýafstöðnum kosningum en flokkurinn tap- aði tveimur þingsætum af fjórum. Hinir róttæku að- skilnaðarsinnar njóta nú þverrandi stuðnings í Baska- landi og jafnan mótmæla þúsundir manna á götum úti ofbeldisverkum þeirra. Kosningar á Ítalíu Norður- samband- ið sigrar í Mílanó Mílanó. Reuter. The Daily Telegraph. NORÐURSAMBANDIÐ, sem að- hyllist skiptingu Ítalíu í þrjú sjálfstjórnarhéruð, vann einn áfangasigurinn enn er fulltrúi úr röðum þess var valinn borgar- stjóri Mílanó á sunnudag. Yið því var búist að Norðursambandið ynni sigur í borginni enda hafa sljórnarliðar, einkum Kristilegir demókratar, goldið afhroð að undanförnu. Sigur Marcos Formentinis, sem er 63 ára, markar upphafið að raun- verulegum póli- tískum ítökum Norðursam- bandsins á Ítalíu enda er Mílanó önnur stærsta borg landsins og þar er miðstöð efnahagslífsins. Varla var Formentini nokkur frambjóð- andi Kristilega demókrataflokksins eftir þegar fyrri umferð kosning- anna hafði farið fram. Borgar- stjórakjörið, sem fram fór í 145 borgum og bæjum, stóð því einkum milli fulltrúa Norðursambandsins og Lýðræðislega vinstriflokksins. Sá síðarnefndi virðist ætla standa vel áð vígi, einkum í miðhluta lands- ins. Umberto Bossi, leiðtogi Norður- sambandsins, sagði úrslitin knýja enn frekar á um umbætur á kosn- ingalöggjöfinni. Kosningabarátta sanibandsliða hefur einkennst af nokkurri hörku og hefur Bossi ver- ið sakaður um rógburð. Fullyrti hann t.d. að Nando Dalla Chiesa, sem var í framboði gegn Forment- ini í Mílanó, væri í tengslum við mafíuna. Þótti það nokkuð ósmekk- legt á Ítalíu enda myrti mafían föð- ur hans, Carlo Alberto Dalla Chi- esa, árið 1982.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.