Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1993 37 vann þau fljótt og vel. Fyrstu kynni mín af Möllu urðu þegar ég lenti í þeim hremmingum ásamt nokkrum stöllum mínum að þurfa að gera tillögu um framboðs- lista fyrir þingkosningamar árið 1987. Að raða á framboðslista er einhver stærsti vandi ailra grasrót- arhreyfmga og þar er Kvennalistinn engin undantekning. í þetta sinn var Malla fyrsta konan sem við báðum um að taka „öruggt" sæti á listanum, enda hafði hún hlotið mik- ið fylgi í forkönnun sem við höfðum gert. Malla bað um fund með upp- stillingamefndinni þar sem hún ræddi hugmyndina við okkur, þar þakkaði hún okkur fyrir traustið en sagðist ekki vilja taka sætið og benti okkur jafnframt á að við sýndum ekki mikil klókindi í kvennabarátt- unni að ætla að senda hana inn á þing. Kvennalistinn myndi verða mikið betur settur með einhverja nýja þar, því sjálf myndi hún halda áfram að skrifa í Veru í sjálfboða- vinnu eftir kosningar en það væri engin trygging fyrir því að við gæt- um fengið einhvetja aðra til þess að gera það ef hún yrði kjörin á þing. En fyrir ákvörðun hennar væri einnig persónulegri ástæða, því hún vildi sjálf annast uppeldi dætra sinna. Hörður hefði samt hvatt sig til að taka sætið, „en það er ekkert að marka“ bætti hún við „hann hefur alltaf hvatt mig til aljra hluta“. Seinna þetta vor fórum við saman í flugvél til Hafnar í Homafirði á kosningafund. Í flugtakinu trúði hún mér fyrir því að hún væri flug- hrædd, enda fyndist henni það stangast á við heilbrigða skynsemi að svo þungir og klunnalegir hlutir sem flugvélar gætu hafið sig til flugs og svifið í þunnu loftinu eins og þeir gerðu. Ég útskýrði fyrir henni í stuttu máli hvað lægi fluginu eðlisfræðilega til grundvallar en þegar því lauk sagði hún að bragði að nú væri hún hræddari en nokkru sinni fyrr, hún hefði þó haldið að það byggi meira á bak við þetta. Lögmálum eðlisfræðinnar fannst henni ekki treystandi fremur en öðrum hugmyndum mannanna um heiminn. Löngu seinna færði hún mér frá London litla pappírsflugvél sem hún hafði keypt af götusala, þegar flugvélinni var kastað sveif hún í hring og kom aftur til baka. Henni fannst þetta athyglisvert og datt í hug að ég myndi hafa gaman af að fínna út hvernig stæði á þessu. Magdalena Schram var afar margslungin kona, hún axlaði sína ábyrgð og tók sinn rétt til að skapa sjálfa sig og umhverfi sitt og hreif okkur hin með. Á því varð ekkert lát þrátt fyrir veikindi hennar og þær þjáningar sem hún varð að ganga í gegnum. Ég heyrði hana aldrei kvarta heldur nýtti hún sér alla reynslu sína í veikindunum sem endranær til þess að læra af þeim og koma umbótum á framfæri. Malla gafst ekki baráttulaust upp, en æðrulaust. Hún gerði ekki kröfur fyrir sjálfa sig, heldur var eins og hún liti einungis á sig sem tæki mannkynsins á braut þess til betri tíðar. Með Möllu er farin einstök kona. Kvennalistinn og kvenfrelsisbarátt- an hefur misst mikils, en sárastur er missir ástvinanna. Élsku Hörður, Halla, Katrín og Guðrún, ykkur sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Sigríður Lillý Baldursdóttir. „Malla er komin heim til ís- lands!“ Ég gleymdi ekki glampanum í augum Harðar fyrir rúmum tveim áratugum þegar hann sagði mór þessi tíðindi. Þá vorum við í jól- afríi, frá námi og störfum í Múnch- en, en Malla var alkomin heim frá Englandi, þar sem hún hafði starfað um hríð að afloknu háskólanámi. Fyrr en varði vorum við öll komin niður á Naust í heitar umræður um ísland og umheiminn. Ég man að okkur brá öllum hversu skoðanir okkar voru mótaðar af utanlands- vistinni og Malla gerði óspart grín að hinni germaníseruðu, stirðbusa- legu og hátíðlegu málefnaafstöðu okkar. Ég hreifst hins vegar af hinni óþvinguðu, snjöllu og gamansömu frásögn og tilsvörum hennar við þessi fyrstu kynni. Eftir þetta kvöld hélst vinskapur okkar óslitinn fram á síðasta dag. Við höfðum náið samband meðan þau Hörður bjuggu í Munchen, í Hohenzollernstrasse 39, eða upp í „Hóen“ eins og íslendingar nefndu þetta sögufræga hús. Síðar hittumst við sjaldnar og einkum ef einhver var að koma eða fara. Ýmist í Múnc- hen, á Flúðum eða í Reykjavík. Malia var baráttukona um um- hverfísmál og ræddum við oft um hagnýtingu kjarnorku til raforku- vinnslu. Eg var auðvitað með, en hún á móti. Þá taldi ég að rekstur kjamorkuvera væri fullkomlega ör- uggur. „Bíddu bara þangað til fyrsta slysið verður," var viðkvæðið hjá henni. Eftir Tsjernobyl-slysið hitti ég Möllu og sagði við hana: „Þú hafðir þá rétt fyrir þér.“ „Já, að vísu, en ég vöna að þetta slys verði til þess að afstýra öðmm slíkum, því þótt kjarnorkan mjög varasöm, er hún sennilega eftir allt saman óumflýjanleg ef við lítum á ósonga- tið og ofhitnun lofthjúpsins." Þannig vomm við orðin sammála í mikiu stærra samhengi en okkur hafði áður gmnað. Við ræddum aldrei um kvenrétt- indamál. Ef til vill vomm við þar fullkomlega sammála, ég veit það ekki. Mér fannst síðustu árin, að hún teldi þessi mál vera hennar „prófessjón" og þess vegna ekki á dagskrá á okkar stuttu fagnaðar- fundum. Fyrir íjöldamörgum árum varð ég hins vegar vitni að því, hve mikið henni gat hitnað í hamsi í umræðu um þessi mál. Við sátum saman á bjórkránni „Chez Margot" eða „Möggunni“, eins og hún var kölluð af Islendingum. Með í hópn- um var nú landsþekktur íslenskur vísindamaður, sem þá var enginn sérstakur fylgismaður kvenréttinda. Þegar orðaskiptin stóðu sem hæst, gerði Malla sér lítið fyrir og hellti góðum slurk af bjór yfír höfuðið á manninum. Hann svaraði aftur með þvi að hella afganginum úr sínu glasi niður um hálsmálið á henni. Eftir þetta héldu þau áfram sam- ræðunum, eins og ekkert hefði í skorist, en nú í mesta bróðerni. Ég spurði hana eftir á, hvað hefði eigin- lega gerst og svaraði hún þá: „Hann leyfði sér að móðga helminginn af mannkyninu, en mér var einungis refsað fyrir brot á góðum borðsið- um, svo að nú erum við kvitt.“ Vinahópur Möllu og Harðar í Mtinchen stækkaði með komu Önnu Áslaugar píanóleikara til borgarinn- ar. Á heimili Önnu og eiginmanns hennar, próf. Ludwig Hoffmann, var oft glatt á hjalla hin síðustu ár þeg- ar Malla og Hörður voru í bænum, með dunandi píanóleik. Eftir eina af íslandsferðum Önnu og Ludwigs spurði ég Ludwig hversu honum hefði líkað. Hann lofaði hina stór- brotnu náttúru landsins, en sagði hins vegar að það sem honum væri eftirminnilegast væri bíltúr til Krísuvíkur, sem Malla hefði boðið honum í. Hann hefði aldrei grunað að hægt væri að keyra svo hratt á svo slæmum vegi og hefði hvorki þorað að líta til vinstri né hægri alla leiðina og ætti Möllu líf sitt að launa. Meðan við Hörður vorum smám saman að koma undir okkur fótun- um í starfi að námi loknu, var Malla orðin þjóðfræg á íslandi fyrir frétta- skýringar, menningargagnrýni og kvenréttindabaráttu og kunni strax tökin á ijölmiðlunum, hvort heldur dagblöðum, tímaritum, útvarpi eða sjónvarpi. Hún hafði óvenju þýða og hljómmikla rödd og með fríða, greindarlega andlitinu og rauða krullaða hárinu, vann hún fljótt hug og hjörtu sjónvarpsáhorfenda. Dag- inn sem hún flutti sinn síðasta út- varpsþátt, fyrir rúmum mánuði, heimsótti ég hana ásamt Herði á sjúkrahúsið. „Strákar, fannst ykkur ég ekki vera orðin dálítið þvoglu- kennd í röddinni?" Við kváðum ekki svo vera. „Það var gott,“ sagði hún, sneri til veggjar og sofnaði. „Perf- ektsjónisminn" fylgir henni alla leið- ina fram í andlátið varð mér hugsað. Nú er Malla farin og við nánustu vinir hennar í Munchen; ég, Tom- oko, Jun og Ken, Anna Áslaug og Ludwig, vottum Herði, stúlkunum þeirra þremur og skyldmennum, okkar innilegustu samúð. Þorsteinn J. Halldórsson. Minning Baldur Hólmgeirsson Fæddur 14. maí 1930 Dáinn 9. júní 1993 Fyrir um sautján árum tók Bald- ur Hólmgeirsson sig upp með fjöl- skyldu og flutti til Svíþjóðar. Ferðin var farin á öldruðum sænskum gæðavagni, handmáluðum. Erfíð- leikarnir byrjuðu í Ártúnsbrekk- unni. Ýmsa hjalla átti þessi bjart- sýna fjölskylda eftir að yfírstíga: austur um land, með fetju til Nor- egs og þvert yfir fjallgarða þar, uns komið var á áfangastað í smábæn- um Borás í Svíþjóð. Þá var farið Almannaskarð og Lónsheiði austur. En þar kárnaði fyrst gamanið, bratt- ir vegir og strembnir fyrir hlaðinn vagn. Varð þá bílstjórinn stundum að bregða á það ráð að senda frúna og „drekana" tvo út að ýta, uns bíllinn komst á skrið og skilja þau svo eftir niðri í brekku, svo farskjót- inn missti ekki ferð upp brattann. Þetta er lítið ágrip af upphafi ferðalýsingar, sem Baldur sendi mér í bréfi, þegar hann var kominn til Svíþjóðar og farinn að vinna þar í prentverki. Þetta er eitt það skemmtilegasta bréf sem ég hef fengið um dagana. Það lýsir líka bréfritaranum vei. Aðstæður urðu aldrei svo alvarlegar, að ekki mætti henda að þeim gaman og helst reyndi hann að haga lýsingunni þannig að skopið hitti hann sjálfan. Þannig var Baldur. Aldrei sá ég hann beygja sig fyrir þeim drunga og þeim svarta hversdagsleika, sem helltist yfir menn og málefni oft og einatt. Glaðbeittur stóð hann og keikur og tók því sem verða vildi, meðbyr jafnt sem mótræði, og sein- ast örlögum sínum. Baldur fæddist að Kálfagerði í Eyjafirði, sonur Hólmgeirs Pálma- sonar og Freygerðar Júlíusdóttur frá Hvassafelli. En þau hjón voru þá nýtekin við búi af foreldtum Hólmgeirs. Vistin í Kálfagerði varð þó styttri en ætlað var. Þegar Bald- ur var tveggja ára veiktust báðir foreldrar hans af berklum og áður en sveinninn varð þriggja vetra tók hvíti dauðinn móður hans frá hon- um. Hann fluttist þá á Akureyri, til afa síns og ömmu, Pálma Jóhannes- sonar og Kristínar Sigfúsdóttur, þeirrar merku skáldkonu og rithöf- undar. Þar ólst hann upp og hefur raunar ekki farið varhluta af skáldg- áfu og ritfærni ömmu sinnar. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri tvítugur að aldri. Hann lagði stund á norræn fræði í Há- skóla íslands um tíma. Einnig stundaði hann nám í Leiklistarskóla Þjóðleikhússins. En hann var virkur í leiklistarlífinu heima á Akureyri, meðan hann dvaldi þar. Hann tók þátt í allmörgum leiksýningum í Reykjavík á sjötta áratugnum, og þótti vel liðtækur einkum sem gam- anleikari. Röddin var þróttmikil og karakterinn hafði útgeislun. Leiklistin var ótrygg atvinnugrein á þeim árum, ekki síður en nú. Baldur lærði prentverk og vann við það og hvers kyns útgáfu og blaða- mennskustörf, auk þýðinga, lengst af. Hann sagði þó aldrei alveg skil- ið við leiklistina. Eftir að hann flutt- ist til Keflavíkur, þar sem hann vann við prentverk og útgáfu um árabil, lék hann með Leikfélagi Keflavíkur og seinna tók hann þátt í leiksýningum hjá atvinnuleikhús- unum í Reykjavík, eftir að hann flutti heim frá Svíþjóð, bæði Þjóð- leikhúsinu og Leikfélagi Reykjavík- ur. Einnig tók hann þátt í sýningum með Leikfélagi Kópavogs. Baldur var tvígiftur. Fyrst átti hann Valgerði Báru Guðmundsdótt- ur og með henni soninn Guðmund. Þau skildu. Árið 1962 gekk Baldur svo að eiga Þuríði Vilhelmsdóttur, sem stóð með honum í blíðu og stríðu til hinsta dags. Saman eiga þau synina Hólmgeir og Birgi, „drekana" eins og Baldur kallaði þá jafnan, þegar þeir voru yngri. Aldrei voru þeir langt undan, enda hændir að föður sínum. Þess trúi ég og veit að hann naut í erfíðu veikindastríði síðustu misserin. Á heimili þeirra Þuríðar var ævin- lega gaman að koma. Þar var jafn- an tekið á móti gestum eins og höfðingjar væru á ferð. í því voru þau hjón samtaka eins og í fleiru, enda samband þeirra traust og fal- legt. Nú þegar þessi ljúflingur er all- ur, vil ég að skilnaði þakka alla þá ánægju, sem ég hafði af okkar fund- um. Frá þeim skiptum fór ég jafnan glaðari og bjartsýnni á lífið og tilver- una en fyrr. Veri hann Guði geymd- ur. Við Ragnheiður sendum Þuríði og sonunum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Jón Hjartarson. Við fráfall Baldurs Hólmgeirsson- ar er enn eitt skarð höggvið í stúd- entahópinn sem útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri 17. júní 1950, og þykir okkur sem eftir stöndum nóg um hve margir úr honum hafa kvatt okkur alltof snemma. Sérstakur söknuður fylgir því að kveðja þá vini sem bundizt var tryggðaböndum í ljóma æsku- og uppvaxtarára og átökum fyrstu fullorðinsára, en á móti vegur hve ánægjuleg upprifjun kynna frá þeim árum er. Við sem áttum samleið með Baldri Hólmgeirssyni sex ár í menntaskóla og síðan í háskóla, þar sem hann stóð reyndar stutt við, eigum ekkert nema góðar og skemmtilegar minningar um þau kynni. Hann var einstaklega léttur^ í lund og svo glaðsinna að mér er lífsins ómögulegt að muna hann öðruvísi en upplífgandi og hressan í bragði. Þótt samfundum fækkaði með árunum hittumst við nægilega oft til þess að sjá og finna að þess- ir eiginleikar hans breyttust ekkert og entust alla ævi. Stóð hann þó oft í ströngu í lífsbaráttunni, ekki sízt í löngu og erfiðu veikindastríði að margur hefði látið bugast. Síðast ræddi ég við hann í síma fyrir rúm- um þrem vikum og gerði hann þá að gamni sínu um gervifót sem hann var nýbúinn að fá og kvaðst ætla að æfa sig á Laugaveginum. Er mér sagt að hann hafi reyndar gengið niður mest allan Laugaveg- inn daginn áður en hann dó. í Baldri Hólmgeirssyni var lista- mannseðli eins og hann átti kyn til. Faðir hans Hólmgeir Pálmason var þekktur leikari á Akureyri og föður- amma hans var Kristín Sigfúsdóttir skáldkona. Leikhæfíleikar Baldurs komu fljótt í ljós og steig hann ungur á svið á Akureyri og stund- aði þar leiklistarnám hjá snillingn- um Jóni Norðfjörð og síðar í Leiklist- arskóla Þjóðleikhússins í Reykjavík. Hann var löngum síðar viðriðinn leiklist hjá ýmsum leikfélögum, en helgaði ekki leiklistinni krafta sína eins og við sem þekktum hann höfð- um reiknað með. Hann kom oft fram sem skemmtikraftur í kabarettum og skemmtiþáttum, m.a. i Bláu stjörnunni, sem þeir Haraldur Á. Sigurðsson, Alfreð Andrésson, Tóm- as Guðmundsson o.fl. stóðu að, en í þann félagsskap komust yfirleitt engir aukvisar. Fjölhæfum mönnum veitist oft örðugt að fínna kröftum sínum fastan farveg. Auk leikarahæfíleik- anna átti Baldur Hólmgeirsson létt með að skrifa. Hann ritstýrði fleiri blöðum og tímaritum en ég kann að nefna, og nutu sum þeirra mikill- ar útbreiðslu. Hann skrifaði mikið sjálfur og var oft útgefandi þeirra blaða sem hann vann við. Kom sér þá vel að hann hafði numið prentiðn og var snjall setjari á þeirra tíma vísu. Þá stundaði hann blaða- mennsku um skeið og þýddi íjöl- margar bækur. Margbreytileg önn- ur störf Baldurs kann ég ekki að rekja, en þori að fullyrða það eit að honum var margt til lista lagt. Að leiðarlokum er gott að minn- ast manns sem eingöngu skilur eft- ir sig minningar um ánægju, gleði og ljúft viðmót. Þannig var Baldur Hólmgeirsson. Ástvinum hans öllum færi ég innilegar samúðarkveðjur. Magnús Óskarsson. Minning Kristín Ólafsdóttir Fædd 22. október 1910 Dáin 25. maí 1993 Amma mín, Kristín Ólafsdóttir, lést hinn 25. maí síðastliðinn. Mig langar að minnast hennar í fáum orðum. í æskuminningunni eru Kristín amma og Jón afi tengd gleði og eftirvæntingu. Þegar fréttist að von væri á afa og ömmu upp í Kalmans- tungu komumst við krakkarnir í hátíðarskap og oft biðum við með óþreyju eftir því að bíllinn þeirra renndi í hlaðið. Og loksins þegar þau komu var okkur erfítt að leyna ánægjunni. Ævinlega var afi með hattinn, hægur og hlýlegur í fasi og hlustandi af áhuga á nýjustu sögurnar sem við höfðum að segja úr sveitinni. Oft hló hann á sinn sérstaka hátt þegar nýstárleiki til- verunnar fékk okkur til að segja skrýtna og skemmtilega hluti. Amma kyssti mann og knúsaði, strauk gjarnan yfir kinnina og undr- aðist það hvað maður væri orðinn stór. Stundum gaukaði hún að okk- ur litlum gjöfum, að ógleymdu sæl- gætinu sem geymt var í fallega lit- uðu boxi uppi í bókaskáp. Afi elsk- aði sveitina og flest sem henni fylgdi, ekki síst útiveruna og veiði- skapinn. Amma hélt sig meira inni við og pijónaði eða hjálpaði til við heimilisstörfin. Undarlegt er til þess að hugsa hvað manni fannst þessi veröld, sem var, sjálfsögð og eðlileg, rétt eins og svona hefðu hlutimir alltaf verið og svona mundu þeir alltaf verða. Seinni árin, þegar afi var dáinn, kynntist ég ömmu á dálítið nýjan hátt. Það var í gegnum sögurnar sem hún sagði af lífinu eins og hún hafði kynnst því á langri ævi. Stund- um, þegar ég kom til hennar inn í Safamýri, þá sagði hún frá æsku- minningum sínum að vestan og síð- ar í Keflavík. Hún sagði líka sögur af dvölinni í skólanum á Hvítár- bakka, en sú dvöl var mikið ævin- týri fyrir hana sem unga stúlku að vestan. Auðvitað bar líka á góma fyrstu kynnin af afa sem áttu sér stað á sama tíma. Þá sagði hún frá fyrstu búskaparárunum, fyrst uppi í Borgarfirði í stuttan tíma og síðan á Skeggjagötunni og inni á Hofteig. Amma sagði alltaf frá af ánægju og kímni. Jafnvel þá atburði sem á sínum tíma höfðu reynst erfiðir sá hún gjarnan í minningunni í glettnu ljósi. Þær stundir sem ég átti á þennan hátt með henni ömmu minni eru mér nú dýrmætar. Að hluta eru þær mér dýrmætar vegna þess að þær gáfu mér örlítið betri hugmynd um það hvað það er að vera manneskja í þessum heimi og hvemig hún amma mín Ieysti það af hendi með heiðri og sóma. Og að hluta til eru þessar stundir mér dýrmætar vegna þess að mér þótti vænt um hana ömmu og ég er þakklátur fyrir að hafa fengið _að kynnast henni. Jón Ásgeir Kalmansson. K HÓPFERÐIR VEGNA g JARÐARFARA | HÖFUM GÆÐA HÓPRIFREIÐAR FRÁ12 TIL65 FARÞHGA ÉEITIÐ UPPLÝSINGA IÓPFERÐAMIÐSTÖÐIN Bíldshöfda 2a, Simi 685055, Fax 674969

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.