Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1993 félk í fréttum Misjafnt gengi íþróttastjarna AUGLYSINGAR Morgunblaðið/Kristinn Gunnar Már Zoega dúx Menntaskólans í Reykjavík og Hildur Pálsdóttir, sem varð fjórða hæst yfir skólann, bera krans á milli sín. Hægra megin má sjá Magnús L. Sveinsson forseta borgarstjórn- ar og Markús Orn Antonsson borgarstjóra. NAM Bræður dúxa með tíu ára millibili Þrátt fyrir að Gunnar Már Zoéga fengi einkunnina 9,37 og yrði þar með dúx Menntaskól- ans í Reykjavík í vor náði hann ekki að slá tíu ára gamalt met bróður síns, Gylfa Zoéga. Gylfi hlaut einkunnina 9,68 vorið 1983, en það er jafnframt hæsta prófseinkunn sem gefin hefur verið úr þeim skóla. Þeir bræður eru þó ekki einu Zoégarnir sem hafa dúxað, því að afi þeirra, Geir G. Zoéga fyrrverandi vega- málastjóri sem nú er látinn, varð dúx frá sama skóla árið 1903 og hlaut hann hæstu einkunn sem tekin var á þeim skala, að því er best er vitað. Gylfi lauk viðskiptafræði frá HÍ vorið 1987 og fór að því búnu til Bandaríkjanna þar sem hann lauk mastersnámi frá Columbia- háskólanum. Hann starfar um þessar mundir í París jafnframt því sem hann er að vinna að doktorsritgerð í hagfræði, sem hann lýkur frá Columbia-háskól- anum í haust. Langar í læknis- eða lögfræði Gunnar er ekki búinn að gera upp við sig hvort hann eigi að velja læknis- eða lögfræði en hefur látið skrá sig í læknisfræð- ina í haust, segist svo ætla að sjá til. Hann starfar í sumar hjá Isaga, þar sem hann hefur unnið síðustu sjö sumur. Hann segist aðspurður ekki vita af hveiju þeim bræðrum gekk lærdómurinn svona vel. „Ætli það sé ekki hið klassíska; samviskusemi, skipulagning og metnaður“ svarar hann. „Einnig hafa foreldrar okkar, Hebba Herbertsdóttir og Gunnar Zoéga, stutt við bakið á okkur þegar á hefur þurft að halda. Það má ekki heldur gleyma kennslunni í grunnskólanum, en við bræðurn- ir gengum báðir í Melaskóla og vorum þar hjá Dagnýju Alberts- son. Þegar Gylfí útskrifaðist voru fjórir dúxar í ýmsum skólum fyrrverandi nemendur Dagnýjar. Núna vorum við þrír af fjorum hæstu nemendum MR, Flóki Halldórsson, Hildur Pálsdóttir og ég, hins vegar úr sama bekk í Hagaskóla.“ Eftir nokkra umhugsun bætir hann við: „Ég held reyndar að það sé ein gullin regla við að ná árangri og það er að sitja ekki of mikið yfir bókunum." Sjálfur segist Gunnar stunda ýmsar íþróttir eins og hjólreiðar, lík- amsrækt auk hestamennsku, en kærasta hans Inga Sif Ólafsdótt- ir sem lauk einnig stúdentsprófí frá MR í vor, er mikil hestakona. Einkunnir eru eins og laun Guðni Guðmundsson rektor MR er vanur að messa yfir nem- endum við setningu skólans og segist Gunnar sérstaklega muna eftir einni setningu sem hann sagði, en hún var á þá leið að nemendur ættu að líta á einkunn- ir sem laun. Það væru undarleg- ir menn sem krefðust eða sættu sig alltaf við lægstu launin. Þeg- ar Gunnar er hins vegar spurður hvort þeir hjá Isaga borgi laun eftir einkunnum svaraði hann hlæjandi að það sé nú ekki alveg svo. „Það væri þó ekki vitlaust að taka upp slíkan launaskala," bætti hann við. VAKORTALISTI |Dags.22.6.1993. NR. 130 5414 8300 1028 3108 5414 8300 0310 5102 5414 8300 1130 4218 5414 8300 1326 6118 5414 8300 2814 8103 5414 8300 3052 9100 5422 4129 7979 7650 5221 0010 9115 1423 |Ofangreind kort eru vákort, sem taka ber úr umferð. VERÐLAUN kr.5000.- fyrir þann, sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocards. KREDITKORTHF., Ármúla 28, 108 Reykjavík, sími 685499 Þekktar íþróttastjörnur hafa oftar en ekki verið fengnar til að auglýsa hinar ýmsu vörur með misjöfnum árangri. Það er ekki nóg að vera þekktur, heldur þarf við- komandi líka að hafa einhverja leikhæfileika. Sjaldan eða aldrei hefur einn hópur íþróttamanna verið eins áberandi í auglýsingum og körfuboltakapparnir, einkum nú þegar körfuboltatímabilið er í hámarki í Bandaríkjunum. Auglýsingarnar eru mis- jafnar að gæðum og sumar hallærislegar meðan aðr- ar hitta beint í mark. Nýliðinn Shaquille O’Neal hefur ekki geng- ið sem best í auglýsinga- mennsku og hafa Pepsi- og Reebok-auglýsingarn- ar fengið slæma dóma. Aðrir körfuboltakappar sem hafa fengið slæma dóma í auglýsingum eru Scottie Pippen fyrir Nike og Isiah Thomas fyrir Minute Maid. Michael Jordan hefur gengið bæði vel og illa í þeim auglýsingum sem hann hefur komið fram í. Til dæmis þótti auglýsing fyrir McDonalds, sem hann sást ásamt Larry Bird, hafa tekist vel. Ekki er þó eingöngu hægt að sakast við körfu- boltahetjumar heldur ekki síður við framleið- endur auglýsinganna, því þær verða að vera góðar í heild sinni. Charles Barkley í Phoenix Suns notar hvert tækifæri til að auglýsa Nike, hvort sem hann talar við fréttamenn eða aðra. Hann bendir þó á, að þrátt fyrir að hann auglýsi tiltekna vöru sé það ekki í hans verkahring að ala upp börnin sem horfa á auglýsingarnar, það sé hlutverk foreldranna. Shaquille O’Neal er einn þeirra körfuboltamanna sem hefur komið illa út í auglýsingum. 335 STJÖRNUR 22.6. 1993 VAKORT Eftirlýst kort nr.: 4543 3700 0007 3075 4548 9000 0042 4962 4548 9018 0002 1040 ÖLL ERLEND KORT SEM BYRJA Á: 4506 43** 4507 46** 4543 17** 4560 08** 4560 09** 4920 07** 4938 06** 4988 31** 4506 21** tort úr umferð og sendið ViSA Islandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- tyrir aö klófesta tort og visa á vágest. WS4 mwmi Höfðabakka 9 • 112 Reykjavlk Sfmi 91-671700 Vildi ekki vera falleg sem smástelpa Meðal þess sem er á bannlista hjá Bridget Fonda er and- litsfarði, fegrunaraðgerðir á bijóstum og vörum, þrátt fyrir að hún viðurkenni að flestar konur vilji hafa öðru vísi brjóst en þeim er áskapað og að stórar varir séu kynþokkafullar. Hún þarf þó ekki að kvarta yfir útlitinu, enda skyld fólki sem fram 'til þessa hefur verið talið bera góðan þokka. Pabbi hennar er Peter Fonda, afi hennar Henry Fonda og föðursystir Jane Fonda. Pabbi Bridget minnist þess þeg- ar hún var lítil og hann fór með hana í bæinn, að fólk sneri sér að honum til að segja hversu fallega dóttur hann ætti. Oftar en ekki fór hún að gráta, því hún vildi alls ekki vera falleg, segir hann. Hvort það hefur breyst fylgir ekki sögunni. Brldget Fonda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.