Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1993 31 Kringlu- kast hefst í Kringl- unnií dag MARKAÐSDAGAR Kringl- unnar sem nefndir eru Kringlukast hefjast í dag. Þar bjóða 65 verslana- og þjón- ustufyrirtæki Kringlunnar ótal tilboð á nýjum vörum. Kringlukast stendur frá þriðjudegi til fimmtudags og er hægt að gera mjög góð kaup á sumarvörum og ýms- um öðrum vörum, fá mat á veitingastöðum á tilboðsverði og taka þátt í skemmtilegum leikjum. Á Kringlukasti eru verslanir og flest þjónustufyrirtæki í Kringl- unni með sérstök tilboð. Lögð er. áhersla á að einungis sé boðið upp á nýjar vörur, þannig að ekki ér um útsölu að ræða. Fyrirtækin bjóða nokkrar vörutegundir eða tvo vöruflokka á sérstöku tilboði á meðan á Kringlukastinu stend- ur. Algengast er að veittur sé 20-40% afsláttur af þeim vörum sem tilboðin ná til, en í sumum tilvikum er afslátturinn enn meiri. Efnt er til tveggja skemmtilegra leikja á Kringlukasti sem báðir tengjast vel markaðsþema dag- anna. Annars vegar er leikurinn Stóri Afsláttur endurtekinn en hann var einnig á síðasta Kringlu- kastí í mars sl. og heppnaðist mjög vel. í leiknum bjóða nokkur fyrir- tæki í Kringlunni örfáa hluti á ótrúlegum afslætti en hlutimir eru allir í dýrum verðfjokki, þannig að afslátturinn af þeim nemur tug- um þúsunda króna. Leikurinn snýst um það að útnefna þá sem fá rétt til að eignast hlutina á þessum afslætti. Hinn leikurinn er Kauphallarleikur Fjárfestinga- félagsins Scandia. Hann snýst um að þátttakendur reyna að ávaxta ímyndað fé í erlendum verðbréfum og sigrar sá sem nær bestri ávöxt- un á bréfín. Verslanir Kringlunnar eru opn- ar frá kl. 10 til 18.30 alla virka daga nema föstudaga þegar opið er til kl. 19. Laugardaga er opið frá kl. 10 til 16. (Fréttatilkynning) ♦ » ♦- Sumarblót á Þingvöllum HIÐ árlega sumarblót ása- trúarmanna verður haldið á Þingvöllum fimmtudaginn 24. júní. Alþing hið forna var sett ár hvert á fimmtudegi í tíundu viku sumars þá sól er hæst á lofti. Að þessu sinni ber það upp á Jóns- messu. Auk hefðbundinna blótat- hafna verða bronsaldarlúðrar þeyttir, bumbur barðar, leikinn gráskinnsleikur og fleira gert sér til skemmtunar. A blótinu verður kynnt nýtt málgagn heiðingja á íslandi. Safnast verður saman á Hótel Valhöll kl. 20. (Fréttatilkynning) r Gæti þetta komið fyrir konuna þína? Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó/Bíóhöllin: Ósiðlegt tilboð — Indecent Pro- posal Leikstjóri Adrian Lyne. Handrit Amy Holden Jones. Byggt á skáldsögu Jacks Engelhards. Tónlist John Barry. Aðalleikend- ur Robert Redford, Demi Moore, Woody Harrelson, Oliver Platt, Seymour. Cassell. Bandarísk. Paramöunt 1993. Þau hjónakornin, Moore og Harrelson, hafa elskast heitt og innilega, allt frá því í menntó. Þau hafa verið gift í sjö ár er myndin hefst og lífið verið svona mestan part dans á rósum. Hún fasteigna- sali, hann vaxandi arkitekt. En þegar þau eru rétt byijuð á draumahúsinu koma þrengingar og bæði missa vinnuna. Þá er stormað til Las Vegas og gæfan reynd án árangurs uns hjú- in hitta milljarðamæringinn Red- ford sem býðst til að borga þeim milljón dali slétta fyrir nótt með frúnni. Þau sjá draumavilluna rísa og allt ganga í haginn og slá til. Ekki líður á löngu uns afbrýði fer að hrjá Harrelson, öfund og svo hrynur undirstaða allra venjulegra hjónabanda — traustið. Og Redford vill meira... Myndin fer bærilega af stað, ungu leikararnir aðlaðandi og vel valdir og aldurinn virðist ekki hafa níðst á Robba — frekar en afar- mjúkar linsur tökuvélanna. Myndin varpar fram áleitinni og áhuga- verðri spurningu hvað fólk geri undir kringumstæðum sem þess- um; eru allir falir fyrir rétta upp- hæð? En hún svarar henni í versta (fjórða áratugar-) stíl og endirinn er úr öllu sambandi við allt sem getur kallast raunveruleiki og heil- brigð skynsemi, reyndar þolir myndin öll illa minnstu nærskoðun. Henni er því miður ekki ætlað að vera neitt annað og meira en fal- lega framleidd glansmynd og það lukkast bærilega. Hún hefur geng- ið vel í fjöldann, sem vissulega þarf sitt „dóp“, engu síður en á árum áður. En hún vekur óneitan- lega þá spumingu hvort okkur hafi nokkuð farið fram því vissu- lega er Ósiðlegt tilboð ekkert annað en staðnaður skemmtiiðnaður. Fokið í öll skjól Bíóborgin: Spilltur lögregluforingi — Bad Lieutenant Leikstjóri og handritshöfundur Abel Ferrara. Kvikmyndatöku- stjóri Ken Kelsch. Aðalleikendur Harvey Keitel, Victor Argo, Paul Calderone, Leonard Thomas, Robin Burrows. Bandarísk. Gu- ild Film Dist. 1992. Keitel leikur lögregluforingja sem kominn er fram á ystu brún andlega sem líkamlega. Hann er orðinn gjörspilltur, forfallinn eitur- lyfjaþræll og fyrir löngu farinn að líta á starfið í þeim tilgangi einum að fjármagna neysluna og halda sér og sínum gangandi. Hann er varasamur sýkill í rotnu umhverfí. Þá síðustu daga í lífi hans sem myndin fjallar um fær hann einnig mafíuna á móti sér þegar hann stendur ekki í skilum við veðmang- arana. Það er fokið í öll skjól hjá þessum laganna verði. Það er ekki að undra þó Spilltur lögregluforíngi hafi vakið athygli og umtal að undanfömu í ná- grannalöndunum, svo hrikaleg og ofsafengin sem hún er. En það er fyrst og fremst stórleikur Harvey Keitels sem gerir hana þess virði að hún sé barin augum, hann hefur tæpast verið betri og aldrei vakið slíka athygli ef undan er skilið melludólgshlutverk hans í Taxi Driver. Hann skilar þessum djúpt sokkna mannræfli eftirminnilega vel þó hann sé nánast aldrei eðlileg- ur heldur sífellt undir áhrifum hinna margvíslegustu vímugjafa, kolruglaður á sál og líkama. Hann er ómennskt úrhrak í flestum atrið- unum, sem sum eru minnisstæðari öðrum einsog nístandi ljótu og kyn- ferðislega afbrigðilegu sjálfsfróun- aratriði. Keitel er konungur sorans í þessari ógeðslegu mynd sem dreg- ur upp verri og kannski sannari mynd af ástandinu í versu hverfum stórborga Vesturheims þar sem löggan er spilltust allra. Þau atriði þar sem reynt er að leita uppi vott af gömlum sómatil- finningum í lögregluforingjanum eru mikið mun veikari, enda er hann gjörsamlega útbrunninn. Lokaatriðið, er hann reynir að koma tveim ungum og upprennandi skítseyðum til hjálpar, ekki trú- verðugt. Ferrara hefur nokkrum sinnum vakið athygli fyrir óvenju harðskeyttar og kuldalegar glæpa- myndir, hér nær hann nýjum hæð- um í afar hráum lýsingum sínum á mannlífsdreggjum stórborgarinn- ar og á það ekki síst Keitel að þakka. Landsins hesta verð! Vegna hagkvæmra innkaupa getum við boðið fatnað frá Englandi og Þýskalandi á verði, sem á sér ekki hliðstæðu hérlendis. Af tilefni opnunar verslunarinnar nýlega, bjóðum við að auki allar vörur með 25% kynningarafslætti til 1. iúlí nk. Dæmi: m/25% afsl. Peysur. frá kr. 1.750 1.312 Bolir frákr. 880 660 Pils frá kr. 1.100 825 Buxur frá kr. 1.399 1.049 Jakkar. frá kr. 2.200 1.650 Kjólar frákr. 2.799 2.099 Náttföt frá kr. 839 629 Skyrtur frá kr. 1.049 786 Skór frá kr. 1.259 944 Leðurjakkar.. frákr. 9.799 7.549 Kápur frá kr. 3.199 2.399 Náttsloppar.. frákr. 909 681 Franskar snyrtivörur Dæmi um verð: Varalitur og naglalakk..... Varalitur................. Naglalakk................. o.fl. o.fl. .596 .344 447 258 ...344 258 .ÖSTV*< PÓSTVAL Skútuvogi 1 (næsta hús sunnan Miklagarðs), sími 68 44 22. i - ií

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.