Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1993 Þing norrænna húð- og kynsjúkdómalækna Aukin útbreiðsla húð- krabbameins rædd „ÞETTA var líklega stærsta þing húð- og kynsjúkdómalækna sem haldið hefur verið á Norðurlöndum," sagði Jón Hjaltalín Olafsson húð- og kynsjúkdómalæknir og forseti norræns þings húð- og kynsjúkdómalækna, sem lauk í síðustu viku. Þingið var haldið hér á landi í fyrsta sinn, en húð-og kynsjúkdóma- læknar á Norðurlöndum hafa þingað reglulega frá árinu 1910. Að sögn Jóns Hjaltalíns tókst þingið í Reykjavík með afbrigðum vel. Þó nokkur umfjöllun var um aukna útbreiðslu húðkrabbameina á Norðurlöndum. Jón Hjaltalín sagði að meðal húðsjúkdómalækna hefði mikil umræða verið um hina auknu útbreiðslu á undanförnum árum, enda fjölgaði tilfellum stöð- ugt, bæði hér á landi og á hinum Norðurlöndunum. Hann kvað þingfulltrúa hafa verið mjög áhugasama á þinginu og alls hefðu um 150 manns staðið fyrir fyrir- lestrum eða veggspjöldum, þar sem skráðar voru upplýsingar um nýjar rannsóknir á'sviði húð- og kynsjúkdómalækninga. Veitt voru þrenn verðlaun og fékk Bárður Sigurgeirsson m.a. verðlaun fyrir rannsóknir á tengsl- um milli ákveðins blöðrusjúkdóms og eitilfrumukrabbameinsins lym- phone. „Rætt var um ýmsar rannsókn- ir og nýjar leiðir í lækningum," sagði Jón Hjaltalín. „Sem dæmi má nefna kynningu á nýjum að- ferðum við að greina fæðingar- bletti, en hér á landi notast menn þegar við þá aðferð. Kynnt var ný leið í meðferð við sveppasjúk- dómum og vörtur voru nokkuð til umfjöllunar. Vörtur myndast við virussmit, en það verður sífellt erfíðara að ráða niðurlögum þeirra. Margar nýjar tegundir varta virðast hafa skotið upp koll- inum og það þarf töluvert mikla þekkingu til að losa fólk við þær. “ Þingstörf stóðu í þrjá daga og að þeim loknum héldu þingfulltrú- ar, um 200 talsins, í Bláa lónið þar sem þeir nutu sólar og kynnt- ust því sem sumir vilja meina að sé lækningalind íslendinga. Morgunblaðið/BB Um 200 fulltrúar af Norðurlandaþingi húð- og kynsjúkdómalækna héldu í Bláa Iónið að loknum þingstörfum. iviorgunDiaoio/ porKen Arthúr Björgvin Boilason og Jórunn Sigurðardóttir flytja Þjóðverjum og íslendingum listadagskrá á Hótel Ork. Menningardagskrá fyrir þýska ferðamenn HÓTEL Ork hefur nú bryddað upp á þeirri nýjung að vera með íslenska menningardagskrá á þýsku alla sunnudaga í sumar fyrir ferðamenn. Arthúr Björgvin Bollason hefur umsjón með dagskránni og flytur hana ásamt Jórunni Sigurðardójttur leikkonu. Ferðamenn kynnast skáldskap, tónlist og myndlist íslendinga, auk þess sem þeir kynnast lítilsháttar siðum þjóðarinnar, vinnusemi hennar og trú á huldufóik, svo eitthvað sé nefnt. „Allt sem ykkur hefur alltaf lang- að að vita um íslendinga en enginn þorði að spyija um,“ er heiti dag- skrárinnar sem frumflutt var á Hótel Örk síðastliðinn sunnudag. Að sögn Kristinar Aðalsteinsdóttur sölustjóra á hótelinu varð hugmynd- in að þessari menningardagskrá til í fyrrasumar þegar þýska ferða- skrifstofan Studiosus Reisen í Múnchen lagði inn gistipöntun fyrir hópfarþega sína fyrir sumarið ’93. Ferðaskrifstofan sem sérhæfir sig einkum í menningarferðum kemur með hópa hvern sunnudag í sumar og gista þeir á Hótel Örk í þrjá daga áður en haldið er í ferðir um landið. „Dagskráin er ekki eingöngu ætluð farþegum Studiosus Reisen, heldur öllum þýskumælandi ferða- mönnum sem staddir eru á land- inu,“ segir Krist.ín. „Hún hefst kl. 19.00 hvern sunnudag með fjöl- breyttu fiskihlaðborði og síðan er boðið upp á listaferð um hugarheim Islendinga. Sýningin, sem tekur um klukkustund, er flutt á þýsku og verður fram til 8. ágúst.“ Salurinn á Hótel Örk var þéttset- inn sl. sunnudag, bæði af Þjóðveij- um og íslendingum. Listadagskráin hófst á tónlist eftir Jón Leifs og síðan tóku þau Arthúr Björgvin Bollason og Jórunn Sigurðardóttir til við að kynna menningu og listir íslendinga frá upphafí til þessa dags. Lesið var meðal annars upp úr Eglu og Gerplu, flutt Ijóð eftir Jónas Hallgrímsson, Stefán Hörð Grímsson og fleiri skáld, íslensk tónlist frá öllum tímum var Ieikin og á stóru tjaldi mátti sjá verk ís- lenskra myndlistarmanna. Eftir- tektarvert var hversu íslensku ljóðin hljómuðu vel á þýsku og vakti ljóð Stefáns Harðar Grímssonar, „Vetr- ardagur" í þýðingu Gunthers Wieg- and, mikla athygli meðal erlendu gestanna. Jafnhliða listinni voru Þjóðveijar upplýstir um ýmsa siði og venjur íslendinga, góðlegt grín var gert af hetjudýrkun, vinnusemi og álfatrú og lesnar upp tröllasögur. Morgunblaðið ræddi við nokkra Þjóðveija sem þama voru staddir og sögðust þeir vera mjög ánægðir bæði með sýninguna og hrósuðu góðum flutningi. „Það er stórkost- legt að helja dvöl sína á landinu með því að kynnast listum og menn- ingu þjóðarinnar á þennan hátt,“ sögðu þeir. Fyrsta gnðsþjónusta í Grafarvogskirkju FYRSTA guðsþjónusta í Grafarvogskirkju fór fram sunnudaginn 6. þessa mánaðar, en kirkjubyggingin er nú í fokheldu ástandi. Borgarsljórinn í Reykjavík, Markús Orn Antonsson, var viðstadd- ur og ávarpaði kirkjugesti eftir að hafa undirritað samning milli Reykjavíkurborgar og Grafarvogskirkju um að í kirkjunni verði útbú frá Borgarbókasafni Reykjavíkur. Talsvert fjölmenni var við þessa fyrir börnin. Áætlað er að helja fyrstu guðsþjónustu í kirkjunni, en sóknarpresturinn, séra Vigfús Þór Árnason, bauð gesti velkomna til þessarar fýrstu athafnar í kirkj- unni, en Grafarvogssókn er nú ein fjölmennasta sókn landsins, þar sem nú búa á níunda þúsund sókn- arböm. Eftir messuna var grillað safnaðarstarf í kirkjunni við upp- haf aðventunnar. Formaður sóknarnefndar Graf- arvogskirkju er Magnús Ásgeirs- son, en arkitektar kirkjunnar eru Finnur Björgvinsson og Hilmar Þór Bjömsson. Verktaki er ístak. Mikið fjölmenm var við athöfnina. Markús Örn Antonsson ávarpar kirkjugesti. Sóknarpresturinn, séra Vigfús Þór Árnason, heilsar upp á kirlg'ugesti. Sjóstanga- veiðimót Is- firðinga í tólfta sinn ÁRLEGT sjóstangaveiði- mót ísfirðinga verður hald- ið dagana 2. og 3. júlí nk. Mótið, sem er tólfta á veg- um SJÓÍS frá árinu J982, verður háð á hefðbundinni fiskislóð frá Aðalvík vestur um ísafjarðardjúp að Gelti og róið verður á fiskibátum 10-30 rúmlesta að stærð. Þátttökugjald er 8.000 kr. en innifalið er akstur milli ísa- ijarðar og Bolungarvíkur, bátaleiga og miði á lokahóf með veislumáltíð. Upplýs- ingamiðstöð ferðamála á ísafirði til húsa í Framhalds- skóla Vestfjarða sér um skrán- ingu og útvegar gistingu, sé þess óskað. Veiðitæknilegar upplýs- ingar veita fúslega Úlfar Ag- ústsson, Pétur Jónsson og Þórir Sveinsson. Ný stjórn SJÓÍS Nýlega var kosin ný stjórn Sjóstangaveiðifélags Isafjarð- ar en hana skipa: Þórir Sveins- son, Urðarvegi 56, ísafirði, formaður, Kristín Böðvars- dóttir, Eyrargötu 3, ísafirði, gjaldkeri, og Úlfar Ágústsson, Sunnuholti 2, ísafirði, ritari. (Úr fréttatilkynningu.) ■ AIESEC, Alþjóðlegt félag við- skipta- og hagfræðinema, féiag lækna og verkfræðinema verður með vikulega fundi á þriðjudags- kvöldum á Gauki á Stöng þar sem ræddar eru þær ferðir sem fara á í sumar Fundurinn byijar kl. 21. (Fréttatilkynning) ■ KYNNING verður á Krip- alujóga, þriðjudaginn 22. júní kl. 20.30 í Jógastöðinni Heimsljósi í Skefiunni 19, 2. hæð. Farið verður í helstu undirstöðuatriði, teygjur, öndun og slökun. Æskilegt er að mæta í þægilegum fötum. (Fréttatilkynning) Háskólabíó sýnir Fífldjarfan flótta HASKOLABIO hefur hafið sýn- ingar á myndinni Fífldjarfur flótti, „La Fille de l’Air". Myndin er byggð á sannsögulegum at- burðum sem gerðust í Frakk- landi vorið 1986 en þá komst Nadine Vaujour á forsíður allra blaða þegar henni tókst að bjarga eiginmanni sínum úr fangelsi á einstæðan hátt úr þyrlu sem hún stjórnaði sjálf. í myndinni segir frá Daniel sem er þekktur glæpamaður á flótta undan yfirvöldum. Hann leitar at- hvarfs hjá Brigitte, systur Phillipe, besta vinar síns og dóttur hennar Celinu. Ástfangin upp fyrir haus og hamingjusöm bíða Daniel og Brigitte í sveitinni fæðingu fyrsta barns þeirra. Þegar þau fara til Parísar dag einn í viðskiptaerindum hefur Brigitte enga hugmynd um raunverulegan tilgang ferðarinnar og hvaða afleiðingar ferðin á eftir að hafa á líf þeirra. Vopnuð lög- regla ræðst inn á heimili Brigitte og finnur vopn, peninga og áætlun um fyrirhugað vopnað rán. Brigitte er tekin til fanga sem vitorðsmaður og er neydd til að yfirgefa dóttur sína. Lögreglumaður er síðan skot- inn til bana þegar rán er framið og Daniel settur í fangelsi grunaður um morð. Þegar í ljós kemur að Daniel á yfir höfði sér 36 ára fang- elsisdóm getur Brigitte ekki hugsað Béatrice Dalle, einn aðalleikari myndarinnar. sér að vera án hans og fer að vinna að því að ná honum út. Myndin er byggð á sögu Nadine Vaujour sem tókst með dirfsku og einstæðu áræði að frelsa eiginmann sinn úr fangelsi. Leikstjóri myndar- innar er Maroun Bagdadi sem m.a. hlaut verðlaun á kvikmyndahátíð- inni í Cannes árið 1991 fyrir mynd- ina „Hors La Vie“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.