Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1993 Nýsköpun Kræklingar aldir til útflutnings * Islenskur kræklingur eftirsóknarverðari en annar? SKIPULEGAR framkvæmdir við kræklingaeldi í atvinnuskyni eru hafnar hér á landi í fyrsta sinn. Kristján Daðason, málara- meistari í Reykjavík, hefur sett út lögn í Hvalfirði með það fyrir augum að rækta þar krækling til útflutnings. Takmarkið er koma upp 4500 tonna framleiðslugetu, en það tekur krækling- inn tvö ár að ná seljanlegri stærð. Að sögn Kristjáns er ekkert því til fyrirstöðu að slíkt eldi verði stundað víða um land, því útflutningsmarkaðir eru nægir. Væntanlegt útflutningsverð- mæti er um 20 krónur kílóið til framleiðanda. Rannsóknir * Islensk verkefni kynntí norrænu tímariti FJÖGUR rannsóknarverkefni þar sem Islendingar eru þátttakendur eru kynnt í nýjasta hefti tímarits- ins New Scandinavian Technology. Tímaritið gefið er út af Norræna iðnaðarsjóðnum í Osló í samvinnu við rannsóknarráð á Norðurlönd- um og dreift til fyrirtækja í Evr- ópu, Bandaríkjunum, Kanada og Japan. Meðal verkefna sem fjallað er um í ritinu eru rannsóknir á léttum efnum t.d. keramiki, plastefni og áli. Dæmi um slíkt verkefni er hönnun á plast- hlíf utan um spenna hjá Sigurplasti hf. Þá et sagt frá rannsóknum á fram- leiðslu á tefjastyrktu áli sem Iðn- tæknistofnun hefur tekið þátt í ásamt Alpan hf. með fyrirtækjum á Bret- landi, Ítalíu, Þýskalandi og Svíþjóð. Síðan er fjallað um samvinnu Sér- steypunnar hf. á og Rannsóknarstofn- unar byggingariðnaðarins sem hafa unnið að því að þróa létta milliveggi með einangrun. Loks eru kynntar til- raunir Iðntæknistofnunar með fram- leiðslu á hnífum úr keramiki. Að sögn Emils B. Karlssonar, kynningarstjóra Iðntæknistofnunar, er tímaritinu dreift í um 30 þúsund eintökum til fyrirtækja í rannsóknar- og þróunar- starfi. Tilgangurinn er að koma á samstarfi við fyrirtæki bæði vegna áframhaldandi þróunarstarfs, mark- aðssetningar eða einkaleyfis. „Þetta hefur hingað til skilað miklum og góðum árangri t.d. í þróun á steypu- aðferð á málmum. Það hafa fjölmarg- ir aðilar haft samband við Iðntækni- stofnun bæði í Bandaríkjunum og Evrópu og óskað eftir samstarfí. Síð- an hafa íslensk verkefni einnig vakið athygli hjá öðrum sérritum sem fjalla um málma og málmsteypur. Að sögn Kristjáns gengur eldið þannig fyrir sig að kræklingarnir festa sig á kaðla sem lagðir eru út frá baujum. Þegar þeir hafa klakist þar eru kræklingamir færðir í búr til varnar fugli og ísi, og látnir vaxa í 24-30 mánuði þar til þeir komast í söluhæfa stærð. Engin fóðrun nauðsynleg Kristján sagðist hafa sett út lagnirnar um páska, en krækl- ingurinn tekur sér bólfestu kring- um fyrstu viku septembermánaðar og fjórum til fimm mánuðum síðar kemur tími á að setja kræklinginn í búr. Ekki þarf að egna fyrir kræklingana eða laða þá að með neinum hætti, því þeir setjast sjálf- ir á kaðlana. Ekki þarf heldur að fóðra þá sérstaklega. „Ég er með eitt ból úti núna, en á ývö önnur til,“ sagði Kristján. „Ég reikna með að það fáist um 15 tonn af kræklingi út úr einu bóli, en kfló- verðið frá framleiðanda er kringum tuttugu krónur á Frakklandsmark- að.“ Frakkland er að sögn Kristjáns stærsti markaðurinn fyrir krækl- ing. „Ég hef trú á að þetta geti borið sig ef rétt er haldið á spöðun- um,“ sagði Kristján. Aðspurður sagði hann að eldi í þessu formi hefði ekki áður verið stundað hér á landi. „Fyrst ætlaði ég bara að fara að gera rannsóknir með þetta, en svo komst ég að því að það var búið, og hafði þar verið á ferðinni hópur sem nefndi sig NAPI á veg- um Rannsóknarráðs ríkisins 1985-1987. Þetta efldi mig hins vegar bara, og ég sá ekkert því til fyrirstöðu að hefjast handa.“ Mætti stunda víða um land Aðspurður kvaðst Kristján hafa trú á að kræklingaeldi mætti stunda víða hér á landi, en fram- leiðslan þyrfti að fara fram í nokkru magni ef hún ætti að bera sig. Ekkert væri því til fyrirstöðu að menn hæfust handa, því mark- aðurinn væri nægur. „í mínum áætlunum er gert ráð fyrir framtíð- arframleiðslu upp á 4500 tonn, sem myndi fela í sér fjárfestingu upp á 150 milljónir," sagði Kristján. „Eins og málin liggja fyrir nú er gert ráð fyrir að kræklingurinn verði fluttur út í skelinni, en það væri hægt að vinna þetta hér heima og skapa atvinnu fyrir jafn- vel einhveija tugi manna.“ Samkeppnisaðila sagði Kristján einkum vera að finna í Noregi, Danmörku, Hollandi, Englandi og Irlandi. „Það standa hins vegar vonir til þess að íslenskur krækl- ingur verði eftirsóknarverðari en annar,“ sagði hann. „Hér er hreinni sjór og ég held að kræklingurinn sé bragðmeiri, því hann er lengur að vaxa hér. Þótt fjarlægð frá mörkuðum kunni að gera eldi hér erfiðara fyrir hef ég trú á að það megi vinna bug á því.“ Varðandi mögulega erfiðleika sem kræklingaeldi gætu verið bún- ir nefndi Kristján eitrunartilfelli í kuðungum sem rekja má til tríbú- týltinmengunar frá botnmálningu skipa. Það væri atriði sem þyrfti að kanna betur ef stunda ætti eld- ið í nágrenni við hafnir. í Hvalfirði væri sú hætta hins vegar ekki fyr- ir hendi. Góðandagim! EDESA ÞVOTTAVEL STERK SNÖGG 06 HLJ0DLAT VERD FRA KR. 38.900stgr STIQLAUS ULLARÞVOTTUR HITASTILLIR 17 ÞVOTTAKERFI TEKUR5 K6 u; AF ÞV0TTÍ /Jr{ KRUMPUVÖRN 550 SN/MIN RAFTÆKfAVERSLU N STOFNI.-D I9L«, fsi ANT)S HF SKÚTUV0G11 104 REYKJVAÍK, SfMI:S88660 Kynnið ykkur kjör og skilmála samkeppnis- og útflutningslána IÐNLANASJÓÐUR ÁRMÚLA 13 a '108 REYKJAVÍK-SÍMI 68 04 00 Þú færð vextina af Launabréfum senda heim á þriggja mánaða fresti. Launabréf gáfu bestu ávöxtun tekjusjóða síðastliðna 12 mánuði. Kynntu þér kosti Launabréfa, eignarskattsfrjálsra bréfa sem byggja einvörðungu á ríkistryggðum verðbréfum. Þú færð Launabréf hjá Landsbréfum hf. og umboðsmönnum í Landsbanka íslands um allt land. LANDSBRÉFHF. Landsbankinn stendur með okkur | Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, slmi 91 -679200, fax 91-678598 5 Löggilt verdbréfafyrirtæki. Aðili ad Verðbréfaþingi íslands. 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.