Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ásbraut í Hafnarfirði framlengd að Krýsuvíkurvegi Ætlað að draga úr slysum RÁÐGERT er að hefjast handa við g-erð fyrri áfanga af framlengingu Ásbrautar að Krýsuvíkurvegi síðari hluta sumars 1995 og að þeim áfanga verði lokið haustið 1995. Forsendur framkvæmdarinnar eru þær að endurbóta er þörf á gatna- mótum Krýsuvíkurvegar og Reykja- nesbrautar vegna slysahættu. Þar hafa orðið alvarleg umferðarslys og tíðni slysa þar er mikil. Samkvæmt tillögu að aðalskipulagi Hafnarfjarðar frá 1992 til 2012 er gert ráð fyrir að tengibraut liggi í framhaldi af Ásbraut að Krýsuvík- urvegi og þaðan í sveig til austurs sunnan Grímsness. Eins og sjá má af meðfylgjandi korti sker hún Krýsu- víkurveginn gamla á tveimur stöðum. Með hliðsjón af því þótti ekki eðli- legt að veija miklu fé í endurbætur á núverandi gatnamótum Reykjanes- brautar og Krýsuvíkurvegar. Betra þótti að leysa þann vanda sem skapast á gatnamótunum með því að leggja nú þegar framhald Ásbrautar, þannig að þar myndist tenging við Krýsuvíkurveg. Þá ætti umferðarmannvirki, sem þegar er búið að byggja á mótum Ásbrautar og Reykjanesbrautar að leysa vanda- málið. í fyrri áfanga framlengingar Ás- brautar að Krýsuvíkurvegi er gert ráð fyrir tveimur akreinum, en þegar uppbygging við Grísanes hefst er ráðgert hefja síðari áfanga fram- kvæmdarinnar, þ.e. að breikka veg- inn og gera hann fjögurra akreina. Frummat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðrar framlengingar Ásbrautar að Krýsuvíkurvegi var auglýst í Morgunblaðinu 12. júlí og rennur frestur til að koma að athuga- semdum út 17. júlí. Skipulagsstjóri ríkisins úrskurðar síðan um fram- kvæmdina í síðasta lagi 7. septem- ber. Kviknaði í báti SLÖKKVILIÐIÐ í Hafnarfirði slökkti eld í bátnum Guðbjörgu HF 90 í gærmorgun. Báturinn var uppi á landi við smábátahöfnina í Hafnarfirði þar sem verið var að vinna í honum. Talið er að kviknað hafi í út frá eldavél og var talsverður eldur í lúkar þegar að var komið. Báturinn var þá mannlaus. Slökkviliðið fór með tvo slökkvi- bíla og lauk slökkvistarfi á innan við tveimur klukkustundum. BÁTURINN, sem kviknaði í í gærmorgun, Guðbjörg HF 90. BÁTURINN var fylltur af froðu til að koma í veg fyrir að súrefni kæmist að eldinum. Morgunblaðið/Þorkell Innbrotum hefur fjölgað á milli ára LÖGREGLUNNI í Reykjavík var á fyrstu sex mánuðum þessa árs til- kynnt um 834 innbrot miðað við 783 á sama tíma á síðasta ári. Fyrri helming 1993 var tilkynnt um 825 innbrot og 752 árið 1992. Innbrot í bíla eru hlutfallslega flest, þá í söluturna og síðan önnur fyrirtæki. Af tilkynntum innbrotum fyrri helming þessa árs eru 94 á heimili. Lögreglan vill benda fólki á að gera ráðstafanir áður en það fer í frí og búa þannig um hnútana að hugsanlegum þjófum verði gert erfitt um vik að bijótast inn á heimili þess, t.d. í samvinnu við nágranna eða aðstandendur. Morgunblaðið/Halldór VIÐGERÐIR standa nú yfir á Þingvallabænum. Viðgerðir á Þing- vallabænum í LOK júni hófust viðgerðir á Þing- vallabænum. Verkið var boðið út af Húsameistara ríkisins og kostn- aður mun vera um 7 milljónir. Að sögn Sigurðar Oddssonar, framkvæmdastjóra Þingvalla- nefndar, var steypan víða orðin morkin og múrskemmdir farnar að myndast. Húsið verður múr- húðað og hraunað að utan. Einnig verða settir nýir rammar utan um glugga, þannig að nú verða átta rúður í hverjum glugga eins og í upphafi. Múrhúðun verður lokið um næstu mánaðamót, en svo kann að fara að húsið verði ekki málað fyrr en næsta vor. ------------------------- ----------7----------------——--------------------------- Lyfjahópur Félags íslenskra stórkaupmanna og landlæknir senda heilbrigðisráðherra bréf Deilt um ummæli land- læknis um lyfjamál HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hefur borist gagnrýni lyfjahóps Félags ís- lenskra stórkaupmanna á nýleg um- mæli landlæknis um lýflamál í frétta- tíma Ríkisútvarpsins og ábendingar landlæknis vegna sömu ummæli. Lyljahópurinn telur að landlæknir hafi vegið ósmekklega að heiðri lyfja- máladeildar ráðuneytisins. Landlækn- ir segir í bréfi sínu að ummælin hafi að sjálfsögðu aðeins átt við skráningu og meðferð lyfja í heiminum enda í kjölfar fjölþjóðlegs neytendaþings um misnotkun og aukaverkanir lyfja. Lyfjahópurinn álítur að heilbrigð- is- og tryggingarmálayfirvöld hafi ekki séð ástæðu til að hreyfa við mótmælum því fjölmiðlafólk og al- menningur virðist hafa misskilið ummæli landlæknis, þ.e. tekið þau sem gagnrýni á lyfjaframleiðendur og fulltrúa þeirra. Þögn ráðuneytis- ins sé ekki hægt að túlka á annan hátt en sem samþykki við ummælum landlæknis þar sem landlæknir sé einn af æðstu embættismönnum heil- brigðisyfírvalda. Ummæli landlæknis Vitnað er í fern ummæli landlækn- is í fréttatíma Ríkisútvarpsins frá 9. júní. „Það er alltaf verið að taka lyf út af skrá, venjulega kannski 2 árum eftir að þau hafa verið mark- aðsfærð og t.d. hafa verið núna á síðustu 10 árum, 100 lyf verið tekin af skrá innan tveggja ára frá mark- aðsfærslu vegna hættulegra auka- verkana," eru fyrstu ummælin. Þau næstu: „Því miður er markaðsfærsla oft á tíðum þannig að það er byggt upp á skammtíma, alltso, tilraunum, nokkur hundruð manns, sem tekur lyfíð og venjuleg er þetta ungt og hraust fólk og tilraunin varir venju- lega miklu minna en ár. En við vitum ekkert um það fólk sem kannski eru mestu neytendumir og það er t.d. eldra fólkið, börn, þungaðar konur, fáum aldrei upplýsingar um það.“ Þriðju ummælin eru samkvæmt bréfi lyfjahópsins til ráðherra. „Þau (lyfin) séu sett á markað áður en vitað er um hverslags aukaverkanir gætu komið fram síðar og þeirrar óvissu ekki getið í auglýsingum.“ Að síðustu: „Það þarf náttúrulega að vanda mun meira tii slíkra lyfjatil- rauna en gert hefur verið. Og þetta hefur verið mjög gagnrýnt af okkur.“ Óskað staðfestinga Óskað er eftir formlegri staðfest- ingu á því hvaða 100 lyf hafí verið tekin af skrá hér á landi á síðustu 10 árum innan tveggja ára frá mark- aðsfærslu vegna hættulegra auka- verkana. Hvort ráðuneytið hafí í ein- hveijum tilfellum heimilað rannsóknir með ný lyf á þunguðum konum hér á landi og hvenær ráðuneytið hafi farið að veita markaðsleyfi fyrir ný lyf á íslandi hafi aðeins verið gerðar skammtímatilraunir með lyfið á nokk- ur hundruð hraustum einstaklingum í miklu minna en ár. „Ef yfirvöld hér á landi og á Vesturlöndum tækju upp slík vinnubrögð og legðu þar með af þær ströngu kröfur sem hingað til hafa verið gerðar til nýrra lyfja, get- ur FÍS fullyrt að lyfjaverð getur lækk- að verulega. Þróunarkostnaður nýrra lyfja er venjulega á bilinu 10 til 15 milljarðar króna. Stærstur hluti kostnaðarins er vegna tilrauna, sem standa yfir í mörg ár, bæði á heil- brigðum einstaklingum og sjúkling- um, til að tryggja að lyf verði ekki markaðsett nema þau séu örugg.“ Óskað er eftir því m.a. að ráðu- neytið fái aðgang að upplýsingum landlæknis um lyfjanotkun þungaðra kvenna og að að lokum tekið fram að FÍS telji að ráðherra beri að leið- rétta ummæli landlæknis opinberlega til að koma í veg fyrir ótta almenn- ings vegna notkunar lyfja. Vitnað í tímarit um lyfjamál Ólafur Ólafsson, landlæknir, tekur fram í bréfi til heilbrigðisráðherra vegna bréfs lyíjahóps FÍS að um- mæli sín eigi að sjálfsögðu við skrán- ingu og meðferð lyfja í heiminum enda í kjölfar fjölþjóðlegs neytenda- þings um misnotkun og aukaverkan- ir lyfja sem haldið hafi verið hér á landi í júní. í umræðu á þinginu hafi verið ræddar niðurstöður Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um markaðssetningu og prófanir lyfja sem m.a. hafi birst í ritstjórnargrein- um aðaltímarits stofnunarinnar um lyfjamál, WHO Drug Information, en þar segi m.a.: „Nauðsyn árangurs- ríkra alþjóðlegra upplýsingaskipta er mikil. Á síðastliðnum 10 árum hafa yfír 100 lyf (products) verið tekin úr umferð (afskráð) innan tveggja ára eftir markaðsfærslu þeirra vegna áður óþekkts vanda um öryggi lyfjanna." Um nýleg lyf segi: „Ný lyf eru oftast (typically) markaðssett á grundvelli eins til tveggja ára klíní- skra tilrauna á nokkuð hundruð sjúklingum jafnvel þó að lyfið sé ætlað til langtímameðferðar. Til- raunahópurinn er of fámennur til þess að örugglega sé unnt að upp,- götva sjaldgæfar aukaverkanir. Á þessum stutta tíma fást því ekki fram aukaverkanir sem koma í ljós eftir lengri tíma meðferð. Engar upplýs- ingar fást um mikilvæga hópa sjúkl- inga sem ekki er líklegt að hafi tek- ið þátt í tilrauninni, þ.e. böm, þung- aðar konur, eldra fólk og sjúklingar með aðra sjúkdóma sem einnig taka önnur lyf.“ , Framleiðendur sjá um kynningu Landlæknir vekur athygli á því að lyfjahópurinn hreki ekki í einu orði ummæli sín. Þess sé heldur ekki getið að lyfjakynning til lækna sé nær alfarið í höndum lyfjaframleið- enda. Enn fremur að þrátt fyrir að ríkið (neytendur) greiði 70% af lyfja- kostnaði sé mjög erfitt að fá greinar- góðar upplýsingar hjá lyfjaframleið- endum um skiptingu kostnaðar við framleiðslu og kynningu lyfja. Án efa mótmæli lyfjahópurinn þessum staðhæfíngum en ráðherra eigi hæg heimatökin því að gott símasamband sé við aðalstöðvar WHO í Kaup- 'mannahöfn og Genf. I ofanálag starfí tveir lyfjafræðingar í ráðuneytinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.