Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1995 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Rafmagnstruflanir tald- ar skemma tölvukerfi TÖLUVERT hefur verið um trufl- anir á rafmagni á Akureyri síð- ustu daga, bæði vegna vinnu við aðveitustöð Landsvirkjunar og bil- ana í strengjum hjá Rafveitu Ak- ureyrar. Á sama tíma hefur orðið vart alvarlegra bilana og jafnvel skemmda í tölvubúnaði nokkurra stórra fyrirtækja á Akureyri Aðfaranótt föstudagsins í síð- ustu viku var rafmagn tekið af Akureyri um miðnætti og var raf- magnslaust í um það bil 6 klukku- stundir vegna vinnu við aðveitu- stöð Landsvirkjunar á Rangárvöll- um ofan Akureyrar. Á sama tíma og um helgina var Rafveita Akureyrar að vinna við að endurnýja búnað sem verið hefur frá 1953 í aðveitustöð 1 við Þingvallastræti. Að sögn Jóhann- esar Ófeigssonar tæknifulltrúa hjá Rafveitunni fékk bærinn allur raf- magn frá aðveitustöð 2 í Glerár- hverfi meðan á því stóð. Bilanir á laugardagskvöld og fimmtudagsmorgun Um klukkan 20.10 á laugar- dagskvöld fór rafmagn af öllum bænum þegar strengur frá stöð- inni í Glerárhverfi bilaði. Raf- magnslaust var í Glerárhverfi í hálftíma, í klukkustund í öðrum hverfum bæjarins nema Innbæn- um þar sem rafmagn kom aftur Miklar annir í viðgerðum eftir hálfan annan tíma. Um sjöleytið í gærmorgun fór rafmagn af Akureyrarbæ sunnan Glerár. Að sögn Jóhannesar var þar um að ræða bilun í streng. Flestir munu hafa fengið rafmagn á ný innan hálftíma en allir að liðn- um rúmum hálfum öðrum tíma. Jóhannes sagðist ekki hafa orð- ið var við kvartanir undan því að viðkvæm raftæki hefðu bilað vegna þesara truflana. Truflanir og skemmdir á tölvubúnaði Hjá Tölvutækjum á Akureyri hafa verið miklar annir við við- gerðir á tölvubúnaði víðs vegar um bæinn frá því þessar raf- magnstruflanir hófust. Hallgrímur Valsson á verkstæði Tölvutækja sagði að vísu ekki staðfest að rafmagnsleysið væri valt að þessum bilunum en þær kæmu hins vegar fram á nákvæm- lega sama tíma og það gæfi vissu- lega vísbendingu um að svo væri. Mörg tölvukerfi hefðu ekki viljað í gang eftir rafmagnsleysið. Þegar rafmagn hefði komið á ný á laug- ardagskvöld hefði það komið fyrst í hálfa mínútu, dottið út aftur og HJÁ Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri verður með hagræðingu og spamaði komist hjá því að loka deildum í sumar, ef frá er talin endurhæfíngardeildin að Kristnesi, sem verður lokuð í 5 vikur. Halldór Jónsson framkvæmda- stjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri sagði að reynt hefði verið að skipa málum eftir þeim fjárveit- ingum sem sjúkrahúsinu hefðu ver- ið skammtaðar og stilla starfsemina í takt við það, hagræða og laga hluti til. „Það er erfitt að segja nákvæmlega til um þetta á þessum tíma, á miðju sumri, en við stefnum svo langt sem séð verður að því að sjúkrahúsið verði rekið í takt við áformaðar fjárveitingar, eins og verið hefur allt frá 1988-89.“ Halldór sagði að þetta væri ekki átakalaust. „Afleysingar eru minni en verið hefur, sumarleyfístíminn er nýttur þannig að fólk tekur sum- arorlofið allt á orlofstimanum, og komið svo á ný, og stór tölvunet- kerfi þyldu mörg ekki svoleiðis truflun á meðan þau væru að ræsa sig í gang. Hallgrímur sagði að einn starfs- maður hefði alla helgina og alla þessa viku verið önnum kafinn við að fara á milli fyrirtækja og taka til í búnaði þeirra til að koma tölvu- kerfum í lag. Tölvubúnaður skemmdur Að sögn Hallgríms urðu um helgina alvarlegar bilanir hjá að minnsta kosti þremur stórum fyr- irtækjum. Hjá Menntaskólanum á Akureyri og Víking-bruggi hefðu harðir diskar eyðilagst og hjá Samheija hefði öflugt faxtæki eyðilagst. Þarna væri um dýran búnað að ræða og tugþúsunda tjón hjá hveijum aðila fyrir sig. Hallgrímur var spurður hvort tölvunotendur væru á einhvern hátt tryggðir fyrir skaða af þessu tagi. Hann kvaðst ekki vita til þess, einasta tryggingin væri að hafa öruggar afritunarstöðvar. Fyrirtækið hefði auk þess að und- anfömu boðið þá þjónustu að senda menn reglulega í fyrirtæki til að taka heildarafrit af öllum gögnum og margir kysu þennan kost, jafnvel þótt þeir hefðu afrit- unarstöðvar á kerfum sínum. þess vegna er eitthvað dregið úr starfseminni eilítið lengur en áður.“ Endurhæfingardeildinni lokað Halldór segir að eina einingin sem lokað verður sé endurhæfing- ardeildin í Kristnesi, en þar er lokað í 5 vikur. Lyflækningadeild sé tví- skipt og annar helmingur hennar sé lokaður í 5 vikur líka, en starf- semin flytjist yfir á hinn helming- inn. Það sé gert með hagræðingu hjá starfsfólki en rúm verði færri í notkun. Að öðru leyti er ekki ætl- unin að sérgreinadeildum verði lok- að. Að sögn Halldórs má búast við að biðlistar lengist vegna þess- ara hagræðingaraðgerða, því óneitanlega dragi úr starfseminni. Hins vegar hafi færst í aukana aðgerðir án innlagnar. Margt krefj- ist þó innlagnar og óneitanlega skerðist möguleikar til þess vegna mannahalds, íjárveitinga og meðal annars skurðstofutíma, en ekki séu allar skurðstofur í gangi allt sumar. Fjórðungssjúkrahúsið Einni deild lokað Gla/iffiiiHfai'/jœf' SO ('t/Ht Dagskrá: ÓLAFSFJÖRÐUR Laugardagur 15. júlí Kl. 13.00-16.00: Tröllaskagatvíþraut. Hlaupið og hjólað um fjöll frá Dalvík til Ólafsfjarðar. Kl. 13.00-18.00: Dagur dýranna í hesthúsahverfi. Húsdýrin sýnd og fólkí boðið í stutta reiðtúra. Kl. 13.00-18.00: Útimarkaður við Tjarnarborg. Kl. 13.00-18.00: Opið hús hjá Laxeldisstöðinni í Hlíð. Kl. 16.00-18.00: Blönduð dagskrá við Tjamarborg: Stutt ávörp - Kórsöngur - Útitafi - Létt tónlist - Gamanmál - Skralli trúður. Kl. 18.00-20.00: Útigrill á vegum brottfluttra Ólafsfirðinga. Kl. 20.30-21.45: „Horfðú glaður um öxl“. Söguannáll Ólafsfjarðar sýndur í Tjamarborg.. Kl. 23.00-03.00: Stórdansleikur f Tjamarborg. Sýningar í Náttúrugripasafni, bamaskóla og gagnfræðaskóla og galleríi handverksfólks f Tjarnarborg opið frá kl. 13.1X1-18.00. 30 (í/H/ {)93 Morgunblaðið/Svavar B. Magússon UNGIR Ólafsfirðingar í gömlum barnaleikjum. Hátíðahöld um seinni afmælis- helgi Ólafsfjarðar ÓLAFSFIRÐINGAR fagna enn fimmtíu ára afmæli bæjarins og í vikunni hafa börn og unglingar tek- ið þátt í görnlum leikjum undir stjóm Jónínu Óskarsdóttur og fleiri sem kunna þessa list frá fyrri árum. í dag hefst formlega heimsókn brottfluttra Ólafsfirðinga, sem munu fjölmenna heim til hátíðar- haldanna. Þeir hafa undanfarin ár komið árlega í gróðursetningarferð til Ólafsfjarðar og munu gera það nú auk þess að standa fyrir úti- grilli fyrir bæjarbúa og gesti, sem geta gætt sér á veitingum á vægu verði við Tjarnarborg á morgun, laugardag. Tónleikar í kvöld í kvöld verða tónleikar í Tjarnar- borg. Að sögn Guðjóns Arngríms- sonar var leitað til brottfluttra ól- afsfirskra tónlistármanna um að koma og leggja skerf til hátíðarinn- ar og eins 0g ævinlega hefðu þeir brugðist vel við. Meðal þeirra sem fram koma eru bræðurnir Sigur- sveinn og Örn Magnússynir, Jón Þorsteinsson og Elísabet Erlings- dóttir. Á dagskránni verða bæði sígild verk og seinni tíma verk og tónleikarnir hafðir með kaffihúsa- sniði. Þarna kemur auk þess fram djasshljómsveit undir forystu Gunn- ars Randverssonar. Hápunktur skemmtunarinnar á laugardag Að sögn Sigurðar Björnssonar, framkvæmdastjóra afmælishátíðar- innar, var dagskránni þannig skipað að hinir formlegri og hátíðlegri þættir voru fyrri afmælishelgina en Grafík á Hjalteyri DRÖFN Friðfinnsdóttir opnar myndlistarsýningu á Hótel Hjalt- eyri laugardaginn 15. júlí klukk- an 13. Dröfn stundaði listnám sitt við Myndlista- og handíða- skóla íslands, Myndlistarskólann á Akuryeri og Lahti Art Institut í Finnlandi og hefur haldið einka- sýningar á Akureyri, í Reykjavík og í Finnlandi. Þá hefur hún tek- ið þátt í fjölda samsýninga á ís- landi, í Finnlandi, Svíþjóð, Kína og Tékkóslóvakíu. Verk hennar eru í eigu opinberra stofnana og fyrirtækja á Islandi, í Finnlandi og Svíþjóð. Á sýningunni á Hótel Hjalteyri sýnir Dröfn Friðfinnsdóttir grafík og dú- kristur, verk sem öll eru unnin á þessu ári. skemmtunin og fjörið aðallega seinni helgina. Klukkan 13-18 á laugardag verð- ur Dagur dýranna við hesthúsa- hverfið, þar sem húsdýr eru sýnd og fólki býðst að fara á hestbak. Á sama tíma verður Tröllaskagatví- þrautin, sýningar eru opnar og útimarkaður verður við Tjarnar- borg. Halldór og Þorsteinn tefla Klukkan 16 hefst blönduð dag- skrá við Tjarnarborg, en þar verður glatt á hjalla, gamanmál, stutt ávörp, kórsöngur, tónlist úr Horfðu glaður um öxl og útitafl, þar sem Halldór Blöndal samgönguráðherra og Þorsteinn Ásgeirsson forseti bæjarstjórnar munu spreyta sig. Klukkan 18 hefst útigrill burt- fluttra Ólafsfirðinga og um kvöldið er tvennt á dagskrá, söguannállinn Horfðu glaður um öxl og að honuin loknum stórdansleikur með hljóm- sveit I. Eydal fram á nótt. Að sögn Sigurðar er von á mörg- um gestum úr nágrannasveitarfé- lögunum auk þess sem alþingis- menn og ráðherrar kjördæmisins munu sækja Ólafsljörð heim um helgina. BBffBÐaaflÐei ^ fltSB fiþfl* •BDOB>>a Innsetning í Glugganum í dag, föstudag, hefst viku- löng sýning í Glugganum í Göngugötunni á Akureyri. Sigurdís Arnarsdóttir sýnir þar svokallaða innsetningu, sem unnin er úr 600 eintökum af litaðri ljósmynd. Sigurdís lauk námi við Myndlistaskól- ann á Akuréyri 1994. Fjölskyldumyndir á Karólínu Á morgun, laugardaginn 15. júlí, opnar Dagný Sif Ein- arsdóttir sýningu sem hún kallar Fjölskyldumyndir á Café Karólínu. Myndirnar eru unnar með blandaðri tækni á pappír. Dagný Sif lauk námi við Myndlistaskólann á Akur- eyri árið 1993. Sýning á Fjöl- skyldumyndum hennar stend- ur til 4. ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.