Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1995 7 FRÉTTIR Varnir úr lofti verða æfðar umhverfis og yfir íslandi 17.-21. júlí F-15 ÞOTUR úr orrustuflug'sveit varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli að æfingum yfir Norður-Atlantshafi. Lenti giftu- samlega í Mosfellsbæ GANGTRUFLANIR gerðu vart við sig í hreyfli flugvélar með fimm menn um borð seint í fyrrakvöld og var vélinni snúið til lendingar á flug- vellinum í Mosfellsbæ. Þetta er eins hreyfils, sex manna flugvél og voru flugmaður og flórir fallhlífarstökkvara um borð. Þeir höfðu verið við fallhlífarstökk á Sandskeiði þegar gangtruflana í hreyfli varð vart og ákveðið var að lenda á flugvellinum í Mosfellsbæ. Lögregla og sjúkraflutningamenn voru í viðbragðsstöðu en lendingin tókst vel. Umfangsmesta flug æfíng hér til þessa FLUGMÁLASTJÓRN og utan- ríkisráðuneytið kynntu í gær áætlun um afmarkað lágflugsæf- ingasvæði vegna heræfingarinn- ar Norður-Víkings, sem fram fer á Islandi 15.-23. júlí. Flugæfingin stendur yfir 17.-21. júlí oger búist við 30-50 herþotum á æf- ingasvæðinu, sem takmarkast af Breiðabungu á Vatnajökli í austri, Feijufjalli í norðri og Þverfelli á Hofsjökli í vestri. Ratsjárvél verður yfir æfinga- svæðinu allan tímann til að fylgj- ast með flugumferð. Þátt taka þær F15 vélar sem að öllu jöfnu eru hérlendis, F15 og F16 vélar frá Bandaríkjunum, Tornado og Jaguar sprengjuþot- ur frá Bretlandi og B1 og B52 sprengjuvélar, sem ekki hefur sést til hér áður og er þetta umfangsmesta flugæfing sem haldin hefur verið hérlendis. Lágflug á miklum hraða Flogið verður í 500-1500 feta hæð á 7-800 kílómetra hraða og lögð rík áhersla á að ekki verði farið yfir býli eða aðra viðkvæma staði. Munu vélarnar fljúga tvær og tvær saman og fylgja lands- laginu en æfingin fer ekki fram nema viðri til sjónflugs. Tvær aðflugsleiðir hafa verið markað- ar að landinu, fyrir sunnan Ham- arsfjörð yfir Snæfell og Herðu- breiðarlindir og yfir Skeiðarár- sand að Grænafjalli og má búast við ónæði á því svæði sem og leiðinni frá Þórisvatni yfir Búr- fell, Beijanesfitjar og Vest- mannaeyjar. Tilgangurinn er sá að æfa loftvarnir á markvissan hátt og er ekki búist við röskun á áætlunarflugi þar sem svæðið er utan venjulegra flugleiða. Æfingin getur á hinn bóginn sett strik í reikning einkaflugmanna enda verður svæðið sem afmark- að er á kortinu lokað flugnmferð frá jörðu upp í 9.000 fet á til- teknum tírnum sem Flugmála- sljórn mun gera nánari grein fyr- ir til flugrekenda. Gera má ráð fyrir að almenningur og ferðafólk verði vélanna vart og er búist við einhveijum kvörtunum en ókleift hefur reynst að skipuleggja ann- an æfingatíma, svo sem að vetri til, að því er fram kom á fundin- um. Aðflugsleiðir Gautaborg Hjá Eimskip í Svíþjóð bjóðast þér víðtækir möguleikar enda státar Gautaþorg af stærstu vöruhöfn á Norðurlöndum. Um höfnina fer um hálf milljón gáma á hverju ári. Gautaborg er miðpunktur flutninga í Skandinavíu og þangað liggur leið fjölmargra aksturs-, járnbrauta- og skipafélaga. Tónleikar Bjarkar og fleiri á Klaustri Áhugi jafnt hér á landi sem erlendis SAMNINGAR um tónleika á Kirkju- bæjarklaustri milli Uxa og heima- manna eru nú á lokastigi, en að sögn •Kristins Sæmundssonar, eins af framkvæmdastjórum tónleikanna, er orðið fullvíst að umræddir tónleikar fara fram að Kleifum við Kirkjubæj- arklaustur um verslunarmannahelg- ina. Að sögn Kristins er búist við mikl- um fjölda gesta: „Áhuginn er alveg gífurlegur, jafnt hér á landi sem er- lendis. Efnt hefur verið til hópferða frá Bretlandi, en auk þess hafa hóp- ar frá Spáni og Frakklandi nú þegar látið taka frá tjaldstæði fyrir sig.“ Fjölmargar hljómsveitir og skífu- þeytar munu troða upp og verður Björk Guðmundsdóttir þar á meðal. Erlendir fjölmiðlar hafa sýnt tón- leikunum töluverðan áhuga. Fjallað hefur verið um þá i Obs- erver, Melody Maker, New Musical Express og fleiri blöðum. Þá munu sjónvarpsstöðvarnar MTV Europe og MTV Canada senda upptökulið á svæðið. Volume-fyrirtækið sem gefur meðal annars út geisladiskaraðirnar Volume, Tranz Europe Express og Wasted, mun gefa út tvöfaldan geisladisk sem tekinn verður upp á tónleikunum. Diskunum mun fylgja tæplega 200 síðna bók með umfjöllun um tónleikana, listamennina, land og þjóð. í Gautaborg eru því allar leiðir opnar fyrir útflytjendur vegna áframflutnings, hvort sem áfangastaðurinn er Finnland, Eystrasaltslöndin, Rússland eða önnur fjarlæg lönd. Gautaborg er jafnframt hagkvæm lestunarhöfn fyrir innflytjendur. Tvö gámaflutninga- skip annast Norðurlandaflutninga Eimskips. Þau lesta vöru í Gautaborg á hverjum föstudegi og eru komin til Reykjavíkur næsta miðvikudag. „Hjá Eimskip í Gautaborg og Eimskip býður viðskiptavinum upp á heildarlausnir í flutninga- innflutningsdeild Eimskips býðst þér þjónustu, inn- og útflutning, vöruhúsaþjónustu, innanlands- viðtæk ráðgjöf og þjónusta þegar inn- og flutninga, framhaldsflutninga og forflutninga erlendis. útflutningur um Svíþjóð er annars vegar.“ Benedikt Ingi Elísson, forstööumaöur Eimskips í Gautaborg EIMSKIP Sími 525 7000 • Fax 525 7179 Netfang: mottaka@eimskip.is HVlTA HÚSIO / SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.