Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ1995 25 AÐSENDAR GREINAR íslenska — einkunn 5 NÚ HEFIR það gerst einu sinni enn að úrslit hafa birst úr samræmdum prófum grunnskóla og eins og stundum áður kemur þar sumt á óvart. Úrslit samræmdra prófa í íslensku 1995 eru sérstök að því leyti að aðeins rúmur helm- ingur nemenda nær einkunninni 5 eða lægri, þ.e. aðeins tæp- ur helmingur gerir betur en að ná lág- markseinkunn. Hvorki hefi ég enn séð dreif- ingu einkunnanna né hvernig nemendur réðu við ein- staka þætti íslenskuprófsins. Auð- vitað má segja að rétt væri að segja ekki margt um þetta mál fyrr en allir þættir þess eru ljósir en þessi úrslit eru nú samt á þann veg að varla verður orða bundist. Fátt hefir verið um þetta mál sagt á opinberum vettvangi utan hvað formaður Samtaka móður- málskennara var spurður álits og birtist sumt af því í Morgunblaðinu laugardaginn 24. júní sl. Um það svar og fleiri hliðar málsins er einn- ig fjallað í forystugrein Morgun- blaðsins þrem dögum síðar. I viðtali við formann SM er rétti- lega bent á þá rýrnun sem hefir orðið á beinni tilsögn í móðurmálinu í grunnskólunum undanfarin ár. Þar er líka minnt á þá staðreynd að þessi þáttur grundvallarmennt- unar, móðurmálið, er slíkur lykill að öllu öðru bóknámi að í mörgum löndum er lögð alveg sérstök áhersla á að þessi þáttur fái sér- stakan sess í skólunum. Það hefir lengi verið baráttumál íslenskra móðurmálskennara að fá svigrúm til að haga kennslu sinni á annan hátt — og skilvirkari — en nú er. Til þess að geta breytt þeim starfs- háttum þarf einnig að breyta starfsskilyrðum þessara kennara. Undir þessi sjónarmið er tekið í forystugrein Morgunblaðsins og er það vel. Fleiri augu munu þó þurfa að opnast fyrir þessum staðreynd- um málsins áður en breyting verður en þeir tímar munu koma. Þess hefir verið get- ið til að kennaraverk- fallið sl. vetur hafi valdið nokkru um hve árangur var nú slakur — einkum í málfræði og bókmenntum að því að haft er eftir for- manni SM í Morgun- blaðinu. Það er að vísu alveg rétt að þetta eru þættir sem þurfa mik- illar þjálfunar við en skyldi ekki líka vera svo t.d. um stærðfræð- ina? Það verður þó að segja að ekki fara nemendur 10. bekkjar viðlíka hrakfarir í stærð- fræðiprófinu og þeir hafa margir farið í móðurmálsprófinu. Það er svo varla tæk röksemdafærsla sem kemur fram í forystugreininni 27. júní að það liggi í orðinu sjálfu — móðurmál — að það lærist fyrst og fremst af foreldrum og öðrum heima fyrir. Upprunaskýring orða rímar ekki alltaf við lífshætti nú- tímamanna. Samræmda prófið í þessu móðurmáli byggist að vísu á því að nemendurnir skilji mælt mál. En það er einkum að mæla hvort nemendur hafi lært (og þá helst í skóla) ýmislegt um málið eða um verk sem hafa verið skrifuð á þessu máli. Þá reynir auðvitað líka á það að börnin hafi tamið sér lestur svo vel sé, að þau séu fljót að afla sér hvers konar vitneskju sem fæst af bókum. Auðvitað verð- ur „ábyrgð á móðurmálskennslunni ... aldrei varpað á skólana eina“. Hitt verður að hafa í huga að mörg heimili eru ekki í nándar nærri jafn- góðum færum að kenna og æfa móðurmálið og þau voru fyrir daga sjónvarpsins, svo dæmi sé tekið. Fróðlegt væri að sjá greinargerð um það hvernig skólakerfið hefir markvisst brugðist við þessum ger- breyttu heimilishögum. Mér segir svo hugur um að hér sé allmikilla aðgerða þörf og það fyrr en seinna. Undanfarna daga hefi ég verið að skoða einkunnarblöð margra Ósamræmi er milli kennaraeinkunnar og einkunnar sam- ræmdu prófanna. Valdimar Gunnarsson telur að prófið svari ekki til þeirrar kennslu sem skólamir buðu nemendum. þeirra sem þreyttu samræmdu prófín þetta síðastliðna vor. Þá stingur sérstaklega í augu hve mik- ið ósamræmi er milli einkunnar þeirra sem skólinn gefur nemanda og þeirrar einkunnar sem hann hlýtur fyrir úrlausn sína á sam- ræmda prófinu í íslensku. Ég full- yrði að þetta misræmi er ekki skýr- anlegt til fulls nema menn viður- kenni að á einhvern hátt hefír próf- ið að tama ekki svarað til þeirrar kennslu og þeirrar námslýsingar sem skólarnir buðu nemendum sín- um. Nú er e.t.v. ekki ástæða til að finna neinn „sökudólg“ í þessu máli heldur ber að hyggja að því hvernig koma má í veg fyrir að svona atburðir endurtaki sig. Mín tillaga er sú að eftirleiðis fái nemendur ekki einkunnir fyrir frammistöðu á samræmdum próf- um í lok grunnskóla. Sé talin ástæða til að halda slíkum prófum — og fyrir því eru mörg gild rök — legg ég til að einkunnum þessum verði normaldreift svo sem gert var fyrrum og þær verði einungis birtar grunnskólunum svo hver skóli geti séð hvernig hann stendur á lands- vísu. Að því séðu getur hver skóli gefið nemenda einkunn og þá lagað einkunnagjöf eftir því sem árangur nemenda á landsvísu gefur til kynna. Þannig getur jafnvel hver kennari gert sér grein fyrir því hvort einkunnir sem hann hefði hugsað sér að gefa nemendum væru sambærilegar við þær ein- kunnir sem gefnar væru í öðrum skólum. Hann gæti þannig hækkað eða lækkað einkunnagjöf sína þannig að hún verði líkari því sem annars staðar gerist. Með þessu móti væri ekki verið að meta hvern nemanda á landsvísu heldur skóla. Stundum kemur það fyrir að nemandi fær mörgum heilum lægra í einni grein á samræmdu prófi heldur en hann fær í skólaeinkunn. Oft eru þetta einstök „slys“ og eiga sér einfaldar skýringar háðar hverj- um einstaklingi. Þannig hafa sést tvennur svo sem: 8 í skólaeinkunn en 4 á samræmdu prófi í sömu grein. Hvor einkunnin skyldi nú lýsa betur getu nemandans? Komi misræmi í þessa átt oft fyrir í sama skóla hlýtur hins vegar að vera ástæða til að endurskoða einkunna- gjöf skólans. Þetta vor eru alltof algengar talnatvennur af þessu tagi og fyrst og fremst í móðurmálinu. Það er reyndar ekki fátítt að nemandi sé með sömu einkunnir í samræmdu prófunum og frá skólanum — nema í íslensku. Þar er einkunn sam- ræmda prófsins þráfaldlega lægri, jafnvel miklu lægri. Nú hefir því tvennt gerst og ber að draga lærdóm af hvoru tveggja: Einhvers konar óhapp hefir orðið í samræmda prófinu í íslensku þetta árið. Það gefur tilefni til að endurskoða gersamlega fyrirkomu- lag samræmdu prófanna. í annan stað hefir verið vakin athygli á því hversu móðurmáls- kennsla skólanna á undir högg að sækja, einmitt þegar hún má síst við því. Þess vegna ber að taka tillit til ábendinga formanns SM og annarra sem láta sig þessi mál miklu varða og þekkja gerst til þeirra. Þess vegna verður nú hið fyrsta að renna miklu styrkari stoð- um undir þjálfun og leiðbeiningu í öllum þáttum móðurmálsins í öllu skólakerfinu, allt frá leikskólum og að minnsta kosti upp í framhalds- skóla. Höfundur er móðurmálskennari og settur skólameistari viðMA. Valdimar Gunnarsson Opið bréf til Björns Bjarna- sonar menntamálaráðherra Ragnhildur Sara páll Þorleifsdóttir Svansson Bergstað NÚ ER orðið ljóst að menntamálaráðu- neytinu hefur ekki tek- ist að leysa mál flug- virkjanema sem taka seinni hluta náms síns í Svíþjóð. Málið hefur verið í þæfingi í tvo mánuði hjá ráðuneyt- inu en loks barst svar á mánudag frá menntamálaráðuneyt- inu að ríkið myndi ekki greiða Svíum þann reikning sem þeir krefjast til að taka áfram við nemum frá íslandi. Allir nemarnir höfðu gert ráðstafanir í upphafi síns náms að flytja búferlum til Svíþjóðar. Skóla- stjóri_ Iðnskólans í Reykjavík, Ing- var Asmundsson, vísaði í maí síð- astliðnum allri ábyrgð af skólanum yfir á menntamálaráðuneytið og sænsk stjórnvöld. Hvernig stendur á því að eftir tveggja mánaða þóf milli ráðuneytisins og sænskra yfir- valda skuli staðan vera sú sama og hún var í byrjun? Nú, eftir svar menntamálaráðuneytisins, virðist enginn ætla að taka ábyrgð á þessu máli. Hvergi hefur komið fram hvemig reynt var að leysa þetta mál og hvort ekki hefði getað fund- ist málamiðlun sem tryggði þessum nemum inngöngu í skólann nú í haust. Er það stefna íslenskra stjórnvalda að draga námsmenn á asnaeyrum eins og reyndin hefur verið í þessu máli? Er það stefna íslenskra stjórnvalda að bjóða upp á nám sem mönnum er ekki gert kleift að ljúka með eðlilegum hætti? Menntamálaráðuneytið hefur vit- að það allan tímann að í Svíþjóð hafa fjölskyldur beðið í óvissu eftir svari og hefur ráðuneytið stöðugt Við krefjumst þess, segja Ragnhildur Sara Þorleifsdóttir Berg- stað og Páll Svansson, að yfirvöld menntamála leysi málið strax. talið kjark í þær, þessi mál myndu leysast innan tíðar. Staðan á mánu- dag var sú að enginn í menntamála- ráðuneytinu vildi kannast við það að nokkur nemi væri kominn út, þaðan af síður með fjölskyldu sína. Afstaða Iðnnemasambandsins er skýr. Þau fyrirheit sem nemunum voru gefín í upphafí hafa verið svik- in, áframhald námsins er ótryggt og þeir hafa verið Ieiddir inn í mikl- ar fjárhagslegar skuldbindingar sem hafa varanleg áhrif á líf þessa fjölskyldna næstu ár. Sem dæmi má nefna fimm manna fjölskyldu sem fór út í febrúar síðastliðinn m.a. til að leggja stund á sænsku- nám til undirbúnings fyrir flug- virkjanámið og aðlögunar fyrir næstu tvö ár. Þessi fjölskylda stend- ur nú uppi með tveggja ára leigu- samning, lánsloforð frá Lánasjóði íslenskra námsmanna sem hún get- ur ekki uppfýllt, hundruð þúsunda sem hafa farið í flutninga á búslóð og öðrum kostnaði sem fylgir því að flytja búferlum og nema í öðru landi. Björn! Hvaða skilaboð hefur þú til þessa fólks? Það kemst ekki heim og það getur ekki búið úti vegna þess að þið ráðamenn menntamála hafið dregið það á asnaeyrunum mánuð eftir mánuð og lýsið því síðan yfir að þetta sé á þess ábyrgð, það hafi vitað um áhættuna allan tímann. Ætlar þú að segja okkur Bjöm, að ung hjón með þijú komaböm taki þá áhættu að stefna framtíð fjölskyldunnar í þvílíka hættu sem nú er staðreynd? Nú er mál að linni og krefjumst við þess að yfírvöld menntamála finni varanlega lausn á næstu dögum sem tryggi þeim nemum sem eiga að hefja sitt nám nú í haust inngöngu í þann skóla sem um ræðir. Ef ekki, hafa yfírvöld gert sig sek um mann- réttindabrot á námsfólki og fjöl- skyldum þeirra, málið er þá ekki lengur ágreiningsatriði milli tveggjí ríkja heldur dómsmál á milli náms- manna og íslenska ríkisins. Ragnhildur er framkvæmdastjóri og P&ll er ritsljóri. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, sími 567-1800 Löggild bílasala Opið laugard. kl. 10-17 og sunnudag kl. 13-18 Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig. Daihatsu Applause 4x4 ’91, gráblár, 5 g., ek. 51 þ. km. Rafm. í rúðum o.fl. V. 980 þús. Ford Explorer XLT '93, hvítur, sjálfsk., aðeins ek. 8 þ. mílur, rafm. í rúðum, álfelg- ur o.fl. V. 3.450 þús. Nissan Sunny 2000 GTI '92, rauður, 5 g., ek. 55 þ. km., sóllúga, álfelgur, rafm. í öllu, ABS o.,fl. V. 1.230 þús. Toyota Corolla GL Special Series '92, steingrár, 5 g.f ek. 49 þ. km, álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 890 þús. Range Rover 4ra dyra '87, grásans, 5 g., ek. 130 þ. km. Gott eintak. Tilboðsverð kr. 1.400 þús. M. Benz 230E '91, svarblár, sjálfsk., ek. aðeins 41 þ. km., ABS-bremstur, fjarst. læsingar og þjófav., sóllúga, geislasp. o.fl. V. 3,3 millj. Sk. ód. Subaru Legacy 1800 st. '90, 5 g., ek. 72 þ. km, rafm í rúðum o.fl. V. 1.180 þús. Volvo 740 GL '87, grænn, sjálfsk., ek. 103 þ. km. Rafm. í rúðum o.fl. V. 980 þús. Toyota Corolla XL '89, grár, 5 d., sjálfsk., ek. 73 þ. km. V. 660 þús. Toyota Corolla XLI Liftback S Series ’94, rauður, 5 g., ek. 22 þ. km, rafm. í rúðum, þjófavkerfi, álfelgur o.fl. V. 1.250 þús. Grand Cherokee Limited V-8 '94, græn- sans, sjálfsk., ek. aðeins 9 þ. km, leður- innr., álfelgur, geislpasp., einn með öllu. Sem nýr. V. 4.550 þús. Toyota Carina E (2.0) '93, rauður, sjálfsk., ek. 35 þ. km, ABS bremsur, álfelgur o.fl. V. 1.590 þús. Saab 900i '89, 4ra dyra, sjálfsk., ek. 100 þ. km. V. 780 þús. Nissan Primera 2000 SLX '92, blár, 5 g., ek. 70 þ. km, rafm. í rúðum og læsingum, álfelgur o.fl. V. 1.190 þús. Nissan Bluebird 1-6 SLX '88, 5 g., ek. 126 þ. km, rafm. í rúðum og læsingum. Gott eintak. V. 690 þús. Sk. ód. Nissan Patrol diesel Turbo '90, 5 dyra, 33“ dekk, læstur að aftan. V. 2,4 millj. Ford Econoline 150 4 x 4, ’84, innróttað- ur ferðabíll, 8 cyl. (35I), sjálfsk., ek. 119 þ. km. Tilboðsverð 980 þús. Daihatsu Charade TS ’91, 4 g., ek. 37 þ. km. V. 570 þús. Peugeot 405 1,9 GRX 4x4 '93, stein- grár, 5 g., ek. aðeins 39 þ. km, rafm. f rúðum, álfelgur, geislaspilari o.fl. V. 1.390 þús. Toyota Corolla XL Liftback '88, 5 g., ek. 111 þ. km. V. 550 þús. Toyota Corolla 1,6 GLi '93, 5 g., ek. 23 þ. km, rafm. í rúðum o.fl. V. 1.190 þús. Toyota 4Runner SR5 EFi '85, sjálfsk., ek. 120 þ. km., 35“ dekk, sóllúga, loftk., 5:71 hlutföll. V. 1.080 þús. Subaru Justy J-12 4 x 4 '91, 5 dyra, 5 g., ek. 51 þ. km. V. 740 þús. Sk. á dýrari bíl. Toyota 4Runner diesel Turbo ’94, 5 g., ek. eðeins 13 þ. km, sóllúga, rafm. í rúðum o.fl. Sem nýr. V. 3.150 þús. MMC Tredia 4x4 Sedan ’87, 5 g., ek. 129 þ. km, mikið endurnýjaður, nýskoðað- ur. V. 360 þús. Honda Accord 2.0 EX '87, sjálfsk., ek. 155 þ. km (langkeyrsla), rafm. í rúðum o.fl. Fallegur bill. V. 650 þús. Sk. ód. M. Benz 190E, '93, sjálfsk., ek. aöeins 29 þ. km, sóllúga o.fl. V. 2.550 þús. Daihatsu Feroza EL '90, 5 g., ek. 114 þ. km. Tilboðsverð 850 þús. MMC Colt GLi '92, 5 g.. ek. 51 þ. km. V. 840 þús. Toyota Corolla Touring XL '91, 5 g., ek. 78 þ. km. V. 1050 þús. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.