Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1995 17 FRÉTTIR: EVRÓPA Söderman á að bæta ímynd ESB JACOB Söderman, fyrrverandi umboðsmaður finnska þingsins, hefur verið kjörinn umboðsmað- ur Evrópu. Þess er vænzt að störf hans muni stuðla að því að bæta ímynd ESB út á við. Embætti umboðsmanns var stofnað með samþykkt Maastricht-sáttmálans og á hann að taka á vanrækslu í stjórnsýslu stofnana Evrópusam- bandsins. Hann mun meðal ann- ars hafa vald til að láta leita sönn- unargagna á stjórnarskrifstofum og leggja til breytingar á starfs- háttum, en hann mun ekki hafa vald til að draga embættismenn, sem ekki standa sig, fyrir Evr- ópudómstóiinn og verður að miklu leyti að treysta á góða sam- vinnu stofnananna, sem hann á að hafa eftirlit með. Söderman sagði á blaðamanna- fundi í Strassborg að hann myndi leitast við að brúa bilið á milli stofnana Evrópusambandsins og Reuter borgara ESB, með því að taka á vanhæfni, vanrækslu og svindli. Hann sagði að Evrópuþingmenn hefðu líkast til kosið sig í embætt- ið vegna þess að hann væri „póli- tískt sótthreinsaður" og hefði aldrei fylgt pólitískum flokki. Söderman mun sveija emb- ættiseið frammi fyrir Evrópudóm- stólnum í september. Skrifstofa hans verður í Strassborg og starfsmennimir verða tíu í byijun. Bretar hafna Evrópu án landamæra BREZK stjórnvöld hafa brugðizt ókvæða við tillögum framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins um „Evrópu án landamæra" árið 1996, þ.e. að fyrir lok næsta árs verði allt landamæraeftirlit innan ESB afnumið. Telja Bretar tillögurnar ógna fullveldi sínu og segjast munu beita neitunarvaldi. Mario Monti, sem fer með mál- efni innri markaðarins í fram- kvæmdastjórn ESB, kynnti tillögur framkvæmdastjórnarinnar á mið- vikudag. Þær fela í sér að ESB- borgarar og erlendir ríkisborgarar, sem dvelja löglega í ESB-ríkjum, geti ferðazt óhindrað milli allra ríkja sambandsins án þess að sýna vega- bréf. Monti sagði að með fullu ferða- frelsi yrði hnýttur nauðsynlegur endahnútur á gerð innri markaðar ESB, en kannanir hafa sýnt að al- menningur í sambandinu gerði sér vonir um slíkt er áform um innri markaðinn voru kynnt. Framkvæmdastjórnarmaðurinn sagði að EU hefði nú þegar tækin til að beijast gegn glæpum á borð við eiturlyfjasmygl og ólöglega bú- setu í ESB. Hika ekki við að beita neitunarvaldi Innanríkisráðuneyti Breta sendi í gær frá sér yfirlýsingu, þar sem tillögum framkvæmdastjórnarinnar er þverlega hafnað. „Flest bendir til að tillögurnar gangi þvert á hina staðföstu stefnu ríkisstjórnar Bret- lands að viðhalda landamæraeftir- liti gagnvart öðrum aðildarríkjum," segir í yfirlýsingunni. „Ef svo er, er ekki hægt að samþykkja tillög- urnar. Krafizt er samhljóða sam- þykkis þeirra og Bretland mun ekki hika við að beita neitunarvaldi sínu.“ EÞ móðgar Frakka Strassborg. París. Reuter. FRAKKAR eru nú mjög gramir út í Evrópuþingið í Strassborg. Á miðvikudaginn samþykkti þingið ályktun um hálfs árs for- mennskutíð Frakklands í ráð- herraráði ESB, sem lauk um síð- ustu mánaðamót. í ályktuninni er Frökkum ekki gefin há eink- unn fyrir formennskutíð þeirra og hún sögð hafa verið meira í ætt við fjölmiðlasýningu en að gerð hafi verið alvarleg tilraun til að færa Evrópusambandið fram á við. Það sem hleypti þó enn verra blóði í Frakka voru þær móttökur sem Jacques Chirac Frakklands- forseti fékk í þingsalnum, þegar hann hugðist lesa upp skýrslu stjómar sinnar um formennskut- íðina nýiiðnu. Róttækir umhverf- isvemdar- og vinstrisinnar gerðu hróp að forsetanum og skóku skilti og borða með mótmælum gegn kjarnorkuvopnatilraunum Frakka í Kyrrahafi. Stjórnin í Paris sendi Evrópu- þinginu mótmæli gegn hegðun þingmannanna og sagði þeim að fullorðnast. Chirac sjálfur sagði orðið tímabært að þingið lærði að umgangast þá ábyrgð sem því er ætlað að axla. Philip Séguin, forseti franska þjóðþingsins, sparaði ekki stóru orðin sem hann sendi „þessu bak- herbergi sem kallaði sig þing“ í útvarpsviðtali og sagðist myndu senda Klaus Hánsch, forseta þingsins í Strassborg, harðorð mótmæli vegna skrílslátanna sem forsetinn þurfti að þola í þinginu. Chirac vék frá fyrirfram sömdum texta ræðu sinnar, sem hann hélt í þinginu, og lét vera að segja að hann teldi að Evrópu- þingið ætti að hljóta aukið vægi við hlið þjóðþinga aðildarland- anna til þess að gera uppbygg- ingu Evrópusambandsins lýð- ræðislegri. Franskir embættismenn hafa staðfest, að Evrópuþingið skyldi ekki undra, ef Frakkland yrði ekki rikja áfjáðast í að veita þing- inu meiri völd, þegar skipulag og hlutverk stofnana ESB verður tekið til endurskoðunar á ríkja- ráðstefnunni á næsta ári. / NOATUN Stórlækkun á svínakjöti! Svínahnakki 599." Beikon niðursneitt - A Svínarifjur QQC P'Kg. Svínakðtilettur 799r Hvítlauks pylsur 565r Royal Oak Grillkol 9,27 kg. 498.- Ný bláber Ný jarðarber Útilegusett: Diskar, hnífapör og glös AM,NS: 169. Nýr villilax í 1/1 498£rkí 100 stk. Skinka niðursneidd 799." Svínalæri 465. Hangiálegg 129.- bréfið ca. I00g 0Sl£ Svali 2 Itr. 69.- Svali 12x1/4 + bolur 479.- Svala kassettur og geisladiskur 899.- N O A T UÍN NÓATÚN 17- S. 561 7000, ROFABÆ 39 - S. 567 1200, LAUGAVEGI 166 - S. 552 3456, HAMRABORG 14, KÓP. - 554 3888, FURUGRUND 3, KÓP. - S. 554 2062, ÞVERHOLTI 6, MOS. - S. 566 6656, JL-HÚSINU VESTUR í BÆ - S. 552 8511, KLEIFARSELI 18 - S. 567 0900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.