Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÓLAFUR ÞÓRISSON + Ólafur Þórisson var fæddur í Reykjavík 6. nóv- ember 1953. Hann lést á heimili sínu, Álfaheiði 18, Kópa- vog-i, 7. júlí sl. For- eldrar hans _ eru Inga Jóna Ólafs- dóttir og Þórir Kristjónsson. Syst- ur Ólafs eru Helga, fædd 24.3. 1955, Inga Þóra, f. 27.7. 1965, og Guðný, f. 14.3. 1969. Eigin- kona Ólafs er Júlía Sigurðardóttir, f. 5.10. 1953. Börn Ólafs og Júlíu eru Sigurð- ur Grétar Olafsson, f. 4.12. 1978, Kári Ólafsson, f. 15.2. 1981, og Þórir Ingi Ólafsson, f. 8.3. 1988. Ólafur lauk vél- fræðinámi frá Vél- skólanum árið 1975 og vélvirkjanámi 1977. Auk þess hafði Ólafur einka- flugmannsr éttindi. Ólafur starfaði hjá Eimskipafélagi Is- lands, á fragtskip- um og í smiðju, á árunum 1975-1978, hann rak eigin vél- smiðju 1978-1981 en þá varð hann fulltrúi hjá Vinnu- eftirliti ríkisins. Frá árinu 1988 var Ólafur vélstjóri á Pétri Jóns- syni. Ólafur var meðlimur í frí- múrarareglunni frá árinu 1981. Útför Ólafs verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. HANN Óli bróðir minn er dáinn. Það er erfitt að trúa því og enn erfiðara að sætta sig við þ_að. Að svo yndislegur maður sem Óli var, skuli vera hrifínn burt frá okkur í blóma lífsins, er staðreynd sem við " eigum erfitt með að horfast í augu við. Hann háði hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm sem sigraði hann að lokum. Við verðum að trúa því að Óla bíði mikilvægt verkefni annars staðar og við getum verið viss um að hann leysi það með prýði eins og allt sem hann tók sér fyrir hend- ur. Óli mun alltaf eiga_stórt pláss í hjarta okkar þar sem minningin um hann varðveitist. Ég er þakklát fyrir að hafa átt .-svo yndislegan bróður. Ég bið góðan Guð að vera með Júlíu, strákunum, mömmu og pabba og styrkja þau í þessari miklu sorg. Blessuð sé minning bróður míns. Guðný. Tengdasonur minn, Ólafur Þóris- son, er látinn langt um aldur fram, harmdauði öllum sem hann þekktu. Ég leit Ólaf fyrst augum þegar hann var á 16. ári, hlédrægur„og fallegur drengur kominn að finna elstu dóttur mína, Júlíu, en þau áttu síðan eftir að eigast og heyja lífsbaráttuna saman. Ekki hvarflaði að mér þann dag að þessi ungi ■ drengur ætti eftir að hafa slík áhrif á líf mitt og raun ber vitni. Ólafur var göfugmenni hið innra og glæsimenni hið ytra. Hann varp- aði birtu á umhverfí sitt svo ekki varð um villst að þarna fór maður sem hafði áhrif á aðra menn en þó alltaf af lítillæti. Ef til vill var leynd- ardómurinn í mætti hans falinn í kærleika hans og þrotlausu starfi til þess að ráða bót á þjáningu sam- ferðamannanna. Sjálf hef ég þessi dæmi innan seilingar í öllu mínu umhverfi. Dauðvona birtist hann dag nokkurn fyrir dyrum okkar hjóna hér í Kópavogi og setti upp vandað handrið til þess að forða „öðrum frá slysi. Minningar sem " þessi eru margar og sársaukinn því mikill. Ólafur var sonur sæmdarhjón- anna Þóris Kristjónssonar skip- stjóra og Ingu Jónu Ólafsdóttur. Þau hjón hafa verið búsett í Kópa- vogi í áratugi og alið upp hér í bæ H Styrktarfélag krabbamelnssJúkra barna Minningarkort Styrktarfélags Krabbameinssjúkra barna fásthjá félaginu í síma 676020. Ennfremur i Garðsapóteki og Reykjavíkurapóteki. sterka fjölskyldu sem hefur reynst þessu bæjarfélagi eins og bezt má. Móðir Þóris, Guðný, lifir í hárri elli og sér nú á bak barnabarni sínu. Þeirra hjónanna Ingu Jónu og Þór- is, systra Ólafs og fjölskyldum þeirra og föðurömmu er missirinn mikill og sorgin sár. Ólafur ólst upp hér í Kópavogi frá unga aldri og lauk hefðbundnu barna- og unglinganámi við skólana hér í bæ. Þaðan lá leiðin í Vélstjóra- skólann og þar lauk hann sínu námi árið 1975 og hóf störf sín á því sviði ýmist til sjós eða lands. Hvar- vetna var lokið lofsorði á störf hans og var hann því ætíð eftirsóttur til starfa. En árið 1992 greindist hann með alvarlegan sjúkdóm á háu stigi. Enn einu sinni tókst Ólafur á við erfiðleikana af aðdáunarverðu hug- rekki og æðruleysi. Maður sem sýn- ir slíka baráttuhæfileika byggir á undirstöðu sem er fólgin í kærleik- anum en án kærleika er ekkert líf. Ólafur og Júlía, elsta dóttir okkar hjónanna, gengu í hjónaband sum- arið 1977. Þau voru glæsileg ungu hjónin sem gengu saman út í lífið sumardaginn 23. júlí það ár. Þeim fæddust 3 mannvænlegir synir. Ól- afur unni konu sinni og börnum hugástum og sýndi kærleika sinn í stóru og smáu. Fallegt einbýlishús var reist við Álfaheiðina í Kópavogi og reyndar ekkert til sparað svo að sem best væri úr garði gert. Reyndar var ekkert það til sem Ólafur vildi ekki á sig leggja til þess að auðvelda konu sinni og börnum lífsgönguna. í nálega þriggja ára baráttu Ól- afs við þennan alvarlega vágest stóðu drengirnir og móðir þeirra saman honum við hlið. Vonir lifnuðu og vonir brugðust. Fjölskyldan beið milli vonar og ótta, en að lokum lét Ólafur anda sinn á heimili sínu að morgni hins 7. júlí í návist nánustu ættingja sinna. Júlía stendur nú uppi ekkja með þijá unga syni. Þeirra er missirinn mestur og sorg- in sárust. Guð geymi þig, Júlía mín, og styðji þig við uppeldi son- anna og gefi að við foreldrar þinir, systkin og aðrir ættingjar megum verða þér þar að liði. Á vegamótum sem þessum vakna upp spurningar. Getur verið að ein- mitt það sem maðurinn flýr sem hraðast eða sorgin, þjáningin og óttinn, séu þeir vegvísar sem mað- urinn má ekki flýja? Er sorgin hugs- anlega sú varða á vegferðinni þar sem maðurinn fær tækifæri til þess að hugsa ráð sitt og rétta af stefn- una? Olafur hefði viljað að við legð- um okkur öll fram við að auðga líf hvers annars og notuðum hvert tækifæri til þess að rétta stefnuna af. Við sem eftir stöndum hnípin og sorgmædd munum nú verða að snúa bökum saman og láta minninguna um góðan dreng verða okkur hvati til þess að lifa öðrum mönnum til styrktar en aðeins þannig erum við MINNINGAR þess verðug að hafa þekkt Ólaf Þórisson. Guð blessi minningu þessa góða drengs. Gyða Stefánsdóttir. Ólafur Þórisson er látinn eftir langa baráttu við erfiðan sjúkdóm. Horfinn er góður drengur, sem ætíð sýndi mannkosti og dreng- lyndi. Frá fyrstu tíð minnist ég Óla, enda hittumst við oft á heimili afa okkar og ömmu á unga aldri. Margt var brallað eins og yfirleitt gerist hjá hressum strákum. Óli var háttvís og samviskusamur og mér fannst oft eins og hann væri eldri en ég, þótt ég væri árinu eldri, þegar hann hafði vit fyrir okkur báðum. Enn lágu leiðir okkar saman þeg- ar við vorum á unglingsaldri skip- veijar á Ms. Laxá. Laxáþi var þá í millilandasiglingum undir stjóm Þóris, föður Óla. Lífið um borð í Laxánni var ákaflega skemmtilegt, enda fjörugur mannskapur og ýms- ir sérkennilegir skipveijar settu svip sinn á daglegt líf. Við sigldum til margra evrópskra borga og bæja og stundum til framandlegra staða. Siglingarnar voru því umluktar ævintýrablæ og því ekki furða að Óli valdi sér sjómennsku að ævi- starfi. í erlendum höfnum var oft slegið á létta.strengi, en ungling- arnir voru þó ávallt undir árvökru eftirliti skipstjórans. Líklega hefur Þórir þó haft' einhveijar áhyggjur af þessum ungu og óreyndu sjó- mönnum. Óli var góður og traustur skipsfé- lagi. Ég minnist fjölmargra fjör- legra stunda, þegar spjallað var á frívaktinni um heima og geima. Óli naut sín á þessum stundum, enda með ríka kímnigáfu. Guð blessi minningu Ólafs Þóris- sonar. Jörundur Svavarsson. Hinft 7. júlí síðastliðinn andaðist á heimili sínu vinur minn, Ólafur Þórisson, langt um aldur fram. Við Óli höfum þekkst frá því löngu áður en ég fór að muna eftir mér. Á stundu sem þessari verður ekki hjá því komist að hugsa til baka. Fyrstu minningarbrot mín um samveru okkar Öla eru frekar óljós og ekki get ég sett þau í nákvæma tíma- röð. Eitt af því fyrsta sem ég man eftir er þegar okkur í sameiningu tókst að fá ljós á luktarperu með gömlu flötu batteríi, sem gladdi okkur eina viðstadda mikið. Eins man ég eftir okkur snuddandi kringum afa hans og nafna, sem sat jafnan í vinnuherbergi sínu í kjallaranum á Baldursgötunni og batt spyrður eða hnýtti um netakúl- ur. Gamlárskvöldin á Baldursgöt- unni og seinna í Fögrubrekkunni, hjá foreldrum hans, Ingu Jónu og Þóri, eru þau augnablik sem eru ógleymanleg öllum sem það reyndu, ungum sem öldnum. Veiðiferðin til Þingvalla þegar við fjórir vinimir Óli, Siggi, Reynir, þá rétt fermdir, fórum í fyrsta sinn einir í útilegu. Kvöldið sem hann kom til mín og bað mig að fylgja sér heim til Júl- íu, á Hlíðarveginn, þar sem hann hitti tengdaforeldra sína, þau. Gyðu og Sigurð, í fyrsta sinn. Þegar við Siggi heimsóttum hann og Júlíu á Þorláksmessukvöld á Baldursgöt- una. Veiðiferðirnar í Gljúfurá, Langadalsá, Flekku og Sælingsdal. Allar ferðir okkar til ijúpna, svo og gönguferðir okkar. Allar þessar góðu minningar og margar, margar fleiri á ég Óla vini mínum að þakka. Vinátta er dálítið sérstök og ör- ugglega afstæð í þeim skilningi að sennilega upplifir ekkert okkar hana eins. Því verður henni seint eða aldrei lýst til fullnustu með orðum fremur en svo mörgu öðru sem grundað er á tilfinningum. Þó held ég að flest okkar ef ekki öll getum verið sammála um að vin- átta er eitt það besta sem maður eignast í lífinu. Þannig er að minnsta kosti um mig farið gagn- vart vináttu okkar Óla. Óli hafði flest til að bera sem prýðir góðan dreng. Hann var skap- góður, spaugsamur, viljasterkur, þrautseigur, umburðarlyndur, æðrulaus og tryggur, en umfram allt góður faðir og eiginmaður. Honum fylgdi ávallt mikil reisn. Allir þessir kostir Óla komu berlega í ljós síðustu 30 mánuði lífs hans. Elsku Júlía, Siggi, Kári, Þórir Ingi, Inga Jóna, Þórir og aðrir að- standendur, við Hulda vottum ykk- ur okkar dýpstu samúð. Kristinn. í dag kveðjum við yndislegan mann, Ölaf Þórisson, sem er látinn langt fyrir aldur fram eftir mikla baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Mágur okkar Ólafur hefur til- heyrt fjölskyldunni í um það bil 25 ár. Fyrstu kynni okkar systranna af Ólafi voru þegar félagar Júlíu systur okkar komu í heimsókn, en einn af þeim var einmitt Ólafur. Óli, en við kölluðum hann aldrei öðru nafni, gaf sig strax að okkur litlu systrum Júlíu og gaf sér tíma til þess að segja okkur sögu. Þessi endurminning lýsir Óla mági vel, þar sem hann hafði alltaf tíma fyr- ir alla og á þann hátt var alltaf eins og að maður skipti miklu máli í návist hans. Síðan _var það nokkr- um árum síðar að Ólafur og Júlía gengu í hjónaband en þá var eins og við eignuðumst nýjan bróður. Óli var mjög þægilegur maður í umgengni, ljúfur í skapi og ávallt tilbúinn að hjálpa öðrum. Hann var maður glæsilegur á velli, hár og grannur og bar sig vel. Ólafur var ímynd hraustleikans og engum hefði komið til hugar að hánn gæti orðið veikur. Áfallið var því þyngra en nokkurn gat órað fyrir. Óli var þeirrar gerðar að það var eins og það væri svo auðvelt að þykja vænt um hann og við erum þakklátar fyrir að hafa átt hann Óla en skarð hans verður aldrei fyllt. Júlía systir og Óli eiga þrjá. yndis- lega drengi, Sigurð Grétar, Kára og Þóri Inga. Þessir myndarlegu drengir eru hver á sinn hátt eftir- mynd föður síns og það er okkur mikils virði að geta fylgst með upp- vexti þeirra og þannig haldið við ímynd föður þeirra. Við viljum votta elsku Júlíu syst- ur og drengjunum samúð okkar. Ennfremur vottum við fjölskyldu Óla samúð og þakklæti fyrir það hve þau hafa verið systur okkar og drengjunum mikil stoð í þrenging- um þeirra. Guð blessi minningu Ólafs Þórissonar. Gunna og Magga. Óli minn! Jákvæðni, lífsvilji og hugrekki hjálpuðu þér í stríðinu við sjúkdóminn sem hijáði þig. Tveimur sólarhringum áður en þú fékkst hvíldina fór ég til þín að heilsa upp á þig og þú sagðir: „Hvað segir þú gott“. Á sjúkrabeði þínu þegar við Júlía konan þín og fleiri vinir sátum og spjölluðum saman naust þú þess að hlusta á okkur og varst með í samræðunum eftir bestu getu. Þeg- ar ég hugsa til baka allt til æsku- ára okkar rifjast upp fyrir mér ótal minningar. Þegar við vorum ungl- ingar og þau braust fyrir mér „Let it be“- plötuna varð ég sár og reið, þegar þú og Júlía strídduð mér og ég spáði því að þið ættuð eftir að gitast. Ég gæti endalaust rifjað upp æskuárin, en það sem efst er í huga mínum núna er síðastliðið ár þegar við Júlía stofnuðum fyrirtæki okkar Grænt og gómsætt. Þú varst alltaf til staðar þegar við þurftum á þér að halda, sama hvað það var, bíll- inn, eldavélin eða þvottavélin, alltaf varst þú kominn til að laga og dytta að öllu. Mér er minnisstætt einn morguninn þegar ég kom niður í Veitingastofu og allt var á floti, 2 sm vatn frá inngangi gegnum eld- hús og fram í matsal. Eg hringdi í þig og þú varst kominn innan fimmtán mínútna. Við áttum von á 70 manns í morgunverð, rúnstykkin voru óbökuð og ég stressuð. Þá sagðir þú við mig: „Vertu ekki stressuð, Fríða mín, ég skal þurrka þetta upp og þú ferð að baka rúnn- stykin." Síðan labbaðir þú hinn ró- legasti inn þar sem vatnið lak enn, skrúfaðir fyrir og byijaðir að ausa. Óli minn, ég þakka fyrir allt og allt. Ég bið góðan guð að styrkja Júlíu og drengina ykkar, Sigga, Kára og Þóri Inga, og einnig fjöl- skyldur ykkar á þessari sorgar- stundu og alltaf. Guð geymi ykkur öll. Birta nætur fyllir mig þrá. Eg stíg dans inn í glóandi hnðttinn. (Ásdís Óladóttir) Fríða Sophía Böðvarsdóttir. Það var sorgardagur er við frétt- um að Ólafur Þórisson æskufélagi og vinur væri látinn. Þó að sumú leyti hafi mátt búast við að svo færi var trúin samt alltaf sterk á að hann ynni á veikindum sínum. Við þökkum óla eins og hann var ávallt kallaður allar samverustundir og minnumst hans í Ijóði eftir Helga Sæmundsson. Bregður litum fögur fold, falla blóm og grös í mold. Duna sær en dreymir þó djúpa þögn og kyrra ró. Haustar að í huga mér, hrímkalt rökkur yfir ber. Svæfir land og þreytta þjóð þetta dimma sjávarhljóð. Elsku Júlía, Sigurður Grétar, Kári og Þórir Ingi, Inga Jóna, Þór- ir og fyölskylda, Gyða, Sigurður og fjölskylda, megi góður Guð fylgja ykkur um framtíð alla. Blessuð sé minning Ólafs Þórissonar. Sigurjón, Ragnheiður og fjölskylda. Það var fallegur sólskinsdagur föstudagurinn 7. júlí, dagana áður hafði kólnað og blásið og fólk tal- aði um að það haustaði snemma í sumar. Það haustaði snemma í hjarta mínu þegar mér var tilkynnt um lát frænda míns, Óla, hetja sem hafði í marga mánuði barist fyrir lífi sinu me_ð óbilandi kjarki. í gamla daga þegar ég var skáta- foringi var Óli þátttakandi í skáta- starfinu og var þægilegur, jákvæð- ur og duglegur. Þessir eiginleikar fylgdu honum í gegnum lífið, enda átti hann ekki langt að sækja það til ástríkra foreldra, Ingu Jónu og Þóris. Ræktarlegri manneskjur er vart hægt að hugsa sér. Þegar Óli vann hjá Vinnueftirliti ríkisins, en það gerði hann um ára- bil, stundaði hann Sundhöll Reykja- víkur í hádeginu og hittumst við þar. Þá var sest niður í heitu pottun- um og landsmáiin rædd ásamt spjalli um ættingja og vini. Hann spurði ávallt um líðan aldraðra for- eldra minna sem voru heilsulitlir og bað fyrir bestu kveðjur til þeirra. Þannig var Óli. Þá kom greinilega í ljós hans mikli áhugi á sonum sín- um og eiginkonu og hann ljómaði allur þegar hann sagði sögur af strákunum sínum, fyrir þeim bar hann mikla umhyggju og virðingu. Sem dæmi um hetjuskap ðla frænda míns fór hann helsjúkur úr rúminu í síðustu viku til að taka á móti syni sínum á slysavarðstof- unni, sem hafði lent í slysi, heilsu- leysið stoppaði hann ekki í því. Óli hafði áhuga á stangveiði sem hann stundaði eftir því sem hægt var frá vinnu á sjó. Hann var félagi í Frímúrarareglunni og stundaði starfið þar af kostgæfni. Ég hitti Óla síðast fyrir nokkrum vikum á Landspítalanum. Þó af honum væri dregið var hann jafn rólegur og yfirvegaður og áður og ræddi mest um strákana sína og ekki síst fermingu Kára. Kær frændi er kvaddur langt um aldur fram, hetja sem barðist fram á síðasta dag. Ég og fjölskylda mín sem erum stödd í Bandaríkjunum sendum Júlíu, Sigga, Kára, Þóri og öllum ættingjum innilegustu sam- úðarkveðjur. Minningin um góðan dreng lifir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.