Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Manna- myndir ís- lenskra listamanna ÞJÓÐMINJA- DAGUR var sunnudaginn 9. júlí 1995. Þann dag var opnuð sýning- in Manna- myndir ís- lenskra lista- manna 17.-19. aldar í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Þar eru sýndar mannamyndir eftir ís- lenska listamenn, flestar af nafngreindu fólki, bæði teikn- ingar og málverk. Myndirnar eru eftir frumherja íslenskrar myndlistar, svo sem Hjalta Þor- steinsson, Sæmund M. Hólm og Sigurð Guðmundsson. Þær eru langflestar í eigu Þjóð- minjasafnsins. Sýningin mun standa fram á haust. Þá gefst einnig kostur á að skoða aðrar sýningar safnsins sem voru að hluta endurnýjaðar að loknum viðgerðum safnhúss- ins að utan nú í vor. Sýningnm Woods að ljúka ENGLENDINGURINN Hugh Dunford Wood hefur undanfar- ið sýnt málverk sín í Gallerí Fold við Rauðarárstíg og Þrastalundi. Wood er fæddur í Englandi árið 1949. Hann nam myndlist við ýmsa skóla í Bret- landi, m.a. við hinn virta skóla Ruskin School of Drawing and Fine Art, svo og í Brasilíu, Frakklandi og á Spáni. Hann hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum víða um heim. Myndirnar sem Wood sýnir eru landslagsmyndir gerð- ar með acryllitum. Kynningunni í Gallerí Fold lýkur laugardaginn 15. júlí, en sýningunni í Þrastalundi sunnu- daginn 16. júlí. Opið er í Gallerí Fold virka daga 10-18 og laugardaga 10-16. Útgefendur og rithöfundar virðast ekki óttast um stöðu bókarinnar Gutenberg stendur enn fyrir sínu Er tölvutæknin að ríða bókinni að fullu, eða er ekkert að óttast? Þröstur Helgason kannaði hug Halldórs Guðmundssonar út- gáfustjóra og rithöfundanna Einars Más Guðmundssonar og Péturs Gunnarssonar til nýrrar tækni í bókaútgáfu. NOKKUR umræða hefur farið fram erlendis að undanfömu um stöðu bókarinnar á tölvuöld. í Morgunblaðinu í gær, fimmtudag, birtist t.d. endursögn úr grein eftir ítalska rithöfundinn og táknfræð- inginn Umberto Eco, sem fjallar um stöðu bókarinnar.gagnvart svo- kölluðum CD-ROM-diskum sem sumir óttast að muni koma í stað bókarinnar, enda geti hann rúmað mun meiri texta en hún og auðvit- að án þess að nokkur pappír sé notaður. Eco er hins vegar þeirrar skoðunar að ekkert sé að óttast, bókin muni lifa þetta áhlaup af eins og svo mörg önnur. Auk þess segir Eco það aldrei hafa gerst í menningarsögunni að nýjung hafi tortímt hefðbundnu listformi af neinu tagi; nýjungar hafi einungis haft gagnger áhrif á hefðina. Hér á landi hefur ekki farið fram mikil umræða um stöðu bókarinn- ar, enda hefur sú tækni sem hér er um rætt ekki rutt sér til rúms á íslenskum bókamarkaði svo neinu nemi. Þó hefur bókaútgáfan Alda- mót gefið út ensk-íslenska orðabók á geisladiski og á næstunni mun koma út heildarútgáfa á íslend- ingasögunum ásamt orðstöðulykli á geisladiski hjá Máli og menningu. Blaðamanni lék því forvitni á að vita hvað íslenskir bókaútgefendur og rithöfundar hefðu að segja um þessa þróun í bókaútgáfunni. Er tæknin að ganga af bókinni dauðri? Nýtum tölvutæknina Halldór Guðmundsson útgáfu- stjóri Máls og menningar segir það augljóst að íslensk bókaútgáfa verði að bregðast við breyttum aðstæðum í útgáfumálum. „Hún verður að fylgjast vel með þróun- inni í tölvuheiminum og taka ákvörðun um það hvort hún vill vera með í þessum slag eða ekki. Ég tel að við eigum tvímælalaust að vera með. Við eigum nú þegar gífurlega mikið textasáfn í tölvum og það ætti að vera okkur örvun til að koma því frá okkur á tölvu- tæku formi þar sem það á við. Forlögin gætu t.d. nýtt þessa tækni við útgáfu orðabóka, kennslubóka og stærri uppflettirita. Einnig gæti verið grundvöllur fyrir að gefa út á diski ýmislegt efni sem t.d. fræði- menn í háskólanum vinna. Þar á ég við texta sem myndu seint verða gefnir út á bók, t.d. ýmis rit fyrri Halldór Guðmundsson alda sem einungis eru til í hand- riti. Ég held hins vegar að við munum eftir sem áður njóta skáld- skapar í bókarformi. Þótt tölvan gefí ýmsa skemmtilega möguleika hefur hún ekki enn farið fram úr Gutenberg." Halldór segir að það sé í raun engin ástæða fyrir unnendur bókarinnar að óttast þessa nýju tækni. „Staðreyndin er sú að spá- dómar tölvufyrirtækjanna hafa allir reynst rangir, það hefur ekki orðið jafn mikil bylting í útgáfumálum og þau spáðu. Mér skilst að það stefni í áð útgáfa á tölvutæku formi verði orðin um 20% um aldamótin í hand- og fræðibókaútgáfu en ekki nema um 5% í skáldskap." Bókin er í bardaga Einar Már Guðmundsson rithöf- undur segir að það sé ekki fráleitt að einhveijir muni nýta sér þetta form bókmenntalega. „Þessi tækni gæti örugglega víkkað út formið. Hins vegar held ég að fagurbók- menntir muni verða áfram í bókar- formi að mestu leyti, a.m.k. næstu misseri." Einar Már segir að bókin spanni það vítt svið í mannlífinu að hann eigi erfitt með að ímynda sér að eitthvað komi í stað hennar á næst- unni. „Það er heldur ekkert fyrir- bæri í augsýn sem getur miðlað þeim anda sem bókin gerir. Og þar standa menn líka á ansi gömlum vígvelli. Þessi andi er orðinn svo stór hluti af mannlegu lífi að hann víkur ekki nema mannlegt líf taki miklum stakkaskiptum. Það er þó Pétur Gunnarsson ljóst að bókin er í bardaga. Menn munu aldrei lifa í einhvetju sælu- ríki bókarinnar. Og ef svo væri, ef bókin þyrfti ekki að berjast, þá væri hún heldur ekki eins spenn- andi og hún er. Þessi bardagi er ansi frjór.“ Ottast ekki um bókina Pétur Gunnarsson rithöfundur segir að það hafi auðvitað orðið heilmikil umskipti síðan bókin sat svo að segja ein að athygli fólks. „Það eru þessi miklu skriðuföll af allskyns efni sem dembast yfir fólk sem valda mér áhyggjum. Bókin er hálf utan gama í þessu öng- þveiti. Það er líka spurning hvort menn hafi það næði sem bókin út- heimtir. Ég held hins vegar að tölvutæknin þurfi ekki endilega að vera hættuleg bókinni. Það hefur sýnt sig að einn miðill vísar oft á annan. Mér finnst líka bókin hafa vissa töfra sem aðrir miðlar hafa ekki. Það er eitthvað við þetta samband sem maður myndar við bókina — og sjálfan sig einnig — við lestur- inn. Bókin hefur líka miklu meiri hreyfanleika en tölvan og sjónvarp- ið. í raun held ég að við Jíurfum ekki að óttast um bókina. Ég vona hins vegar að í framtíðinni komist aftur á hallkvæmara ástand fyrir bókina, það verði meira næði og svigrúm fyrir fóik til að njóta henn- ar. Að fólk fari að meta það meira til verðmæta að hafa þetta næði og þetta samband sem bókinni fylg- Einar Már Guðmundsson Draumaráð- andinn Jósep í skrautkápunni JÓSEP í skrautkápunni og bræður hans í Kananlandi. BIBLÍAN geymir sagnir af einum frægasta draumaráðanda sögunn- ar. Hann hét Jósep og var ellefti í röð tólf bræðra og í uppáhaldi hjá föður sínum, Jakobi. Jakob hafði þvílíkt dálæti á honum að hann færði honum ermakyrtil að gjöf. Bræður Jóseps fylitust afbiýðisemi er þeir sáu að faðir þeirra elskaði Jósep meira en þá og seldu hann sem þræl til Egyptalands þar sem hann komst til metorða eftir að hafa ráðið drauma Faraós um 7 ár allsnægta og 7 ár örbirgðar. Ferðaleikhúsið frumsýnir í Tjam- arbíói á sunnudaginn, söngieikinn Jósep og hans undraverða skraut- kápa eftir Tim Rice og Andrew Lloyd Webber í leikstjórn Kristínar G. Magnúss. Þýðandi verksins er Þórarinn Hjartarson, tónlistarstjóri er Michael Jón Clarke og danshöf- undur er David Greenall. Söngleik- urinn er byggður á fyrmefndri Bibl- íusögu og er fyrsta verk höfund- anna sem hafa öðlast heimsfrægð fyrir söngleiki sína, „Jesus Christ Superstar", „Phantom of the Op- era“ og „Cats“ m.a. Kristín G. Magnús og Ferðaleik- húsið hafa í gegnum árin fengist við gamlar íslenskar sagnir í sýn- ingum sínum sem kallast Light Nights og hafa einkum verið sniðn- ar fyrir ferðamenn sem þyrstir í að kynna sér ísland fyrri tíma og nú má segja að enn geri Ferðalei- húsið víðreist í tíma og rúmi þegar það stingur sér aftur til fortíðar, aftur til Egyptalands hins foma. Ólíkir heimar „Það er vissulega spennandi að tefla saman þessum ólíku heimum og ólíku tímum hér í Tjarnarbíói og vinnan við þessa sýningu og Light Nights er búin að vera spenn- andi og krefjandi enda þurfti að hanna leikmyndina þannig að hægt væri að breyta íslandi í Egyptaland með fáum handtökum því Light Nights er á fjölunum 6 daga vik- unnar en Jósep verður aðallega sýndur um helgar,“ sagði Kristín þegar blaðamaður Morgunblaðsins brá sér á æfingu á verkinu á dög- unum. Sýningin er litrík og fjörug og tónlistin er ættuð úr ýmsum áttum, allt frá sveitatónlist, rock n’ roll frá fimmta áratugnum og calypso út í popp og franska kaffihúsatónlist. Þetta er fyrsta verk þeirra Webbers og Rice og segja margir það hið litríkasta af verkum þeirra. „Þeir voru ungir og sprækir skólastrákar með sprellandi fjör í huga,“ sagði Kristín sem sagðist hafa séð upp- runalegu uppfærsluna í London og hafa síðan gengið með sýninguna í „maganum" og dreymt um að geta sett hana upp í Reykjavík einn daginn. Eggert A.Kaaber leikur Jósep og er ekki skrýtið að karl faðir hans hafi haft á honum dálæti ef hann hefur verið jafn glaðlegur og vís og hann er í túlkun Eggerts. Mikið mæðir á Hrafnhildi Björnsdóttur sem er sögumaður og leiðir sýning- una með söng sínum. Úr kóngi í kóng Eftir því sem á líður leikinn fær- ist sífellt meira fjör í hann og gam- an var að sjá kónginn sjálfan, Elvis Presley lifna við í meðförum Guð- jóns Bergmanns þegar hann sem faraó breytist á augnabliki úr kóng í kóng og hirðin tjúttar og rokkar JÓSEP og kona Pótífars. undir söng hans. Atriðið það er ein- mitt vendipunkturinn í verkinu, draumsögur faraós um hinar sjö kýr mögru og sjö feitu og sællegu, sjö þrýstin og þroskuð kornöx og sjö skrælnuð. „Verkið höfðar til allra, ungra og gamalla. Nú er allt smollið sam- an og við hlökkum til frumsýningar og ég hvet fólk til að koma í Tjarn- arbíó á söngleik og tilvalið eftir göngu við tjömina,“ sagði Kristín G. Magnús að lokum áður en blaða- maður kvaddi hana, raulandi söngva sýningarinnar fyrir munni sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.