Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Halldór Aðflug að Kaldármelum FOLK Doktorspróf í læknisfræði •HJÖRTUR Gíslason, skurðlæknir við Haukeland sjúkrahúsið í Björg- vin í Noregi, varði þann 22. júní síðast- liðinn doktorsritgerð við Háskólann í Björgvin. Ritgerð- in byggist á fímm vísindagreinum dr. Hjartar sem birtar hafa verið í nokkrum af víðlesnustu alþjóð- legu læknaritunum svo sem Gastroente- rology. Hún fjallar um vamarhætti magaslímhimnunnar; mikilvægi stjómunar á blóðflæði í slímhimnunni til að hindra myndun sára. Við áverka á efri Iögum slím- himnunnar verður blóðflæði mjög hátt í djúpu lögunum sem era ósködduð, en þetta er mikilvægur vamarháttur til að hindra að magasár myndist. í ritgerðinni er einnig sýnt fram á hvaða efni frá framum og taugaend- um stjóma breytingum á blóðflæði í slímhimnunni við áverka. Niðurstöður rannsóknanna gefa aukna innsýn í hvemig magaslímhimnan ver sig gegn áverkum og á hvem hátt ýmis lyf, svo sem gigtarlyf og astmalyf, geta valdið magasárum (sem eru þekktar auka- verkanir). Hjörtur er fæddur á Akureyri 1958. Hann er stúdent frá MA 1978 og útskrifaðist úr læknadeild HÍ 1984. Hann starfaði við Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri 1984-86 en hefur síðan búið í Noregi þar sem hann nam skurðlækningar og hefur stundað þær ásamt rannsóknum. Hann er kvæntur Margréti Sigurbjömsdóttur og eiga þau þijú böm. Sumarið er sá árstími sem best nýtist ungtim og óreyndum flugmönnum til að næla sér í þá reynslu sem nauðsynleg er hverjum þeim sem vill verða herra háloftanna. Það er ekki óalgeng sjón að sjá litlar flugvélar sveima um á sólskinsdögum og líta eflaust margir til löngunaraugum til himins.Sjálfsagt reyna sem flestir, reyndir og óreyndir, að komast í flugferð til að njóta útsýnisins og þess frelsis sem menn hafa öfundað fuglana af öldum saman. Ljósmyndari Morgunblaðs- ins brá sér með áhugaflug- manni að nafni Ilias Moustacas í flugferð og smellti af í að- flugi að Kaldármelum en flug- vélin, TF POP af gerðinni Cessna skyhawk 172, er ein af tveimur í eigu Flugklúbbs- ins Flugtaks en hann hefur um 60 meðlimi á skrá. Laxateljari frá Vaka hf. til reynslu í norskum laxastiga Vonast til að geta J selt tugi teljara til Noregs VAKI hf. hefur gengið tU sam- starfs við samtök áreigenda í Noregi, Norske Lakseelver, um prófun á búnaði sem fyrirtækið hefur þróað til að telja og mæla þyngd fiska í ám. Teljarinn hefur verið í þróun í samvinnu við Veiði- málastofnun síðastliðin fjögur ár og var einum komið fyrir til reynslu í laxastiga í Suldalslágen norðan við Stavanger á dögunum. Teljarinn heitir Arvaki en í honum er rafeindabúnaður með innrauðum ljósgeislum sem skynj- ar útlínur fisks þegar hann synd- ir hjá. Upplýsingarnar eru fluttar á tölvu og því hægt að skoða mynd af hverjum fiski eða vinna frekari upplýsingar, svo sem hvort um er að ræða stórlax, smálax eða siiung, hvenær sólar- hrings hann gengur, hvert hita- stig árinnar er og meta þannig áhrif ýmissa umhverfisþátta á fiskgengd svo eitthvað sé nefnt. Búið er að koma fyrir ellefu teljurum í níu ám hérlendis og er þetta annar slíkur sem settur er upp utan landsteinanna að sögn Benedikts Hálfdanarsonar mark- aðsstjóra Vaka í Noregi, en hann telur stóran markað fyrir búnað af þessu tagi þar í landi. Einn teljari hefur verið til reynslu í ánum Itchen í Suður-Englandi og Kenneth, sem er ein af þverám Thames. Hann segir ennfremur að nýi búnaðurinn mæli stærð fisksins af meiri nákvæmni en hingað til hafi verið hægt og sé hann einnig þeim kostum búinn að passa nán- ast í hvaða laxastiga sem er. Benedikt segir að búið sé að grafa niður fyrir nokkurs konar Morgunblaðið/Benedikt Hálfdanarson GUÐBERGUR Rúnarsson framleiðslustjóri hjá Vaka kemur telj- aranum fyrir í laxastiga í Suídalslágen í Noregi. Árvaki hefur verið í þróun í fjögur ár og er nú til reynslu í ellefu íslenskum ám, í Suður-Englandi og Noregi. húsi við norska laxastigann og í kjallara þess sé hægt að fylgjast með laxinum gegnum glugga í svokölluðu laxastúdíói. „Þarna hafa þeir talið fiskinn upp úr þrepinu, áætlað stærð, kyn og þess háttar og eytt 100 milljón- um króna árlega í rannsóknir síð- astliðin fimm ár,“ segir Benedikt en hver teljari kostar um tvær milljónir til útflutnings að hans sögn. „Við áætlum að hægt sé að selja 20-40 teljara til Noregs á næstu árum. Það eru hátt í 80 milljón- ir,“ segir hann að lokum. Sigfús Bjarnason formaður Frama Fullyrðingar um fjármálaóreiðu tilhæfulausar SIGFÚS Bjarnason, formaður Frama stéttarfélags leigubifreiða- stjóra, segir fullyrðingar Guðjóns Andréssonar eins stofnenda nýs hagsmunafélags leigubifreiðastjóra, Andvara, um fjármálaóreiðu í Frama með öllu tilhæfulausar. Hann telur félagið þvert á móti standa mjög vel fjárhagslega. Formaður Frama telur að nýja félagið muni ekki starfa lengi, flest- ir stofnfélagar þess snúi aftur þegar þeir geri sér grein fyrir að hags- munabarátta gangi betur í einu fé- lagi en tveimur. Félagið ýmist rekið með tapi eða hagnaði Sigfús staðfestir að tap hafi verið á rekstri félagsins í fyrra en það þýði ekki að óreiða sé á fjármálum. „Félagið er ýmist rekið með tapi eða hagnaði allt eftir umfangi /élags- starfsins," sagði Sigfús. „í fyrra héldum við t.a.m. ársþing leigubíl- stjóra á Norðurlöndum og rekstrar- kostnaður er jafnan mikill á því starfsári sem slíkt þing er haldið hér á landi. Þannig má segja að í fyrra hafi meira verið gert sem kostar peninga en á hefðbundnu starfsári. I ár verður hagnaður líklega jafn mikill og tapið var í fyrra.“ Tvennt nefndi Sigfús því til stuðn- ings að félagið stæði vel. „Við eigum 34 milljónir, í sjóði sem við notum til þess að lána félagsmönnum á erfiðum tímum. Ef félagið væri illa sett ættum við ekki þessa fjármuni. Þá er mikilvægt að nefna að hús- næði félagsins og eignir eru skuld- lausar,“ sagði hann. Árangurí hagsmunamálum Formaðurinn taldi augljóst að Guðjón og aðrir félagar í Andvara hafi ekki fylgst vel með hagsmuna- baráttu Frama. „Þeir leigubílstjórar sem fylgst hafa með vita vel að við höfum náð verulegum árangri í hagsmunabaráttunni. Á síðasta ári unnu félagsmenn og viðskiptavinir leigubíla stórsigur þegar lögum um leigubifreiðar var breytt með farsæl- um hætti. Félagaskylda var afnumin og sá árangur náðist ekki síst fyrir tilstyrk félagsins," sagði Sigfús. Að mati Sigfúsar er farsælla að vinna að hagsmunamálum leigubíl- stjóra í einu félagi. „Við í Frama leysum deilumál innan félagsins, á fundum þess og aðalfundum. Séu menn óánægðir með stjórnina þá eiga menn að fella hana á aðal- fundi," sagði hann. Ársreikningar Snæfellsbæjar fyrir árið 1994 Niðurstaðan neikvæð um 800 þúsund krónur ÁRSREIKNINGAR Snæfellsbæjar fyrir árið 1994 voru neikvæðir um 800 þúsund krónur. Að sögn Stef- áns Garðarssonar bæjarstjóra má rekja erfiða stöðu bæjarsjóðs til uppgjörs vegna sameiningar Ólafs- víkur, Neshrepps utan Ennis, Stað- arsveitar og Breiðuvíkurhrepps um mitt síðastliðið ár. Stefán sagði að ekkert fé væri til í bæjarsjóði til framkvæmda og árið 1994 þegar sveitarfélögin voru sameinuð hafi vantað 21 milljón til að endar næðu saman. „Áður en við fórum að framkvæma þá vant- aði okkur 800 þúsund eftir að greitt hafði verið af lánum auk vaxta,“ sagði hann en fyrir hafí verið 79 millj. í bæjarsjóði. „Sameiningin kostaði okkur mikið þar sem ákveð- ið var að allar skuldbindingar, sem sveitarfélögin fjögur höfðu þegar ákveðið, skyldu standa út árið,“ sagði Stefán. Skatttekjur 247 milljónir Sagði hann að um áramót hefði því verið byrjað frá grunni og þá fyrst hafist handa við hagræðingu í rekstri. Meðal annars hafi verið unnin þriggja ára áætlun sem sýndi verulega breytta stöðu eftir að lán- um var skuldbreytt og þau lengd. Við þær aðgerðir minnkaði greiðslubyrðin verulega eða úr 58 milljónum niður í 33 milljónir um leið og peningaleg staða lagaðist við sameininguna með 46 milljón króna skuldajöfnunarframlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarféiaga. Árið 1994 voru skatttekjur bæj- arins rúmar 247 milljónir árið 1994. I almennan rekstur var varið rúm- um 212,5 millj. og tekjur mála- flokka voru um 40 millj. Þannig að skatttekjur að frádregnum rekstri voru rúmar 75,5 millj. Skatttekjur að frádregnum rekstri málaflokka og vöxtur af hreinu veltufé voru 79,5 millj. Afborganir langtíma- skulda voru rúmar 58,1 millj., vext- ir rúmar 24,2 millj. eða samtals um 82,4 miilj. Þá voru innborganir vegna lántímakrafna rúmlega 1,9 milljarðar og vextir af langtíma- kröfum voru um 119 þús. Greiðslu- byrði lána var um 80 millj. og til ráðstöfunar eftir greiðslu lána var neikvæð um 806 þús. Fjárfest fyrir rúmar 20 millj. Á árinu 1994 voru Ijárfestingar bæjarins um 20,1 millj. og sagði Stefán að fjárfest hefði verið fyrir meira en inn kom. Tekin voru 103 millj. langtímalán til að bæta stöð- una og greiða upp eldri lán og van- skil við sameiningu sveitarfélag- anna þannig að veltufé hækkaði um tæpar 40 millj. Efnahagsreikn- ingur ársins sýnir að veltufé er 186 millj. eftir að búið er að afskrifa tapað fé vegna gjaldþrota meðal annars frystihússins. Sagði Stefán að þar með væri búið að hreinsa til á afskriftareikningi og leggja að auki til 27 millj. inn á þann reikn- ing. Skammtímarskuldir voru rúm- ar 103,5 millj. Peningaleg staða batnar verulega, en hún var nei- kvæð um rúmar 142 millj. miðað við 169 millj. árið 1993. > i i > I > I r > E i I s I r i I i i í ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.