Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1995 33 MINNINGAR SIGRÍÐUR G UÐMUNDSDÓTTIR + Sigríður Guð- mundsdóttir var fædd í Syðstu-Görð- um í Kolbeinsstaða- hreppi í Hnappadals- sýslu 12. ágúst 1920. Hún lést á Sjúkra- húsi Suðurnesja 7. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Guðmundur Jóhannesson, bóndi í Syðstu-Görðum, f. 5.7. 1888, d. 13.6. 1947, og Kristín Þórðardóttir, f. 3.7. 1884, d. 3.2. 1939. Sigríður átti sex systkini: Bjargeyju, Önnu, Þórð, Guðnýju, Jóhannes og Þorkel. Árið 1953 giftist Sigríður Axel Eyjólfssyni útgerðarmanni í Keflavík og bjuggu þau þar síð- STUNDUM verður manni það á að halda að tíminn standi í stað, að við séum öll kominn til að vera og allt haldist óbreytt. Þegar svo veru- leikinn knýr dyra við fráfall ætt- ingja eða vina rankar maður við sér og þá getur sorgin tekið meira á mann fyrir vikið. Þannig var mér an. Sonur þeirra, Guðmundur, f. 1953, er búsettur í Kefla- vik. Sambýliskona hans er Margrét Hjörleifsdóttir og eiga þau fjögur börn. Uppeldisdóttir Sigríðar og Axels, Elsa Hall, f. 1949, er búsett í Reykjavík. Eiginmaður hennar er Kristján Hall og eiga þau fjögur böm. Sigríður starfaði alla tíð við hlið eigin- manns síns við út- gerð og fiskvinnslu auk hús- móðurstarfa. Útför Sigríðar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. farið þegar ég frétti andlát elsku- legrar ömmu minnar eftir stutta en snarpa baráttu hennar við erfíð veikindi. Nú í dag, þegar ég kveð ömmu mína, verður mér hugsað til allra samverustundanna sem við áttum saman og til þess ástríkis sem hún veitti mér svo örlátlega af. Ég var einungis nokkurra mán- aða kornabarn þegar ég kom fyrst til helgardvalar hjá ömmu og afa í Keflavík og sem barn vildi ég helst alltaf vera hjá þeim. Tárfellandi drengur á leiðinni heim til Reykja- víkur frá afa og ömmu var eitt af því sem foreldrar mínir þurftu að fást við sem uppalendur. Þar sem afí var mikið útivinnandi var ég mikið með ömmu og vildi helst taka þátt í öllu því sem hún tók sér fyr- ir hendur. Amma var einstaklega þolinmóð við þennan athafnasama dreng sem einungis var til tafar og trafala og þurfti svo mikið að tala og spyija. Amma var ekki margmál kona en leysti ávallt samviskusam- lega úr spurningum lítils drengs sem vildi svo mikið vita. Einnig lagði hún sig fram um að innræta drengnum vönduð vinnubrögð og lagði áherslu á að hann legði sig allan fram við það sem hann tæki sér fyrir hendur. „Af verkunum er menn dæmdir," sagði hún oft á tíð- um. Amma var mikil matreiðslukona og hvergi fékkst betri matur en hjá henni. Oft hló hún að því hvað ég gat tekið hraustlega til matar míns, enda lengi vel helst til þéttur. Afi minn og nafni var mér löngum eftir- látur. Amma hafði á því sína skoð- un og oft heyrði ég hana ávíta afa fyrir það að hann mætti ekki eyði- leggja drenginn með eftirlæti. Á heimili afa og ömmu í Smáratúninu var stöðugur straumur af gestum og gangandi og ávallt voru veiting- ar rausnarlegar enda ávallt nóg til með kaffínu. Ég renni þó grun í að veitingar hafi ekki verið það sem að dró því ávallt gaf amma sér tóm til að setjast niður og hlusta á það sem fólk hafði að segja og að leggja eitthvað sjálf til málanna. Auk starfa innan heimilis tók amma að fullu þátt í þeirri útgerðar- starfsemi sem afi stundaði og gekk þá til allra verka við fiskvinnsluna þegar með þurfti. Þannig voru afi og amma eitt bæði í lífi og starfi. Á sínum tíma gerði afi út bát og þá sat amma löngum úti í bíl- skúr og skar af netum. Þetta þótti stráknum mjög svo Spennandi. Eitt skipti er hún brá sér frá vildi dreng- urinn reyna sjálfur. Ekki fór betur en svo að smáskeina hlaust af. Gömlu konunni varð svo mikið um að það var ekki fyrr en ég var langt kominn á unglingsár að hún þoldi að sjá mig halda á hnífi. Amma var ættuð úr sveit af Snæfellsnesinu og leið alltaf vel í sveitinni. Hún hafði því yndi af því að dvelja uppi í Borgarfirði í sumar- bústaðnum þeirra þar sem þau höfðu afdrep frá önnum hversdags- ins og svo var líka stutt í ána þar sem hægt var að renna fyrir fisk. Veiðin var henni mikið áhugaefni og hvernig sem á því stóð var hún eiginlega sú eina sem eitthvað fiskaði. Sem lítill drengur sat ég oft langdvölum með henni úti við á að veiða. Drengurinn veiddi helst lítið. Alltaf var eitthvað að flækj- ast, svo þurfti að beita og spurn- ingaflóðið sem á ömmu dundi var ekki heldur til að lokka fiskinn að. Öllu þessu tók hún ávallt með stó- ískri ró og aldrei fann ég á henni það sem ég síðar sá, að hún vildi helst hafa frið við veiðiskapinn. Árin hafa liðið hratt og þó ég sé ekki lengur litli drengurinn henn- ar ömmu sem hún vísaði veginn þá situr eftir það veganesti sem hún lagði mér til. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki slegið á þráðinn til ömmu bara til að tala um allt og ekki neitt. Nú þegar komið er að kveðjustund verður mér hug- stætt samtal sem ég átti við ömmu fyrir um það bil fimmtán árum en þá átti hún við mikil veikindi að stríða. Við þetta tækifæri sagði hún að hún vildi óska að hún gæti litið þann dag þegar ég yrði fermdur. Ómmu batnaði og henni varð að ósk sinni og meira til því í vor var hún viðstödd fermingu sonardóttur sinnar og alnöfnu. Þrátt fyrir erfið veikindi sá ég það svo vel hve ánægð hún var að geta tekið þátt í fermingarveislunni og samglaðst nöfnu sinni. Elsku amma mín. Þótt þú sért ekki lengur á meðal okkar situr minningin eftir með öllum góðu stundunum og þær geymi ég í hjarta mér allt þar til við hittumst á nýjan leik. Guð blessi minningu Sigríðar Guðmundsdóttur. Axel Hall. + Páll Ásgríms- son bifvélavirki var fæddur á Seyðisfirði hinn 1. ágúst 1934. Hann lést á heimili sínu 7. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ásgrímur Jónsson útgerða- maður frá Seyðis- firði, f. 10.08.1904, dáinn 19.03.1982, og Margrét Gróa Sigurðardóttir húsmóðir, f. 08.12.1896. Hún lifir son sinn. Systkini Páls eru Oddur Arnþór rafeindavirki, f. 11.09.1927, og Katrín Val- gerður fulltrúi, f. 14.12.1931. Páll giftist Gertud Hauth hinn 24.09.1966. Gertud var fædd 11.06.1940 og lést 26.08.1987. Börn Páls og Gertud eru: 1) Margrét, f. 10.09.1964, gift Halldóri P. MÉR finnst eins og kynni mín af Palla frænda, bróður mömmu, séu jafngömul mér sjálfum. Ég minnist þess alltaf jafn hissa er ég lá á maganum í fyrndinni í rimlarúm- inu og mátti mig vart hreyfa sök- um aldurs, mér hlýtur að hafa hundleiðst. Allt í einu kemur lítill plastbolti svífandi, síðan birtist hönd sem tekur boltann. Þetta endurtekur sig nokkrum sinnum og fer barnið því að verða forvitið og nær að klöngrast á fætur með aðstoð rimlanna, trúlega í fyrsta sinn á ævinni. Og viti menn, birt- ist ekki Palli frændi með sitt fal- lega bros sem bjó yfir gleði, ást og örlítilli stríðni. Allt síðan þá hefur Palli frændi verið einn af föstu punktunum í lífinu, sem sagt alltaf innan seilingar. Það var alltdf stutt í kímnina hjá Palla frænda hvort sem var í leik eða starfi. Hann kom oft auga á spaugilegu hliðina á hlutunum jafnvel svo- að maður gat brosað að eigin vandræðum. Mjög gott var að leita til Palla ef mann vantaði aðstoð eða að- stöðu með þessa bíla sína, svo ekki sé nú talað um öll þau skipti sem við gátum setið í eldhúsinu heima hjá honum, mömmu eða niðri á verkstæði yfir hveijum kaffibollan- um á fætur öðrum og leyst öll heimsins mál og það margoft. Þrastarsyni. 2) Ás- grímur Þór, f. 30.04.1967, sam- búðarkona hans. er Sigrún E. Sigurðar- dóttir. Börn þeirra eru Hjördís Gulla og Páll Steinar. 3) Sigurður Þór, f. 14.01.1970 4) Þor- geir Valur, f. 01.05.1973, sam- búðarkona hans er Magðalena Magn- úsdóttir. Páll átti fyrir einn son, Svein, f. 04.10.1956. Kona hans er Margrét Eyjólfs- dóttir. Sveinn á þrjú börn. Páll gekk í föðurstað syni Gertud, Joachim Kaehler, f. 18.10.1961. Sambúðarkona hans er Anita Klinski. Útför Páls Ásgrímssonar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Enda var Palli vinmargur og raun- góður. Nú skiljast leiðir um sinn og er ég ævarandi þakklátur fyrir allt það sem Palli gaf mér, sem er svo mikið að ég hef nóg að höndla. Bömum þeirra Palla og Geirþrúðar sendi ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur í þeirra miklu sorg. Megi Guð styrkja þau. Guðlaugur Jörundsson. „Palli frændi." Þessi tvö orð eru fyrir okkur óijúfanleg. Það er svo margt sem við munum eftir, hvert á sinn hátt: Þegar hann kom úr einni siglingunni og gaf Ása tvíhjól- ið; hjólhýsið, grillið og útilegurnar á Þingvöllum; allar samverustund- irnar í eldhúsinu í Hjallabrekku og Lyngheiði; glaðværðin, tilsvörin og brosið hans; áramótin sem við eyddum saman heima og í Skriðus- tekk; Geirþrúður, yndislega konan hans; öll umhyggjan sem við urðum aðnjótandi; allt sem Palli frændi stóð fyrir og hefur gefið okkur í gegn um tíðina. Þrátt fýrir að hann ætti við veik- indi að stríða s.l. tvö ár, kom það okkur’ einhvernveginn svo mikið á óvart þegar kallið kom. í hinstu kveðju er ekki hægt að minnast á allt, en við viljum fá að þakka fyrir samfylgdina, fyrir að hafa átt þig að og það er trú okk- ar að núna hafið þið Geirþrúður sameinast á ný. Blessuð veri minn- ing ykkar. Elsku Magga, Ási, Siggi, Þor- geir og aðrir aðstandendur. Guð geymi ykkur og gefi ykkur styrk og trú á sorgarstundu. Fjölskyldur okkar senda sínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Ásgrimur, Sunneva og Sigríður Vala. t Eiginmaður minn, BJARNI ÓLAFSSON bóndi, Króki, Hraungerðishreppi, Baugstjörn 20, Selfossi, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands miðvikudaginn 12. júlí. Guðríður Þórðardóttir. t Móðir okkar, ELÍSABET BJÖRGVINSDÓTTIR frá Efra-Hvoli, til heimilis á Seljavegi 10, Reykjavík, andaðist á Hvítabandinu 12. júlí. Helgi Þorláksson, Ragnheiður Kristjana Þorláksdóttir. PÁLL ÁSGRÍMSSON + Elskulegur eiginmaður minn og besti vinur, SVEINN MÁR GUNNARSSON læknir, lést á heimili okkar, Leirutanga 4, Mosfellsbæ, að morgni fimmtu- dagsins 13. júlf. Lára Ingibjörg Ólafsdóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HERBERT JÓNSSON fyrrv. tollvörður, Þórunnarstræti 128, Akureyri, lést þann 9. júlí. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 18. júlí kl. 13.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð. Petra S. Antonsdóttir, Sólveig S. Herbertsdóttir, Herdís Herbertsdóttir, Laufey Herbertsdóttir, Hilmar Jónsson og barnabörn. + Útför ÁSTU ÓLAFSDÓTTUR, Grænutungu 7, Kópavogi, sem andaðist 9. júlí, fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 17. júlí kl. 15. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ólafur Jónsson, Bjarni Ólafsson, Kristín Indriðadóttir, Anna Ólafsdóttir, Björn Jónsson, Hafdis Ólafsdóttir, Guðmundur Einarsson. + Útför GUÐLAUGAR BENEDIKTSDÓTTUR rithöfundar, Hraunkoti, fer fram frá Stafafellskirkju í Lóni laugardaginn 15. júlí kl. 14.00. Sigurlaug Árnadóttir, Skafti Benediktsson. Lokað Verkstæði okkar í Skaftahlíð 24 verður lokað frá kl. 13 í dag vegna jarðarfarar JÓNS KRISTINS GUNNARSSONAR. Nýherji hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.