Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMIIMGAR FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1995 31 I I I I ) \ 1 i í J í 5) > i I I _ hlutu líkamsþróttur hans og anda- gift þá áverka, sem aldrei urðu bættir nema að nokkru. Má raunar undravert heita, hverjum framför- um hann náði, mest fyrir einstaka árvekni og atorku konu sinnar og vilja hans sjálfs. Auðvitað lögðu læknavísindin einnig fram sinn hlut. Þegar frá þessu leið, hittumst við Árni næst á söngloftinu í Hall- grímskirkju (ófulígerðri). Þangað lagði hann leið sína í fylgd Páls Halldórssonar organleikara, sem taldi víst að það yrði Árna til gleði og styrkingar að taka þátt í kirkju- söng. Og það var rétt til getið. Árni las nótur auðveldlega áfram, auk þess kunni hann mörg sálma- lögin frá fornu fari. Þetta söng- starf í kirkjunni stefndi svo í þá góðu átt, að Árni tók að sér orgel- leik við guðsþjónustur í sjúkrahús- um, einkum í Landspítalanum og Heilsuverndarstöðinni, sem eru innan marka Hallgrímssóknar. Varð hann þá að draga úr og síðan hætta kirkjusöngnum. En þá varð annað til að viðhalda sambandi okkar. Hann tók að sækja sundhöllina við Barónsstíg vikulega eða oftar og gekk heiman og heim, þótt talsverður spölur sé þangað ofan úr Hörgshlíð. Þá lá leið hans gjarnan fram hjá heimili mínu við Egilsgötu og oftar en ekki staldraði hann þar við og þáði tesopa. Ég var þá ekki ævin- lega heima, en tebollann fékk hann engu að síður hjá konu minni. Aldr- ei stóð Árni lengi við í þessum heimsóknum, rifjaði stundum upp skemmtilegt atvik frá yngri árum í Kelduhverfi, þakkaði síðan fyrir sig og hélt áfram göngu sinni. Hann var ætíð aufúsugestur, góð- lyndur og glaðlyndur. En nú er langt síðan þessar ferðir lögðust af. Aftur á móti bar fundum stund- um saman á sinfóníutónleikum, en þangað sóttu Árni og Helga kona hans að staðaldri lengi vel. Þeirra stunda nutu þau bæði tvö, vegna tónlistarinnar fyrst og fremst, en ekki spillti fyrir að geta fylgzt með Katrínu dóttur sinni, sem sat þar á hljómleikasviði með fiðlu sína. Þau hjónin áttu aðra dóttur yngri, Björgu, sem búsett er í Lundúnum, gift virtum brezkum tónlistarmanni, sem starfaði hér í sinfóníusveitinni um skeið. Sonur þeirra vakti barnungur undrun fyr- ir hæfni sína sem fiðluleikari, en nú er hann ungfullorðinn. Bráðum þroska hans á tónlistarsviðinu svip- ar til afa hans, sem gat vissulega talizt til undrabarna, því að svo snemma varð hann hugfanginn af og handgenginn tónlistargyðjunni. Björg lagði fyrir sig leiklistarnám, enda kunni hún vel að beita rödd sinni. Hún las talsvert í útvarpið á árum áður og gerði það afbragðs vel. Ég hef því miður ekki heyrt til hennar lengi. Og nú er ljúflingurinn Árni Björnsson allur á 90. aldursári. Eftir hann liggur drjúgur fjársjóð- ur tónverka, sönglaga og hljóð- færatónlistar. Ekki liggur fyrir heildarútgáfa á verkum hans, en eflaust kemur sú tíð, og mun þá margan furða á fjölda verkanna, ekki sízt ef litið er jafnframt til raddsetninga hans á þjóðlögum og öðrum íslenzkum lögum. Flest eru verk hans vel gerð og einkar áheyrileg, sum þeirra stórsnjöll. Tala ég þá fyrst og fremst um þau verk, sem hann samdi fyrir áfallið. í þeim og með þeim mun Árni Björnsson lifa um ókomnar tíðir. Gott er að til skuli vera ævisaga hans á bók, rituð af gagnkunnug- um manni, Birni Haraldssyni frá Austurgörðum í Kelduhverfi. Bók- in heitir Lífsfletir, kom út fyrir 15 árum. Þar er brugðið upp ótal skýr- um myndum bæði aðdáanlegum og átakanlegum. Þessa bók ættu sem flestir að lesa. Ég votta Helgu Þorsteinsdóttur konu Árna, dætrum þeirra og barnabömum hluttekningu mína. Baldur Pálmason. Kveðja frá Tónskáldafélagi íslands í dag verður jarðsunginn í Reykjavík Árni Björnsson tón- skáld. Árni var í hópi brautryðjenda tónlistarmanna og tónskálda, sem umbreyttu íslensku tónlistarlífi á fimmta áratugnum. Á þessum tíma urðu hljóðfæraleikarar, stjórnend- ur og kennarar, sem höfðu sótt sér klassíska menntun á erlendri grund leiðandi á tónlistarsviðinu. Islensk hljóðfæratónlist varð til og brautin var rudd fyrir atvinnu- mennsku í tónlist, sem kristallaðist m.a. í stofnun Sinfóníuhljómsveitar íslands árið 1950. Árni var fjöl- hæfur tónlistarmaður og tók virk- an þátt í þessari framþróun í tón- listarlífi landsmanna. Ferill hans sem listamanns var þó stöðvaður á sviplegan hátt árið 1952, þegar hann varð fyrir því áfalli að hljóta varanleg örkuml af völdum höfuðá- verka. Árni lærði hjá Franz Mixa og Victor Urbancic í Reykjavík og stundaði framhaldsnám um tveggja ára skeið í Manchester. Eftir heimkomuna starfaði hann sem kennari og flautuleikari við Sinfóníuhljómsveit íslands. Tón- smíðar hans spanna vítt svið; þar er að finna verk fyrir sinfóníu- hljómsveit, ýmis einleikshljóðfæri, kammerhóp og lúðrasveit, auk danslaga, útsetninga og leikhús- verka. Fiest eru þó sönglögin fyrir einsöngsrödd, blandaðan kór og karlakór, en þau skipta hundruðum og hafa aðeins að litlum hluta birst þjóðinni. Árni Björnsson var einn af stofnendum Tónskáldafélags Is- lands. Með honum er fallinn síð- asti meðlimur félagsins, sem sat stofnfund þess í júlímánuði árið 1945, fyrir réttum 50 árum. Ég vil með þessum línum votta honum virðingu félagsins og fyrir hönd þess flytja honum þakkir fyrir mik- ilsvert framlag hans til tónlistar- sögu þjóðarinnar. Aðstandendum flyt ég samúðarkveðjur. Megi minning hans lifa. F.h. Tónskáldafélags Islands, Árni Harðarson, formaður. Kveðja frá Sambandi ís- lenskra lúðrasveita í dag er borinn til grafar einn af heiðursfélögum Sambands ís- lenskra lúðrasveita, Árni Björns- son tónskáld. Árni Björnsson skilur eftir sig djúp spor í íslenskri tón- listarsögu, þrátt fyrir stutta starf- sævi hans á því sviði. Ekki er þátt- ur Áma hvað minnstur þar í laga- smíðum fyrir lúðrasveitir. Þótt Árni væri fjölhæfur laga- höfundur verður hans fyrst og fremst minnst sem höfundar margra bestu marsa sem skrifaðir hafa verið af íslending. Fjölmargir kannast þannig við marsa eins og Gamlir félagar og Blásið hornin. Fyrir þessi frábæru lög og mörg önnur verður Árna minnst um komandi framtíð í lúðrasveitum sem marsakóngs Islands. Þá skrif- aði Árni einnig mörg falleg sönglög sem m.a. hafa verið flutt af lúðra- sveitum um land allt. Stjórn SIL flytur öllum ættingj- um Árna innilegustu samúðar- kveðjur. Ásdís Þórðardóttir, formaður SÍL. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasiðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línuiengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skirnarnöfn sin en ekki stuttnefni undir greinunum. ADOLF GÍSLASON + Adólf Gíslason fæddist 27. nóv- ember árið 1919 að Lönguhlíð í Hörg- árdal. Hann lést 2. júlí sl. á FSH á Akureyri. Foreldr- ar hans voru Gísli Bjarnason og Sig- urlaug Anna Sig- valdadóttir. Eigin- kona hans er Þór- unn Ósk Helgadótt- ir og börn þeirra eru Haukur Þór, Guðrún Ingibjörg, Helga og Sigurlaug Anna. Útför hans fer fram frá Glerárkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. ELSKU pabbi. Það er svo sárt og erfitt að skilja að þú sért dáinn. Við kvöddum þig og mömmu áður en við lögðum af stað í sumar- bústaðinn og þá fannst mér svo sjálfsagt að þú tækir á móti okkur þegar við kæmum til baka. Nú stend ég hins vegar frammi fyrir þeirri staðreynd að það eru ekki allir hlutir sjálfsagðir, en því er erfitt að kyngja. Það er svo margs að minnast því þú varst yndislegur faðir. Allt- af hafðir þú nógan tíma og það ekki bara fyrir þín eigin börn og barnabörn, heldur líka fyrir öll hin börnin í nágrenninu sem vöndu komur sínar í kjallarann til þín, þar sem þú tókst vel á móti þeim, spjallaðir við þau og leyfðir þeim að vinna með þér. Þú áttir Iíka oft harðfisk handa þeim til að narta í. Þú varst handlaginn maður og gerðir við alla skapaða hluti ef þeir biluðu. Þú þurftir bara aðeins að skreppa niður í kjallara, því þar áttir þú varahluti í nánast allt og ef þú fannst ekki það sem þér lík- aði, nú þá var bara að búa hann til úr einhveiju sem þú áttir. Þú virtist geta lagað allt sem aflaga fór, þú hafðir alltaf einhver ráð í pokahorninu og það hafa margir notað sér í gegnum árin. Þú áttir trillu og það var þitt líf og yndi að komast á sjóinn. Auðvit- að léstu okkur njóta góðs af og gafst okkur alltaf fisk í matinn, eins færðir þú nágrönnum og vin- um í soðið. Við töluðum stundum um hvað það var gaman í „gamla daga“ þegar ég fór á sjó með þér og við vorum rétt búin að setja færin út þegar bitið var á. Þegar heim var komið vorum við með fullt af stórum og góðum fiski. Með árunum minnkaði aflinn en þú hafðir samt alltaf gaman af að komast á sjóinn og notaðir hvert tækifæri sem gafst til þess. Mikið er ég þakklát fyrir það að börnin mín tvö, Sara og Adólf, hafi feng- ið að fara með þér á sjóinn, dunda með þér í kjallaranum og hlusta á þig segja eða lesa sögur. Þetta eru minningar sem þau eiga eftir að geyma í hjörtum sínum alla ævi, minningar um yndislegan afa. Sjálf á ég eilífar birgðir af góðum minn- ingum um þig, elsku pabbi minn, og þær geymi ég í mínu hjarta og ég veit að þær eiga eftir að sefa sárasta söknuðinn. Elsku mamma, ég bið Guð um að veita þér og öllum aðstandend- um styrk í sorginni. Hafðu þökk fyrir allt, elsku pabbi minn. Hvíl í friði. Þín dóttir, Sigurlaug Anna. nógan tíma fyrir böm- in sín og barnabörnin, sagði okkur sögur um gömlu góðu dagana og kenndi okkur mun- inn á réttu og röngu. Yndislegra heimili en það sem mamma og pabbi bjuggu okkur er ekki hægt að hugsa sér. Pabbi var alltaf til staðar og lagaði það sem aflaga fór. Þessi rólegi, góði maður sem gaf svo mikið af sér og hafði allaf tíma fyrir alla. Yndislegri pabba og afa er ekki hægt að hugsa sér. Minn- ingin um þig mun ylja okkur um hjartaræturnar. Haf þú þökk fyrir allt og allt, elsku pabbi minn. Guð geymi þig. Þín dóttir, Guðrún Ingibjörg. Elsku pabbi minn. Það er nótt. Ég sit í eldhúsinu í Árgerði. í gamla góða húsinu okkar. í stólnum sem þú varst vanur að sitja í þegar ég kom norð- ur og við ræddum um gömlu góðu dagana þína og ég um dagana mína. Ég og fjölskylda mín eigum þér svo margt að þakka, elsku pabbi minn. Allur tíminn sem þú gafst börnunum mínum. Allur góði hafragrauturinn hans Adda afa sem enginn annar kann að sjóða og lestur allra bókanna á kvöldin fyrir háttatíma. Ógleymanlegu stundirnar í kjallaranum, bram- bolt, smíðar, högg, borun og læti, allt úr verðlausum efniviði. Allar sjóferðirnar bæði í gamla daga og nú þar sem innyflin voru krufin og rætt um afturábak og áfram. Stoltur 8 ára afastrákur sem fékk það hlutverk hjá Adda afa núna í júní að leysa bátinn hans frá landi og festa aftur. Állar ferð- irnar okkar á trukknum þínum saman eru mér ógleymanlegar. Ég sakna þín sárt, en þó ég sjái þig ekki veit ég að þú ert hér, lít- illátur og góður eins og alltaf. Elsku pabbi. Þú lifír sem ljós í minningu minni. Þín Helga. Elsku Addi afi. í augum okkar barnabarnanna þinna varstu besti afi í öllum heiminum og þú bjóst líka til langbesta hafragraut í heimi. Við munum öll eftir því þegar við fórum á sjó með þér og veidd- um fisk og stundum skárum við fiskinn og tókum lifrina og gáfum fuglunum. Þú varst svo góður í að segja sögur og sagðir okkur oft sögur af sjálfum þér og við lifðum okkur inn í sögurnar þínar. Ekkert okkar gleymir því þegar við krakkarnir sváfum hjá þér og ömmu, því þá last þú alltaf fyrir okkur dönsk Andrés-blöð og þýdd- ir fyrir okkur yfír á íslensku. Við munum öll minnast þín með góðum minningum því þú varst svo yndis- legur afi. Takk fyrir allt, elsku Addi afí. Rúnar Þór^ Haraldsson, Haraldur Óskar Haraldsson, Þórunn Ósk Haraldsdóttir, Adda Ellertsdóttir, Arnar Ellertsson, Sara Svavarsdóttir, Ádólf Svavarsson. Elsku pabbi minn er dáinn. Það er sárt. Nú sit eg hér ein og læt hugann reika. Ég man fyrst eftir mér smástelpa sem fékk að fara með pabba sínum í vinnuna á trukknum. Það voru yndislegar stundir. Pabbi minn hafði alltaf Hann Addi trukkur er dáinn. Það hefði ekki nokkurn sem þekkti hann grunað að hann færi svo fljótt. Okkur sem næst honum stóðu fannst sem hann ætti mörg ár eftir ólifuð. Þegar fjölskyldan fór í sumarfrí var komið við í Ár- gerði til að kveðja. Börnin sem voru spennt yfir því að komast í frí, kvöddu afa sinn og ömmu. Engan óraði fyrir því að þau ættu ekki eftir að sjá afa sinn aftur. Þegar svo yndislegir menn, sem Addi svo sannarlega var, kveðja svo fljótt verður sorgin manni óbærilega þung og söknuðurinn mikill. Otal minningamyndir þjóta um huga manns. Það er einkum á fjórum leiksviðum sem hans lífs- leikrit fór fram eftir að ég kynnt- ist dóttur hans og varð þess heið- urs aðnjótandi að kynnast honum vel. Addi átti trillu og þáð var hans yndi að komast á sjóinn til að veiða sér físk í soðið. Alloft fór ég með honum á sjóinn og er það mér greypt djúpt í minni að sjá hans glaðlega andlit út um opinn gluggann á stýrishúsinu, á stími á miðin. Hann kenndi mér réttu handtökin við færaveiðarnar eins og hann hafði kennt svo mörgum á undan mér, gerði góðlátlegt grín að klaufaskapnum, en lét mann alltaf fínnast að maður væri í aðal- hvertverki um borð. Þegar kalt var í veðri var kveikt upp fram í lúk- ar, svo maður gæti farið inn og omað sér og borðað nestið sitt í hlýjunni. Hann hins vegar sat úti á þóftu með sitt nesti. Þetta segir - meira um hans hjartagæsku en mörg orð. Addi átti líka gamlan hertrukk sem hann var kenndur við. Alloft var hann búinn að segja manni sögur af sjálfum sér og bílnum. Svaðilförum upp um allt hálendi, hvort heldur var í björgunarleið- öngrum, vegavinnu eða línuvinnu. Skipti þá engu hvaða tími sólar- hrings var, hjálp við náungann sat alltaf í fyrirrúmi. Ég man að fyrir nokkrum árum kom hér í bæinn hópakstur gamalla bíla á hringferð um landið. Einhver í þeirra hópi hafði heyrt talað um Ádda trukk og vildu þeir endilega fá hann og bílinn hans til að taka þátt í sýn- ingu sem haldin var í tilefni af hringförinni. Ég man að Addi var mjög tregur í taumi og fannst að hann hefði ekki mikið að sýna, bara gamlan og ljótan bíl eins og hann sagi sjálfur. Hann fékkst þó til að fara með bílinn, eftir að geng- ið hafði verið á eftir honum drykk- langa stund, en bara að einu skil- yrði uppfylltu, ég yrði að fara með honum til að þrífa bílinn og á sýn- inguna. Á sýningunni var hann og bíllinn myndaður í bak og fyrir, og áður en henni lauk var Áddi sæmdur viðurkenningu fyrir varð- veislu bílsins. Ég hef ekíri oft séð hann eins glaðan og að kvöldi þessa dags. í kjallaranum heima hjá Adda kennir margra grasa, þar hefur hann eytt ómældum tíma við hinar og aðrar smíðar og viðgerðir. Þar hefur hann smíðað dúkkuhús handa bamabörnum sínum, skip, flugvélar og hvað eina. Það var gott til þess að vita, ef eitthvað bilaði eða maður þyrfti á ráðlegg- ingum að halda við það sem maður var að gera í það og það skiptið, að þá kæmi maður ekki að tómum ■» kofunum hjá Adda. Það var hreint með ólíkindum hvað maðurinn var útsjónarsamur og ráðagóður. Hann hafði vanist því frá fyrstu tíð að notast við nánast ekki neitt við það sem hann var að gera. Alloft fór ég með Adda vestur í Skagafjörð, í sveitina til tengda- foreldra hans og mágs. Það var alveg sama við hvað verið var að bjástra, heyskap, rúning, réttir eða kartöflur. Alltaf hafði hann frá nógu að segja, hvernig störfín höfðu verið í sveitinni á hans upp- vaxtarárum, hvað honum fannst betur mega fara í búskapnum og um lífíð og tilveruna. Það er því með djúpum söknuði sem ég kveð tengdaföður minn, mann sem alltaf reyndist mér góð- ur og tók mér svo vel frá fyrstu kynnum. Svavar Hannesson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.