Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Fáðu Moggann til þín í fríinu Morgunblaðið þitt sérpakkað á sumarleyfisstaðinn Viltu fylgjast með í allt sumar? Morgunblaðið býður áskrifendum sínum þá þjónustu að fá blaðið sitt sérpakkað og merkt á sölustað nálægt sumarleyfisstaðnum innanlands. Hringdu í áskriftardeildina í síma 569 1 1 22 eða sendu okkur útfylltan seðilinn og þú fylgist með í allt sumar. - kjarni málsins! Já takk, ég vil nýta þjónustu Morgunblabsins og fá blaðið sent á eftirfarandi sölustab á tímabilinu frá til □ Esso-skálinn, Hvalfiröi Q Laufiö, Hallormsstaö □ Ferstikla, Hvalfiröi □ Söluskálar, Egilsstööum □ Sölustaöir í Borgarnesi □ Skaftárskáli, Kirkjubæjarklaustri □ Baula, Stafholtst., Borgarf. □ Víkurskáli, Vík í Mýrdal □ Munaöarnes, Borgarfiröi □ Hlíðarlaug, Úthlíö, Biskupst. □ Bitinn, Reykholtsd., Borgarf. □ Laugarás, Biskupstungum □ Þjónustumlöstööin Húsafelli □ Bjamabúð, Brautarhóli □ Hvítárskáli v/Hvítárbrú □ Verslun/tjaldmiðstöö, Laugarv. □ Sumarhóteliö Bifröst □ Verslunin Grund, Elúðum □ Hreöavatnsskáli □ Gósen, Brautarhoiti □ Brú í Hrútafiröi □ Árborg, Gnúpverjahreppi □ Staöarskáli, Hrútafiröi □ Syðri-Brú, Grímsnesi □ Illugastaöir □ Þrastarlundur □ Hrísey □ Ölfusborgir □ Grímsey □ Shellskáiinn, Stokkseyri □ Grenivík □ Annaö □ Reykjahlíö, Mývatn NAFN_________________________________________________ KENNITALA____________________________________________ HEIMILI______________________________________________ PÓSTNÚMER______________________SÍMI__________________ Utanáskriftin er: Morgunblabib, áskriftardeild, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Morgunblaðið/Þorsteinn G. Kristjánsson HABERGIÐ að veiðum í ísnum norður af Kolbeinsey. Með allra daufasta móti LOÐNUVEIÐIN er nú með allra daufasta móti. Um tutt- ugu skip eru á miðunum norð- ur af Kolbeinsey, skammt sunnan og austan ísrandar- innar. Loðnan er dreifð og erfitt að ná henni og eru skip- in að fá smá slatta, 50 til 100 tonn í kasti. Grétar Rögnvars- son, skipstjóri á Jóni Kjart- anssyni SU 111, var á miðun- um í gær og sagði veiðina með allra daufasta móti. „Við erum að taka mörg köst og langt er á milli þeirra og lítið í. Maður sér varla fram á geta fyllt skipið með þessu áframhaldi,11 sagði hann. Loðnan, sem nú veiðist, er stærri en áður, en enn er nokkuð um átu í henni. Um 70.000 tonn af loðnu hafa nú borizt á land og hefur lang- mestu verið landað hjá SR- Mjöli í Siglufirði, rúmlega 14.000 tonnum. Tvö erlend skip hafa landað afla sínum hér á landi, Ammassat og Torson, en tvö færeysk loðnu skip voru á miðunum í gær. Alþjóðasamningur um menntun og réttindi fiskimanna Markmiðið að auka öryggi í fiskveiðum og siglingum ÍSLENDINGAR hafa undirritað alþjóðasamning um þjálfun, skír- teini og vaktir fiskimanna á ráð- stefnu sem haldin var á vegum Alþjóðasiglingamálastofnunar í London. Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri í samgönguráðu- neytinu var varaforseti ráðstefn- unnar. Þetta er í fyrsta sinn sem alþjóða- samningur er gerður um menntun og réttindi fiskimanna. Markmiðið með samningnum er að auka ör- yggi í fiskveiðum og siglingum um allan heim með því að setja lág- markskröfur um menntun og rétt- indi fiskimanna, sem öll aðildarríki verða að uppfylla. Bætt samkeppnisstaða „Samningurinn mun bæta sam- keppnisstöðu íslendinga þar sem ríki sem ekki hafa haft lágmarks- kröfur um menntun og réttindi fískimanna þurfa að taka upp slíkar kröfur. Þetta getur stuðlað að aukn- um atvinnutækifærum fyrir ís- lenska sjómenn. Menntunarstig ís- lenskra sjómanna er almennt betra en í fjarlægari ríkjum. Aukin tæki- færi skapast því til þess að flytja út þekkingu og miðla öðrum af reynslu íslenskra fiskimanna. Ályktanir íslendinga samþykktar Auk almennra krafna um lág- marksmenntun yfirmanna á fiski- skipum má nefna nokkur mikilvæg atriði samningsins, það er að örygg- isfræðsla fari fram áður en maður er ráðinn á fiskiskip og að settar eru alþjóðlegar kröfur um fjar- skiptakunnáttu yfirmanna á fiski- skipum. Sérstök áhersla er lögð á vakt í brú og að ávallt sé haldin örugg vaktstaða. Á ráðstefnunni voru samþykktar ályktanir, m.a. um þjálfun starfsmanna um borð í vinnsluskipum og nýliðafræðslu um borð í fiskiskipum. ísland lagði fram, ásamt Danmörku og Finn- landi, tvær ályktanir sem voru samþykktar, annars vegar um ör- yggisfræðslu áhafna á fiskiskipum og hins vegar um mannleg sam- skipti starfsmanna um borð í fiski- skipum. Þessi alþjóðasamningur um þjálfun, skírteini og vaktir fiski- manna ásamt samningi um öryggi fiskiskipa sem undirritaður var árið 1992 eru meðal annars gerðir í framhaldi af ályktun sem ísland lagði fram í lok níunda áratugarins á vettvangi Alþjóðasiglingamála- stofnunnarinnar um öryggi fiski- skipa og fiskimanna," segir í frétt frá Samgönguráðuneytinu. Fiskistofa rannsakar löndun ___ > Bessa IS í Bremerhaven FISKISTOFA rannsakar um þessar mundir löndun ísfiskstogarans Bessa ÍS frá Súðavík í Bremer- haven í Þýskalandi fyrir um mán- uði. Þórður Ásgeirsson fiskistofu- stjóri sagði að athugunin beindist að því að kanna hvort aflatölur sem áhöfn Bessa hafi gefið upp væru tæmandi. Þannig megi m.a. ganga úr skugga um hvort hluta aflans hafi verið skotið undan vigt og seld- ur á öðrum markaði. Þórður tók skýrt fram að málið væri á rannsóknarstigi og að athug- unin væri liður í reglulegu eftirliti embættisins með löndun íslenskra skipa í erlendum höfnum. Fiski- stofustjóri sagði að embættið héldi uppi reglulegu eftirliti í erlendum höfnum. í því skyni fái það upplýs- ingar um landanir íslenskra skipa en kannaði ennfremur útflutning á fiskafurðum í gámum. Prufur væru teknar úr gámum í því skyni að ganga úr skugga um hvort innihald þeirra væri í samræmi við þær upp- lýsingar sem skipsáhöfn gefi upp. Sektir eða veiðileyfasvipting Þórður sagði að stundum gefi eftirlit embættisins tilefni til að kanna nánar einstakar landanir skipa. Hann sagði að í mörgum til- vikum væri ekki tilefni til að gefa út ákæru á hendur áhöfn eða út- gerð skips. Ef sannað þykir að áhöfn hafi komið afla framhjá vigt getur það varðað sektum eða veiðileyfasvipt- ingu, að sögn Þórðar. Hann sagði að einu gilti hvort íslensk skip landi á íslandi eða í erlendum höfnum. íslenskar reglur gildi um landanir og upplýsingar um aflatölur hvar sem íslensk skip landi. Að sögn Hilmars Baldurssonar, lögfræðings Fiskistofu, liggja gögn í málinu væntanlega fyrir 20. júlí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.