Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1995 23 LISTIR Útileikhús í Sel- skógi, Egilsstöðum Egilsstödum. Morgunblaðið. UTILEIKHUSIÐ „Hér fyrir aust- ' an“ starfar nú í þriðja sinn þetta sumar. Sýningarsvæði er Selskóg- ur en þar hefur verið gerð skemmtileg aðstaða í skógarrjóðri fyrir útileikhúsið og aðrar uppá- komur. Leikrit útileikhússins eru tvö nú í sumar en þau eru Blóðuga skikkjan eftir Rögnvald frá Víði- völlum. Segir þar af Randalín Filippusdóttur húsfreyju á Val- þjófsstað (1249-1279) og baráttu hennar við að fá mann sinn grafinn í vígðum reit en hann var drepinn ungur. Hinn þátturinn er eftir Hákon Aðalsteinsson og ber hann nafnið Draumur villta smala- mannsins. Segir þar frá glettum dverga við smaladreng og þar kemur einnig álfkona við sögu. Leikstjóri er Vilhjálmur Einarsson. Ennfremur er þjóðdansafélagið. Fiðrildin þátttakendur í sýning- unni og geta gestir lært að stíga fyrstu skref í þjóðdönsum. Mikið er lagt upp úr því að bjóða þjóð- legt og íslenskt efni. Auk þessa stendur Útileikhúsið fyrir mörgum og fjölbreyttum dagskrárliðum í skóginum í allt sumar. Eru það tónlistaratriði ýmiss konar, hand- verkssýning, amerískar pylsuveisl- ur o.fl. Framkvæmdastjóri Útileik- hússins er Philip Vogler. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir ÚR LEIKÞÆTTINUM Blóðuga skikkjan. Andlit í tímanum MYNPLIST Bogasalur MANNAMYNDIR FRÁ 17., 18. og 19. ÖLD. Opiðfrá 11-17 aliadagatil 15.sept- ember. Aðgangur 200 krónur. ÞJÓÐMINJASAFNIÐ býður enn einu sinni upp á veislu fyrir augað með sýningu á gersemum úr eign sinni, í þetta sinn eru það manna- myndir sem íslenskir listamenn og listhagar rissuðu upp á 17., 18. og 19 öld. Það var með nokkurri forvitni og tilhlökkun sem ég nálgaðist sýning- una sl. sunnudag, því ég veit að fijómagna íslenzkrar myndlistar er að leita mun lengra aftur í tímann en til brautryðjenda þessarar aldar. Skilyrðin til listsköpunar voru hins vegar svo bágborin að engu tali tekur, og skilningur yfirstéttarinnar og peningavaldsins á gildi innlendr- ar listsköpunar takmarkaður. Það er hins vegar tómt mál að reifa það ítarlega hér hvernig farið var með verðmæti og búið að listsköpun á öldum áður, bókfell sem listíðir, því langt fram eftir þessari öld var meðferð á myndverkum almennt þjóðinni til lítils sóma. Það loðir líka ennþá við að líta niður á hugvísindi hvers konar, og erum við t.d. langt á eftir öðrum þjóðum um skilvirka sjónmenntasögu í kennslukerfinu, innlenda sem erlenda. Sjálft Þjóð- minjasafnið er lifandi dæmi þess hvernig við höfum búið að fornminj- um og þjóðháttum, sömuleiðis er Listasafn íslands einungis ijórir litl- ir salir. Hvorutveggja er dæmi um háskalegan misskilning á grunnein- ingum þjóðríkis. Það mun verða ungum og kom- andi kynslóðum undrunarefni, hve mikið af íslenzkri myndlist er að finna innan veggja Þjóðminjasafns- ins, sem Listasafn íslands ætti frek- ar að hýsa, en á því er einföld skýr- ing sem er að listasafnið var lengi vel ein af deildum Þjóðminjasafnsins og í sama húsi til fárra ára. Tak- markað húsnæði þrengdi að at- hafnafrelsi safnsins, og kannski greindi menn á um hvar fyrri við- leitni til listsköpunar væri best geymd, og hvoru safninu hún til- heyrði. Mönnum hefur verið mjög um að skapa eins konar ímynd ginnunga- gaps í listsköpun fram til okkar ald- ar, Og fram eftir öldinni var víða rík tilhneiging til að ómerkja og úrelda listarf fyrri alda, sem voru bein áhrif frá iðnbyltingunni og hin- um miklu uppstokkunum og hrær- ingum í álfunni. Hámarki náði þetta fyrir og um miðja öldina og svo aftur á síðustu áratugum, en sívax- andi mengun, ágengi á lífríkið, og þó sér i lagi tæknibylting undanfar- inna ára hefur valdið miklum um- skiptum. Með aðstoð hátækninnar þrengir fortíðin sér þannig nær okk- ur með hveijum degi að segja má. Hin miklu þjóðmálahvörf sem orðið hafa í heiminum eru sömuleið- is öðru fremur rakin til hátækninnar og hraðans í nútímanum. Sífelit verður allt hraðar að fortíð, sem hefur einmitt fært hana nær okkur til lengri tíma litið, og gert tímann afstæðari. Margur virðist finna meira öryggi í fortíðinni, því fram- tíðin býður ekki upp á mikla drauma ef svo heldur sem horfir. Myndlistar- menn hafa þannig í vaxandi mæli leitað í söguna að myndefni, stokkað upp tímaskeið, og tiltektir sem þóttu varða við heimsendi hjá framsækn- um myndlistarmanni um miðbik aldarinnar eru jafnvel orðnar að núlistum dagsins! Það er þetta þjóðfélagsrót, sem breytt hefur gildismati manna á list fortíðar og gert það áhugavert, í sumum tilvikum mjög áhugavert, sem menn litu varla við fyrir aðeins nokkrum áratugum. Og þetta allt kemur sýningunni í Bogasal mikið við, því það er sláandi hve sterkum tökum hún tekur skoðandann, fyrir hin hreinu og ómenguðu vinnu- brögð. Jafnvel rýnirinn, sem lengi hefur mjög vel kunnað að meta þessar myndir, uppgötvaði fljótlega, að hann nálgast þær nú í nýju ljósi og var hreint ekki ósáttur við það. Málið er að heimurinn er fullur af gervivinnubrögðum og það er ekki úr lausu lofti gripið, að stöðluð framúrstefna er orðinn að akadem- isma og „salonlist" dagsins, sem reynir að ýta öllu öðru út úr mynd- inni. Spurningin er þó ekki lengur, hvort myndin sé fígúratív, hug- myndafræðilegs eðlis eða óhlut- bundin, heldur hvort hún sé borin uppi af lifun og hugsæi. Þetta telst einmitt veigurinn í rissunum í Bogasal, jafnvel þeim sem eru af mestum vanefnum gerð, og það sem við fyrrum vildum nefna akademisma í myndum Sigurðar Guðmundssonar málara fær nú yfir sig einhveija óskilgreinda töfra. Mikill var hans hlutur í íslenzkri mynd- og listmennt, en hlutskipti hans var að vera misskilinn og deyja úr hor og mótlæti aðeins 41 árs að aldri, en þó farinn sem gamal- menni: „Hann lá í hundafletinu í einum bólgustokk, ískaldur undir tuskum og aleinn - og banvænn, alltaf að tala um, að ekkert gangi með framför landsins.“ Hvað hefði orðið úr þessum manni, ef hann hefði fæðst inn í annað umhverfi, önnur viðhorf og meiri yl? Hann var einstaklega fjöl- hæfur og gat í senn rissað upp merkilegar myndir, eins og af Níelsi skálda og Daða „fróða", gullfalleg- ar, vel upp byggðar myndir svo sem af Þuríði Sveinbjarnardóttur Kúld og Elínu Thorstensen, f,. Stephen- sen og sprellað Iistilega líkt og í hugmynd sinni af Gísla Hákonar- syni lögmanni. Er þá einungis vísað til einnar hliðar listgáfu hans, en sjálfsmynd hans í olíu er klassík í íslenzkri myndlistarsögu. Það sem máli skiptir í list er lifun og hug- sæi, eins og við sjáum í myndum barna og það skiptir öllu að varð- veita þennan upprunaleika í námi og þroska. Það er eins og þessir eiginleikar skíni út úr myndum meistara fyrri alda ekki síður en risanna á þessari öld. Og eins og svo margt áþreifanlegt úreldist í kringum okkur, uppgötva menn sér til skelfingar, að skynræna sviðið virðist fylgja þróuninni, hinar and- legu ekki síður en líkamlegu fijó- hirslur rýrna, og staðlaður óskapn- aður að taka við. Maðurinn er nefni- lega engin vél, aginn og þjáningin enginn galli. Meistarar gátu íslenzkir listhagar naumast orðið fyrir ytri skilyrði, en það eru undur hve myndrænn þroski var mikill meðal þjóðarinnar og hve menn hafa verið fljótir að taka við sér á þessari öld, þótt enn sé á bratt- an að sækja um skilning og hljóm- grunn. Við erum stöðugt að upp- götva, að af auðugari arfleifð er að taka en okkur óraði, og eiga hér forvörslumenn dijúgan hlut í máli, því fyrir störf þeirra á undangengn- um árum hefur svo margt komið í leitirnar og svo mörgu verið bjarg- að, sem annars hefði legið í láginni og kannski glatast með öllu, en slíkt hefur jafnvel verið að gerast síðustu áratugi og kann enn að eiga sér stað. Við sjáum líka á sýningunni að tíminn hefur leikið einstök riss grátt, en sú fylling sem er yfir öðr- um eykur frekar við listrænt gildi þeirra en hitt. Veigur þeirra telst, hve sjálfsprottnar þær eru og ein- lægar jafnt hjá lærðum sem áhuga- mönnum og jafnframt bernskar hjá hinum síðarnefndu og þó stundum í margslunginni skreytikenndri tækni eins og hjá Sölva Helgasyni. Það er ekki laust við að sumar myndirnar hafi höfðað sterkar til rýnisins en aðrar, og þannig varð honum starsýnt á sérstæð vinnu- brögð í vatnslitamynd Jóns Guð- mundssonar prests í Stærra-Ár- skógi (1635-1696) og hins fína handbragðs í vatnslitamynd Hjalta Þorsteinssonar prests í Vatnsfirði (1665-1754). Olíumynd óþekkta málarans frá 17 öld, sem álitin er af Ragnheiði Jónsdóttur konu Gísla Þorlákssonar biskups á Hólum, telst merkilegt rannsóknarefni. Sæ- mundur Magnússon Hólm var gæddur yfirburða hæfileikum sem greinilega koma fram í rauðkrítar- myndum hans af Guðmundi Ketils- syni sýslumanni i Búðardal, Páli Jónssyni klausturhaldara, Elliða- vatni, Sigurði Péturssyni sýslu- manni og skáldi og Sveini Pálssyni landlækni. Myndir Helga Sigurðs- sonar af Jónasi Hallgrímssyni hreyfa svo alltaf fína og sterka strengi í íslendingnum í manni, og einkenni þeirra er sérstæður teikni- stíll. Það er eins og tíminn þrengi sér út úr þessum myndum og taki af virkt í hönd skoðandans, og þær hafa sem slíkar í senn mannfræði- lega sem sagnfræðilega skírskotun. Veðraðar myndir Arngríms Gísla- sonar, svo sem af Aðalbjörgu Sig- urðardóttur, húsfreyju á Brenniási, Þorbjörgu Þórarinsdóttur, húsfreyju í Gullbringu og sjálfsmynd hans sýna hve fylling tímans getur gert gömul myndverk heillandi og jafn- vel nútímaleg. Leikmenn eins og Sveinungi Sveinungason, vinnumaður og bók- bindari, að Lóni, Kelduhverfi, og Sigfús Sigurðsson „mállausi" stað- festa að umtalsverða hæfileika var líka að finna meðal alþýðu manna. Sýningunni er vel fyrir komið og uppsetning hennar hefur tekist með ágætum, en dálítið erfitt getur í fyrstu verið að finna ákveðnar myndir. Sýningarskráin er þokka- leg, en æskilegt hefði verið að gera hana mun betur úr garði svo hún hæfði vægi sýningarinnar. Þetta er ekki stór sýning, en hún er í senn fögur og mikil fyrir þann blossa lífs- magna sem hún opinberar. Bragi Ásgeirsson Þorsteinn Guð- Arngrímur Gíslason Sigurður Guð- mundsson (1817- (1829-1887) málari, mundsson (1833- 1874) málari, Hlíð, sjálfsmynd, blýant- 1874) málari, Þuríð- Gnúpverjahreppi. ur og svartkrít. ur Sveinbjarnar- Sjálfsmynd 1846, dóttir Kúld, 1858. svartkrít á pappír. Málverka- sýning í Utkoti ALFREÐ Björnsson bóndi í Útkoti á Kjalarnesi heldur mál- verkasýningu í Útkoti dagana 15. og 16. júlí. Alfreð sem verð- ur áttræður 15. júlí byijaði að fást við myndlist á sjötugsaldri, én fyrstu verk hans voru unnin í járn. Á sýningunni erú olíumál- verk, aðallega landslags- myndir. Alfreð nam í tvo vetur í Myndlistarskólanum í Reykja- vík. Hann hefur haldið einka- sýningar áður, meðal annars á Djúpuvík á Ströndum og Djúpa- vogi. Sýningin í Útkoti er opin báða dagana frá kl. 13. Flateyjardagar EFNT er til „Flateyjardaga“ annað árið í röð með sýningum og ýmsum uppákomum. Formlega hófust dagamir fimmtudaginn 13. júlí með því að haldið var í Flatey aflrauna- mótið „Vestfjarðavíkingurinn". Árni Elfar opnar sýningu á málverkum og teikningum laugardaginn 15 júlí og sama dag verður opnuð í Veitinga- stofunni Vogi sýning á gömlum ljósmyndum úr safni Ólafs Steinþórssonar. Ennfremur verður opnuð sýning í Kirkjunni á ljósmynd- um úr safni Þorsteins Jóseps- sonar. Sögusýning verður sett upp úti á spjöldum, sem lýsir byggð- inni og mannlífinu í stuttu máli og myndum. Helgina 11., 12. og 13. ágúst verður aðaldagskrá „Flateyjar- daga“. Þá verður ýmist gert sér til skemmtunar, meðal annars leikhús, bæði úti og inni, lúðra- sveit, kórsöngur, einsöngur og tónleikar. Flateyjardögum lýk- ur 31. ágúst. Alfreð Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.