Morgunblaðið - 01.08.1995, Page 24

Morgunblaðið - 01.08.1995, Page 24
J 24 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 LISTIR Morgunblaðið/Aldís. HANNES Lárusson og Þorbjörg Pálsdóttir við eitt verkanna á sýningnnni. Ut í garði, upp á borði Myndlistar- sýning í fyrsta sinn á hálendinu ELÍAS Hjörleifsson, Geitlandi 3 á Hellu, opnaði málverkasýningu laug- ardaginn 29. júlí, í veitinga- og gisti- húsinu á Hrauneyjum við Hrauneyja- foss. Elías er sjálfmenntaður mynd- listarmaður, fæddur i Hafnarfirði árið 1944. Fyrir sex árum fluttist hann heim frá Danmörku eftir 27 ára dvöl þar ytra. Elías hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga í Danmörku. Síðasta verkefnið þar var fyrir Ráðhúsið í Nysted á Lollandi. Sýningin á Hrauneyjum er sú sjötta í röðinni á íslandi og saman- stendur af olíumálverkum og verkum sem eru gerð á pappír. Verkin eru undir áhrifum íslenskrar náttúru sem eftir heimkomuna höfðu áhrif á sálar- líf listamannsins. Myndimar eru gerðar undir ljóðrænum og expressi- oniskum hughrifum og oft unnar úti í náttúrunni . Sýningin stendur út ágústmánuð. ..—.......♦---- Aukasýning á Höfðinu GRÍNGERÐARHÓPURINN Allof langt-gengið hefur undanfarið sýnt kabarettinn Höfuðið af skömmunni í Kaffileikhúsinu. Ætlunin var að hætta sýningum en nú hefur verið ákveðið að sýna í kvöld. Alltof langt-gengið samanstendur af Þorgeiri Tryggvasyni, Ármanni Guðmundssyni og Sævari Sigur- geirssyni. Morgunblaðid. Hveragerði. í TILEFNI af 40 ára afmæli Heilsustofnunar Náttúrulækn- ingafélags íslands í Hveragerði hefur nú verið opnuð myndlistar- sýning í húsakynnum stofnunar- innar. Það eru listamennirnir Þor- björg Pálsdóttir og Hannes Lár- usson sem eiga samanlagt um 50 verk á sýningunni sem sett er upp á víð og dreif um Heilsu- stofnunina. Verk Þorbjargar eru unnin á síðastliðnum 25 árum og er hér að finna flest af dæmigerðum við- fangsefnum hennar. Hannes sýnir verk sem gerð eru á 10 ára tíma- bili. Mesta áherslu leggur hann hér á verk unnin í tré. I tengslum við sýninguna hefur Hannes hannað bol sem verður til sölu í verslun Heilsustofnunarinnar meðan á sýningunni stendur. Hluti af ánægjunni við það að skoða sýninguna er að Ieita verk- in uppi á hinum ólíklegustu stöð- um í stofnuninni. Fólkið hennar Þorbjargar er jafnt úti í garði, sem uppi á borði í matsalnum og yndislegt að sjá hve listaverk- in falla að umhverfi sínu. Sýningin er öllum opin og stendur til loka september-mán- aðar. KDC-5030L x 25W magnara. MORGUNBLAÐIÐ Lakeríz-línan HÖNNUN Gallcrí Greip HÚSGÖGN SNÆDÍS ÚLRIKSDÓTTIR Opið alla daga nema mánud. kl. 14-18 til 6. ágúst. Aðgangur ókeypis. ENN eimir eftir að þeim hugsunar- hætti, að hönnun sé fyrst og fremst spurning um handverk; að láta hlutina falla vel saman þannig að heildarmyndin verði allt í senn, falleg, virk, einföld og hagkvæm. Þeir sem þannig hugsa vilja gjarna gleyma að nokkurn veginn sömu þættir ráða í allri myndlist; þar skiptir mestu að hinir ýmsu þættir myndi eina samverkandi heild þar sem fagurfræðileg eigindi verksins fá notið sín. Því er alveg óhætt að segja að fagurlega hann- aðir hlutir eru listaverk, sem auk notagildisins vísa hveijum sem þá lítur inn í heim myndlistarinnar. Hönnun hefur í raun ekki notið þeirrar viðurkenningar sem vert væri meðal almennings, en er engu að síður einn áhugaverðasti vaxt- arbroddur hinna sjónrænu lista í landinu. Við eigum nú þegar ýmsa góða hönnuði sem hafa náð langt með verkum sínum á alþjóðavett- vangi, og nokkur undanfarin ár hefur áhuginn á þessu sviði farið sífellt vaxandi, eins og sést m.a. á ýmsum hönnunar- og hugmynda- samkeppnum skólafólks, sem hafa óneitanlega vakið mikla athygli. Snædís Úlriksdóttir er ein þeirra ungu hönnuða, sem hafa verið að afla sér menntunar á þessu sviði síðustu ár, og eru að hefja sinn feril. Hún lauk framhaldsnámi í húsgagnahönnun frá Hinum kon- unglega listaskóla í London 1993, og hefur síðan rekið þar vinnustofu í samvinnu við nokkra fyrrum skólafélaga. Hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum í Bret- landi, en þetta mun í fyrsta sinn sem hún sýnir verk sín hér á landi. Þeir gripir sem Snædís sýnir hér eru hin almenna undirstaða heimil- ishaldsins í okkar heimshluta; borð, stólar, hillur og lampar. En eins og allir vita er borð ekki bara borð, og stóll er ekki bara stóll; hver slíkur hlutur er jafnframt íýmis- verk, sem ýmist fellur inn í eða stangast á við lýmið og umhverf- ið, allt eftir því hvaða meginlínur hönnuðurinn hefur lagt í verkin. Á örlitlu fylgiblaði sýningarinn- ar lýsir Snædís markmiði sínu svo: “Ég hanna húsgögn sem falla inn í rýmið, gefa því jafnvel aðra vídd, fremur en að virka sem ótengdir, utanaðkomandi hlutir innan þess.“ Morgunblaðið/Golli. SNÆDÍS Úlriksdóttir ásamt verkum sínum. Til að ná þessu marki kýs hún að stefna á einfaldleikann. Hér ríkja beinar línur, auðveldar sam- setningar og þó fjölbreytilegir möguleikar. Snædís nefnir þessi húgögn „Lakeriz“-línuna, og hljóð- líkingin við lakkrísborða er ekki tilviljun; efniviðurinn (járn, tré, formica) og samsetning hans minnir á borða, sem lagðir eru saman í ólíkum litum og lögum. Auðvelt er að breyta samröðun og litavali, eitt borð verður að tveim- ur, hátt borð að lágu o.s.frv., þann- ig að hér sést vel að í einfaldri hönnun geta falist fjölbreyttir möguleikar, ef vel er vandað til verksins. Allt er þetta sett saman á auð- veldan hátt (sexkanturinn á boðs- korti sýningarinnar er helsti lykill þessa), og heildarferlið frá teikni- borði til stofu haft hugfast, eða eins og listakonan bendir á: „Húsgögnin eru öll hönnuð með framleiðslu í huga. Þar af leið- andi; ódýrt efnisval, einfaldar sam- setningar og uppsetningar sem og geymsla og flutningar.“ Þessum markmiðum nær Snæ- dís ágætlega með þessum hógværu húsgögnum, um leið og hreinar og fagrar línur eru hafðar í heiðri; meira verður tæpast farið fram á. Hér er á ferðinni athyglisverð byrjun á ferli ungrar listakonu, og er rétt að benda áhugafólki um hönnun á að líta inn á sýningartím- anum. Eiríkur Þorláksson Stærðir: 40-46 Litir: Svartur og brúnn. Herrainniskór Ver& kr. 1.295 Ath. Fótlaga og þægilegir Póstsendum samdægurs Toppskórinn VELTUSUNDI • SÍMI 552 1 21 2 VIÐ INGÓLFSTORG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.