Morgunblaðið - 01.08.1995, Síða 56

Morgunblaðið - 01.08.1995, Síða 56
MORGUNBLADW, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Árni Sæberg Staða Miðbæjar Hafnarfjarðar slæm Skuldar um 475 milljónir SKYRSLA sem ráðgjafarfyrirtækið Sinna hf. vann fyrir Hafnarfjarð- arbæ í júní sýnir að staða fyrirtæk- isins Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. er afar slæm, og skuldar fyrirtækið um 475 milljónir króna, eða um 55 milljónir umfram eignir. Af heildar- skuldum eru um 150 millj. kr. skammtímaskuldir og er stór hluti þeirra í vanskilum. Ráðist var í gerð skýrslunnar eftir að ósk barst frá Miðbæ Hafnarfjarðar hf. um að bæjarsjóð- ur keypti rúmlega 3.000 fermetra bílakjallara undir verslunarhúsnæði fyrir um 116 millj. kr., auk þess sem gatnagerðargjöld yrðu lækkuð um ríflega 8 millj. I niðurstöðum hennar segir að slík kaup myndu ein sér ekki nægja til að leysa fjár- hagsvanda félagsins, vegna mikilla vanskila og erfiðrar greiðslustöðu. Félagið skuldi bæjarsjóði Hafnar- fjarðar um 206 millj. kr. Ný úttekt í vinnslu „I raun er félagið komið í greiðsluþrot og þess ekki megnugt að ljúka framkvæmdum miðað við óbreytta stöðu. Ef ekki rætist úr með sölu á eignum félagsins, eða einhver önnur fjármögnun kemur til, er það einungis spurning hvenær kröfuhafar ganga að félaginu og rekstur þess stöðvast," segir í skýrslunni. Sinna hf. vinnur nú að nýrri út- tekt á málefnum félagsins. Ingvar Viktorsson bæjarstjóri Hafnarfjarð- ar vildi ekki tjá sig um efni skýrsl- unnar í samtali við Morgunblaðið, þar sem hún væri trúnaðarmál. ■ í raun komið í greiðsluþrot/29 KR og Fram , leikatil Framhlaup Síðujökuls í fyrra skýrir hlaupið í Hverfisflióti úrslita LIÐ ÍBK beið lægri hlut fyrir KR í undanúrslitaleik bikarkeppninn- ar í knattspyrnu í gærkvöldi, 0-1. Mark KR gerði Mihailo Bibercic úr vítaspyrnu eftir að Ólafur Gott- skálksson markvörður hafði sleg- ið KR-inginn Izudin Daða Dervic í andlitið inni í vítateig Keflvík- inga. Ólafi var vikið af leikvelli fyrir brotið. I hinum undanúrslita- leiknum vann Fram lið Grindavík- ur á Laugardalsvelli með 5 mörk- um gegn 4 eftir framlengdan leik og réðust úrslitin í vítaspyrnu- -jjeppni. KR og Fram eigast því við í úrslitaleik bikarkeppninnar á Laugardalsvelli 27. ágúst. Mynd- in sýnir þegar Eyjólfur Ólafsson dómari vísar Ólafi af leikvelli en Daði liggur eftir á jörðinni. ■ Úrslit bikarIeikja/Bl-4 -----» ♦ ♦----- Viðskiptaráðherra fundar með banka- mönnum Rættum breyttform ríkisbanka FINNUR Ingólfsson, viðskiptaráð- herra, ræðir í dag við fulltrúa Bún- aðarbankans og Landsbankans um hugmyndir um að breyta rekstar- i formi bankanna og gera þá að hluta- i félögum. j Einnig verður rætt um launakjör I bankastjóra ríkisbankanna tveggja, en í janúar á síðasta ári lét Sighvat- j ^ Björgvinsson, forveri Finns í starfi I viðskiptaráðherra, gera úttekt á launum æðstu stjómenda ríkisbank- anna og kom í ljós að laun þeirra I voru talsvert hærri en laun annarra háttsettra embættismanna í ríkis- ! geiranum. Viðskiptaráðherra mun | funda í dag með formönnum bankar- áða bankanna, formönnum banka- stjórna og formönnum og fulltrúum í starfsmannafélögum bankanna. Hlaup Tungnaárjökuls seinkaði Skaftárhlaupi Morgunblaðið/RAX HLAUPIÐ í Síðujökli í fyrra skýrir hvers vegna Skaftárhlaup hafa einnig farið í Hverfisfljót og Djúpá. Rekstri Tinda hætt l.september Vatn náði að brjóta sér leið undir Síðujökul og í ár sem renna frá honum STARFSEMl meðferðarheimilisins Tinda á Kjalarnesi verður hætt þann 1. september næstkomandi. Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu, segir ástæðuna tvíþætta, nýting heimilisins hefur ekki verið sem skyldi og kostnaður við reksturinn hefur verið hár, eða um 50 milijónir króna á ári. Tindar tóku til starfa fyrir fimm árum og var í upphafi gert ráð fyrir að þar dveldust að jafnaði 16-18 ungmenni á aldrinum 12-18 ára. Bragi segir að þörfin á plássi hafi greinilega verið ofmetin, því undan- farin ár hafi einungis um 6-7 ung- menni leitað meðferðar þar að jafn- aði. Verið er að leita úrræða til að aðstoða unglinga í vímuefnavanda og segir Bragi að rætt sé um að koma á fót dagdeild eða taka upp samstarf við Geðdeild Landspítalans. Ekki er búið að taka lokaákvörðun. Húsnæði Tinda verður auglýst til sölu á næstunni. ■ Hár kostnaður/6 HELGI Björnsson, jarðeðlisfræð- ingur við Raunvísindastofnun Há- skólans, segir að ástæðan fyrir því að Skaftárhlaup fór einnig í Hverf- isfljót og Djúpá sé sú að Síðujök- ull hljóp fram í fyrra. Við framhlaupið hafi jökullinn lækkað og þar með hafi vatn náð að bijóta sér leið undir Síðujökul og í ár sem renna frá honum. Framhlaup í Tungnaáijökli hafi hins vegar náð að seinka Skaftár- hlaupi og þar með valdið því að hlaupið, sem kom í síðustu viku, hafi orðið stærra en það hefði annars orðið. Helgi sagði að framhlaup Tungnaáijökuls, sem hófst í fyrra- haust og lauk snemma í sumar, hefði eyðilagt vatnsrásir undir jöklinum. Vatnið hefði því haldið áfram að safnast fyrir í sigkötlum norðvestan við Grímsvötn í stað þess að hlaupa fram. Þegar fram- hlaupi jökulsins lauk hefðu vatns- rásirnar opnast á ný og þar með hefði Skaftárhlaup getað hafist. Helgi sagði að frá því framhlaup. Síðujökuls hófst í ársbyijun 1994 hefði safnsvæði hans, þ.e. hæð hans þar sem hann er hæstur, lækkað um 100 metra. Eftir þessa miklu lækkun hefðu myndast vatnsrásir undir jöklinum og vatn úr kötlunum þröngvað sér undir hann og í Hverfisfljót. Það gerðist bæði í fyrra og í síðustu viku þeg- ar Skaftá hljóp. Áður fóru hlaup úr Skaftárkötlum eingöngu í Skaftá. Helgi sagði að menn ættu að vera búnir undir að Skaftárhlaup héldu áfram að fara í Hverfisfljót og Djúpá næstu árin eða þangað til Síðujökull hefði hækkað að nýju. Hlaupi í Tungnaár- jökli er lokið Tungnaáijökull hefur nánast ekkert skriðið fram síðustu tvo mánuði, en hann hljóp rúman einn kílómetra. Hlaupið hófst um mán- aðamótin október og nóvember í fyrra og varð skrið jökulsins mest um 10 metrar á sólarhring. Á þessum tíma hefur gífurlegur ísmassi færst úr stað, en jaðar jökulsins er 20 kílómetrar að lengd. Helgi sagði að á næstu árum myndi jökullinn hopa til baka, væntanlega um a.m.k. einn kílómetra og hlaðast upp áður en næsta framhlaup yrði. Langt væri þó í næsta framhlaup. Síðast hljóp Tungnaárjökull fram árið 1945. Síðujökull skreið um 1.200 metra í fyrra. Hann skreið hins vegar talsvert hraðar en Tungna- áijökull eða allt upp í 100 metra á sólarhring. Síðujökull virðist skríða fram með mjög reglulegu millibili. Jökullinn hljóp fram 1934, 1964 og 1994 eða með nákvæmlega 30 ára fresti. Helgi sagði að bráðnun frá Tungnaáijökli myndi verða tals- vert meiri á næstu árum en áður. Það myndi m.a. koma Landsvirkj- un til góða því að þar með ykist vatnsforði í miðlunarlónum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.