Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 11 rgerð Kjaradóms á fundi með fréttamönnum í gær. Morgunbiaðið/Kristinn á ég við þann grunn sem við fórum af stað með, þ.e. að efnahagsbatann ætti að nýta í þessum tilgangi. Ég hef hins vegar ekki lagt neitt tækni- legt mat á forsendur samningsupp- sagnar." Ekki stílbrot á launastefnunni „Það verður ekki séð að í þessu yfirliti sé að finna nein sérstök stíl- brot á þeirri launastefnu sem að mótuð var í vetur,“ sagði Víglundur Þorsteinsson, varaformaður VSÍ, um upplýsingar Kjaradóms. „Lægstlaunaða fólkið fékk efna- hagsbatann með þeim samningum sem gerðir voru í fyrravetur. Verka- lýðshreyfingin hefur ekki gert grein fyrir því að svo hafi ekki verið. Hún hefur hrópað, en hefur ekki sýnt fram á með neinum hætti að stílbrot hafi orðið í þeirri launajöfnunar- stefnu sem mótuð var í febrúar. Það er enginn vafi á því að lægst laun- uðu hóparnir fengu mjög verulegar launahækkanir. Heildarlaunabreyt- ingar lægst launuðu hópanna innan ASÍ á þessum tveggja ára samnings- tíma eru yfir 14%. Atvinnulífið hækkaði launa- greiðslur sínar í febrúar um 6.500 milljónir. í greiðslunni sem kemur um áramót hækka greiðslurnar um 4.500 milljónir. Þar til viðbótar komu skattaívilnanir frá ríkisvaldinu. Þetta eru því með raunsærri tilraun- um sem gerðar hafa verið í langan tíma. Verðlagsforsendur hafa haldið og þar með eru forsendur að fullu í gildi. Það er ekkert meira til at- vinnulífsins að sækja nema menn ætli í gömlu gengisfellingarúrræðin, þ.e. gervikauphækkanir og verð- bólgu. Ég lýsi eftir þeim verkalýðs- foringjum sem að þora að ganga fram fyrir skjöldu og biðja um gervi- launahækkanir og gengisfellingar." Breytir engu „Þessi niðurstaða breytir engu varaðandi þá ólgu sem risið hefur í þjóðfélaginu," sagði Björn Grétar Sveinsson, formaður VerkamannaT sambandsins. Hann sagðist ekki eiga von á öðru en að á þingi Verka- mannasambandsins, sem hefst í næstu viku, kæmi fram hörð krafa um að samningum yrði sagt upp. Bjöm Grétar sagði mikilvægt að hafa í huga að almennt verkafólk hefði samið um krónutöluhækkun, 2.700-3.700 krónur við upphaf samnings og 2.700 krónur um næstu áramót. Hugsunin á bak við samn- ingana hefði verið að jafna laun í landinu. í greinargerð Kjaradóms væri einungis talað um prósentur, en á bak við þær lægju upphæðir sem gæfu hálaunafólki tugi þúsunda í kauphækkanir á mánuði. Björn Grétar sagðist ekki vera sáttur við allt sem stæði í greinar- gerð Kjaradóms, en sagðist ekki gera ráð fyrir að fá meiri upplýs- ingar frá dómnum. Launafólk yrði nú að taka sínar ákvarðanir út frá þeim upplýsingum sem það hefði í höndunum. í mörgum kjarasamningum sem gerðir hafa verið frá því í febrúar sl. bæði á almennum og opinberum markaði hafa kauptaxtar hækkað um prósentutölu. Nefna má nokkra kjarasamninga á almennum vinnu- markaði þar sem ekki var samið um krónutöluhækkun: • Flugfreyjur gerðu kjarasamning í lok apríl sem talið er að hækki laun um ríflega 9%, en hluti hækkun- arinnar, 2,7%, er vegna aukinnar vinnuskyldu og er ráðstafað í lífpyr- issjóð. • Að teknu tilliti til breytinga á orlofstímabili leiddi kjarasamningur mjólkurfræðinga, sem gerður var fyrri hluta maímánaðar til 7% launahækunnar. Frá 1. maí hækk- uðu laun um 4,4% og um 2,5% 1. janúar n.k. • Bílstjórafélagið Sleipnir skrifaði undir kjarasamning við viðsemjend- ur sína í lok maí um allt að 20% launahækkun á samningstímanum. • í byrjun júní sömdu bankamenn um 8,5% hækkun launa sem kemur í þremur áföngum, 3,3% 1. apríl, 1% 1. júní og 3,7% í janúar nk. • Kjarasamningur starfsmanna ís- lenska álfélagsins, sem gerður var seinni hluta júnímánaðar, er talinn leiða til 11,4% launahækkunar á samningstímanum. Við undirskrift hækkuðu laun um 3,2% og aftur um 3% 1. janúar nk., en einnig fela samningarnir í sér flokkatilfærslur. • Launahækkun til félaga í Far- manna- og fiskimannasambandi ís- lands er talin nema um 11—ll'/2% á samningstímanum. Við undirskrift hækkuðu laun um 5,5%, 1,4% hækk- un varð í júní og 1% í september og loks eiga laun að hækka um 3% í janúar nk. Sérstök eingreiðsla 12.000 krónur verður greidd í lok samningstímans. • Kjarasamningar flugmanna frá júlí sl. kveða á um ríflega 10% hækk- un í heild, 7% hækkun launa strax og 3% í upphafi næsta árs. Á móti kemur ýmis hagræðing og er talið að kostnaðarauki vinnuveitenda verði 6,5%. Frá febrúar til ágústloka hafði fjármálaráðuneytið samið við nær 40 samtök opinberra starfsmanna og fjölda stéttarfélaga á hinum al- menna vinnumarkaði fyrir hönd fé- lagsmanna sem starfa hjá ríkinu. í flestum tilvikum kveða þessir samn- ingar á um prósentuhækkun en ekki krónutöluhækkun. Raunar má segja að í nærfellt öllum samningum sem gerðir hafa verið frá júní sl. hafi laun hækkað um prósentu en ekki krónutölu. Hér verða nefndir nokkr- ir kjarasamningar sem fjármála- ráðuneytið hefur gert, en meðfylgj- andi mat á launahækkun er sam- kvæmt upplýsingum ráðuneytisins. • I samningi stærsta aðildarsam- bands BSRB, Starfsmannafélags ríkisstofnana, sem gerður var í apríl sl. er kveðið á um krónutöluhækkun að hætti samninga á almennum vinnumarkaði, en jafnframt er í samningnum að finna ákvæði um flokkatilfærslur þannig að hann hef- ur í för með sér u.þ.b. 10% launa- hækkun. Vegna ákvæða í samning- unum um víðtæk námskeið til félaga í SFR er útgjaldaauki ríkisins af samningnum enn meiri. • Af samningum annarra félaga innan BSRB má nefna samninga símamanna sem fólu sér rúmlega 10% launahækkun á samningstím- anum og byggja á krónutöluhækkun_ og flokkatilfærslum. Kjarasamning- ur Póstmannafélags íslands er með svipuðu sniði og er metinn til tæp- lega 10% launahækkunar. Kjara- samningar Starfsmannafélags ríkis- útvarps/sjónvarps fela í sér um 9% launahækkun í heild og gera ráð fyrir 3,45% hækkun við undirritun en krónutöluhækkun um áramót. • Samningar við kennarafélögin og BHMR fela í sér sömu prósentu- breytingu á alla taxta. Kennara- samningarnir eru taldir fela í sér allt að 20% launahækkun, þótt á móti komi breytingar á vinnufram- lagi, sem gætu numið 3-4%. • Þeir kjarasamningar sem gerðir hafa verið við aðildarfélög innan BHMR, önnur en HÍK, virðast fela í sér 8-10% hækkun á samningstím- anum í heild. Laun hækka um 2,5-3% við undirskrift og um 3% í janúar, auk þess verða flokkatil- færslur í september og í mars á næsta ári. • Félag háskólakennara er eitt stærsta aðildarfélag BHMR. Það gerði kjarasamning við fjármálaráðu- neytið í ágústlok sem talinn er fela í sér tæplega 10,5% launahækkun á samningstímanum. í samningnum er nýtt ákvæði um lágmarkslauna- greiðslur á ársgrundvelli. • Af öðrum samningum BHMR má nefna að Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga er talið fá 7/2% á samn- ingstímabilinu í sínum samningi og Félag háskólamenntaðra starfs- manna stjórnarráðs 8*/2%. • Kjarasamningur Læknafélags ís- lands, f.h. lausráðinna sjúkrahús- lækna hefur verið metin ígildi tæp- lega 18% hækkunar. Hluta hækkun- arinnar má rekja til þess að bíla- styrkur er tekinn inn í laun. • Fjölmargir félagar í almennum stéttarfélögum vinna hjá ríkinu og gerir fjármálaráðuneytið smaning við mörg félög á almennum vinnumark- aði. Niðurstöður þeirra samninga hafa verið aðrar en í samningunum í febrúar. Meðal þessara samninga má nefna samninga iðnaðarmanna, Sóknar o.fl. í samningum Rafiðnað- arsambandsins við fjármálaráðuneyt- ið felast prósentuhækkanir, en ekki bland prósentu- og krónutöluhækk- unar eins og það samdi um á almenn- um vinnumarkaði. Kjarasamningur við Starfsmannafélagið Sókn er tal- inn leiða til 15% hækkunar á samn- ingstímanum. • Ymis ákvæði sem skipta litlu eða engu máli á almenna vinnumarkaðn- um hafa í för með sér umtalsverðar launahækkanir á opinbera markaðn- um. Þetta á sérstaklega við um kja- rasamninga Samiðnar við fjármála- ráðuneytið, en kjarni samnings þeirra á almennum markaði var að færa ýmiss konar álag inn í kaup- taxta og færa hann jafnframt nær greiddu kaupi. Á móti þessu komu ýmsar tilslakanir s.s. breyting flutn- ingslínu o.fl. atriði sem ekki var tek- ið tillit til í samningum við ríkið. Tekjuáhrif af þessu eru miklu meiri gagnvart ríkinu og nema í einhveij- um tilvikum allt að 20%. „Keppnin leggst vel í mig“ UNGFRÚ ísland, Hrafnhildur Haf- steinsdóttir, er nú stödd í Istanbúl í Tyrklandi. Þar munu 36 fegurðar- drottningar hvað- anæva að úr Evrópu keppa um titilinn Ungfrú Evrópa 1995 á mánudaginn kem- ur. Keppninni verð- ur sjónvarpað beint um gervihnattastöð- ina Show TV sem sést víða í Evrópu. Hrafnhildur sagði undirbún- ing keppninnar viðamikinn og tímafrekan. Hún kom til Tyrk- lands 6. október síðastliðinn og hefur ekki átt náðuga daga síð- an. Fyrstu vikuna fóru fram myndatökur fyrir keppnina og stúlkurnar tóku þátt í auglýs- ingagerð fyrir styrktaraðila keppninnar. Þessa viku hefur verið æft fyrir sjálfa keppnina. Sýning a SÝNING verður á 1996 árgerðum af Saab bílum hjá Bflheimum hf. um helgina. Þetta eru fyrstu bílarn- ir sem nýr umboðsaðili fær af Saab en sýndir verða bílar af gerðunum 900 og 9000. Saab 900 2,0 1, 130 hestafla, fimm dyra kostar beinskiptur 1.980.000 kr. en dýrasti bfllinn, Saab 9000 CS/CD, með 200 hest- afla, 2,3 1 túrbóvél kostar 3.069.000 kr. beinskiptur en 3.239.000 kr. sjálfskiptur. Meðal staðalbúnaðar í Saab bif- reiðum má nefna vökvastýri, ABS- hemlakerfi, loftpúða í stýri, raf- drifnar rúður, samlæstar hurðir og rafstillanlegir og upphitaðir úti- speglar. Sýningin er opin frá kl. 14-17, laugardag og sunnudag. Hrafnhildur sagði stúlkurnar lítið hafa séð af Tyrklandi. Þær dvöldu fjóra daga í ferðamanna- bænum Atalya við myndatökur. Ann- ars hafa þær verið í Istanbúl. „Borgin er mun nútímalegri en égbjóst við,“ sagði Hrafnhildur. Mjög ströng ör- yggisgæsla er í kringum keppnina. Kvenkyns öryggis- verðir eru á hveiju strái þar sem stúlkurnar gista og þær mega ekkert fara eða gera nema í fylgd öryggisvarða. Opið í dag kl. 11-14 Kaupandi að einbýli í Breið- holti. Höfum .góðan kaupanda að rúmg. einb. í Seljahverfi eða efra Breið- holti. 4031. Keflavík - elnb. óskast/ Skipti. Verðhugmynd 10-12 millj. í skiptum fyrir parh. við Heiðarholt, Kefla- vík og 2ja herb. íb. í Hafnarf. Sléttahraun - 2ja. Faiieg íb. á 2. hæð. Parket. Áhv. bsj. 2,1 millj. 8065. Hjallavegur - Rvík - 2ja. 2ja herb. íb. á jarðh. Sérinng. Áhv. bsj. 2,9 millj. Verð 4,9 mlllj. 28979. Til athugunar fyrir heldri borgara: Ásbraut - Kóp. - 4ra m. bflsk. 4ra herb. íb. á 1. hæð í góðu fjölb. Stutt í alla þjónustu. Útsýni. Hús- ið er nýl. klætt með Steni. Áhv. löng lán 4,0 millj. Góður bílsk. Verð 8,6 millj. 16162. Grandavegur - Rvík - 3ja m. bílsk. 3ja herb. íb. í nýl. húsi. Góð sameign. Gott útsýni. Bílsk. Áhv. byggsj. 5,2 millj. Verð 9,3 millj. 32087. Úti á landi: Eskifjörður - 230 fm eldra einb. Kjallari, hæð og ris ásamt 3000 fm eignarlófi (byggingarreitur). Áhv. húsbr. og bsj. 3,0 millj. Verð 4,2 milij. Skipti á bíl hugsanleg. 14807. HRAUNHAMAR SÍMI 565 4511 CCO llCft CCO lOlft LARUS Þ VALDIMARSSON. fRAMKVAMOASl 10RI UIIL I luU UUL lu/U KRISTJÁN KRISIJANSSON, lOGGUTUR fflSlfignasaii Til sýnis og sölu meðal annajra eigna: Glæsilegt einbhús - frábær staður Steinhús, ein hæð, 153 fm, með 6-7 herb, íb. Góður bílskúr, rúmir 40 fm. Stór ræktuð lóð á úrvalsstað i norðurbænum í Hafnarfirði. Lyftuhús - fráb. útsýni - gott verð „Stúdíó‘‘-íbúð 4ra herb. á 6. hæð við Æsufell. Sólsvalir. Sameign öll eins og ný. Vinsæll staður. Austurborgin - sérhæð - mikið útsýni Stór, sólrík 6 herb. efri hæð, tæpir 150 fm. Allt sér. Svalir. Innb. bíl- skúr um 30 fm. Vinsæll útsýnisstaður. Einbýlishús - útsýni - eignaskipti Mikið endurnýjað einbhús við Digranesveg, Kóp., með 5 herb. íb. á hæð og í kj. Stór lóð með háum trjám. Frábært útsýni. Fjöldi fjársterkra kaupenda óska eftir ibúðum af flestum stærðum og gerðum. Ennfremur sérhæð- um, rað- og einbýlishúsum. Sérstaklega óskast eignir i gamla bænum og nágrenni. Mega þarfnast endurbóta. • • • Opiðídagkl. 10-14. Margskonar eignaskipti. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. UU6IVE6I18S. 552 1150-552 1376 ...blabib - kjarni málsins! ALMENMA FASTEIGNASALAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.