Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Jónas Erlendsson FRÁ lokaæfingu kóranna. Skólakórar í æfinga- búðum Fagradal - Fjórir skólakórar frá sex skólum komu saman í félagsheimilinu Heimalandi undir Eyjafjöllum og voru þar við æfingar eina helgi nú í okt- óber.Kórarnir komu frá sex skólum; Hamarsskóla í Vest- mannaeyjum, stjórnandi Eva Bára Grímsdóttir, Skógaskóla og Heimalandi, stjórnandi Þor- gerður Jóna Guðmundsdóttir, Hjallaskóla í Kópavogi, stjórn- andi Guðrún Magnúsdóttir og Víkur- og Ketilsstaðaskóla, stjórnandi Anna Björnsdóttir. AIls voru samankomin u.þ.b. Trjávespa ítré- smiðju Tálknafirði - Trésmiðir hjá Tré- smiðjunni Eik hf. á Tálknafirði fundu um daginn sprelllifandi trjá- vespu á gólfinu er þeir voru að sópa að loknum vinnudegi. Nokkuð algengt er að flugur komi með innfluttu timbri hingað til lands en ekki það afbrigði er fannst á Tálknafirði. Sú fluga var með langan brodd aftan úr sér og samkvæmt sam- tali við Náttúrufræðistofnun þjón- ar sá broddur sem æxlunarfæri. Stingur flugan honum inn í tré og skilur þar eftir egg. Eggin 100 börn úr þessum kórum. Anna Björnsdóttir segir þetta góðan undirbúning fyrir vetrar- starfið og að farið hefði verið Morgunblaðið/Helga Jónasdóttir dvelja þar og nærast og verða að lirfum og síðan að flugum. Lirfa flugunnar hefur sennilega borist með pallaefni frá Póllandi sem smíðað er úr hjá trésmiðjunni. Flugan lifði í um eina viku og var m.a. notuð sem kennsluefni hjá Grunnskóla Tálknaíjarðar. yfir lög sem syngja á í vetur. í Iokin var opin æfing og fengu þá foreldrar barnanna að hlusta á árangur helgarinnar. Yilja betri þjónustu Fáskrúðsfirði TVÖ hundruð einstaklingar, eða um 90% heimila, á Fá- skrúðsfirði hafa skrifað undir áskorun til stjórnar Kaupfé- lags Fáskrúðsfirðinga um betri þjónustu. Stjórn KFFB hefur ekki tekið erindið fyrir á fundi. í áskoruninni segir m.a. að í kjötborði verzlunarinnar séu í boði lélegar vörur á upp- sprengdu verði. Það sama eigi við um frystar vörur, sem oft- ast eru aðkeyptar, en fólk vill fá nýsagað kjöt að eigin ósk- um. í lok áskorunarinnar er bent á að meirihluti tekna heimila á Fáskrúðsfírði fari til þessarar verzlunar. „Opið hús“ hjá slökkvi- liði Hornafjarðar Hornafirði - Slökkvilið Hornafjarð- ar var með opið hús nýlega og tók þá í notkun nýjan slökkvi- og tækjabíl. Nú hefur slökkviliðið fjóra bíla til umráða en eins og Steinþór Haf- steinsson slökkviliðsstjóri sagði þá er sá elsti í flotanum orðinn 52 ára og að mestu notaður í „platútköll", þ.e. þegar fornbílar staðarins keyra um göturnar á tyllidögum. Nýi bíllinn er af gerðinni Mercedes 'Benz 814 D/37 4x4, var keyptur óinréttaður fyrir tveimur árum og fenginn Ragnari Imsland, brunaeftir- litsmanni staðarins, í hendur. Ragnar er þúsundþjalasmiður og sá um að koma öllum þeim mikla búnaði sem bílinn nú státar af fyrir á einkar haganlega hátt. í bifreiðinni er m.a. aUur búnaður til reykköfunar fyrir fímm menn, rafstöð, öflugur reyk- blásari, björgunarklippur og lyftibún- aður, sem er loftpúðar sem lyfta frá 9,5 t til 19,5 t, og margskonar verk- færi og tól auk hundruða metra af slöngum af ýmsum gerðum og stærð- um. Mikill akkur er fyrir byggðarlag eins og Höfn og nágrenni að hafa aðgang af bifreið sem þessari því langt er til næstu þéttbýlisstaða og þegar slys ber að höndum skiptir öllu máli að koma fljótt á staðinn . Morgunblaðið/Sigrún Sveinbjömsdóttir Egilsstaðabær leitar til danskra atvinnuráðgjafa Egilsstöðum - Egilsstaðabær hefur „ ákveðið að leita til danska ráðgjafa- fyrirtækisins Probenius Consulting um úttekt á möguleikum til nýsköp- unar í atvinnulífi Egilsstaðabæjar og Fljótsdalshéraðs. Atvinnumálaráð bæjarins stóð fyrir opnum fundi þar sem þessi ákvörðun var kynnt ásamt fleiri verkefnum ráðsins. Á fundinum fluttu einstaklingar í atvinnulífi ávörp og á eftir voru umræður. Þar kom fram að Egils- staðabær hefur stutt við nokkur fyr- irtæki með hlutafé og styrkjum. Ennfremur lýsti Kaupfélag Hér- aðsbúa yfir vilja til þátttöku með hlutaíjárframlagi í nýjum atvinnu- tækifærum. Hafnarstrœti 3 Laugavegur ÍÍ8 HVAR SPILAR ÞÚ ? *Vikan 24. - 30. sept.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.