Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Hulda Guðjóns- dóttir húsfreyja og bóndi á Eiríks- bakka, Biskups- tungum, fæddist í Úthlíð, Biskups- tungum, 10. júní 1917. Hún lést á dvalar- og hjúkrun- arheimilinu Kumb- aravogi, Stokks- eyri, 14. október síðastliðinn. Hulda var dóttir hjónanna Guðjóns Eyjólfsson- ar bónda á Eiríks- bakka, f. 27. júlí 1890, d. 2. október 1966, og konu hans Ingibjargar Ingvars- dóttur, f. 7. júlí 1884, d. 16. desember 1933. Systkini Huldu eru Ólafur, f. 30. júní 1918, d. 27. nóvember sama ár. Ingvar, f. 26. september 1919, Sigríður, f. 1. desember 1920, d. 28. ág- úst 1983, og Ágústa, f. 1. nóv- ember 1921. Útför Huldu fer fram frá Skálholtskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. Nú er hönd að hægum beði hnigin eftir dagsins þrautir. Sipt er yfir sorg og gleði, sæstzt við örlög. - Nýjar brautir. Biðjum þess á blíðum tónum berast megi þreyttur andi endurborinn ljóss að landi lofandi dag með unpm sjónum. (J. Har.) Þessar ljóðlínur komu í huga okkar er við heyrðum lát nágranna- konu okkar Huldu, en hún er nýlát- in eftir erfið veikindi og farin að heilsu og kröftum 78 ára gömul. Þegar öldruð manneskja eins og Hulda okkar fellur frá er því ekki að neita að maður þakkar Guði fyrir að hafa kallað hana til sín. Hennar þrautir eru á enda, hitt er annað að söknuður situr eftir hjá okkur hinum sem minnumst hennar með þakklæti fyrir það gildi sem hún gaf lífí okkar. Hún Hulda var ekki af okkar tíma, hún ólst upp við erfíðari að- stæður og lifði á mestu umbrotatím- um þjóðarinnar. Hún missti móður sína er hún var rúmlega fermd og tók við hússtörfum á heimilinu ásamt yngri systkinum sínum, en þar sem hún var elst þá hafa störf- in trúlega hvílt töluvert á henni. Síðar varð það hennar hlutskipti að verða eftir á Eiríksbakka og standa fyrir búi með föður sínum á meðan hann lifði. Eftir lát hans kaus hún heldur að búa ein á föður- leifð sinni, þó erfítt væri, heldur en að búa á mölinni sem hefur orðið hlutskipti svo margra. Þarna bjó hún ein með dýrunum sínum; kúm, kindum, hestum, hænum, hundi og ketti og ekki síst gamla vagnhestin- um, honum Skjóna, sem hún notaði fyrir vagn til að flytja ýmis- legt til á búi sínu. Skjóni var orðinn 30 vetra gamall þegar hann féll frá en síðan eru liðin mörg ár. Skjóni var meira að segja fenginn lánaður með vagninn sinn, í kvikmynd sem gerð var um forna búskap- arhætti á Suðurlandi. Hulda hugsaði vel um skepnurnar sínar, heimalingamir fengu stóra pela af mjólk, kýrnar fengu volgt vatn að drekka þegar kalt var, kisa svaf í besta stólnum í stof- unni og svona mætti lengi telja. Hulda þurfti hjálp við heyskapinn er árin tóku að færast yfír og voru nágrannar og venslafólk boðnir og búnir til að hjálpa henni. Þá var oft saman kominn hópur af fólki, ekki síst af bömum og unglingum. Heyskapurinn á Eiríksbakka verður okkur ógleymanlegur í endurminn- ingunni og þá sérstaklega yngri kynslóðinni. Eða töðugjöldin að heyskap loknum, þykkt súkkulaði með ijómapönnukökum, flatkökum með heimareyktu hangikjöti, eggja- brauði eða upprúlluðum pönnukök- um með miklum sykri. Það var út- búið stórt borð uppi í stofu í gamla bænum — en yfírleitt fékk fólk sem leit inn hjá Huldu kaffísopa í eldhús- inu á neðri hæðinni. Þama sátu allir eins þétt og hægt var. Krakk- amir reyndu að vera stillt og prúð og hámuðu í sig kræsingarnar, síð- an gengu þeir um í stofunni fullir lotningar og gáfu auga ýmsum sér- stæðum hlutum, myndum og göml- um styttum, saumavélinni og svona mætti lengi telja. í gluggunum voru blóm þess tíma, stórar pelagoníur, blómstrandi kólusar og lísur, því að Hulda hafði gaman af blómum. Þama var rabbað saman yfír góð- gerðunum, fullorðna fólkið um hvemig heyskapurinn hefði nú tek- ist þetta skiptið, heyið nógu þurrt, hvort það væri nóg o.s.frv. Krakk- arnir spjölluðu um eitthvað annað sem engir máttu heyra sem eldri vom og mikið var nú hlegið og skemmt sér. Það var líka mikil upp- hefð fyrir krakkana þegar Hulda þakkaði fyrir hjálpina og hún tók í hönd allra, þeirra yngstu líka. Nú er þetta allt orðið uppkomið fólk í dag og verðum við vör við þessa dagana hvað þetta er dætmm okkar í fersku minni. Þeim em einn- ig minnisstæðir allir útreiðartúrarn- ir sem famir vom að Eiríksbakka. Þá kom Hulda út á hlað til að spjalla og ætíð fengu þær hrós frá henni, ja, mikið er hesturinn fallegur hjá þér og mikið siturðu nú vel í hna'kknum. Svona hrós var gaman að fá því að allt sem Hulda sagði það meinti hún og það kom beint frá hjartanu. Seinna flutti svo Hulda í nýtt hús á jörðinni sinni og töðugjöldin héldu áfram en það var ekki sami hátíð- arblærinn yfír þeim og í gamla bænum. Þá var allt orðið miklu nútímalegra. Hulda var með afbrigðum gest- risin, allir urðu að koma inn og fá kaffisopa sem á bæinn komu, hún hætti oft við verk til að fara inn í bæ og hita kaffí. Hún lauk bara verkinu seinna, jafnvel að nóttu til. Hulda hafði gaman af að skreppa einstöku sinnum af bæ en það mátti ekki vera of oft. Það var nóg að gera heima fyrir einyrkja. Hún hafði gaman af söng og söng stund- um í góðra vina hópi, t.d. um rétt- imar á haustin en þangað fór hún alltaf ríðandi meðan heilsan leyfði. Hún hafði óskaplega gaman af hestum. Huldu blessaðri leið oft illa á haustin þegar hún þurfti að láta lömbin í sláturhúsið, það var henni erfítt. Nú taka dýrin hennar á móti henni hinum megin og þakka henni umhyggjuna. Hulda giftist ekki og eignaðist ekki börn en böm og unglingar hændust að henni. Hún tók oft ungling sér til hjálpar á sumrin og yngri börn dvöldust oft hjá henni um tíma. Þetta voru systkinabömin hennar en einnig aðrir vandalausir. Þetta fólk sýndi það að því þótti vænt um hana og hélt áfram kunn- ingsskap við hana eftir að það varð uppkomið fólk. Hulda krafðist einskis sér til handa, hvorki metorða né þess sem telst til veraldlegra gæða, hennar lífshamingja var fólgin í því starfí sem hún unni og sönnum vinum og vandamönnum. Hún átti mikið af kunningjum í sveitunum í kring sem komu oft við þegar þeir áttu leið um. Vinkonur hringdu reglulega í hana og eins var með systkini henn- ar. Þetta var henni mikils virði, ekki síst síðustu árin. Hulda unni jörðinni sinni og gat ekki hugsað sér að flytjast þaðan lifandi en „fóstran góða“, móðir náttúra, sér um sína. Það fór þann- ig að blessuð Hulda fann ekki eins mikið fyrir því og margur hefði haldið, að þurfa að flytjast á brott. Um miðjan vetur 1992, svo til fyrir- varalaust, missti hún heilsuna og gat lítið verið heima eftir það — en skyldfólk og venslafólk átti sinn þátt í því að hún gat dvalist heima öðru hveiju svo umskiptin urðu ekki eins hörð. Hulda dvaldist að mestu á dvalar- heimilinu á Blesastöðum eftir að hún missti heilsuna. Þar leið henni vel og öllum þótti vænt um hana. Hún var oft létt í skapi og söng ef einhver var til að syngja með henni. Þarna á Blesastöðum gátu kunningjarnir litið inn alveg eins og á Eiríksbakka meðan hún bjó þar. Heilsunni hnignaði áfram og þar kom að hún flutti að vistheimil- inu Kumbaravogi og dvaldi þar síð- ustu mánuði lífs síns eða þar til hún lést þann 13. október eins og áður segir. Lokið er ævi sérstæðrar konu sem aldrei mun gleymast þeim sem vel þekktu. Hún verður lögð til hinstu hvíldar í sveitinni sinni í dag. Aðstandendum öllum vottum við samúð. Við viljum ljúka þessari kveðju okkar með orðum úr Matteusar gaaðspjalli: „Yfír litlu varstu trúr, yfír mikið mun ég setja þig“. Bless- uð sé minning Þorbjargar Huldu Guðjónsdóttur. Hafliði, Ragnhildur og dætur, Ósabakka. Þegar laufin eru eitt af öðru að tínast af tijánum og fyrsta snjóinn hefur fest í Vörðufellinu, sem óhjá- kvæmilega boðar okkur komu vetr- arins, berst okkur fréttin um andlát Huldu á Eiríksbakka. Ekki er hægt að segja að það hafi komið á óvart, því að hún hafði átt við vanheilsu að stríða um nokkurt árabil. Hulda fæddist í Úthlíð í Biskups- tungum en fluttist barnung með foreidrum sínum að Eiríksbakka í sömu sveit. Eiríksbakkinn er ekki stór jörð en slægjur voru taldar í betra lagi og engjarnar bættar með áveitu eins og víða var reynt á fyrri hluta þessarar aldar. Veiði í Stóru- Laxá mun hafa verið til nokkurra búdrýginda. Þegar Hulda er ný- fermd missir hún móður sína, þá elst þriggja systkina. Jón Bjarnason bóndi í Auðsholti segir í viðtali við Áslaugu Ragnars fyrir nokkrum árum er hann minnist fyrri tíðar: „Þessi stúlka (Hulda) tók við móð- urhlutverkinu á heimilinu og sá upp frá því alveg um uppeldi yngri systkinanna auk allra annarra starfa sem hún hafði á hendi.“ Og síðan bætir hann við: „Um annað var ekki að ræða og ég held að enginn hafi býsnast yfír því.“ Síðan hafði Hulda búsforráð hjá föður sínum meðan að hans naut við, en hann lést 1966. Eftir það bjó hún einsömul, en margir unglingar, bæði skyldir og vandalausir, dvöld- ust hjá henni í lengri eða skemmri tíma og hjálpuðu til við bústörfín og lærðu að taka þátt í lífsbarátt- unni og öllum kom hún til nokkurs þroska, eins og þar stendur. Þegar við fluttumst í nágrennið fór ekki hjá því að samband tækist við Eiríksbakka, enda var viðmót Huldu á þann veg, að maður skynj- aði fljótt velvild, tryggð og greið- vikni hennar, skipst var á heim- sóknum og ekki spillti það þegar ljóst var að við áttum sama afmæl- isdaginn. Elsta dóttir okkar dvaldi um vortíma hjá Huldu um sauð- burðinn og minnist þeirrar dvalar með ánægju. Hulda hafði eins og gefur að skilja aldrei stórt bú og spekingar mundu vafalaust kalla það dragbít á hagvöxtinn, en hún hugsaði vel um sína jörð og hafði gott gagn af sínum skepnum og stundum duttu mér í hug hendingarnar hans Guðmundar Friðjónssonar um ekkj- una við ána: Hún elskaði ekki landið en aðeins þennan blett, af ánni nokkra faðma, o.s.fr. Hún kunni að ætla sér af og keppti að því að búa að sínu og vera sem mest sjálfbjarga og sem minnst öðrum háð, enda þótt hún þæði hjálp, ef svo bar undir. Ná- grannamir sáu um að koma áburð- inum á túnið en á seinni árum fékk hún aðstoð við heyskapinn. Smala- dagamir á Eiríksbakka gátu líka verið skemmtilegir. Hulda gerði ekki víðreist um dagana en hún lagði mikið upp úr því að eiga alltaf þægilega hesta sem hún gat skroppið á til næstu bæja eða fylgt manni á leið ef svo bar undir og ekki brást að hún færi ríðandi í Reykjaréttir. Undirritaður hefur af og til haft fólk í verklegu námi, flest af er- lendu bergi brotið og þegar tími var kominn til þess að þessir nemar færu einsamlir í vitjun var oftast fyrst farið að Eiríksbakka og þótt tjáskipti milli Huldu og þessa fólks væru kannski í stirðara lagi kom það ekki að sök, því að viðmótið var þannig að hver og einn fylltist sjálfstrausti og ævinlega leystist vandinn fyrr en varði. Þegar ég hitti Huldu síðast á Blesastöðum, þar sem hún naut frábærrar aðhlynningar, var mjög farið að halla undan fæti fyrir henni. Sjónin lítil sem engin og minnið skert. Þó raulaði hún fyrir okkur vísupart og glettist eins og hún gerði oft þegar komið var að Eiríksbakka. Góð kona er gengin og komin til þeirrar strandar sem hún var lengi búin að þrá. Blessuð sé minning hennar. Gunnlaugur Skúlason. Vinkona mín, Hulda Guðjóns- dóttir, bóndi á Eiríksbakka, hefur fengið kærkomna hvíld eftir erfið veikindi. Þegar ég kom fyrst að Eiríks- bakka, hafði ég á tilfinningunni að þar á bæ hefði tíminn stöðvast á f|órða áratugnum. Lítinn tilgang sá ég í þessum búskaparháttum annan en mikið líkamlegt strit fyrir einsetubóndann. En hlýjan í gamla þægindasnauða bænum, góðar veit- ingar og hlýlegt viðmót breyttu t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JAKOB ÞORVARÐSSON, Grænumörk 1, Selfossi, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 19. október. Jarðarförin auglýst síðar. Esther Jakobsdóttir, Karl Zóphanníasson, Pála Jakobsdóttir, Valdimar Þórðarson, Magnús Jakobsson, Ingunn Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, ARNODDUR GUNNLAUGSSON skipstjóri . frá Gjábakka, Vestmannaeyjum, Sólhlfð 7, Vestmannaeyjum, lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja að kvöldi 19. október. Anna Halldórsdóttir. ÞORBJORG HULDA G UÐJÓNSDÓTTIR fljótlega þessu áliti mínu. .... hver sagt við mig þá, að eftir nokk- ur ár ætti ég eftir að ganga í þessi „frumstæðu“ verk, hefði ég hlegið hátt. Þó fór svo að í helgarheim- sóknum fór ég að læðast í fjósið og fékk náðarsamlegast að sýna getu mína við handmjaltir. Síðan varð það fastur liður að fara í fjós- ið með Huldu þegar ég kom í heim- sókn. Áttum við þar margar góðar og skemmtilegar stundir, enda stutt í gamanið hjá Huldu. Töluverðar breytingar urðu á Eiríksbakka árið 1984, þegar syst- ursonur Huldu, Guðjón, byggði nýtt íbúðarhús með nútíma þægindum, fyrir hana. Þó oft heyrðist fuss og taut við þessar og aðrar nauðsyn- legar breytingar á staðnum og gamla íbúðarhúsið lofað, gerði hún sér þó vel grein fyrir því að þetta gerði henni kleift að þrauka lengur við búskapinn. Líkamsstritið var farið að segja til sín og haustið 1985 þurfti hún, í fyrsta skipti á ævinni, að fara í aðgerð á sjúkra- hús. Fyrirsjáanleg var 4-5 mánaða skert starfsorka og því var leitað eftir afleysingabónda. Það verk tók sonur minn Bjami fúslega að sér, en Hulda handleggsbrotnaði nokkr- um vikum fyrir aðgerð og Bjami ekki laus. Því afréð ég að brúa þetta bil, pakkaði saman tölvu og tilheyrandi pappírs- og bókaflóði og hélt til starfsins. Ekki gleymi ég svipnum á minni þegar hún sá allt þetta „drasl“, en ég sagði henni að nú skyldum við segja sveitung- unum að verið væri að tölvuvæða búskapinn á Eiríksbakka. Þessu hafði hún lúmskt gaman af. Þessar fáu haustvikur okkar Huldu eru mér ógleymanlegar. Ekki treysti hún borgardömunni fullkomlega fyrir dekurdrottningunum í fjósinu og lét sig hafa það að hjálpa til við mjaltirnar einhent. Þegar hún hins- vegar sá að hægt var að nota mig möglunarlaust til ótrúlegustu verka og hvenær sem var hægt að hringja í „neyðarnúmerið“ á Ósabakka, .held ég að hún hafi farið nokkuð róleg af bæ. Hún treysti því að ég hefði lært nóg og sæi um að Bjami og Guðjón gerðu enga vitleysu. Bjarni var hjá Huidu í 4-5 mánuði og fór vel á með þeim þó fussað væri stundum yfir verklagi hans. Breytingar og endurbætur vom henni ekki að skapi og fengum við sem að því stóðum, stundum heldur betur að heyra það. Til hvers að breyta? Hún hafði nægan tíma og þetta var líf einsetubóndans sem vildi eyða sem mestum tíma með skepnum sínum. En ég veit að hún meinti lítið með þessu, enda gerði Guðjón henni kleift að eiga mörg góð ár á Eiríksbakka. í janúar 1992 fékk Hulda heila- blæðingu og tapaði að mestu sjón- inni og því augljóst að bóndinn varð að horfast í augu við starfslok. Eitt erfiðasta verkefni sem ég hef tekist á við, var að fara til Huldu á sjúkra- húsið og ræða stöðuna, því hvað var eftir ef hún gæti ekki hugsað um skepnurnar sínar? Þetta skildum við vel sem kynntumst náið náttúru- baminu og dýravininum Huldu. Hennar tónlist kom ekki úr raf- magnstækjum, heldur beint úr nátt- úrunni. Þar sungu og tjáðu sig hennar bestu vinir. Ég viðurkenni að ég dauðvor- kenndi í fyrstu hjúkrunarfólkinu sem átti eftir að annast Huldu í veikindum hennar, en þar kom hún mér og fleirum á óvart, því hún varð hvers manns hugljúfi. - Sterk- ur persónuleiki sem hélt sínu þegar við átti og gaf eftir með bros á vör - sigruð. Og nú fór sól að nálgast æginn, og nú var gott að hvíla sig, og vakna upp ungur einhvern daginn með eilífð kringum þig. (Þorsteinn Erlingsson) Hulda mín, nú höfum við sungið okkar síðasta vers saman, en von- andi bara í bili. Um leið og við Daníel og Bjarni kveðjum okkar kæru vinkonu, sendum við systkin- um hennar, Guðjóni og öðrum að- standendum samúðarkveðjur. Theodóra Þ. Kristins dóttir (Dóra)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.