Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU STARFSFÓLK Stöplafisks hf., f.v. Gunnar Hallgrimsson bóndi, Aðalsteinn Árnason framkvæmda- stjóri og Erla Alfreðsdóttir framleiðslustjóri. Míkil harðfisksala hjá Stöplafiski í Reykjahverfi Laxamýri. Morgunblaðið. SALA á harðfiski hefur aukist hjá Stöplafiski hf. í Reykjahverfi en með heildsöludreifingu Karls K. Karlssonar er vörunni nú dreift um allt land. Að sögn Aðalsteins Árnasonar framkvæmdastjóra væntir fyrirtækið góðs af dreif- ingaraðila sínum en nokkur sam- keppni er á harðfiskmarkaðnum, einnig er hörð samkeppni við ann- að „snakk“ sem hægt er að kaupa. Stöplafiskur er ungt fyrirtæki en meginforsendan fyrir því að ráðist var i að stofna hlutafélag um fiskþurrkun var að hjá Hita- veitu Húsavíkur fæst ódýr orka auk þess sem áhugafólk um at- vinnumál vildi reyna nýjar leiðir. Þrjú til fjögur ársverk í harðfisknum eru 3-4 ársverk og framleiðslan er einkum roðlaus bitafiskur, ýsuflök með roði og roðlaus þorskur. Þá hefur einnig verið í gangi þróunarvinna sem e.t.v. leiðir til nýjunga á næst- unni. Má þar nefna þurrkun á loðnu sem er samstarfsverkefni Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, Rannsóknarstofu fiskiðnaðarins og Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna. Gangi það eftir má búast við að allt að 16 manns fái vinnu í fyrirtækinu en sendar hafa verið tilraunasendingar til Japans með útflutning í huga. Aðalsteinn segir að sé litið á harðfiskverkunina eina og sér þá sé góður rekstrargrundvöllur fyrir henni og bitafiskurinn selst jafnt árið um kring. Þetta sé í raun fitusnautt sæl- gæti sem fólk ætti að taka fram yfir margt það sem nú er á boðstól- um. FRÉTTIR: EVRÓPA Evrópudómstóllinn Ráðherraráðið má ekki halda fundargerðum leyndum Brussel. Reuter. EVROPUDOMSTOLLINN í Lúx- emborg komst á fimmtudag að þeirri niðurstöðu að ráðherraráðinu væri óheimilt að neita bresku dag- blaði um aðgang að fundargerðum sínum. Var þetta talið vera mikil- vægt prófmál og úrskurður dómsins áfellisdómur yfir þeirri miklu leynd er einkennt hefur starfsemi ráð- herraráðsins. Það var blaðið The Guardian sem á sínum tíma kærði að blaðamanni þess, John Carvel, var meinað að fá afrit af fundargerðum funda landbúnaðar- og dómsmálaráðherra Evrópusambandsins auk fundar- gerða undirbúningsfunda. Var þetta í fyrsta skipti sem á það reyndi fyrir dómstólnum hvort að ráðherraráðinu, sem er valda- mesta löggjafarsamkunda Evrópu- sambandsins, væri skylt að fylgja þeim almennu reglum um opna umræðu og upplýsingaflæði og gilda varðandi þjóðþing aðildarríkja Evrópusambandsins. Evrópuþingið fagnar Carvel fagnaði mjög úrskurði dómstólsins og einnig lýstu stjórn- völd í Danmörku og Hollandi auk Evrópuþingsins yfir ánægju sinni með úrskurðinn. Evrópuþingið hef- ur stutt Carvel í baráttu hans til að auka upplýsingaskyldu ráðherra- ráðsins. Carvel hafði sakað ráðherr- aráðið um að bijóta ESB-reglur frá 1993 um bætt aðgengi íbúa ESB að upplýsingum. Hann sagði ráð- herraráðið leggja blátt bann við birtingu upplýsinga en því hefur ráðherraráðið hafnað. „[Dómstóllinn] kemst að þeirri niðurstöðu að ráðherraráðið ljúgi. Þetta er mikilvægur sigur fyrir ein- stakling sem lagði til atlögu við jafnmikilvæga stofsnun og ráðið,“ sagði Carvel á blaðamannafundi. Krefjast skýrari reglna Aðrir þátttakendur á blaða- mannafundinum sögðu að þetta myndi ýta undir kröfur um að á ríkjaráðstefnunni á næsta ári yrðu settar skýrar reglur um upplýsinga- skyldu Evrópusambandsins. Pauline Green, leiðtogi sósíalista á Evrópuþinginu, sem er stærsti þingflokkur þingsins, sagðist ætla að krefjast þess að ráðið gæfi út yfirlýsingu vegna úrskurðar dóms- ins er Evrópuþingið kæmi næst saman til fundar í Strassborg í næstu viku. „Þetta er eina löggjafarsam- kunda í hinum lýðræðislega heimi sem stundar þessi vinnubrögð," sagði Green. Lítið af háf til Bretlands FYRSTU 6 mánuði þessa árs flutt- um við íslendingar út 5 tonn af háfi til Bretlands að verðmæti um 500.000 tonn. Það er aðeins þriðj- ungur þess, sem við seldum Bret- um á sama tíma í fyrra, en þá fóru 14 tonn utan að verðmæti 3,6 milljónir króna. Þessi innflutningur Breta á háfi héðan er aðeins brotabrot af heild- inn, því um mitt þetta ár höfðu þeir flutt inn 1.390 tonn að verð- mæti um 200 milljónir króna. Helminginn af háfnum kaupa Bretar frá Bandaríkjunum eða um 770 tonn fyrir um 120 milljónir króna. Nær engar veiðar á háfí eru stundaðar hér við land, en um mitt þetta ár, höfðu Færeyingar selt Bretum háf fyrir samtals 15,2 milljónir króna. Auk þessa kaupa Bretar háf frá írum og Kanada auk fleiri ónafn- greindra þjóða. ARGENTÍNA AUSTURRÍKI ÁSTRALU BANDARÍKIN BELGÍA BÓLIVÍA BRASILÍA BRETLAND AFS vill gera öllum kleift að gerast SKIPTINEMAR Si Yfir 25 lönd eru í boði í öllum heimsálfum. E Ógleymanleg reynsia. Ii Eykur þroska og víðsýni. 13 Gagnlegt tungumálanám. Bj 50 ára reynsla af nemendaskiptum. fslenskir nernar ogfararstjóri íVenezuela. ® BrottfÖr tVlSVaf 3 *H'I. Þess vegna býður félagið mjög viðráðanleg greiðslukjör. Erum að íaka á móti umsóknum til allra heimsálfa með brottfor næsta ár. gllpplýsingar og umsóknarblöð fást á skrifstofu AFS á íslandi, Laugavegi 26, 3. hæð, milli kl. 10 og 16 virka daga. Sími 552-5450 AIÞ)óóieg fræðsia og samskipli PORTÚGAL PARAGUAY MEXÍKÓ LETTLAND JAMAÍKA ÉTALÍA INDÓNESÍA MOLLAND GVATEMALA i4FS Á ÍSL4NDI u > z s o w X o o 5 jjs m X > f- •* e < n E” D s m X $ o o X BYGGING Evrópudómstólsins í Lúxemborg. Norður-Atlantshafsþmgið N-Ameríka taki áfram þátt í vömum ISLENZKA sendinefndin á fundi Norður-Atlantshafsþingsins, þing- mannasamtaka aðildarríkja Atlants- hafsbandalagsins, lagði á það áherzlu á fundi þingsins í Tórínó fyrir skömmu að áfram yrði lögð áherzla á að viðhalda samstarfinu yfir Atlantshafið og að áfram yrði virk þátttaka Bandaríkjanna í vörn- um Evrópu tryggð. í lokaályktun þingsins segir að að virk þátttaka Norður-Ameríku í öryggis- og varnarmálum sé enn nauðsynleg fyrir öryggi og stöðug- leika í álfunni. Hugmyndum um efi- ingu sjálfstæðs varnarmáttar Evr- ópuríkja, á vettvangi Vestur-Evr- ópusambandsins eða Evrópusam- bandsins, er fagnað, enda verði slík þróun til þess að efla NATO en komi ekki í stað bandalagsins. í áskorun þingsins til ríkisstjórna aðildarríkja NATO eru þær meðal annars hvattar til þess að hefjast handa við stækkun bandalagsins tii austurs án tafar; efla og stofnana- binda samskipti Vestur-Evrópusam- bandsins og Evrópusambandsins við NATO, meðal annars til að tryggja þátttöku Bandaríkjanna og Kanada í öryggismálum Evrópu; og koma á fót nánu samstarfi við Rússland og Úkraínu á sviði öryggismála. Sólveig varaformaður Sólveig Pétursdóttir alþingismað- ur, sem situr í stjórnarnefnd Norður- Atlantshafsþingsins, var á fundinum kjörin varaformaður sérstakrar nefndar um evrópskar stofnanir, stofnanir sem ríki beggja vegna Atlantshafsins eiga aðild að og um Suðursvæðið. Jón Kristjánsson tók sæti í sérstökum vinnuhópi um ör- yggismál á norðurslóðum. Auk þeirra tveggja skipuðu sendinefnd Islands þingmennirnir Árni Ragnar Árnason og Gunnlaugur Sigmunds- son, auk Gústafs Adolfs Skúlasonar, alþjóðaritara Alþingis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.