Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 39 MINNINGAR SIGURÐUR SVEINSSON + Sigurður Sveins- son var fæddur 15. júní 1909 í Vík í Mýrdal. Sigurður lést á Klausturhólum 15. október síðastlið- inn. Hann var sonur hjónanna Eyrúnar Guðmundsdóttur og Sveins Þorláksson- ar, símstöðvarstjóra. Árið 1918 fer hann að Ytra-Hrauni í Landbroti og á þar heimili til ársins 1935 hjá Bjarna Bjarnasyni og konu hans, Sigrúnu Þor- kelsdóttur. Eftir það er Sigurður i þrjú ár bústjóri í Mjóanesi í Þingvallasveit. Árið 1937 drukknaði Bjarni í Ytra-Hrauni við selveiði í Skaftárósi. Á næsta vori kaupir Sigurður jörðina og flytur þangað ásamt Þórdísi Ágústsdóttur, sambýliskonu sinni. í Ytra-Hrauni búa þau síðan með- an kraftar leyfðu, síðustu áratugina með sonum sínum. Síðasta árið hafa þau dvalið á hjúkr- unarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjar- klaustri. Börn Sigurðar og Þórdísar eru: Arnar Eysteinn, maki Jó- hanna Stefánsdótt- ir, búa í Ytra- Hrauni. Birna, maki Högni Jónsson, bú- sett í Reykjavík. Gunnlaugur yalþór, bóndi í Ytra-Hrauni. Ágústa, var gift Oddi Eggerts- syni, Kirkjubæjarklaustri, sem lést af slysförum á siðasta ári. Útför Sigurðar fer fram frá Prestbakkakirkju á Síðu og hefst athöfnin klukkan 14. SIGURÐUR Sveinsson kom ungur að árum að Ytra-Hrauni í Land- broti og þar vann hann sitt ævi- starf. A bernskuárum hans var að hefjast framfarasókn tuttugustu aldarinnar, sem hefur haldið áfram með vaxandi hraða fram að þessu. í fyrstu byggðist árangurinn á því að nýta sér arf forfeðranna, þraut- seigju, harðfylgni og skilning á kostum náttúrunnar. Afkoman valt á þvi hvernig það tókst. Með hag- sýni og afli vinnandi handa var lagður grunnur að betri tíð. Sigurður var alitaf ólatur að leggja fram krafta sína. I Ytra- Hrauni hefur búskapurinn fyrst og fremst byggst á sauðkindinni og hvernig tækist að afla henni fóð- urs. Á uppvaxtarárum hans var það gert með orfí og hrífu á misjafnlega grasgefnum 'engjum, svo að hey- fengurinn var takmarkaður og bú- stofninn ekki stór. Af þeim sökum þurfti víðar að leita fanga. Sigurður lagði því stundum af stað gangandi til sjóróðra á Suður- nesjum í upphafí vetrarvertíðar með föggur sínar á bkainu. Hann var líka ekki alveg ókunnur sjósókn, þrátt fyrir hafnleysi skaftfellsku sandanna, því að Bjami fóstri hans var lengi formaður á árabáti við uppskipun á vörum úr flutningskip- um við Skaftárós og reyndi einnig að róa þar til fískjar. Sigurður var líka kappsamur veiðimaður í vötn- um, ósum og jafnvel sjávarlónum á meðan silungsveiði var stunduð með ádrætti. Veiði var líka stunduð í Mjóanesi, þegar hann flytur þangað og hefur sambúð með Þórdísi Ag- ústsdóttur frá Ásgarði í Landbroti. Þegar Bjarni fóstri hans fellur frá með sviplegum hætti flytja þau Þórdís aftur á heimaslóðir og kaupa Ytra-Hraun af Sigrúnu, ekkju hans. Var komu þeirra fagnað af ná- grönnum og sveitungum. Fljótlega eftir að Sigurður hóf sjálfur búskap í Hrauni kom ræktunarbyltingin meðan nýja möguleika og aukin verkefni. Grundin við gamla túngarðinn varð að túni. Þegar því var lokið var tekið til við gróðurlít- il skerin. Með auknum heyfeng fjölgaði fénu sem aftur kallaði á stærri hús. Við byggingu þeirra sameinaði Sigurður nýja tækni og gamla byggingarlist. Með vélarafli færði hann til og lyfti stærri stein- um við veggjahleðslu en forfeðurnir orkuðu með handafli einu og raðaði þeim af þeirri snilld að listaverk var skapað. Utsjónarsemin kom fram á mörg- um fleiri sviðum. Með aðstoð svila síns, Eiríks í Svínadal, byggði hann heimilisrafstöð við aðstæður, sem fáum öðrum hefðu sýnst nothæfar. Útkoman varð samt betri en þorað var að vona og rafstöðin gengur enn eftir flóra áratugi og átti sinn þátt að bæta fóðuröflunina með súgþurrkun. Sauðkindin þarf samt meira en fóður og húsaskjól. Hún þarf góða hirðingu nsætum allt árið. Það krefst natni og mikillar vinnu, ekki síst í hinu víðlenda og torfæra beiti- landi Ytra-Hrauns, þar sem Skaft- áreldahraunið stöðvaðist fyrir rúm- um tvö hundruð árum. Vel þurfti að fylgjast með fénu, því að hætt- urnar voru margar. Tófunni fannst gott að nota hraunið fyrir bústað og draga lömb á greni. í sandbyljum á melunum, þar sem gróðurinn kom snemma á vorin, fylltist ullin á án- um af sandi. Þurfti þá að bregða við skjótt, hrista hana úr og reisa þær við. Það kom sér því vel að Sigurður var léttur á fæti, því að oft var farið gangandi, þó að oftar væri gripið til hestsins og honum beitt á urð og gijót, sem ekki er árennileg- ur reiðvegur. En ótrúlegt er, hvað hestamir venjast slíku. Sigurður átti því marga góða og trausta hesta og naut þess vel að nota þá. Það vom líka ekki aðeins hijóstmg heimalöndin, sem þurfti að smala. Á hveiju sumri var féð rekið á af- rétt og sótt þangað aftur að hausti. Er ólíklegt að aðrir en Sigurður eigi fleiri ferðir á Landbrotsafrétt og urðu þær stundum harðsóttar. Þó að fjárgæsla og smala- mennskur væm sóttar af kappi og ekki hugsað um hveijir kindumar áttu, þá notaði Sigurður einnig hestana til að reka önnur erindi og bregða sér bæjarleið til að hitta nágrannana. Þeim sið hélt hann fram á síðasta ár og þannig mynd geymist af honum í minni samferða- mannanna. Þó að hér hafi verið nefnd örfá minnisverð atriði í farsælu ævi- starfi, þá verður það maðurinn sjálf- ur, góður granni og náinn sam- starfsmaður, sem verður mér efst í huga við fráfall Sigga í Hrauni. Samstarf milli heimilanna í Segl- búðum og Ytra-Hrauni var náið við smalamennsku, veiðiskap og önnur þau störf, sem æskilegt var að leggja saman hönd á plóginn við að leysa. Reynsla kynslóðanna stað- festi þann sannleika, að slíkt sam- starf var nauðsynlegt til að stand- ast hina hörðu lífsbaráttu, enda talið sjálfsagt að láta það ganga fyrir eins og frekast var kostur að leggja nágrannanum lið. Sú var reynsla mín af viðbrögð- um Sigga í Hrauni þegar til hans var leitað og á ég erfítt með að hugsa mér, að samvinna nágranna geti verið betri. Svo úrtölulaust var jafnan brugðist við og rösklega gengið til verks og framkoma öll einkenndist af glöðu viðmóti og glettnum svörum, þó að engum dyldist að ákveðinn vilji og skap bjó að baki. Með innilegu þakklæti sendum við hjónin Þórdísi og fjölskyldu sam- úðarkveðjur og biðjum þeim bless- unar guðs. Jón Helgason. ÞORSTEINN BRYNJÓLFSSON + Þorsteinn Brynjólfsson fæddist í Reykjavík 27. september 1918. Hann lést á Landspítalanum 9. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 20. september. ÞEGAR ég sest niður til að skrifa síðbúna kveðju um afa er svo margt sem kemur upp í hugann. Allar stundimar sem ég átti heima hjá afa og ömmu þegar ég var yngri. Mikið af mínum bemskuminning- um eru tengdar afa og ömmu á Holtsgötu, en þar varði ég miklu af mínum tíma sem bam. Seinna fluttu þau svo á Hagamel 48. En afi bjó þar lengst af einn því amma lést eftir stutta búsetu þar. Hún lést 17. janúar 1989. Það var alltaf gott að koma til afa. Þar upplifði ég góðar stundir og æskuminningar, innan um alla hlutina sem ég man svo vel eftir úr æsku minni. Ég minnist þess hve afi hafði mikla þolinmæði við að kenna mér hina ýmsu hluti og miðla af sínum + Hjartkær faðir okkar, LEIFUR KRISTINN ERLENDSSON, lést í Landspitalanum 20. október. Soffía Katla Leifsdóttir, Erlendur Óli Leifsson, barnabörn og barnabarnabörn. GUNNHILDUR DA VÍÐSDÓTTIR _L Gunnhildur Daviðsdóttir * fæddist á Möðruvöllum í Hörgárdal 6. mars 1922. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 9. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hvera- gerðiskirkju 16. september. MÉR DATT það bara ekki í hug að þegar ég kvaddi þig i júlí áður en ég fór til Frakklands að það væri í síðasta skipti sem ég sæi þig. Ef ég hefði vitað það hefði ég viljað tala meira við þig. Ég er búin að senda þér kort og Habba frænka var búin að lesa það fyrir þig og mér líður betur að vita að þú varst búin að heyra eitthvað frá mér. Núna þarf ég að skrifa afa bréf og veit ég ekki hvað ég ætti að segja við hann í sambandi við þig. Mér finnst þú bara ekki vera dáin og að þú verðir í sveit- inni þegar ég kem aftur. Ég á erfítt með að sætta mig við þetta, það er rosalega erfitt að hugsa um allt það sem við gerðum saman þegar ég var í sveitinni hjá ykkur afa. Allar flökkuferðirnar okkar og þegar þú fannst aldrei afleggjarann heima á Laugarbökk- um af þvi það var svo dimmt. Þeg- ar þú varst að róta í 500 kr. kössun- um í Höfn og þegar við sátum fyr- ir framan sjónvarpið með ís og snakk og horfðum á Matlock eða Derrick með allt í botni. Það var svo margt skemmtilegt sem við gerðum saman og mig langar að fá þig aftur. Það er búið að vera erfitt að geta ekki talað við neinn um þig en ég hef reynt að hugsa um eitt- hvað annað því ef ég hugsa um þig fer ég bara að gráta. Hvíl þú í friði. Þín, María Tryggvadóttir. fróðleik og þekkingu. Þegar ég var lítil hlýddi hann mér yfír skólaljóðin og kenndi mér stærðfræði af ein- stakri þolinmæði. Seinna þegar ég sem unglingur rembdist við að læra dönsku gat ég alltaf leitað til afa eftir hjálp. Afi hafði gaman af að hjálpa mér við lærdóminn og var honum mikið í mun að ungdómurinn menntaði sig. Hafí ég yfir Heil- ræðavísur Hallgríms Péturssonar verður mér hugsað til afa, þó sér- staklega þessi tvö erindi: Hugsa um það helst og fremst, sem heiðurinn má næra. Aldrei sá til æru kemst, sem ekkert gott vill læra. Oft er sá í orðum nýtur, sem iðkar menntun kæra. En þursinn heimskur þegja hlýtur, sem þijóskast við að læra. Með þessum fátæklegu línum kveð ég afa minn og þakka fyrir allar stundirnar sem við áttum sam- an. Eva Lind. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafað- ir og afi, GUNNAR HELGI SIGURÐSSON frá Brúarhrauni, Melgerði 15, Reykjavfk, lést í Borgarspítalanum að kvöldi 19. október. Soffia G. Sveinsdóttir, Sigurður Gunnarsson, Viggó Jörgensson, Lena K. Lenharðsdóttir, Helga Jörgensdóttir, Helgi I. Jónsson og barnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og sambýlismaður, KARL R. GUÐMUNDSSON úrsmiður, Selfossi, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 18. októ- ber sl. Bogi Karlsson, Kristín A. Guðmundsdóttir, Kolbrún K. Karlsdóttir, Jóhannes Ásgeirsson, Erlfn K. Karlsdóttir, Þorvaldur Þorvaldsson, Sigriður Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Astkær móðir okkar, tendamóðir, amma og langamma, HULDA BALDURSDÓTTIR, síðasttil heimilis i Dalbæ, Dalvík, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 17. október. Útförin verður auglýst síðar. Baldur Sigurðsson, Stefanía Ármannsdóttir, Birgir Sigurðsson, Örn Sigurðsson, Rósa Jóhannsdóttir, Verna Sigurðardóttir, Kristjón Þórhalisson, Gísli Sigurðsson, Birna Tobíasdóttir, Steinþór Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. + móður okkar Utför konunnar minnar, og tengdamóður, JÓHÖNNU BJARNADÓTTUR, Gljúfraseli 5, verður gerð fró Seljakirkju mánudaginn 23. október kl. 13.30. Fyrir hönd annarra vandamanna, Jón S. Guðlaugsson, Bjarni Þór Lúðvíksson, Selma Rut Gunnarsdóttir, Guðlaugur Jónsson, Guðrún Helga Jónsdóttir, Pétur Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.