Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 36
.36 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 MINNIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ásdís Guð- mundsdóttir, húsfreyja, var fædd á Sólheimum í Hrunamannahreppi 10. ágúst 1913 og þar sleit hún barns- skónum. Hún lést á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 9. októ- ber siðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- mundur Brynjólfs- son, f. 10. janúar 1865 í Ketilshús- haga á Rangárvöll- um, d. 8. maí 1952, og Guðrún Gestsdóttir, f. 15. október 1873 á Skúfslæk í Flóa, d. 5. desem- ber 1918. Foreldrar Ásdísar byijuðu sinn búskap á Skúfslæk í Flóa 1893-1899 og á Sólheim- um í Hrunamannahreppi 1899- 1926. Guðmundur var síðast í skjóli sona sinna á Syðra-Seli, Hrunamannahreppi, og lést þar. Systkini Ásdísar voru 11 talsins: Kristín, f. 12. maí 1894, var húsfreyja í Björgvin á Eyrar- bakka. Guðrún, f. 23. september 1895, var húsfreyja í Hólmaseli í Flóa. Brynjólfur, f. 10. febrúar 1897, var bóndi á Sólheimum. Lára, f. 15. september 1898, var húsfreyja á Lækjamóti í Flóa. Helga, f. 23. mars 1900, var húsfreyja í Reykjavík. Kristrún, f. 13. maí 1901. Gestur, f. 25. nóvember 1902, var bóndi í Syðra-Seli. Steindóra, f. 7. maí 1905, var húsfreyja í Reykjavík. Sigríður, f. 3. september 1906, var húsfreyja í Reykjavík. Guð- ríður, f. 13. janúar 1909, var húsfreyja í Reykjavík. Böðvar, f. 24. júní 1911, bóndi í Syðra-Seli í Hruna- mannahreppi. Öll systkini Ásdísar eru látin nema Böðvar. Ásdís tók barnaskóla- próf eins og algengt var til sveita á þess- um árum. Hún fór ung að vinna fyrir sér og var vinnukona í Reykjavík á veturna en í kaupavinnu á sumrin til sveita. Hinn 14. maí 1934 hóf Ásdís sam- búð í Reykjavík með Gísla Gísla- syni skipasmiði, f. 13. nóvember 1902 í Stekkum í Flóa, d. 24. des- ember 1972. Foreldrar hans voru Gísli Ólafsson, bóndi í Stekkum, Flóa, og kona hans Sigríður Filip- usdóttir, húsfreyja í Stekkum. Ásdís og Gísli fluttu til Vest- mannaeyja 3. september 1935. Þau gengu í hjónaband 26. júlí 1972 og varð þeim fimmtán barna auðið.Þau eru: Unnur, f. 10. ágúst 1934, starfsmaður Sundlaugar Kópavogs, gift Hauki Berg, bú- sett í Kópavogi, og eignuðust þau fimm börn og eiga níu barnabörn. Haukur, f. 29. október 1935, vél- stjóri í Vestmannaeyjum, d. 2. mars 1980, var kvæntur Valborgu Guðmundsdóttur, og eignuðust þau þijár dætur og tvö barna- börn. Garðar, f. 3. mars 1937, skósmiður, kvæntur Húnbjörgu Einarsdóttur, búsettur í Hafnar- firði, og eiga þau þijú börn og sjö barnabörn. Guðrún, f. 3. nóv- ember 1938, húsmóðir gift Magnúsi Sveinssyni, búsett í Reykjavík, og á hún þijú börn og fimm barnabörn. Sigríður, f. 3. nóvember 1938, húsmóðir, gift Guðna Benediktssyni, bú- sett í Vestmannaeyjum, og eiga þau fjögur börn og fimm barna- börn. Gísli, f. 15. mars 1940, verkstjóri, kvæntur Önnu Sól- eyju Eggertsdóttur, búsettur í Vestmannaeyjum, og á hann tvo syni, þijú fósturbörn og þijú barnabörn. Þóra, f. 6. ágúst 1941, d. 1. mars 1944. Guðmund- ur, f. 2. nóvember 1942, vél- stjóri í Vestmannaeyjum, d. 5. nóvember 1968. Halldóra, f. 20. júlí 1944, d. 17. maí 1954. Sigur- laug, f. 12. janúar 1946, af- greiðslumaður, gift Þorvaldi Helga Benediktssyni, búsett í Reykjavík, og eiga þau fjögur börn og sex bamabörn. Stefán, f. 21. júní 1948, d. 22. apríl 1966. Ólafur, f. 12. nóvember 1949, matsmaður, í sambúð með Birnu Soffíu Bjömsdóttur, búsettur í Vestmannaeyjum, og eiga þau þijú böm. Kristrún, f. 2. mars 1952, húsmóðir, gift Þorsteini Ingólfssyni, búsett í Vestmanna- eyjum, og eiga þau tvö börn. Halldóra, f. 30. september 1955, skrifstofumaður, í sambúð með Siguijóni Guðmundssyni, búsett í Vestmannaeyjum og á hún eitt barn. Þóra, f. 5. mars 1957, hús- móðir, gift Steinþóri Hjaltasyni, búsett í Reykjavík, og eiga þau þijú böm. Gísli Ragnarsson, sem ólst upp hjá ömmu sinni og afa, f. 29. maí 1957, vélsmiður, kvæntur Guðbjörgu Ósk Bald- ursdóttur, búsettur í Vestmanna- eyjum, og eiga þau tvö böm. Afkomendur Ásdisar era 88. Útför Ásdísar fer fram frá Landakirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 14. ÁSDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR ELSKU amma mín, upp er runnin kveðjustundin. Það er mjög skrítið að fá ekki að sjá þig á hveijum degi og spjalla við þig um lífið og tilveruna. Hláturinn mildi og bros- ið þitt, skapið góða, réttlætiskennd þín og raunsæi, alls þess á ég eft- iri að minnast. Það var svo gaman að koma til þín, þú hafðir alltaf tíma fyrir hvem og einn. Ég man einu sinni þegar ég spurði þig: „Amma, hvernig ferðu að því að Iesa, hlusta á útvarp og pijóna?“ Hvað þú gast hlegið mikið. Þessi minning er mjög sterk því þannig varst þú, þér féll aldrei verk úr hendi og ævinlega varst þú svo ~ jákvæð. Elsku amma mín, ég á eftir að sakna þín, en ég veit að nú ert þú komin til afa og barn- anna ykkar sem fóm á undan þér. Þakka þér fyrir þitt góða vegar- nesti sem þú gafst mér. Minning þín mun ávallt lifa í hjarta mínu. Ásdís Andrésdóttir. Æ, hvart ertu amma? Já, ansaðu mér, ég er að gráta og leita að þér. Fórstu út úr bænum eða fórstu út á hlað, eða fórstu til Jesú á sælunnar stað. (Höf. óþekktur.) Elsku amma mín, þá ert þú far- in í ferðalagið og eflaust búin að hitta afa og börnin þín fimm, sem þú átt þarna fyrir handan. Það er ljúfsárt að kveðja þig eftir tæplega sautján ára sambýli, því ég hef Sérfræðingar ■ bloniaskrcytiiigiiiu viö »11 tækilæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 búið með þér frá fæðingu þar til fyrir einu og hálfu ári að þú fórst á sjúkrahús. En þrátt fyrir dvölina þar heimsóttu þig allir eins oft og þeir gátu og sýndu þér þannig væntumþykju sína, en þú lifðir fyrir fjölskylduna þína og elskaðir að fá heimsóknir. Þú hélst á mér undir skírn og ég fékk nafnið þitt sem mér þykir mjög vænt um en þú áttir margar nöfnur því allir vildu skíra eftir þér, þessari yndislegu, sterku, dugnaðarkonu. Þú varst sólargeisl- inn í lífi mínu og allra sem kynnt- ust þinni léttu lund og fórnfýsni. Þú passaðir mig meðan mamma var í vinnunni og kenndir mér margt, en síðustu árin eftir að heilsunni hrakaði héldum við sam- an hópinn og elsku amma Ása mín, ég er glöð yfir því að hafa gefið af mér fyrir þig eins og þú gerir fyrir mig. Sama hvað gekk á þá var alltaf stutt í brosið þitt, hlýjuna og góða skapið. Eins og þú sagðir: „Fólk deyr þegar það hefur mikilvægari hlut- verkum að gegna hinum megin.“ Ég veit að þetta hefur hjálpað þér ásamt þinni sterku trú á lífið eftir dauðann og mun hjálpa mér. Elsku amma Ása mín, það er sárt að fá ekki að sjá þig aftur, finna kossana þína, faðmlög og heyra hláturinn þinn, en minning þín mun alltaf lifa í hjarta okkar og verða okkur styrkur á þessari saknaðarstundu._ Elsku amma Ása mín, ég sakna þín svo mikið, en ég veit þér líður vel og að við hittumst aftur. Guð geymi þig fyrir mig á meðan. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í fríði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín Ásdís Haralds. Elsku amma, ég þakka þér fyrir samveru- stundirnar. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (V atnsenda-Rósa) Þín Guðrún Erla. Okkur systkinin langar til að minnast hennar ömmu okkar í „Héðó“, eins og við kölluðum hana alltaf, með nokkrum orðum. Það verður ósköp tómlegt að koma til Eyja núna þegar amma er ekki lengur til staðar. Hún var alltaf á staðnum, tilbúin til þess að taka á móti gestum og þeir voru ófáir sem lögðu leið sína í eldhúsið til hennar t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför afabróður míns, GUÐBJARTS GUÐMUNDSSONAR leigubifreiðarstjóra, Njáisgötu 15a. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11E á Landspítalanum. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur Helgi Guðmundsson. og fengu þar kjötsúpuna, eða eitt- hvað annað góðgæti. Alltaf var hún ánægðust þegar húsið var fullt af ættingjum og vinum sem það yfir- leitt var. Hún amma var hláturmild og full af lífsgleði og hlýjan steymdi frá henni þegar hún klappaði manni eða var bara nálæg. Elsku amma, við kveðjum þig með miklum söknuði. Þín barnabörn, Halldóra, Matthildur, Þórann Helga og Guðmundur Stefán. Elsku amma, nú þegar þú ert farin í ferðalagið þitt til annarra heima söknum við þín mikið. Við vitum að þú ert á góðum stað, og af því þú varst orðin svo veik finnst okkur gott að vita að nú líður þér vel og að þú ert komin til afa Gísla og barnanna þinna sem fóru á undan þér. Við ætlum að hugsa oft til þín og minnast allra góðu daganna í Vestmannaeyjum sem við áttum saman. Þitt fallega og blíða bros, góða skapið, og hlýju faðmlög þín sögðu allt sem segja þurfti. Elsku amma Ása, við biðjum Guð að geyma þig og þökkum þér fyrir allar góðu stundimar sem við áttum saman. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Ef þú sérð gamla konu, þá minnstu móður þinnar sem mildast átti hjartað og þyngstu störfin vann og fómaði þér kröftum og fegurð æsku sinnar og fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann. (Davíð Stefánsson) Kolbrún, Steinþór Freyr og Hafþór Haukur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé Iof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) í dag kveð ég hana ömmu mína. Söknuðurinn er sár; þó vitað væri að hverju stefndi. Ég bjó fyrstu æviárin mín hjá ömmu og afa eins og fleiri barnabörn þeirra. Amma var ekta amma, amma sem var heimavinnandi, bakaði, prjónaði og saumaði, amma sem var alltaf til staðar. Man ég góðu stundirnar sem við áttum saman á morgnana þegar all- ir, nema við tvær, voru farnir í vinnu eða í skóla. Eins þegar ég sat á skenknum hjá eldavélinni og fylgdist með henni elda. Það var oft glatt á hjaila í Héðó enda fjölskyldan stór. Mun ég sakna þess að hitta ekki ömmu í eldhúsinu sínu. Hún amma var sterk kona. Þó að lífið hafi ekki alltaf verið auðvelt, þá lét hún ekki bugast, heldur var hress og kát. Elsku amma, þakka þér fyrir allar stundirnar sem þú gafst mér. Minn- ingin um þig mun lifa með mér alla tíð. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var 'gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ást þér. (Ingibjörg Sig.) Kristín Lára. í dag verður til grafar borin tengdamóðir mín Ásdís Guðmunds- dóttir, Hásteinsvégi 36, Yestmanna- eyjum. Hún andaðist 9. okt. sl., 82 ára gömul. Flestir þekkja hana, sem Ásdísi í Héðinshöfða, en það var húsið kallað sem hún bjó í ásamt eiginmanni sínum Gísla Gíslasyni. Ég kynntist Ásdísi 19. maí 1952, en þann dag trúlofaðist ég elstu dóttur hennar. Þessi mæta og merka kona afrekaði það að eignast 15 börn. Hún var mjög stolt af stóra bamahópnum sínum, enda voru þetta vænleg og myndarleg börn. Hún var ætíð glöð og kát og hafði yndislegt viðmót. Hún hafði ætíð nóg að gera við að annast þennan stóra barnahóp. Hún saumaði og pijónaði mestöll föt á börnin. Ekki nægði henni að ala eingöngu upp sín eigin böm. Hún ól að mestu upp dótturson sinn Gísla Ragnarsson. Barnabörn og barnabarnabörn Ásdísar eru orð- in mörg, og voru þau mjög hænd að ömmu sinni. Það hefur ætíð verið margt um manninn í kringum hana um ævina, enda barngóð með af- brigðum. Ekki var ævi hennar alltaf dans á rósum. Hún missti fimm börn sín, þar af fjögur af slysförum. Eig- inmanninn missti hún 24. desember 1972, eða rétt fyrir gos. Öllu því sem á Ásdísi hefur verið lagt í gegnum árin hefur hún ævinlega tekið með stakri ró. Hún bar harm sinn í hljóði. Ef einhver var að vorkenna heiini sagði hún ævinlega, ætli einhver hafí það ekki verra en ég. Hún var í Eyjum þegar gosið hófst, og hafði það mikil áhrif á líf hennar, og náði hún aldrei fótfestu á fasta landinu. Þegar gosinu lauk fluttu þijú af börnum hennar aftur í Héðinshöfða og fór Ásdís með þeim og var þar til æviloka. Ásdís var mjög nægju- söm og gerði aldrei miklar kröfur. Hún bjó í lítilli íbúð með börnin og kvartaði aldrei, tók öllu með jafnað- argeði, umbar alla. Tók öllum eins og þeir voru. Síðustu 9 árin í Héðins- höfða var hún hjá Halldóru dóttur sinni, ásamt Ásdísi dóttur Halldóru, og sambýlismanni hennar. Ásdís var augasteinn ömmu sinnar. Af þessum 9 árum var hún á sjúkrahúsi í eitt og hálft ár. Þar var henni vel hjúkr- að. Börnin og barnabörnin söknuðu mömmu og ömmu sinnar, en þau heimsóttu hana daglega á sjúkra- húsið, og vöktu yfir henni síðustu sólarhringana sem hún lifði. Það má segja um þessa gæðakonu, að hvað sem hún sagði eða gerði, þá var það ætíð í vináttu, kærleika og sannleika. Blessuð sé minning hennar. Haukur Berg. Mig langar að minnast hér í nokkrum orðum á hana ömmu mína sem hefur verið mér svo kær. Allt frá því að ég var lítil stelpa hefur tilhlökkunin verið mikil að fara tii Vestmannaeyja og hitta hana ömmu í Héðó. Amma var alltaf létt í lund og mjög hreinskilin svo að oft gat manni nú brugðið þegar hún sagði það sem aðrir hugsuðu, en það var alltaf sagt þannig að eng- inn móðgaðist eða særðist enda leyfði hún viðkomandi ekki að kom- ast upp með það. Já, það var oft hlegið dátt í Héðó og á ég margar góðar endurminningar þaðan og alltaf var margt um manninn þar. í ágúst sl. hitti ég hana ömmu á nýja heimilinu sínu, Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, og þar var hún komin með mjög fallegt og vistlegt herbergi, og sá ég þá strax að þarna liði henni vel enda leið aldrei sá dagur að bömin hennar í Vest- mannaeyjum litu ekki inn og styttu henni stundir. í dag kveð ég hana ömmu mína með miklum söknuði og bið ég góð- an Guð að styrkja alla í sorginni. Hvíl þú í friði, elsku amma mín. Ásdís Garðarsdóttir. Okkur langar í örfáum orðum að minnast móðurömmu okkar, ömmu Ásu í Héðó eins og við kölluð- um hana alltaf. Amma var sannkölluð kjarnorku- kona. Það var sama hvað kom upp á í hennar lífi, ekkert gat haggað henni. Þó hafði hún upplifað meira mótlæti en flestir verða fyrir á lífs- leiðinni. Hún missti eiginmann sinn og fímm af fimmtán börnum sínum og öll létust þau langt fyrir aldur fram. Þrátt fyrir þetta mótlæti heyrði maður hana aldrei vorkenna sér, enda var hún ekkert að flíka sínum innstu tilfinningum heldur hafði þær meira fyrir sjálfa sig. Amma var afskaplega opin og skemmtileg kona. Hún var ekkert að liggja á skoðunum sínum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.