Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Nokkrir punktar um Gilsfjarðarbrúna HINN 14. október sl. birtist grein eftir Braga Benediktsson grófast á Reykhólum. Óhjákvæmilegt er að gera nokkrar athuga- semdir við hana þar sem í henni eru alvar- legar efnislegar villur eða misskilningur. Það hefur lengi verið áhugamál íbóum í Reykhólahreppi að brú verði byggð yfir Gils- fjörð sem skiljanlegt er. Vegurinn fyrir Gils- fjörð er viðsjárverður. Þar er snjóflóðahætta og aUrskriður ekki ótíðar. Því miður er það svo víðar á landinu og verður seint girt fyrir það með öllu að vegfarendum geti stafað hætta af snjóflóðum. Þrátt fyrir Óshlíðarveg og Múlagöng eru snjóflóð enn tíðust og hættulegust á vegunum umhverfis ísafjörð og á Múlavegi. Mér er brigslað um skeyting- arleysi gagnvart Gils- ljarðarbrú. Áður en ég varð samgönguráð- herra hafði einungis 9 millj. kr. verið varið til verkefnisins, en sam- kvæmt gildandi vegaá- ætlun er gert ráð fyrir 840 millj. kr. til Gils- fjarðar á árunum 1995-1998. Það er öldungis ljóst að sú vegaáætlun sem ég lagði fyrir Alþingi fyrr á þessu ári ræður úr- slitum um að brúin yfir Gilsfjörð skuli yfírleitt vera á dagskrá. Á árinu 1992 var efnt til sér- staks átaks í vegamálum sem beind- ist m.a. að því að hraða fram- kvæmdum í Reykjavík og flýta þýð- ingarmiklum köflum á hringvegin- um en ljúka öðrum, sem höfðu af- Stjómmálamenn eiga að vinna með íbúunum, segir Halldór Blöndal, að góðri framkvæmd vegaáætlunar. gerandi þýðingu fyrir einstök byggðarlög. Gott dæmi um slíka framkvæmd er vegurinn yfir Hálf- dán. Ákvörðun var tekin um að ljúka veginum milli Akureyrar og Reykjavíkur og ráðist í að byggja brýr yfír Kúðafljót og Jökulsá í Dal. Ekkert svigrúm var til þess að leggja til hliðar 840 millj. kr. vegna brúar yfír Gilsfjörð. Það er verulegt fé og má kannski segja að þingmenn annarra kjördæma en Vestfjarða hafí sýnt verkefninu mikinn skilning með því að þeir skyldu samþykkja að svo miklu fé Halldór Blöndal yrði veitt til þess samtímis jarð- göngunum fyrir vestan. Þótt brú komi yfír Gilsfjörð fer því fjarri að björninn sé unninn. Enn vantar uppbyggðan veg um Þorskafjarðarheiði sem myndi stytta leiðina til Ísaíjarðar um 70 kílómetra. Kostnaður við slíka veg- lagningu yrði 400-450 millj. kr. og ugglaust ekki minna þótt Kolla- fjarðarheiði yrði farin. Vegur vestur Barðastrandarsýslu til Vatnsfjarðar kostar 1.200-1.300 millj. kr. Á þetta er minnt til að sýna að fjar- lægðir vestra eru miklar og um heiðar og fyrir firði að fara. En auðvitað mun vegurinn yfír Gils- fjörð nýtast íbúum Reykhólahrepps til fulls og skal ég verða fyrstur manna til að óska þeim til ham- ingju þegar fyrsti bíllinn fer yfir brúna. Síðasti vetur var snjóþungur og kostnaður við snjómokstur fór upp úr öllu valdi. Þannig varð kostnað- urinn við vetrarþjónustu frá Stór- holti í Saurbæ að Reykhólum 30,9 millj. kr. Það er verulegt fé. I heild fór snjómoksturinn 400 millj. kr. fram úr þeirri áætlun sem Vega- gerðin hafði gert og byggð var á reynslutölum síðustu ára. Auðvitað hlaut það að bitna á öðrum verkefn- um Vegagerðarinnar því að sömu peningarnir verða ekki notaðir tvisvar. Á þessu ári var gert ráð fyrir 65 millj. kr. til brúar yfír Gils- Miðbæjarlíf SÉRKENNILEGT miðnæturlíf um helgar í miðbæ Reykjavíkur hefur verið til umræðu. Nokkur vandræðagangur hefur verið á umræðunni ekki síður en á næturlíf- - inu. Ekki hefur unga fólkið lagt orð í belg að ráði þótt spjótin beinist að því. Meira heyrist í fullorðnum sem flestir eru sjálfsagt foreldrar. Heyrst hafa tillögur um að koma fyrir myndavélum á götuhornum og að auka löggæslu, hvort tveggja má reyna. Þá hefur heyrst að hækka skyldi sjálfræðisaldur úr 16 í 18 ár. Allt ber þetta keim af afls- mun, síður að laða megi fram betri manninn í unglingum okkar. Sumar bannreglur eru nauðsyn- legar en ekki allar. Það er oft árang- urslítið að banna unglingum hlutina Við þurfum að leysa málin í samvinnu við unga fólkið, segir Val- garður Egilsson, sem hér skrifar um miðbæinn. nema annað sé betra að bjóða, og er þetta kjarni málsins. Gildir víðar um uppeldismál. í íbúðarhverfum borgarinnar er fátt við að vera þegar út fyrir veggi heimilanna er komið. Það er ekkert skrýtið þótt ungt fólk langi til að fara af bæ og hitta annað ungt fólk — á öðrum vettvangi 1 en heimaslóð — það er að skoða annað ungt fólk. Og þetta er landkönn- un. Niðri í bæ er fólkið. Þegar niður í miðbæ er komið hefur unga fólkið ekkert þak yfír höfuðið. Á aldrinum 15 til 18 ára fá unglingar ekki aðgang að dans- húsum enda vínveit- ingaleyfi þar víðast. Unglingar á aldrinum 15-20 ára eru einmitt sá hópur sem mest gaman hefur af að dansa. Dans er vinsælasti leikur unglinga. Litumst aftur um. Ég sagði að í íbúðarhverfum væri fátt við að vera. Niðri í miðbæ er unga fólkið — í sjálfu sér gott — en semsé, þar er þá heldur ekkert við að vera og ekki einu sinni þak yfir höfuðið, hvað þá ann- að. Hér þarf að taka á. í miðbænum þarf að bjóða marga mögu- leika fyrir ungt fólk síðdegis og fram á kvöld, föstudaga og laugardaga. Nefni það sem fyrst blasir við: Undir þaki má bjóða upp á dans, þar má hafa kaffi- og setustof- ur, þar má bjóða leiki af ýmsu tagi, meðal annars spil og tafl, jafnvel íþróttir, s.s. borðtennis, píluskot, biljarð, o.s.frv. Þar mega vera stof- ur fyrir tónlist, leiklist eða sagna- list, þar má m.a.s. hafa lesstofur, þar má sýna kvikmyndir, þurfa ekki að vera morðmyndir, jafnvel myndir Davids Attenborough myndu vinsælar. Margt annað má Valgarður Egilsson KETCH barnakuldagallarnir komnir aftur 5% staðgreiðsluafsláttur af póstkröfum innan 1 daga. Vatnsheldir og hlýir. Stæröir: 92-128. Verö frá kr. 5.985 til B.880. múnUFPsm GlÆSIBÆ-SfMI 5812922 Aðalfundur Evrópusamtakanna á Hótel Sögu í dag laugardag: Reynsla Svía af ESB-aðild og sýn til ársins 2000 Ræöumaöur á aöalfundi Evrópusamtakanna næstkomandi laugardag verður dr. Carl B. Hamilton, hagfræöingur og einn helzti forystu- maður stuöningsmanna aöildar Svíþjóöar aö Evrópusambandinu. Hann mun flytja fyrirlestur, sem hann kallar „Reynsla Svíþjóöar af ESB-aöild og sýn til ársins 2000“. Dr. Hamilton mun í erindi sínu, sem hann flytur á ensku, fjalla um reynslu Svía af ESB-aðild og hlutverk Svíþjóöar á vett- vangi Evrópusamþandsins. Þá mun hann ræða um stöðu Austur-Evrópuríkjanna og möguleika þeirra á ESB-aöild. Loks mun Hamilton víkja aö stööu íslands í evrópsku samstarfi. Aöalfundurinn veröur haldinn í Átthagasal Hótels Sögu í dag laugardag kl. 13.30. Auk þess fara fram venjuleg aðalfundarstörf. Fundurinn er öllum opinn. Félagar í Evrópusamtökunum eru hvattir til að mæta og taka meö sér gesti. Hægt verður aö skrá sig í samtökin á fund- inum og eru nýir félagar velkomnir. Evrópusamtökin eru þverpólitísk samtök. i samtökunum er fólk úr öllum stjórnmálaflokkum, auk þess sem margir félagsmenn standa utan stjórn- málaflokka. Á meöal markmiða samtakanna er aö starfa að virkri þátttöku íslands í samstarfi Evrópuríkja, vinna aö því aö ísland sæki um aöld aö Evrópusambandinu og stuöla að skipulegri samvinnu þjóða Evrópu á lýðræðislegum grundvelii, í því skyni aö standa vörð um frið, frelsi og mann- réttindi og auka gagnkvæman skilning og menningarleg samskipti. fjörð. Það skiptir engu um verklok Gilsfjarðarbrúar hvort þessu fé hafi verið eytt á sl. sumri eða það geymt til næsta árs. Íbúar Reykhólahrepps vita flestum betur hvaða þýðingu góðar og öruggar vegasamgöngur hafa. Ég trúi ekki öðru en þeir hafí skilning á því að það geti ver- ið nauðsynlegt að hnika framlögum til á vegaáætlun til að flýta verklok- um. Mér segir hugur um að það muni verða gert haustið 1997 til þess að Gilsfjarðarbrú geti nýst yfír veturinn þótt veruleg framlög falli til framkvæmdarinnar á árinu 1998. Þannig hljótum við stjórn- málamenn að vinna með íbúunum að góðri framkvæmd vegaáætlunar af því að féð hlýtur alltaf að verða minna en viljinn til þess að eyða því. Samkvæmt fjárlögum er gert ráð fyrir niðurskurði á vegaáætlun. Ég hef tekið ákvörðun um að öllum útboðum Vegagerðarinnar skuli frestað til þess að þingmenn ein- stakra kjördæma geti áttað sig á hinni nýju stöðu og haft áhrif á hvernig að frestun vegafram- kvæmda verði staðið. Með þessu er ég ekki að segja að framkvæmd- um við Gilsfjarðarbrú verði frestað. Ég er einungis að segja að ég sem ráðherra hlýt að vinna á ábyrgan hátt að þeim málum sem mér er trúað fyrir. Höfundur er samgönguráðherra. láta sér koma í hug. Unglingar kunna vel að skemmta sér sjálfir, enda er það oft skemmtilegra en að láta aðra skemmta sér. Bönn ein og skammir duga ekki, heldur ekki það að hækka sjálfræð- isaldur úr 16 í 18 ár. Skyldi mönn- um hugkvæmast næst að hækka markið í 20 ár? Það er grafalvar- legt mál að taka mannréttindi af fólki. Spurningin varðar almenna lifsspeki og slíkt á ekki að gera umræðulaust. Með því værum við að færa mannréttindi þessa unga fólks í hendur foreldrum sem sann- anlega hefur oft mistekist. íslend- ingar eru varla búnir að læra að ala upp nýtt fólk í þéttbýli. Kannski lærist það. Að fornu fengu menn oft mannaforráð fyrir tvítugt. Þá þótti það sjálfsagt. Fyrr á þessari öld tóku menn skipstjórn 15-16 á'ra. í vesturbænum þar sem undirrit- aður býr er ekki hægt að fara í fótbolta lengur — fyrr en í mílu ijarlægð. Hver lófastór blettur er lagður undir götur og einkalóðir. M.ö.o. það býður ekki upp á útileiki eða hreyfíngu. Úr því er hægt að bæta. í borgum erlendis rífa menn ónýt hús og gera að vistsvæði í staðinn. Vonandi þykir það ekki of frumlegt í okkar borg. Éða að taka götustubba frá fyrir útileiki. Það sem hér var stungið upp á að gera fyrir miðbæinn, það kynni að kosta fé. Við getum reyndar ekki bara ljósritað aðferðir annarra borga. Það hefur aldrei verið byggð höfuðborg áður á svo köldu landi — því má kalla það tilraun. En við þær sérstöku aðstæður þurfum við kannski að hafa sérstakt vit fyrir okkur. Enda ekki allt til fyrirmynd- ar í erlendum borgum. Við þurfum eiginlega að gera betur en þar er gert. Það er langur vegur milli for- svaranlegs uppeldis og ágæts upp- eldis. Þeir sem áhuga hafa á að lífga upp á miðbæinn ættu að fagna því að fá til liðs þennan bráð-lífmikla efnivið sem 3-5.Ó00 unglingar eru. Hvað fá menn betra? Þeir sem áhyggjur hafa af helgarlífi í mið- bænum þurfa þá að hugsa um þetta: Hvemg má laða betri manninn fram í unglingum okkar? Ungt fóik er of skemmtilegt til að daufheyrst verði við þessum sjónarmiðum. Þótt fé þyrfti að kosta til, þá er hitt lakara ef unglingarn- ir kynnast einungis hráslaganum, þá tapa þeir af æsku sinni, og sum- ir tapast jafnvel alveg. Við eigum ékkert annað. í stað þess að láta kenna aflsmunar, þá skulum við fá þá með okkur. Höfundur er læknir og rithöfundur. > > > i > i i \ ► i I i 1 i i ! ; i i *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.