Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Framtíð Kozyrevs? Stefnu- breyting ólíkleg Moskvu. Reuter. VERÐI Andréi Kozyrev, utanríkis- ráðherra Rússlands, látinn víkja úr embætti mun það vekja nokkrun ugg á Vesturlöndum en jafnt vest- rænir sem rússneskir embættis- menn telja, að þó svo farí, muni lítil breyting verða á rússneskri utanríkisstefnu. í yfírlýsingum Borís Jeltsíns, for- seta Rússtands, um brottvikningu Kozyrevs stangast raunar eitt á annars horn. A fimmtudag sagði hann, að það væri sín óhagganlega ákvörðun að láta hann víkja strax og hæfur maður fyndist í hans stað en daginn eftir sagði hann hugsan- legt, að Kozyrev yrði áfram í emb- ætti ef hann fengi aðstoðarutanrík- isráðherra sér við hlið. Framfylgdi stefnu Jeltsíns Rússneskir fréttaskýrendur benda á, að Kozyrev hafi ávallt verið Jeltsín trúr og í raun hafi hann aldrei gert neitt annað en framfylgja stefnu forsetans sjálfs. Jeltsín sé hins vegar í því hlutverki að sannfæra þingmenn og almenn- ing um, að hann standi vörð um rússneska hagsmuni og í því ljósi beri að líta á yfirlýsingar hans um Kozyrev og kjarnorkuvopn í Aust- ur-Evrópu. Þá er það líka skoðun sumra fréttaskýrenda, að misvís- andi yfirlýsingar Jeltsíns um Koz- yrev séu ekki bara fyrir heimamark- aðinn, heldur ekki síður fyrir vest- ræna leiðtoga. Hann sé með öðrum orðum að hóta, að Kozyrev, sem er í miklum metum á Vesturlöndum, verði rekinn ef þeir komi ekki til móts við Rússa í helstu deilumálun- um. Mest er andstaða Rússa við, að kjamorkuvopnum verði komið fyrir í Austur-Evrópuríkjunum gangi þau í NATO og á Vesturlöndum skilja margir yfirlýsingar Jeltsíns um það mál þannig, að hann sé tilbúinn til að sætta sig við NATO-aðild ríkj- anna verði komið til móts við hann að þessu leyti. ERLENT Claes segir af sér embætti framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins Sakar andstæðínga sína í Belgíu um „pólitískt morð“ Brussel. Reuter. WILLY Claes, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) kallaði saman blaðamannafund í Brussel síðdegis í gær og skýrði frá því að hann hefði sagt af sér embætti vegna ásakana í sinn garð í tengslum við Agusta-mútu- málið. „Ég hef með miklum trega ákveðið að segja af mér,“ sagði Claes en belgíska þingið sam- þykkti á fimmtudag að svipta hann þinghelgi svo að hæstiréttur gæti yfirheyrt hann vegna mútu- málsins. Áður en þingið greiddi atkvæði flutti framkvæmdastjórinn tilfinn- ingaþrungna ræðu yfir þingheimi og sagði að yrði hann dreginn fyr- ir hæstarétt jafngilti það aftöku, einnig minntist hann á fjölskyldu sína í ræðunni. í ávarpi sínu á blaðamannafund- inum hyllti Claes NATO sem hann sagði mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Hann fordæmdi afstöðu rann- Land í angsýn TIL uppþota kom í gær um borð í skipi, sem er með 650 Palestinumenn undan Kýpur- ströndum, en fólkið var rekið frá Líbýu fyrir viku og hefur síðan verið landlaust. Kyrrð komst þó á þegar fulltrúar Sýrlandsstjórnar tilkynntu, að hún ætlaði að leyfa flestum landvist. Fær skipið að koma í höfn á Kýpur og þaðan verð- ur ferðinni haldið áfram til Sýrlands með öðru skipi. Mað- urinn, sem er klofvega á handriðinu, ætlaði að kasta sér fyrir borð en var gripinn á síð- ustu stundu. Valið á Claes var umdeilt á sín- um tíma hjá NATO. Hann átti í nokkrum erfiðleikum fyrst í stað í embætti sínu og var sakaður um að vilja engin ráð þiggja. Smám saman vann hann sig þó í álit, eink- um hjá Bandaríkjamönnum. Gagnrýndur harkalega Hann þótti sýna mikla forystu- og stjórnunarhæfileika er ákveðið var að herflugvélar NATO yrðu notaðar til að þvinga Bosníu-Serba til að íjarlægja þungavopn frá Sarajevo. Hann var síðan gagn- rýndur harkalega nýlega fyrir þau ummæli sína að íslam yrði fram- vegis aðalhættan er steðjaði að Vesturlöndum í stað kommúnis- mans áður. Þótti þessi yfirlýsing ekki líkleg til að efla góð sam- skipti við múslimaþjóðir Norður- Afríku. Morðið á Couls Það var morðið á einum af leið- togum vallónskra sósíalista, André Couls, í Liege árið 1991 sem varð til þess að farið var að kanna pen- ingagreiðslur til sósíalistaflokksins belgíska. Harðsnúinn saksóknari í Liege, Veronique Ancia, og starfs- lið hennar hóf m.a. að kanna ásak- anir um að ítalska þyrlufyrirtækið Agusta hefði árið 1988 greitt flokknum, sem þá var í stjórn, mútur til að fá að selja hernum 46 þyrlur fyrir 25 milljarða króna á núvirði. Claes, sem var efnahagsmálaráð- herra 1988 og síðar utanríkisráð- herra, sagðist í fyrstu aldrei hafa heyrt minnst á neinar peninga- greiðslur en viðurkenndi síðar að hafa heyrt lauslega drepið á þær. Claes var nú orðinn tvísaga, málið vatt smám saman upp á sig og skoðanakönnun í fyrradag sýndi að yfir 90% Belgíumanna vildu að hann segði af sér. Málið væri orð- ið hneisa fyrir þjóðina. sóknaraðila og stjóm- málaleiðtoga í Belgíu. „Leyfið mér enn einu sinni að ítreka að ég er algerlega sa_klaus,“ sagði hann. „Ég hef orðið að veija mig við aðstæður sem ekki eru sæmandi nútímaríki," sagði Claes og taldi sig ekki hafa hlotið rétt- láta málsmeðferð. Hann sagðist vera reiður en ætlaði ekki að verða bitur maður. Hann hefði aldrei fengið að veija sig augliti til auglitis við þá sem sökuðu sig um að hafa vitað um múturnar án þess að gera nokkuð í málinu. „Enginn getur neitað því að ég nýt ekki lengur trausts til að veita þessu mikla bandalagi trausta forystu. Er því hægt að kalla þetta annað en pólitískt morð?“ Þetta er í fyrsta sinn í 46 ára sögu bandalagsins sem framkvæmdastjóri þess hefur verið neyddur til að segja af sér en hann er skip- aður til fimm ára í senn. Ár er liðið síðan hinn 56 ára gamli Cla- es tók við embættinu en hann var lengi harður gagnrýnandi NATO og andmælti ýmsu í stefnu banda- lagsins, meðal annars uppsetningu bandarískra kjam- orkuflauga í Evrópu. Hann er lög- fræðingur og snjall tónlistarmaður í frístundum, kvæntur og tveggja barna faðir. Claes er af fátækum kominn og sagður afar metnaðar- fullur. Willy Claes Reuter l \ I * > i i \ > \ i & » Nonoyama, nýr sendiherra Japans á íslandi, í heimsókn Japansmarkaður ekki lokaður öðrum ÍSLAND er eitt fárra landa í heim- inum sem eru með hagstæðan við- skiptajöfnuð gagnvart Japan,“ segir nýr sendiherra Japans hér á landi, Tadayuki Nonoyama, en hann hefur aðsetur í Ósló. Hann segist telja að viðskiptin muni áfram verða blómleg, Japanar flytji æ meira inn af ferskum fiski frá Islandi og telji hann mikla gæða- vöru. Einnig séu vaxandi tækifæri í ferðaþjónustu hér. Nonoyama sendiherra afhenti forseta íslands, Vigdísi Finnboga- dóttur, trúnaðarbréf sitt í vikunni og hefur átt viðræður við hérlenda ráðamenn í stjórnmálum og við- skiptalífi. Hann er 62 ára gamall lögfræðingur og hlaut menntun sína í Japan, Bretlandi og Banda- ríkjunum. Nonoyama tók við emb- ætti sendiherra lands síns í Noregi í júní sl. Nonoyama sagði viðskipti og samskipti þjóðanna á mörgum sviðum fara stöðugt vaxandi. Hann minnti á gagnkvæmar heimsóknir einstaklinga í menningar- og við- skiptalífi og jafnframt að forseti íslands hefði heimsótt Japan fjór- um sinnum og væri væntanlegur þangað næsta vor. Nokkrir íslend- ingar stunduðu nú nám við jap- anska háskóla. Samstarf væri í rannsóknum í jarðhitafræðum og fleiri skyldum vísindagreinum enda aðstæður um margt líkar í löndun- um tveim þótt langt væri á milli og munurinn á fólksfjölda mikill. ísland nýr áfangastaður? Aðspurður um horfur á fjölgun japanskra ferðamanna til Islands sagði sendiherrann að 10 milljónir Japana færu til útlanda ár hvert. Þeir reyndu nú margir að finna nýja staði til að heimsækja. „Ég er sannfærður um Island gæti lað- að að sér marga slíka ferðamenn en ég held að ekki sé mikið um þá enn þá hér. Japanar, búsettir í Evrópu, eru hins vegar alltíðir gestir hér. Ferðmennirnir myndu að sjálfsögðu hrífast af hlýju og gestrisni íbúanna, einnig jöklun- um, mér skilst auk þess að hér sé auðugt fuglalíf. Japanskir ferðamenn eru reynd- ar ekki eingöngu áhugasamir um landslag og þess háttar, þeir vilja einnig fræðast um fólkið og sögu þess. Þið eruð afkomendur víkinga og það vekur áhuga.“ Er spurt var hvort staða íslands utan Evrópusambandsins hefði einhver áhrif á viðskipti landanna sagði sendiherrann það ekki skipta máli, Japanar legðu alþjóðlegar reglur Alþjóðaviðskiptastofnunar- innar, WTO, til grundvallar í öllum sínum viðskiptum við önnur lönd. Minnt var á kvartanir Bandá- ríkjanna sem segja að japanskt samfélag sé svo lokað að erfitt sé að komast inn á markað þar. „Þeg- ar Bandaríkjamenn segja að Jap- ansmarkaður sé lokaður merkir það að þeim gangi ekki vel þar, takist ekki að bijótast inn á mark- aðinn þar ... íslendingar selja mikið af sjávarafurðum á Japans- markaði og það finnst mér sýna að hann sé ekki lokaður heldur mjög opinn.“ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson TADAYUKI Nonoyama, sendiherra Japans á íslandi. Japanar hafa átt við ýmiss kon- ar efnahagsvanda að stríða síðustu árin. „Síðustu 40 árin hefur okkur gengið mjög vel en nú hefur skyndilega slegið í bakseglin. í japanskri sögu eru mörg dæmi um þung áföll og efnahagslega erfið- leika en okkur hefur tekist að leysa vandann, Munurinn er sá að minni hyggju að áður var fremur um innanlands- vanda að ræða, sem eingöngu kom niður á Japönum. Nú hefur efna- hagslegur máttur okkar vaxið svo mjög að okkar eigin vandkvæði r hafa slæm áhrif á efnahagsmál ? út um allan heim. Það er ný reynsla 1 fyrir okkur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.