Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ (M 30. oktober- 3. nóvember. Mánudagar og miðvikudagar kl. 20-22. Vöðvabólga, höfuðverkur, orkuleysi.... Skilaboð líkamans um streitu? Skoðaðu streytuvaldana i lifi þínu og kynnstu aðferðum til þess IÓGASTÖÐI1 HEIMSLÍ að umbreyta vanliðan í vellíðan. Leiðbeinandi: Kristin Norland Kripalujógakennari. sími 588 4200. j&s Jógastöðin Heimsljós, Ármúla 15, 2. hæð, Argentínskiir tangó ÁstríðuMur og ljóðrænn dans sem allir geta notið. Ný námskeið að hefjast 25. Okt. Kennarar: Hany og Bryndís Skráninv hafin! S í M I Ábendiiif’ar á mjólkurumhúöum, nr. .1 af 60. Á besta aldri! Þeir sem eru 20 - 29 ára eru á þrítugsaldri, fólk á aldrinum 30 - 39 ára er á fertugsaldri, 40 - 49 ára á Hmmtugsaldri, 50 - 59 ára á sextugsaldri o.s.frv, Þeir sem eru 90 - 99 ára eru á tíræðisaldri. MJÓIKURSAMSALAN íslenskufrœðsla á mjólkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkursamsölunnar, íslenslfrar málnefndar og Málrœktarsjóðs. ÍDAG SKAK Umsjón Margeir Pétursson SVARTUR leikur og vinnur Þetta eru lokin á skák- inni Christopher Lutz gegn Viktor Kortsnoj á opna mótinu í Wichern í Þýskalandi í haust. Hluti skákarinnar birtist hér í gær. Gamla brýnið hafði svart og átti leik og fann skemmtilegt samspil kantpeða sinna: 65. — h2! og Lutz gafst upp því 66. Hxh2 er svar- að með 66. — a3! og hvít- ur tapar a.m.k. hrók. Eft- ir slíkar skákir er Kortsnoj ávallt ljúft að útskýra fyrir ungum and- stæðingum sína hvar skó- inn kreppti að í skilningi þeirra á skákl- ist. Er þá ekki óalgengt að glott færist yfir varir meistarans og fellur kennslan stundum í grýttan jarðveg. Úrslit mótsins í Wichem: 1. Kortsnoj 7 ‘A v. af 9 mögulegum. Hann stóð upp úr meðalmennskunni, en 16 skákmenn komu næstir með 7 v. þar á meðal 13 stórmeistarar, s.s. Malanjúk, Jonny Hector, Lutz, Ftacnik og Kindermann. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Alveg ófært! Guðríður hringdi og vildi lýsa óánægju sinni með þáttinn Dagsljós. Þetta er algjörlega ófært, segir hún, og veit um fjölda fólks sem er sama sinnis. Steininn tók úr þegar hún sá mann eltast við mannaskít í sundlaug. Er ekki nóg komið af lágkúrunni? Lágkúr í íslenskri dagskrárgerð DAGNÝ Jónsdóttir hringdi og segist vera hjartanlega sammála Ön- undi Ásgeirssyni þar sem hann setur ofan í við yfir- menn sjónvarps varðandi sjónvarpsdagskrána í Bréfi til blaðsins. Hún sagði að nú væri nóg komið og það væri fyrir neðan allar hellur að fólki skuli vera boðið upp á dagskrárgerð af því tagi sem Önundur minnist á í grein sinni. Tapað/fundið Puttalingoir tapaði gleraugum FJÖGUR ungmenni voru tekin upp í rauðan bíl í Hafnarfirði og voru sett út í Seljahverfi fyrir u.þ.b. þremur vikum. Einn unglingurinn hafði skiiið gleraugun sín eftir á hillu fyrir aftan far- þegasæti og gleymt þeim þar. Sá sem tók þau upp í bflinn er vinsamlega beðinn að gefa sig fram í síma 567-1088. BRIPS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson „EF vamarspilari leggur ekki háspil á háspil, þá á hann ekki háspilið." Segir Zia Mahmood í einu af BOLS-heilræðum sínum. Kínveijinn Wang lagði ekki á, en var með háspilið. Hví- lík ósvífni! Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ 43 ▼ Á52 ♦ G2 4 KG8542 Vestur Austur ♦ K1082 ♦ 975 f G1094 11 V K876 ♦ 983 ♦ D764 ♦ Á7 4 109 Suður ♦ ÁDG6 ▼ D3 ♦ ÁK105 ♦ D63 Spilið er frá leik Kínveija og Svía í riðlakeppni HM. Opin salur: Vestur Norður Austur Suður Fu Fallenius Wang Nilsland 1 lauf Pass 1 hjarta Pass 1 grand Pass 2 spaðar Pass. 2 grönd Pass 3 tígiar Pass 3 hjörtu Pass 3 spaðar Pass 4 lauf Pass 4 hjörtu Dobl 5 lauf Pass Pass Pass Svíamir spila flókið bið- sagnakerfi, þar sem opnar- inn spyr í þaula og svarhönd- in lýsir sínum spilum. Nils- land sá möguleika á slemmu þegar sagnir voru komnar upp í 3 spaða og fór því fram- hjá þremur gröndum, sem er besta geimið. Pu spilaði út hjarta, sem Nilsland drap stiux á ásinn og henti drottningunni undir. Spilaði síðan tígulgosa úr blindum! Sem var stekur leikur, því ef austur leggur drottinguna á gosann, þá má henda spða niður í tígul- tíu og losna þannig við svín- inguna fyrir spaðakónginn. En Wang dúkkaði fumlaust og þá ákvað Nilsland að stinga upp ás og treysta á spaðasvíninguna. Einn niður. Lokaður salur Vestur Norður Austur Suður Bennet Xu Wirgren Hu 1 tigull Pass 2 lauf Pass 2 spaðar Pass 3 lauf Pass 3 hjörtu Pass 3 Krönd Allir pass Með hjartakóng í austur reyndust 3 grönd vera auð- unnin: 10 IMPar til Kínveija. Hlutavelta ÞÆR Hrafntinna Viktoría Karlsdóttir og Dagrún Inga Þorsteinsdóttir héldu nýlega hlutaveltu og færðu Bam- aspitala Hringsins ágóðann sem varð kr. 10.200, til styrktar byggingu nýs bamaspitala. Rangt var farið með upphæð ágóðans í blaðinu i gær og em telpurnar beðnar velvirðingar á þvj. ÞESSAR duglegu stúlkur héldu nýlega hlutaveltu og færðu Barnaspítala Hringsins ágóðann sem varð kr. 2.075. Þær heita Tinna Rut Traustadóttir, Elín Árnadóttir, Guðrún Una Hafsteinsdóttir og Alfheiður Hafsteinsdóttir. Yíkveiji skrifar... STUNDUM efast Víkveiji um að sum fyrirtæki átti sig á þeirri staðreynd, að notkun á íslenzku máli í auglýsingum skiptir miklu máli fyrir ímynd fyrirtækisins. Klúðurslegt orðalag og málvillur geta aldrei verið til þess fallnar að skapa traust hjá viðskiptavininum. Sama á auðvitað við þegar útlenzku er slett að óþörfu. Nýlega sá Vík- vetji einhveija tízkuverzlun til dæmis auglýsa „amber skartgripi“ frá Póllandi. Er ekki bara átt við skartgripi úr rafí, sem Pólveijar smiða mikið af? Raf heitir amber á ensku, en það er lítil vinna að fletta upp í orðabók og nota rétta íslenzka orðið. XXX Á GLYMUR stöðugt í útvarp- inu auglýsing frá bflasölum við Miklatorg, sem klykkja út með „keyptu betri bíl“. Nú á Víkveiji ekki von á að fólk „keypi" bfla hjá bílasölum við Miklatorg, og gjaman mættu þeir breyta auglýsingunni þannig að fólk væri hvatt til að kaupa (kauptu er boðhátturinn) betri bfla. Þessi hvimleiða og alltof algenga villa var raunar líka í dæmalausum leirburði, sem Bfla- sala Guðfínns notaði lengi vel sem sunginn auglýsingatexta, en er ekki skárri fyrir vikið. XXX ÍKVERJA hefur borizt bréf frá Guðbjörgu Gunnarsdóttur, upplýsinga- og blaðafulltrúa Pósts og síma, vegna skrifa hans um svar- þjónustu símans fyrir hálfum mán- uði. Guðbjörg skrifar: „Það er mis- skilningur hjá Víkverja að ekki sé svarað eftir röð þeirra sem hringja inn í upplýsinganúmerin 114 og 118. í 118 (áður 03) hefur þetta fyrirkomulag tíðkazt um liðlega eins árs skeið. Fjörutíu innhringilín- ur eru í 118 en 29 starfsmenn svara þar á tímabilinu 9-18 virka daga, sem þýðir að þegar álag er mikið eru 28 viðskiptavinir afgreiddir strax en 12 þurfa að hafa biðlund í um 10-20 sekúndur unz þeir fá samband. Annað slagið koma hins vegar álagstoppar þannig að 40 lín- ur duga ekki og þá fær viðskiptavin- urinn strax á tali þegar hringt er. Við þessa álagstoppa verður seint hægt að ráða, þannig að aldrei þurfi neinn að bíða eftir svari. Slíkt álag varir þó yfirleitt skamman tíma. Það fyrirkomulag sem Vík- veiji virðist vera að tala um, þ.e.a.s. að sá viðskiptavinur sem ekki kemst strax í samband við afgreiðslu- manneskju sé í millitíðinni tengdur við tal- eða tónvél, var vissulega skoðað á sínum tíma. Niðurstaðan úr þeirri athugun var sú að ótækt þótti að láta viðskiptavininn borga fyrir biðtímann, en öðruvísi er þetta ekki framkvæmanlegt." xxx ÍKVERJI þakkar Guðbjörgu bréfið og viðurkennir að í þetta sinn hefur Póstur og sími nokkuð til síns máls. Hins vegar mætti bera meira á þeim hugsunar- hætti hjá fyrirtækinu, að láta við- skiptavininn hafa forgang og að láta hann ekki borga að óþörfu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.