Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 15 VIÐSKIPTI Island stendur vel efnahagslega í samanburði við önnur Evrópuríki Uppfyllum öll skilyrði Evrópska myntbandalagsins ÍSLAND er eitt þriggja Evrópuríkja sem uppfyllir öll efnahagsleg skilyrði fyrir aðild að Evrópska myntsam- starfínu (EMU) sem ríki Evrópu- bandalagsins stefna að því að koma á fót eftir rúm þrjú ár. A alþjóðlegri ráðstefnu íslandsbanka fyrir banka- menn, sem haldin var í gær, sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, að enda þótt íslend- ingar væru ekki á leið inn í EMU væri þetta einn mælikvarði á stöðu efnahagsmála hér á landi. Meðal ríkja Evrópusambandsins eru það aðeins Þýskaland og Lúxem- borg sem uppfylla nú skilyrði fyrir inngöngu í myntbandalagið, en gert er ráð fyrir að aðildarríki þess taki upp sameiginlegan gjaldmiðil. Sátt- málinn kveður á um að þau uppfylli ákveðin skilyrði um afkomu hins opinbera, skuldir hins opinbera, verð- bólgu og langtímavexti. Á meðfylgj- andi töflu má sjá stöðu Evrópusam- bandsríkjanna og íslands gagnvart þessum lágmörkum. Hagstæðari stærðir en l\já OECD-ríkjum Þórður Friðjónsson sagði í ræðu sinni á ráðstefnunni að efnahagslífið hér á landi væri að þróast í rétta átt. Það mætti m.a. ráða af saman- burði við þróun atvinnuleysis, verð- bólgu, ríkisfjármála og viðskiptajafn- aðar í ríkjum OECD. Allar þessar stærðir væru hagstæðari hér á landi á þessu ári en að meðaltali í OECD. Þórður benti hins vegar á að nokk- ur brýn verkefni væru framundan í hagstjórn til að tryggja stöðugleika og áframhaldandi hagvöxt. Eitt helsta viðfangsefnið væri að tryggja jafnvægi í ríkisfjármálum og draga úr skuldasöfnun hins opinbera. í öðru lagi væri þörf á frekari umbótum á fjármagnsmarkaði. Mik- ilvægast væri að auka sjálfstæði Seðlabankans ásamt því að einka- væða ríkisbankana og fjárfestingar- lánasjóðina. í þriðja lagi sagðist- Þórður hafa efasemdir um núverandi skipulag kjaramála, enda þótt það hefði á ýmsan hátt dugað vel undan- farin ár. Vinnumarkaðurinn ein- kenndist af miðstýringu sem flest ríki hefðu horfið frá. Þetta fyrir- komulag hefði ákveðna kosti, sér- staklega á t'ímum samdráttar í efna- hagslífinu, en það skorti sveigjan- leika til lengri tíma litið. í fjórða lagi kvaðst Þórður telja þörf á ýmsum skipulagsbreytingum í atvinnulífinu, sérstaklega í sjávarútvegi og land- búnaði. Skilyrði Maastricht-sáttmálans fyrir aðild að EMU-myntbandal. og efnahagsástand í ríkjum ESB 1995 og a íslandi Afkoma hins opinbera, % (Hutfallaf landsframl.) Skuldirhins opinbera, % (Hutfall af landsframl.) VerO- bólga, °o Lang- tíma- vextir, % Skilyrðin, viðmiðunargildi: -3,0% 60% Ji 3,4% 9,1% Belgía -4,3 135 2,2 8,0 Bretland -4,2 54 2,3 8,4 Oanmörk -2,1 76 2,4 g, 8,9 Frakkland -5,0 51 1,9 7,6 Grikkland -11,4 114 9,5 - Holland -3,3 79 1,8 7,1 írland -2,5 86 2,5 8,7 ítalfa -7,8 125 4,3 12,1 Lúxemborg 1,2 7 3,0 & - Portúgal -5,4 70 4,5 - Spánn -6,2 65 4,0 11,5 Þýskaland -2,3 58 2,1 7,1 Austurríki -4,5 66 2,8 7,1 Finnland -5,0 67 2,5 9,0 Svíþjóð -9,2 84 4,0 10,9 ísland -3,3 55 1,7 (8,0) Vísitala bygging- arkostnað- ar hækkar VÍSITALA byggingarkostnað- ar hækkaði um 0,3% á milli mánaða og mældist 205,2 stig ! eftir verðlagi um miðjan októ- ber, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þetta er mesta hækkun vísitölunnar undan- farna 5 mánuði, en síðastliðna tvo mánuði hefur vísitalan stað- ið í stað. Að sögn Rósmundar Guðnasonar, hjá Hagstofunni, er ástæðu þessarar hækkunar nú að fínna í hækkunum á fjöl- mörgum þáttum sem ekki hafa hækkað í langan tíma. Þessi hækkun jafngildir 1,2% verð- bólgu á ári en síðastliðna 12 mánuði hefur vísitala bygging- arkostnaðar hækkað um 3,4%. Launavísitala hækkaði hins vegar um 0,4% frá því í ágúst, ef miðað er við meðallaun í september. Það samsvarar tæpiega 5% hækkun á árs- grundvelli. Vísitalan hefur hins vegar hækkað um 5,6% síðastl- iðna 12 mánuði. Rósmundur segir að þessa hækkun nú megi rekja til síðustu hrinunnar í þeim launahækkunum sem samið hefur verið um á þessu ári. Hann reiknar því með að þessum hækkunum muni nú linna. Haavöxtur á íslandi og í OECD | ’80 ’81 '82 '83 ’84 ’85 ’86 ’87 ’88 ’89 ’90 ’91 ’92 ’93 ’94 Dollar og líra lækka gegn sterku marki London. Reuter. DOLLAR seldist í gær á lægsta verði gegn marki í tvo mánuði og markið bætti stöðu sína, einkum á kostnað lírunn- ar sem stendur illa að vígi vegna pólitískrar óvissu á ftalíu. Dollarinn lækkaði í innan við 1.4040 mörk og seldist síðdegis á 1.3980 mörk, sem vakti ugg um að hann mundi stóreflast á ný gegn dollar og öðrum veikum gjaldmiðlum. Líran hefur ekki staðið eins illa gegn marki í rúmlega 11 vikur vegna óvissunnar í Róm. Óstöðugt ástand ríkti á hlutabréfamarkaði vegna óvissunnar í gengismálum. í London lækkaði FT-vísitalan um 27,2 punkta eða 0,76%. í París lækkuðu bréf í verði fimmta daginn í röð. í Frank- furt lækkaði kauphallarvísi- tala um 9,11 punkta og um 22 punkta í tölvuviðskiptum eftir lokun. Landsfram- leiðslan sjö- faldast frá stríðslokum HAGVÖXTUR á íslandi hefur verið nokkuð í takt við þróun- ina í ríkjum OECD undanfarin tvö ár, en eins og sjá má á myndinni hér að ofan, hefur ísland engu að síður dregist verulega aftur úr ríkjum OECD á undanförnum 7 árum vegna langvarandi stöðnunar. Þessar upplýsingar er að finna í nýrri skýrslu Þjóðhagsstofn- unar, Sögulegt yfirlit hagt- alna, en þetta er í þriðja sinn sem stofnunin sendir frá sér slíkt yfirlit. í skýrslunni kemur enn- fremur fram að árlegur hag- vöxtur hér á landi hefur að meðaltali verið 4% á árunum frá 1945-1994 og hefur lands- framleiðslan því sem næst sjö- faldast á þessu tímabili. Á sama tíma hefur fólksfjölgunin að jafnaði verið 1,5% á ári og því hefur landsframleiðsla á mann aukist um 2,5% á ári að jafnaði. Hörð samkeppni á kartöflumarkaðnum Mata haslar sér völl VERÐSTRIÐ á kartöflum, sem hófst í verslunum á höfuðborgarsvæðinu á miðvikudag, og enn sér ekki fyrir endann á, virðist eiga rót sína að rekja til harðrar samkeppni meðal dreifingarfyrirtækja. Dreifingarfyr- irtækið Mata hf., reynir nú að hasla sér völl á kartöflumarkaðnum með því að bjóða lægra verð. í september bauðst Mata til að kaupa stærsta dreifingaraðila jarðepla, Ágæti hf., að hluta eða öllu leyti en tilboðinu var hafnað. Verðstríðið hófst á miðvikudag þegar Kári Ingólfsson, eigandi Álf- heimabúðarinnar, bauð kílóið af jarðeplum á 49 krónur en þangað til var algengt að tveggja kílóa poki væri seldur á 250-290 krónur. Að sögn Kára gerir góður samningur við dreifingarfyrirtækið Mata hon- um kleift að bjóða kartöflur á þessu verði enda sé smásöluálagningu haldið í lágmarki. Algengt er að kartöflur og aðrir jarðávextir lækki í verði á haustin þegar framboðið eykst en hin mikla lækkun nú virð- ist einnig eiga rót sína að rekja til þess að , Mata hf. reynir nú að stór- auka hlutdeild sína á markaðnum. „Óþarfa streita" Matthías H. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Ágætis, spáir því að verðstríðinu linni um helgina. Engar forsendur séu í raun fyrir áframhald- andi stríði þar sem kartöfluuppskera London. Reuter. ÁLVERÐ lækkaði skyndilega um 60 dollara tonnið í London í gær og hefur ekki verið eins lágt í eitt ár. Verð á öðrum málmum lækkaði um leið, en álverðslækkunin vakti mesta athygli og fátt annað bar til tíðinda á málmmarkaði í lok vikunnar. Um morguninn voru nægar ál- birgðir í London, en meiri athygli vakti að samkvæmt upplýsingum al- þjóðaálstofnunarinnar (IPAI) hafði heimsframleiðslan aukizt minna í september en áður. Reyndi að kaupa Ágæti hf. sé í minna lagi. „Segja má að þessi mikla lækkun sé einstakt skot út í loftið og endurspegli óþarfa streitu og ýfíngar milli dreifingarfyrirtækja. Mata reyndi að kaupa sig inn í Ágæti og gerði öllum hluthöfum okkar til- boð en vildi ekki kaupa nema það næði meirihluta í fyrirtækinu. Það gekk ekki eftir og áður en við vissum voru þeir komnir út í verðstríð." Mata flytur aðallega inn græn- meti og ávexti en hefur til þessa ekki verið áberandi í dreifingu inn- lendra kartaflna. Nú er greinilega að verða breyting þar á. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins ætlar Mata að hasla sér völl á kartöflu- markaðnum með góðu eða illu og hið stórlækkaða verð sé aðeins fyrsta skrefið í öflugri markaðssókn. Önnur dreifingarfyrirtæki hafa fylgt í kjöl- farið og bjóða nú kartöflur á mun lægra verði en áður en óvíst er hve lengi það stendur. Innflutningnr fyrr á ferðinni Gunnar Gíslason, framkvæmda- stjóri Mata, staðfestir að fyrirtækið hafi áhuga á að kaupa Ágæti hf. að hluta eða öllu leyti. „Um nokkra hríð höfum við stefnt að því að ná Lægsta verð á áli í eitt ár Margir höfðu áhuga á að kaupa, en staðan breyttist óvænt síðdegis þegar mikil sala leiddi til að verðið hrapaði i 1640 dollara tonnið á skömmum tíma. Þó er sagt að þessi ítökum á kartöflumarkaðnum og besta leiðin til þess er auðvitað sú að ganga inn í Ágæti sem er stærsta dreifingarfyrirtækið á kartöflum. í lok september buðum við hluthöfum þess að kaupa hlutabréf í fyrirtæk- inu á genginu 1,5. Það hlýtur að teljast gott tilboð enda hefur Ágæti verið rekið með tapi á síðustu árum og er innra virði þess 0,66 þegar tillit hefur verið tekið til ofmats á fasteign. Þessu tilboði var hins veg- ar ekki tekið og því þurfum við nú að bijótast inn á þennan markað sjálfir, m.a. með því að bjóða lægra verð. Að sjálfsögðu bregðast sam- keppnisaðilarnir hart við og lækka sitt verð á móti.“ Gunnar vill engu spá um fram- vindu „verðstriðsins" en segir að vel geti verið að það haldi áfram um sinn. „Þótt íslenska uppskeran sé aðeins í meðallagi er engin ástæða til að selja hana dýru verði enda er nú í fyrsta sinn hægt að flytja inn kartöflur allt árið. Ég sé alveg fyrir mér innflutning á erlendum kartöfl- um þegar líða tekur á veturinn og gæðum hinna íslensku fer að hraka. Hinar erlendu verða vafalaust dýrari vegna ofurtolla en okkar reynsla er sú að þorri neytenda sé tilbúinn að greiða hærra verð fyrir betri vöru. Lítil uppskera er því ekki lengur forsenda fyrir háu kartöfluverði og segja má að sölutímabil íslenskra kartaflna styttist vegna GATT.“ hreyfing hafl líklega lítið að segja. Aðrir málmar höfðu staðið vel að vígi um morguninn eins og álið, en verð á þeim lækkaði um leið og ál- verðið hrapaði. Kopar lækkaði um 32 dollara tonnið, zink um 15 dollara og nikkel um 200 dollara tonnið í Chicago vaknaði nýr áhugi á hveiti og desemberverð komst í 5,11 dollara. Staða kakós er ótraust vegna óvissu í sambandi við kosningar á Fílabeinsströndinni. V 1 *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.