Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 37 sagði umbúðalaust það sem henni fannst, fals og hræsni var ekki til hjá henni. Við vissum að hún meinti vel með þessu og oftast gat maður ekki annað en hlegið að þessari hreinskilni hennar. Hún hrósaði líka fólki óspart ef henni fannst ástæða til og aldrei heyrðum við hana tala illa um nokkurn mann. Amma var mikil fjölskyldumann- eskja og hún vildi fylgjast vel með öllum afkomendum sínum sem eru geysimargir. Hún naut sín best þegar hún var umvafin fólkinu sínu og þegar fjölskyldan kom saman, sem var ansi oft, var amma alltaf miðdepill athyglinnar. Þá sat hún í stólnum sínum við eldhúsborðið og var eins og drottning í ríki sínu. Það var alltaf jafnnotalegt að sitja hjá ömmu í eldhúsinu í Héðó. Það voru margar góðar stundimar sem við áttum með henni enda leið okkur alltaf vel í návist hennar og mikið var spjallað og hlegið. Stund- um þegar við sátum með henni einni fór hún að rifja upp hvernig Iífið var í gamla daga. Hún sagði frá því hvemig hún og afi kynntust í sveitinni og það var allt mjög róm- antískt, hann bauð henni í útreiðar- túr og upp frá því vom þau saman. Hún ljómaði öll þegar hún talaði um afa og sveitina sína og það var mjög skemmtilegt og fróðlegt að heyra hana lýsa þeim aðstæðum sem hún ólst upp við. Við kvöddum þig, elsku amma, í ágúst síðastliðnum áður en við fómm til Reykjavíkur, með orðun- um sjáumst síðar og við trúum því að nú séuð þið afi á góðum stað með börnunum ykkar og við hitt- umst þar öll síðar. Takk fyrir allt, elsku amma okk- ar. Sólrún og Ingólfur. Úr ljóði Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi „Konan sem kyndir ofn- inn minn“ má lesa mannlýsingu sem um margt svipar til hennar ömmu okkar í Vestmannaeyjum. Þó svo að við systkinin höfum aldrei verið búsett í Vestmannaeyj- um og þvi ekki haft stöðug sam- skipti við hana í gegnum árin fann maður samt alltaf fyrir nálægð hennar, að ekki sé nú talað um þegar ættingjar komu saman. Þá var líkt og einhver læddist inn með eldhúslampann sinn og maður vissi að amma var efst í hugum allra. í lífi allra skiptast á skin og skúr- ir en þó að stundum hafi ekki bara verið um skúrir að ræða í lífi ömmu heldur hreint og klárt úrfelli þá sagði hún samt aldrei neitt, þó væri hún dauða þreytt, en gladdist frekar yfir sólskinsstundunum. Hún fór að engu óð, var öllum mönnum góð og vann verk sín hljóð. Ekki lagði amma mikið upp úr veraldlegum auð, henni þótti mest um vert að hafa húsaskjól og dag- legt brauð. í þeim efnum sem og öðrum setti hún ekki sjálfa sig efst á forgangslistann, þar gengu af- komendurnir ávallt fyrir og ef það var einhverntíma nefnt að hún þyrfti að hugsa svolítið um sjálfa sig mátti alltaf finna einhvem sem hafði það verra. í lífsgæðakapphlaupi nútímans er hveijum manni hollt að hugsa um það hvernig kona sem eignast hefur 15 börn og 73 barna- og barnabarnabörn gat alltaf sett sjálfa sig aftast í forgangsröðina og hafði alltaf næga mildi og kær- leik handa öllum. Alltaf var það amma sem kynti ofn hlýjunnar, henti út öskunni og blés í glæðurnar, þannig að öllum leið vel í návist hennar og þegar lokastundin tók að nálgast var hún svo sátt við lífið og dauðann að það var eins og hún læddist út um dyr þessa heims og lokaði á eftir sér. Handan við þær dyr hefur afi ör- ugglega beðið í fríðum hópi þeirra sjö afkomenda sem farnir voru á undan henni ogþar hafa tvö yngstu systkini okkar Asdís og Magni tek- ið fagnandi á móti ömmu. Við systkinin og fjölskyldur okk- ar kveðjum ömmu með hlýhug og virðingu. Halldór, Bergrós og Gísli. MINNINGAR BRYNJAR EYDAL -I- Brynjar Eydal ' fæddist á Akur- eyri 22. október 1912. Hann lést á hjúkrunarheimil- inu Eir 9. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Ingimar og Guðfinna Eydal. Ingimar var kenn- ari og síðar ritsljóri Dags á Akureyri. Brynjar kvæntist Brynhildi Ingi- marsdóttur frá Húsavík árið 1940. Þeim varð fimm barna auðið og lifa fjögur: 1) Anna Iijger, f. 1940, d 1942. 2) Anna Inger, fædd 13.3. 1942, kvensjúk- dómalæknir í Lundi í Svíþjóð, gift Jóhannesi Magnússyni. 3) Guðfinna, f. 27.2. 1946, sál- fræðingur í Reykjavík, gift Agli Egilssyni. 4) Matthías, f. 24.5. 1952, líffræðingur í SJÁLFUM honum hefði verið líkast að standa hjá áhorfandi að dauða- stríði sínu og setja fram ígrundaða athugasemd um uppgang lífsins og niðurleið þess. En erfitt dauðastríð gaf ekki tök á slíku. Heimspekin í athugasemdinni hefði getað verið í þá átt, að engum beri að telja sig ómissandi. Hann minntist einhveiju sinni á að suður í kirkjugarði á Akureyri lægju menn sem hefðu talið sig ómissandi, en taldi veröld- ina engu að síður hafa bjargast án þeirra. Það var yfir honum þessi sjaldgæfa ró þeirra fáu sem hafa komist að niðurstöðu um tilhögun mannfélagsins og sætt sig við hana með kostum hennar og göllum. Brynjar Eydal var eins eyfirskur og nokkur getur verið, með það þó í huga að hafa komist í þetta heims- hornaflakk sem menn þurfa í ung- ir til að öðlast víðara sjónhorn á tilveruna. Hann er fæddur á Akur- eyri, en heilsuleysi innan fjölskyldu hans varð til að það þurfti að koma honum fyrir á bæjum frammi í Eyjafirði. Þótt hann hafí lent hjá góðu bændafólki, er slíkt afar hörð raun svo ungu barni sem hann var þá. Sextán ára átti að koma honum Reykjavík, kvænt- ur Bergþóru Vil- hjálmsdóttur. 5) Margrét, félagsráð- gjafi í Reykjavík, f. 8.7. 1958, gift Frið- riki Sigurðssyni. Brynjar hafði áður eignast dóttur, Hel- en Báru, f. 1938, sem býr í Reykja- vík, gift Eyjólfi Jónssyni. Brynjar fluttist ungur til Kanada og átti þar heima um nokkurt árabil og vann einkum við landbúnað- arstörf í byggðum íslendinga þar og víðar. Eftir heimkom- una gerðist hann iðnverkamað- ur á Akureyri og vann lengst af í efnaverksmiðjunni Sjöfn. Hann lét af störfum þar um sjötugt. Utför Bryiyars fór fram í kyrrþey. til dvalar meðal skyldmenna í Kanada. Sendingin misfórst, og enginn kom til að taka við honum mállausum í framandi heimsálfu. Eftir langa bið á járnbrautarpalli sendi forsjónin honum gott fólk, sem tók hann að sér á staðnum, Mrs. Pearson og fjölskylda hennar, sem hann minntist ætíð með þakk- læti. Öll sú reynsla hefur þegar orðið til að gefa honum þá lífsaf- stöðu sem hefur verið tæpt á, að taka tilverunni með ró stóistans. í sex ár var hann í Kanada, eink- um við landbúnaðarstörf, og færði sig hægt vestur á við, líkt og hvíti maðurinn hefur alltaf gert í þeirri álfu, og endaði við Kyrrahaf. Hann hafði yndi af að tala um þessi ár, þar sem hann var í samneyti við fólk af ýmsu þjóðerni Evrópu, sem gat verið ættað eða flutt úr jafn- furðulegum skúmaskotum tilver- unnar og við Brynjar erum úr sjálf- ir, og hafði jafnóborganleg sér- kenni og eyfírskir kotkarlar eða þingeyskir sérvitringar. Hann sá þar sömu sérkenni og sama marg- breytileik mannlífsins og þrífst enn hér norður í landi. Hann gat þulið sögur af einkennilegum Pólveijum GUÐRÚN OLGA STEFÁNSDÓTTIR + Guðrún Olga Stefánsdóttir fæddist á Akureyri 12. mars 1926. Hún lést á Landspítalan- um 24. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Hulda Clausen f. 3. apríl 1898, d. 23. ágúst 1970, og Stef- án Karl Sigurðsson, f. 18. maí 1897, d. 26. september 1951. Systur Guð- rúnar Olgu eru: Pálína sem nú er látin og Ragnheiður, gift Patrick A. Castellano, sem er látinn. Ragnheiður býr í Ariz- ona. Eiginmaður Olgu var Ólafur Sigfússon, f. 29. septem- ber 1923, d. 18. apríl 1991, frá Ey í V-Landeyjum. Börn þeirra eru: 1) Guðni Þór, f. 6. apríl 1952, prófastur á Melstað í Miðfirði, kvæntur Herbjörtu Pétursdóttur frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum. Börn þeirra HÚN Olga vinkona mín og frænka er dáin, farin úr þessari jarðlífs- vist. Hún var búin að stríða lengi hetjulegri baráttu við skæðan sjúk- dóm og var löngu orðin þreytt og þráði það eitt að mega að fá að eru Ólafur Teitur, Pétur Rúnar, báðir háskólanemar, Árni Þorlákur, Lilja frena og Ey- steinn Guðni. 2) Stefán, f. 9. október 1952, umsjónar- maður, kvæntur Ólafíu Þórdísi Gunnarsdóttur. Börn þeirra eru: Guðrún Olga, Ólaf- ur Þór, hann átti áður soninn Birgi. 3) Sigurður Rúnar, f. 4. apríl 1955, pípulagningamaður í Reykja- vík, kvæntur fV^jöll Gunnars- dóttur, þeirra dóttir er Sunna. Hann var áður kvæntur Hrönn Sturlaugsdóttur, dóttir þeirra er Sara. Guðrún Olga og Ólaf- ur ólu einnig upp Bettý Stef- ánsdóttur, systurdóttur Guð- rúnar Olgu. Útför Guðrúnar Olgu fór fram frá Dómkirkjunni 3. októ- ber síðastliðinn. sofna. Hvað þráir annað helsjúk manneskja en að fá frið, sofna laus úr þessum viðjum. Eg vil minnast hennar frá því ég sá hana fyrst. Hún var glæsileg kona bæði í sjón og reynd. Hún við búbasl vestur í Alberta eða af Vestur-íslendingi við kornskurð að brýna lata syni sína, innan um sög- ur af akureyrskum sértrúarsöfnuð- um eða af skrítnu sambýli erlends setuliðs við Akureyringa. Brynjar þekkti auk þess nóg til heimspeki- legra og bókmenntalegra rita engil- saxneskra til að hann sá bæði meðaltöl mannlífsins og frávik frá þeim í heimspekilegu ljósi. Það var þess vegna að hann gerði ekki greinarmun á og tók varla eftir því, hvort sá sem hann var að segja frá var skrítinn Ungveiji fluttur inn til Kanada og sambýlismaður sko- skrar ekkju eða rófuræktandi að elta rófur á floti niður Glerá í vexti. Honum var ljóst að sérleiki mann- lífsins er alþjóðlegur, og að engin þjóð getur því verið merkilegri ann- arri. Þó varð Akureyri honum allt sem heimabyggð getur verið einum manni. Þar bjó hann samfellt frá heimkomunni árið 1934 til þess að hann flutti suður til þess að heyja þar það stríð sem allir eru dæmdir til að tapa og tók fjögur ár. Á Akureyri bjó hann lungann úr lífínu og kom upp fjórum mannvænlegum börnum, ásamt Brynhildi konu sinni. Akureyri hefur fram undir þetta haft sérstöðu meðal íslenskra bæja um að búa mönnum rólegt mannlíf aðlaðandi umhverfis árið um kring, og lítið hefur verið framan af um aðflutning fólks nema úr nálægum byggðum. Aðrir þéttbýlisstaðir hafa tekið við gegnstreymi að- komumanna, vegna öðruvísi at- vinnumynsturs. Þetta hefur bæði skapað kyrrlátara mannlíf og vald- ið að vissu marki fordómum gagn- vart íbúum bæjarins. Þeir hafa lifað í nokkuð lokuðu samfélagi, af því að það nægði þeim. Brynjar til- heyrði kjarna þessa verndaða mannlífs. Megnið af tímanum á Akureyri vann hann í sápusuðunni í Sjöfn með mönnum sem voru líkt og hann sjálfur sprottnir beint úr ey- firsku moldinni. Meðal þeirra gekk mannlífið fram með rónni og streituleysinu sem einkenndi Brynj- ar, áratug eftir áratug, og menn þekktu allt gjörla, skiptust á sama góðlátlega spauginu, sem var ekki til meiðsla, en var aðferð þeirra manna við að taka tilveru sinni. Brynjar átti til að draga fjöður yfir það hvort hann væri að spauga eða tala í alvöru, og gat tekið aðkomu- er heilsteypt manneskja, maður getur ef til vill einu sinni á ævinni hitt svona manneskju, að vera allt- af tilbúin að gera öðrum greiða og standa við allt, hvort það var smátt eða stórt. Bæði fyrir bömin sín og vandalausa. Hún ræktaði líka garðinn sinn, það var hennar metnaður að hafa hann fallegan. Bæði á Suðurgöt- unni þar sem hún átti síðast heima og fyrir austan í Hjarðartúni í Hvolhreppi, sem var sannkallað listaverk, sem fékk margoft viður- kenningu. Einnig var hún fyrir sígilda tón- list, það var auðséð að hún hafði næman fegurðarsmekk og tilfinn- ingu fyrir því listræna því öll henn- ar verk voru unnin af listfengi. Ég minnist kvikmyndarinnar Draumar eftir Akira Kurosawa sem við vöktum hálfa nótt yfir. Sérstak- lega þeirrar fegurðar og þeirra áhrifa sem við urðum fyrir. Dreng- ur hleypur út í regnið til að sjá staðinn þar sem ferskjutréð vex og blómum skrýdd jörðin glitrar af regninu og blámóðan sýnist blárri í næturhúminu. Það var þessi mikla fegurð og gróður sem hún unni mest. Ólafur og Olga hófu búskap í Reykjavík en stofnuðu fljótlega nýbýlið Hjarðartún í Hvolhreppi og fluttu þangað haustið 1953. Olafur var búfræðingur frá Hólum og hafði einnig lokið námi í málaraiðn. Búið var ekki stórt og allt vélvætt og stundaði hann málarastörf jafn- framt og með árunum í vaxandi mæli uns þau hættu búskap 1965. mönnum með dálítið útsmoginni fyndni sem þræddi svo nákvæm- lega mörkin á milli alvöru og spaugs að einungis gerkunnugir þekktu. Hann gat tekið fræðimanni í leit að eyfirskum málsháttum með því að blanda málshættina á staðn- um á svo sannfærandi veg að að- komumaðurinn fór burt með not- hæfan feng að hann hélt, en allir sem til þekktu vissu að allt var búið til tækifærisins vegna. Lífsafstöðu, sem einkennist fyrst og fremst af húmor, fylgdi alger slökun gagnvart því veraldlega vafstri sem hann lét aðra um, að klifra upp þrep þjóðfélagsstigans eða auka efnaleg gæði umfram það að eiga sæmilega til hnifs og skeið- ar. Hann virti menn í engu eftir því hvað þeir höfðu náð upp eftir þeim stiga. Ég þekki engan sem fór nær því en hann að meta menn einungis eftir viðmóti þeirra eða þeim gerðum sem að honum sneru. Hann varð eins og aðrir að taka því sem á bjátaði, en gerði það á þann veg að hann komst nokkuð hjá því að það gengi nærri honum. Honum voru streitueinkenni nú- tímaþjóðfélags framandi, einkum fyrir það að hann hafði meðvitað og yfirvegað komist að því að þau þyrftu ekki að hijá hann. Mér er nær að halda að maður eins og hann hefði haft sömu persónuein- kenni og viðhaft sömu hegðun, hvaða menningu sem hann hefði komið upp í. Atferli hans hefði verið við hæfí í öllum löndum og á öllum tímum. Mér veittist sú gæfa að geta lok- ið upp fyrir Brynjari skríni með nokkrum stórdjásnum norðlenskrar náttúru. Ég kom honum yfir Kambsskarð sextíu og þriggja ára gömlum. Öllu heldur komst hann það sjálfur, þennan háfjallaveg úr Óxnadal í Éyjafjörð, á annan kíló- metra upp og niður, með foraðs- vöxt í vötnum. Það komst hann á rólegri seiglunni. Við gengum Flat- eyjardalsheiðina alla og óðum vötn. Við fórum í Fjörðurnar þegar hann var 76 ára, þar sem var haldinn söngkonsert með þingeyskum frændum. Af þessu er ég stoltur nú. Hann gaf mér meira í staðinn, sem er blæbrigðaríkari sýn á mann- lífíð. Fyrir það er ég honum djúpt þakklátur, sem og fyrir alla hina tuttugu og átta ára löngu sam- fylgd. Egill Egilsson. Stundum hafði hann vinnuflokk sem oft bjó á heimili þeirra. Ólafur var í hreppsnefnd og hlóðust brátt á hann störf í þágu sveitarfélagsins fyrst sem oddviti, síðan sveitar- stjóri. Þessu fylgdi mikið álag á heimili og húsmóðurina sem studdi hann vakin og sofin í starfí. Olga útskrifaðist frá hjúkrunar- skóla íslands sem hjúkrunarkona 29. maí 1950. Þegar Ólafur veikt- ist varð hann að vera í hjólastól og hugsaði Olga algjörlega um hann, og þegar hann fór á spítala fór hún á hverjum degi til að hjúkra honum á spítalanum og kom ekki heim fyrr en á kvöldin. Ég kveð þig, kæra vina mín. Guð leiði þig að vötnunum þar sem þú munt næðis njóta. Vitringur hefur sagt að lífið sé aðeins daggardropi á lótusblómi (Tagore). Nú ríkir kyrrð í djúpum dal þótt duni foss í gljúfrasal. I hreiðrum fuglar hvíla rótt, þeir hafa boðið góða nótt. Nú saman leggja blómin blöð, er breiddu faðm mót sólu glöð. í brekkum Qalla hvíla hljótt þau hafa boðið góða nótt. Nú hverfur sól við segulskaut og signir geisli hæð og laut, en aftanskiiíið hverfur hljótt, það hefur boðið góða nótt. (Magnús Gíslason) Ég vil votta börnunum og öllum þeirra niðjum innilega samúð mína. Matthildur Þ. Matthíasdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.