Morgunblaðið - 31.10.1995, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Tjarn-
arkvart-
ettinn
í VIKUNNI heldur Tjarnar-
kvartettinn úr _ Svarfaðardal
skólatónleika í Árnessýslu og
syngur fyrir grunn- og fram-
haldsskólanemendur á 16 tón-
leikum og heldur að auki fema
opinbera tónleika, á Flúðum, í
Hveragerðiskirkju í kvöld kl.
20, í Þorlákskirkju miðvikudag
1. nóvember kl. 20 og í Fjöl-
brautaskóla Suðurlands á Sel-
fossi föstudag 3. nóvember kl.
20. Fyrstu tónleikarnir voru á
Flúðum í gær.
Tónleikaferðin ec á vegum
verkefnisins Tónlist fyrir alla.
Dagskráin í skólunum _er
nokkurs konar söngsaga Is-
lands. Rakin verður saga söng-
listar og gefin dæmi allt frá rím-
um og fimmundarsöng til dæg-
urlaga nútímans. Almennu tón-
leikamir verða með öðru sniði
og fjölbreytilegri efnisskrá, ís-
lenskum og erlendum þjóðlög-
um, klassískum sönglögum í
nýjum útsetningum, negrasálm-
um, djassi og dægurlögum.
Tjamarkvartettinn er bland-
aður kvartett skipaður þeim
Rósu Kristínu Baldursdóttur,
sem jafnframt er stjórnandi,
Kristjönu Arngrímsdóttur,
Hjörleifi Hjartarsyni og Kristj-
áni Hjartarsyni.
-----» ♦ ♦----
Þá mun eng-
inn skuggi
vera til
SÝNINGUM á leikþættinum
Þá mun enginn skuggi vera til
verður fram haldið í vetur, eins
og fram hefur komið í Morgun-
blaðinu. Fyrirhugað er að sýna
verkið einkum hjá fyrirtækjum
og félagasamtökum en nánari
upplýsingar em veittar hjá
Stígamótum.
♦ ♦ ♦----
VATNSLITAMYND eftir Henri
Matisse, sem hékk í áttatíu ár
fyrir ofan svefnherbergisdyr í
ónefndu húsi í París, verður
sýnd almenningi í nokkrar vikur
áður en hún verður boðin upp.
Myndin er 31 sentimetrar á hæð
og er af fimm nöktum mannver-
um sem haldast í hendur og
dansa í hring. Er myndin ein
af hinum þekktu málverkum
sem nefnast „La Danse“ (Dans-
inn). Búist er við að hún seljist
á yfir 70 milljónir ísl. kr.
BÓKMENNTIR
S«agnfrædi
SAGA REYKJAVÍKUR.
Bærinn vaknar 1870-1940. Síðari
hluti eftir Guðjón Friðriksson. Iðunn
1994.453 bls. Myndir, uppdrættir,
skrár.
ÉG HELD, að engin þjóð hafi
jafnmikinn áhuga á ættfræði og
héraðssögu sem Islendingar, og ber
margt til, en einkum þó fámennið.
Hér þekkja allir alla og fram á þessa
öld voru landsmenn slíkir heimaln-
ingar, að þeir litu á sig sem Skag-
firðinga, Austfirðinga, Keflvík-
inga... fremur en íslendinga. Allt
til þessa hefur meirihluti Reykvík-
inga líklega kennt sig við eitthvert
hérað eða kaupstað úti á landi frem-
ur en höfuðborgina. í átthagana
andinn leitar, sagði skáldið, og vitna
fjölmörg héraðsrit um þann rót-
gróna áhuga sem fólk sýnir sveit
sinni. Hafa þau ótrúlega marga
kaupendur miðað við .alþjóðlegu’
tímaritin sem hér eru gefin út.
Angi af þessum áhuga er útgáfa
rita um einstök byggðarlög, og er
jafnan mikið í þau lagt; nægir að
benda á Sögu Dalvíkur eftir Krist-
mund Bjarnason, Sögu ísafjarðar
eftir Jón Þ. Þór, en auðvelt er að
fara hringinn og byija á Akranesi
og enda í Hafnarfirði. Byggðasögur
skipta tugum..
Saga Reykjavíkur verður vísast
mest þessara rita, sem vonlegt er;
saga höfuðborgarinnar fer í meira
mæli • saman við landssöguna en
saga annarra sveitarfélaga.
Það er sama hvernig á þessa bók
Guðjóns Friðrikssonar er litið; hún
er stór, allt í allt 453 bls. í stóru
broti og eftir því þung, tvö og hálft
kíló! í þessu bindi er í meginatriðum
fjallað um margvíslega málaflokka
frá því um eða eftir fyrra stríð,
þótt farið sé aftur til 1870 þegar
fjallað er um heilbrigðismál og
löggæzlu og 1890 þegar lýst er
skipulagi uppeldis- og ellimála. Af
öðrum málaflokkum, sem Iýst er í
þessari bók, skulu nefndir kaflar
um stríðsþrengingar, sjávarútveg,
verkalýðs- og atvinnumál, stjórn
bæjarins, skemmtanir og menning-
arlíf, samgöngur, pólitík, átök milli
þéttbýlis og dreifbýlis, orkumál,
kaupmanninn á horninu og fleira
mætti telja. Sögunni lýkur 9. maí
1940 en lokaorðin teygja sig yfir á
föstudagsmorguninn 10. maí:
„Veðrið var kyrrt en dumbungslegt
og fólk smátíndist í háttinn fram
yfir miðnætti. Einstaka nátthrafnar
héldu þó lengur út og þeir sem
ekki voru sofnaðir um klukkan þijú
heyrðu drynjandi flugvélahljóð. Þ_að
boðaði nýja tíma í höfuðborg ís-
lands.“
Þetta eru rökrétt skil. Að morgni
voru brezkir hermenn á götum, og
í hönd fóru nýir tímar sem ekki sér
fyrir endann á.
Bærinn
vaknar
Alls eru bókarkafl-
arnir 19 og víkur hver
og einn að ákveðnu
efni, sem er afmarkað
í fyrirsögn. Heimilda-
skrá er til vitnis um
gríðarlega mikla efni-
söflun höfundar; hún
er prentuð í fjórum
dálkum með smáu letri
á rúmlega átta síður.
í meginmáli er vísað
til heimilda, og eru til-
vísanir prentaðar í sér-
stakri skrá í bókarlok.
Það er sjálfsagt í riti
sem þessu, sem eink-
um er ætlað almenn-
um lesendum.
Meginmál er prentað með stóru
letri í einn dálk sem virðist furðu
mjór miðað við bókarbrot, jafnaður
til vinstri en flæðir á hægri spáss-
íu. Breiðar eru því spássíumar og
ýmist notaðar fyrir myndir og
myndatexta eða atriðisorð, sem vísa
veginn að efni á viðkomandi síðum.
Atriðisorðin eru prentuð með sama
letri og meginmál, og finnst mér
það villandi. Skáletur er notað í
meginmáli til þess að auðkenna
staðarheiti, stofnanir, fyrirtæki
o.fl., en mér finnst þessi háttur
vekja falska athygli, ef svo má
segja. Margir prentfletir eru
skyggðir, einkum það sem tekið er
upp úr blöðum og bókum og í lokin
er höfundar eða blaðs getið með
nánari tilvísun.
Ég hef ekki kastað tölu á myndir
í bókinni, en þær eru mjög margar;
myndaskrá er prentuð í fjórdálki á
átta síðum og letrið smátt. Mynd
er í hverri opnu, að jafnaði tvær
og oftast fleiri. Ljósmyndir eru mjög
margar, bæði úr öðrum bókum og
áður óbirtar, og er víða leitað fanga;
ekki sízt munar um framlag Skafta
Guðjónssonar. í öðru lagi eru birtar
myndir af fjölmörgum teikningum,
auglýsingum og margvíslegu öðru
efni, sem birtist í blöðum á sögutím-
anum. í þriðja lagi eru myndir af
ýmsum opinberum gögnum, einkum
skipulagsuppdráttum. í fjórða lagi
er alls konar tölfræði sýnd með
nútímalegum myndum í súlum,
skífu- og línuritum o.s.frv. Loks vil
ég nefna myndir af málverkum, sem
piýða ritið og endurspegla ríkjandi
viðhorf í listum eða þær stefnur sem
umdeildar voru.
Myndefnið lýsir öllum sviðum
mannlífs, einkalífi
fólks af öllum stéttum,
framkvæmdum þess,
atvinnulífí og atvinnu-
tækjum, leikjum,
skemmtunum, félags-
skap af öllu tagi og
yfírleitt öllu því sem
mönnum dettur í hug.
Ég fæ ekki betur séð
en myndefni sé í góðu
samræmi við megin-
mál. Það styður text-
ann með sínum hætti
og bætir við hann.
Myndir segja einkum
og sér í lagi meira ,en
mörg orð þegar á að
lýsa tíðaranda, tízku,
tækni, viðhorfum, lífskjörum og
margvíslegum aðbúnaði, að ekki sé
nú minnzt á staðhætti. Sjá til dæm-
is mynd af fiskflutningum (s. 50),
Kveldúlfsstöðinni við Skúlagötu (s.
51), ístöku á Tjörninni (s. 60), aug-
lýsingu frá Sveini Oddssyni (s. 166)
og loks mynd af ungum manni (s.
200). Ég fæ ekki betur séð en
myndefni bókarinnar sé í sjálfu sér
merkileg saga.
Sagnfræðingar eru stundum
sakaðir um að skrifa þurran og
leiðinlegan stíl, og í varnarskyni
hafa þeir stundum skýlt sér bak
við þá kröfu, að skrif þeirra eigi
að vera hlutlæg, segja söguna eins
og hún raunverulega gerðist, svo
að vitnað sé í eldgömul ummæli.
Það er ekki hægt. Hver kynslóð
skrifar sína sögu í samræmi við
þau áhugamál sem hún hefur.
Hver og einn nálgast heimildir með
sínu lagi, og tveir sagnfræðingar
geta skrifað ólíkar bækur upp úr
sömu heimildum. Þær geta verið
jafnréttar í sögulegum skilningi,
mismunurinn felst í mismunandi
áhugasviði og þar með þeirri
áherzlu sem menn velja. Guðjón
sagðist ætla að reyna að segja
söguna út frá sjónarhóli bæjarbúa
sjálfra fremur en stofnana bæjar-
ins; í þeim skilningi nálgast bókin
svokallaða hversdagssögu, fólkið í
bænum er aldrei fjarri og mjög oft
fremst á sviðinu.
Auðvitað er líka sagt frá stofnun-
um bæjarins, hjá því verður ekki
komizt. Þær eru hluti af sögu bæj-
arins. Guðjón er auk þess fjarska
vel að sér í byggingalist og kemur
þeim fróðleik vel frá sér bæði í
meginmáli og myndatextum; það
Guðjón
Friðriksson
er ekki allra að skrifa skiljanlega
um list.
Ég man ekki betur en Guðjón
hafi fengið verðlaun fyrir vandað
málfar í skrifum sínum þegar hann
stundaði blaðamennsku. Honum er
einkar lagið að skrifa skýrt og læsi-
lega, og stíllinn er lifandi þótt fræði-
lega sé tekið á málum. Hitt er svo
annað mál, að áhugi lesenda hlýtur
að vera misjafnlega mikill á efni
einstakra kafla; mér leiðast til
dæmis umræður um orku og iðnað-
armál, heilbrigðismál og dómsmál,
svo eitthvað sé nefnt. Mér finnst
hins vegar gaman að lesa um
bílabæinn Reykjavík, kreppuna í
höfuðstaðnum, menningar- og
skemmtanalíf, svo nokkuð sé nefnt;
þar ópinberaðist mér hvílíkir braut-
ryðjendur dr. Franz Mixa og Ragn-
ar í Smára hafa verið í tónlistarlífi
borgarbúa. Hlutur útvarpsins var
líka stór, og í rauninni er ótrúlegt
hvað tónlistarmenn komust yfir að
halda marga tónleika!
Ég las þessa bók mér til ánægju
að mestu leyti. Hér er dreginn sam-
an gríðarlega mikill fróðleikur um
margbreytileg svið bæjarlífsins
fram að stríðinu við Hitler og hans
nóta og borinn fram með þeim
hætti, að er við hæfí allra lesenda.
Oft er farið hratt yfir sögu, sbr.
kafla um íþróttir, og hlýtur svo að
verða í yfirlitsriti. Hinir stóru drætt-
ir eru þó alls staðar skýrir og höf-
undur leitast við að draga fram það
sem nútímamönnum þykir forvitni-
legt, sbr. umræður um kvikmynda-
hús og (afar óæskilega) Ijölgun
þeirra, um þann vanda sem fylgdi
bílum, pólitízkum deilum er lýst og
ágreiningsefnum flokka og síðast
en ekki sízt er víða skyggnzt um
sviðið í daglegri önn karla og
kvenna.
Ég veit ekki hvort öðrum lesend-
um bókarinnar fer eins og mér.
Eftir sem næst hvern kafla varð
mér ljósara eri áður, hvílíkum
stakkaskiptum samfélagið hefur
tekið síðastliðin 50 ár. Það leiðir
hugann að þeirri kynslóð sem fædd-
ist og ólst upp í skugganum af fyrra
stríði og komst á manndómsár í
síðari heimsstyijöld. Bókin leiðir
glöggt í ljós hvaða grettistökum
hún hefur lyft. Aldamótakynslóðin
keypti vélar í báta, sá fyrstu bílana
og byijaði að sækja fisk á togurum.
. Barnabörn hennar hafa tölvuuvætt
samfélagið og enginn veit hvaða
tækni bíður bak við aldamótin.
Ég fletti hvergi upp á heimildum
eftirtilvísanaskrá, en rakst á nokkr-
ar prentvillur, og var alls staðar
hægt að lesa í málið. Skrár um
atriðisorð, félög, fyrirtæki, örnefni
og stofnanir eru til hægðarauka
þeim sem leita að tilteknum efnisat-
riðum.
Ég óska Guðjóni og Reykvíking-
um til hamingju með Sögu Reykja-
víkur.
Sölvi Sveinsson.
ÚR Þreki og tárum,
Þjóðleikhúsið
Uppselt á 20 sýningar á
Stóra sviðinu
ÞESS A dagana er mikið álag á miða-
sölu Þjóðleikhússins því að segja má
að slegist sé um miða á leikrit Olafs
Hauks Símonarsonar Þrek og tár og
barna- og fjölskylduleikritið Kar-
demommubæinn. Uppselt er á næstu
10 sýningar á Kardemommubænum og
sömu sögu er að segja um leikrit Ólafs
Hauks, þar er svo til uppselt á næstu
10 sýningar, út allan nóvember, nema
örfá sæti á síðustu sýningarnar í mán-
uðinum. Fólki er þó bent á, að stundum
er unnt að fá ósóttar pantanir, þegar
nær dregur sýningum.
Þá er einnig mikil aðsókn að leikriti
Jim Cartwrights Taktu lagið Lóa! á
Smíðaverkstæðinu en sýningar nálgast
nú 80 og fer þeim senn að fækka þar
eð rýmra verður fyrir næsta verkefni,
sem er breska leikritið Leigjandinn
eftir Simon Burke.
Leikrit Guðmundar Steinssonar
Stakkaskipti verður sýnt á Stóra svið-
inu fram í miðjan næsta mánuð en verð-
ur þá að víkja fyrir næstu frumsýn-
ingu, sem er nýjasta léikrit Arthurs
Millers Glerbrot.
Leikstjóri Glerbrota er Þórhildur
Þorleifsdóttir en með stærstu hlutverk
fara Guðrún S. Gísladóttir, Sigurður
Sigurjónsson og Arnar Jónsson.
Á Litla sviðinu standa yfir sýningar
á þýska leikritinu Sönnum karlmanni
eftir Tankred Dorst og verður það sýnt
ailan nóvembermánuð en æfingar eru
hafnar á næsta verkefni, sem er banda-
ríski gamanlcikurinn Kirkjugarðs-
klúbburinn eftir Ivan Manccll. Verður
það leikrit frumsýnt um áramót.
Þá er barnaleikritið Lofthræddi örn-
inn hann Örvar sýnt um þessar mundir
á barnaheimilum og í grunnskólum en
unnt er að panta þá sýningu á skrifstofu
Þjóðleikhússins. „Hefur hún notið mik-
illa vinsælda hjá yngstu áhorfendunum,"
segir í kynningu frá Þjóðleikhúsinu.