Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 60
ÓO ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Halldór RÚNA Signrðardóttir, Sara Thors og Óskar Páll Þorgeirsson voru í essinu sínu. Ingó fjögurra ára INGÓLFSCAFÉ hélt upp á fjögurra ára afmæli sitt um síðustu helgi. í tilefni af því var boðið upp á pylsur. Einnig var haldin erótísk tískusýning í tengslum við frumsýningu myndarinnar Sýningarstúlk- ur. Aðsókn var góð og skemmtu gestir sér fram und- ir morgun. v mmm á mmm vMwem mvmm ™ f<mú‘ MkwíSk NETIÐ Sýnd í SDDS Kl. 9.05. B.i. 16 ára. Siöasta sinn. KVIKMYND EFTIR HILMAR ODDSSON . . - . . . ..... . ..... H.K. DV r\ n Morgunp zxari M.R. Dagsljós Tár úr Steini Sýnd í SDDS kl. 5, 7, 9 og 11.05. B.i. 12 ára. STJÖRNUBÍÓLÍNAN Verölaun: Bíómiðar og 12" plzzur. Sími 904 1065. Sýnd í A-sal kl. 4.50 og 6.55. Miðaverð kr. 750. Miðasalan opnuð kl. 4.30. Einkalíf Sýndkl.11.10. Ulllivam Síðustu sýningar. Tilboð 550 kr. Heimasíða: http://www.vortex.is/TheNet.' 10% afsl. af Supra-mótöldum hjá Appel-umboðinu. Gildir til 1. nóv. Sextiuogsex í sveitinni Nýjar hljómplötur Morgunbiaðið/Kristinn KARL Tómasson og Birgir Haraldsson, liðsmenn 66. Mosfellska hljómsveit- in 66, sem skipuð er þeim Karli Tómassyni og Birgi Haraldssyni, sendi á laugardag frá sér breiðskífuna Sex- tíuogsex í sveitinni. Þeir Karl og Birgir segja útgáfuna halda sveitinni gangandi. MOSFELLSKA hljómsveitin 66 vakti slíka athygli fyrir fyrstu breiðskífu sína á síðasta ári að liðsmenn hennar, þeir. Karl og Birgir Haraldsson, hafa verið á flandri um allt land í kjölfarið og leikið á hátt á annað hundrað tónleikum. Spilafrí eina helgi Þeir Karl og Brigir segja að þeir hafi spilað um hverja helgi sl. tvö ár, en tekið sér spilafrí eina helgi í vor til að taka upp plötuna I sveitinni. „Eins og lesa má úr nafninu er platan helguð landsbyggðinni,“ segja þeir glað- beittir, „enda höfum við spilað einna mest úti á landi. Það má þó ekki gleyma heimabyggðinni, við erum Mosfellingar og spilum mikið á heimslóðum, meðal ann- ars á öllum heimaleikjum Aftur- eldingar og mosfellska fyrirtæk- ið Reykjagarður, sem styrki út- gáfu síðustu plötu, styrkir okkur einnig nú,“ segja þeir og bæta við að þeir hafi aldrei á sinni löngu tónlistarsögu fundið fyrir annarri eins velvild og stuðningi og frá Reykjagarði. Þeir félagar segja að undir- tektir við fyrstu plötu 66 hafi verið öllu betri en þeir áttu von á, þótt þeir hafí reyndar ekki verið að byija á núlli. „Við bjuggum að því að hafa verið í Gildrunni í fjölmörg ár,“ segja þeir, „og búnir að spila nokkuð sem 66 áður en platan kom út. Við áttum samt alls ekki von á annarri eins eftir- spurn.“ Meira rafmagn Þeir Karl og Birgir segja að platan nýja sé rafmagnaðri en sú fyrri, þó sú hafi reyndar verið rafmögnuð líka. „Síðasta plata var náttúrulega rafmögnuð líka, en það er meira um það á þessari, hún er annars svipuð síðustu plötu, nema hvað hún er kannski eilítið harðari; þetta er blanda af þungri tónlist og léttri,“ segja þeir og brosa við. „Það hefur vitanlega sitt að segja að aðstoðarmaður okkar er ann- ar á þessari plötu, á síðustu plötu var Jón Ólafsson á bassanum, en nú er það Friðrik Halldórs- son, sem hefur líka spilað með okkur undanfarna mánuði.“ 66-liðar segjast kunna því vel að spila úti á landi. „Þetta er vitanlega eilífur tætingur og oft erfíður á veturna. Það er kannski þægilegra að sitja inni á skrif- stofu í hlýjunni en það er ekki eins skemmtilegt," segja þeir ákveðnir og Karl bætir við: „Við Biggi erum búnir að starfa sam- an óslitið í sautján ár, og orðnir eins og síamstvíburar. Það er því gaman að hendast um landið saman, við vitum alveg hvernig staðan er hvor hjá öðrum, okkur er nóg að líta hvor á annan. Þetta er líka gaman vegna þess að við erum ekki að spila ein- hverja gamla slagara; þetta er sjöunda platan okkar, sem þýðir að við eigum sjötíu lög, og við spilum þau meira og minna. Fyr- ir vikið þreytumst við ekki á því að spila; við erum alltaf að gefa út eitthvað nýtt. Við verðum að spila til að hafa kaup og það heldur okkur gangandi að spila okkar eigin tónlist."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.