Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Söfnun til viðgerðar á orgeli Krists- kirkju ORGEL Kristskirkju í Landa- koti verður allt tekið í sundur, pakkað niður í kassa og sent til Danmerkur næsta haust, þar sem það verður lagfært, hreinsað og endumýjað. Stefnt er að því að viðgerð verði lokið og orgelið aftur komið heim í Kristskirkju þegar árið 2000 gengur í garð, en orgelið var vígt í nóvember 1950 og á því hálfrar aldar afmæli á árinu 2000. Hafin er söfhun í við- haldssjóð orgelsins en Sif Knud- sen, formaður sjóðsins, gerir ráð fyrir að viðgerðin muni kosta um fimm milljónir króna. Orgelið var smíðað hjá hinni heimsþekktu orgelsmiðju Th. Frobenius & co. í Kaupmanna- höfii og hefur nú verið samið við Frobenius um að endumýja alla slitfleti orgelsins, en verkið í því er orðið slitið og því brýn þörf á að gera það upp. Sif segir að smá- viðgerðir hafi verið gerðar á org- elinu með jöfnu millibili á síðast- liðnum ámm en nú sé kominn tími til að taka það vandlega í gegn. Gert er ráð fyrir að viðgerðin taki um tvo mánuði á næsta hausti og á meðan á henni stendur verður notast við lítáð orgel sem er í kirkjunni auk aðalorgelsins. Morgunblaðið/Golli ORGEL Kristskirkju i Landa- koti er komið til ára sinna. Stórtónleikar í kirkjunni í vetur Nýlega var gefinn út bækling- ur, þar sem orgelinu, smíði þess og sögu er lýst, jafnframt því sem velunnarar Kristskirkju era hvattir til að láta fé af hendi rakna í viðhaldssjóðinn. Með bæklingnum fylgir gíróseðill og að sögn Sifjar eru frjáls framlög vel þegin, smá jafnt sem stór. Bæklingnum var nýlega dreift með Kaþólska kirkjublaðinu, en aðstandendur söfhunarinnar hyggjast dreifa honum víðar á næstunni og leita til fyrirtækja og einstaklinga. Þá era stórtón- leikar fyrirhugaðir í kirkjunni á komandi vetri á vegum sjóðsins, auk þess sem kirkjan hefhr á ný verið opnuð fyrir tónleikahaldi og kveðst Sif vonast til þess að tón- listarmenn nýti sér þann mögu- leika. Tríó Reykjavíkur í Hafnarborg í kvöld Yerk eftir Mozart, Beethoven og Mendelssohn M orgunblaðið/Ásdís TRÍÓ Reykjavíkur, skipað þeim Peter Maté, Guðnýju Guðmundsdóttur og Gunnari Kvaran, leikur verk eftir Mozart, Beethoven og Mendels- sohn í Hafnarborg í kvöld. FYRSTU tónleikar Tríós Reykja- víkur í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, á þessu starfsári verða í kvöld, sunnudags- kvöld, kl. 20, en þetta er níunda starfsár tríósins í Hafnarborg. Að þessu sinni verða eingöngu flutt verk fyrir píanótríó. Fyrst á efnisskránni er tríó eftir Mozart í C-dúr KV 548, þá leikur tríóið Kakadú-tilbrigðin eftir Beethoven og lokaverkið á tónleikunum er svo tríó númer 2 í c-moll eftir Fel- ix Mendelssohn. Gunnar Kvaran sellóleikari segir þessi þrjú verk gefa góða heildarmynd af þróun þeirrar tónlistar sem samin var fyrir píanótríó á átjándu og nitj- ándu öld, frá Vínarklassík gegn- um Beethoven og yfir í Mendels- sohn. „Það er mjög skemmtilegt að sjá hvernig þessi hljóðfærasamsetning hefur þróast. Hjá Mozart er píanó- ið í forgrunni, í síðari verkum Beethovens fyrir þessi hljóðfæri er komið á jafnræði milli hljóðfær- anna og Mendelssohn heldur þessu jafnræði í sínum hárómantíska st£l,“ segir Gunnar. „Tríó Mozarts er ákaflega fal- legt verk í þremur þáttum. Kaka- dú-tilbrigðin eftir Beethoven eru byggð á einu af þessum dægurlög- um sem gengu í Vínarborg á þess- um dögum, Iétt lag og hefur sjálf- sagt verið flautað á öðru hverju götuhomi, þetta hefur höfðað til Beethovens og hann semur við það afskaplega skemmtileg tilbrigði þar sem léttleikinn og gáskinn sitja í fyrirrúmi. Mendelssohn samdi tvö tríó fyrir píanó, fiðlu og selló, annars vegar númer 1 í d- moll, sem hefur átt afskaplega miklum vinsældum að fagna, og hins vegar er tríóið númer 2 í c- moll, sem hann semur síðar á ferl- inum og er mjög frábrugðið. Okk- ur þykir mjög skemmtilegt að geta flutt þetta fallega tríó, því það er ekki svo oft sem það heyrist, ég held að það hafi verið flutt hér á landi tvisvar áður,“ segir hann. Að venju verður Tríó Reykjavík- ur með fema tónleika í Hafnar- borg í vetur. Tríóið er skipað þeim Guðnýju Guðmundsdóttur fiðlu- leikara, Gunnari Kvaran sellóleik- ara og Peter Maté píanóleikara. Að sögn Gunnars munu góðir gest- ir sækja þau heim í vetur. A öðrum tónleikunum 29. nóvember verða hjónin Ragnhildur Pétursdóttir fiðluleikari og Junah Chung víólu- leikari gestir tríósins. Hinn 21. febrúar syngur með tríóinu Alina Dubik mezzósópransöngkona og 28. mars gengur Sigurður Ingvi Snorrason klarinettuleikari til liðs við tríóið. Tónleikamir heíjast kl. 20 og hægt er að kaupa áskriftarkort á alla fema tónleika vetrarins við innganginn. Itarlegar upplýsingar um 23 áhugaverða sjóði r I 1 /, Sl •yvw*. / ‘ — J&k * íttínm 4 Ate S K&iúUte* *¥»**&* cts* i tO*«Uáti*#** srt tfi* 4*9 m* * p* ÍWWS6 i * **4 i ifár!fÁc*Ki *jO Iijfá'fl tÍAtí/rítö MM tífi* l&mmmíA ÍUtejsas** Vo» M* t*m. ft J r.1f rti ir tfT~i KSii4 fcWtett Þ* í neiuitm i «ráé ea &■ k.m itíoq/l ojþat &&**** ' • Upplýsingar um fyrir hveija sjóðirnir henta. • Markmið og fjárfestingarstefnur. • Avöxtunartölur. • Upplýsingar um sveiflur í ávöxtun. • Skipting eignar og val á fýrirtækjum. • Ymsar upplýsingar og skattamál. • Horfur fýrir árið 1999 frá sjóðstjórum. Þessum 48 blaðsíðna, einstaka verðbréfa- og þjónustulista var dreift með sunnudagsblaði Morgunblaðsins 18. október. Ef þú hefur ekki fengið hann, hringdu í síma 560 8900 og við sendum þér hann strax. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Kirkjusandi • Sími 560 89 00 Veffang: www.vib.is • Netfang: vib@\áb.is Fyrirlestur oöt námskeið í MHÍ MAGNÚS Tómasson myndlistar- maður heldur fyrirlestur í Málstofu Laugamesi mánudaginn 26. október kl. 12.30. Hann mun fjalla um eigin verk og myndlistarferil. Guðmundur Oddur Magnússon, grafiskur hönnuður, heldur fyrirlest- ur í Barmahlíð, Skipholti, miðviku- daginn 28. október kl. 12.30. Fyrir- lesturinn hefur yfirskriftina „Lomografia - um hreyfingar og form í samtímanum“. Námskeið Leifur Þorsteinsson heldur nám- skeið um myndbreytingar í tölvu - Photoshop, sem hefst mánudaginn 26. október. Unnið er með breyting- ar og lagfæringar á tónum og lit. Kennt verður í tölvuveri MHI, Skip- holti 1. Anna Fjóla Gísladóttir ljósmynd- ari heldur námskeið um ljósmyndun. Farið verður yfir helstu þætti Ijós- myndunar. Kennt verður í MHI í Laugamesi, 9.-12. nóvember. ---------------------- Listaklúbburinn kynnir Solveigu LISTAKLÚBBUR Leikhúskjallar- ans kynnir leikrit Ragnars Arnalds, Solveigu, mánudaginn 26. október kl. 20.30. Leikritið er nú sýnt á Stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu. Leikin verða stutt atriði úr verk- inu, fjallað um þjóðsöguna að baki þess og skyggnst í heimildir. Höf- undurinn Ragnar Amalds, leikstjór- inn Þórhallur Sigurðsson og höfund- ur leikmyndar Grétar Reynisson taka þátt í umræðum um verkið. Einnig verða persónur sögunnar kynntar. Þau era Oddur, leikinn af Þresti Leó Gunnarssyni, Solveig, leikin af Vigdísi Gunnarsdóttur og Hólabiskup, leikinn af Hjalta Rögn- valdssyni. Umsjón og kynnir er Asdís Þór- hallsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.