Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 42
H2 SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Ástkær systir okkar, mágkona og frænka, SONJA HÓLM INGIMUNDARDÓTTIR leiðsögumaður frá Lækjamóti, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 22. októ- ber. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 28. október kl. 15.00. Elín R. Líndal, Þórir ísólfsson, Jónína Líndai, Guðmundur Pálmason, Anna Líndai, Magnús Tumi Guðmundsson, Grétar Á. Árnason, Sesselja Stefánsdóttir og systkinabörn. Elskulegur faðir okkar, fósturfaðir, tengda- faðir, afi og langafi, ÓSKAR J. SIGURÐSSON frá Búlandi, Vestmannaeyjum, Hrafnistu, Hafnarfirði, sem lést á Landspítalanum mánudaginn 19. október, verður jarðsunginn frá Víðistaða- kirkju, Hafnarfirði, miðvikudaginn 28. október kl. 13.30. Björg S. Óskarsdóttir, Peter Kvaran, Guðmundur Ó. Óskarsson, Ágústa Sigurðardóttir, Magnús Matthíasson, Guðlaug Þ. Guðmundsdóttir, Ragnheiður Matthíasdóttir, Guðmundur Brandsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Systir okkar og frænka, NANNA GUÐMUNDSDÓTTIR * frá Hruna, Ólafsvík, Austurbergi 38, Reykjavík, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 27. október kl. 13.30. María H. Guðmundsdóttir, Guðrún A. Guðmundsdóttir, Guðmundur Guðmundsson og systkinabörn. + Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, stjúp- faðir, tengdafaðir, afi og langafi og bróðir, ÓLAFUR MAGNÚSSON, Engihjalla 11, fyrrum starfsmaður Kirkjugarða Reykjavíkur, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 27. októþer kl. 15.00. Jóhanna Jónsdóttir, Bragi Ólafsson, Sigþrúður Bergsdóttir, Ásta Þóra Ólafsdóttir, Ormur Helgi Sverrisson, Jón Gunnar Harðarson, Erla Skarphéðinsdóttir, Hrefna Harðardóttir, Kjartan Ólafsson, Steinunn Harðardóttir, Níels Níelsson, Guðmunda Magnúsdóttir, Magnús Marteinsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug á kveðjustund elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og bróður, EINARS SIGURJÓNSSONAR fyrrverandi framkvæmdastjóra I Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Vestmannaeyja. Guð blessi ykkur öll. Hrefna Sigurðardóttir, Óskar Einarsson, Katla Magnúsdóttir, Inga Óskarsdóttir, Pétur Lúvisson, Hrefna Óskarsdóttir, Páll Arnar Erlingsson, Ásta Jóna Óskarsdóttir, Manzo Nunez, Tómas og Ágúst Þór Péturssynir, Einar Páll Pálsson, Ólafur Sigurjónsson. OSKAR JÓNSSON + Óskar Jónsson fæddist í Vatna- garði, Landsveit í Rangárvallasýslu, 5. október 1913. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Ljós- heimum á Selfossi 13. október síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Sel- fosskirkju 24. októ- ber. Haustið 1951 fluttu foreldrar okkar, Har- aldur Matthíasson og Kristín Olafsdóttir, að Laugar- vatni með fjögur börn, það yngsta var þá tæplega ársgamalt en það elsta fimm ára. Við settumst að í gamla nemendahúsinu Björk og deildum þar öðrum enda hússins með Sveini Pálssyni kennara og fjölskyldu hans. I stærstum hluta hússins bjuggu nemendur og voru oft fjórir í hverju herbergi og höfðu einn sameiginlegan, lítinn fataskáp og eitt til tvö borð til um- ráða. Þar sem foreldrar okkar stóðu á fyrsta degi í þessum þrengslum með bamahópinn og búslóð sína óuppsetta kom þar Óskar Jónsson, smiður og kenn- ari, og bauð þeim aðstoð sína og 'sj' 'y T|7 Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfiröi, sími 565 5892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ var sú hjálp og vin- semd kærkomin. Þessi kynni af Osk- ari á fyrsta degi okkar á Laugarvatni eru lif- andi vitnisburður um öll samskipti hans við okkur næstu fjörutíu og sjö ár eða allt fram til þess að Óskar lést. Hann var ávallt boðinn og búinn að rétta okk- ur hjálparhönd og margur góður smíða- gripur hans prýðir heimili foreldra okkar í Stöng á Laugarvatni, en vænst þótti okkur um heim- sóknir hans til okkar og vinarhug. Óskar varð fljótt aufúsugestur á heimilinu. Honum fylgdi jafnan léttur andblær, umræðuefni skorti aldrei og voru þau gjarnan af ólík- um toga. Verkefni foreldra okkar voru ófá og þegar Óskar kom í heimsókn var hann oftar en ekki dreginn inn í umræðurnar með orðunum: Við vorum að ráðgera að... Þegar leitað var eftir ráðum hans var hann úrræðagóður ráð- gjafi. Engu skipti hvort um var að ræða viðhald húss, bílsins, útbúnað í ferðalög eða önnur áhugamál okk- ar, Óskar fylgdist af jafneinlægum áhuga með verkefnum okkar yngra fólksins þótt smærri væru í snið- um. En vináttan náði líka til fjöl- skyldu Óskars, konu hans Eyglóar og sona þeirra Jóns og Þórðar. Æskuvinátta okkar Jóns (þ.e. Þrúðar og Jóns) jók á samskipti fjölskyldnanna. Þau Óskar og Eygló buðu vinkonuna litlu vel- komna á heimili sitt. Hlýhugur þeirra og alúð í minn garð birtust á margan hátt. Eg naut þar leið- sagnar og hvatningar ekki síður en synir þeirra. Þegar Eygló prjónaði vettlinga á strákana fékk stúlkan stutta eins vettlinga og þegar Ósk- ar smíðaði skíði handa Jóni og Þórði eða skrifpúlt fékk stúlkan sams konar gripi. Slík vinátta er dýrmætt veganesti og þegar við systkinin uxum úr grasi nutum við sama hlýhugarins og síðar makar okkar og böm, þegar þau bættust í hópinn. Alveg fram á þetta ár var áhugi Óskars á velferð okkar lif- andi. Sýndi það sig best þegar hann fylgdist með skíðaleiðangrin- um á Suðurpólinn og hefði hann varla gert það af meiri einlægni þó að sonur hans hefði átt í hlut. Lík- amskraftar hans voru þá nokkuð farnir að þverra en hann lét það ekki aftra sér frájni að heimsækja foreldra okkar. I hvert sinn sem eitthvað birtist um leiðangurinn í Morgunblaðinu tók hann blaðið og gekk með það norður eftir til for- eldra okkar, gaf þeim það og spjallaði við þau um framgang skíðagöngunnar. Blöð þessi voru geymd og er Haraldur faðir okkar nú að binda þau inn og með vissum hætti að geyma enn einn vitnis- burðinn um hugulsemi Óskars í okkar garð. Það var erfitt að hugsa sér Ósk- ar án Laugarvatns og enn erfiðara er nú að hugsa sér Laugarvatn án Óskars. Um áratugi tók hann þátt í því uppeldishlutverki sem Laug- arvatn og starfsfólkið þar gegndi á þroskabraut fjölmargra unglinga. Þar í hópi voru margir að stíga sín fyrstu skref úr öryggi heimahaga og áttu nú að byrja samskipti sín við ókunnugt, fullorðið fólk. Þá skipti ekki litlu máli að viðmót og framkoma þeirra fullorðnu væri bæði nærgætin en jafnframt leið- beinandi og til fyrirmyndar í reglusemi og heiðarleika. Þessir þættir voru einkennandi í fari Óskars og er hlutur hans í upp- vexti ungmennanna stór. Hús hans stóð í miklu nábýli við strák- ana á heimavistinni og þar kom hann oft vegna starfa sinna. Aldrei urðu þar hnökrar í sam- skiptum þó að auðvitað færi mikið fyrir fjörugum strákum í hóp. Mest áhrif hefur hann þó haft á þá þegar þeir áttu samvistir við hann við smíðar, en smíði var skyldu- námsgrein. Sennilega býr margur að því enn. Fyrir hönd fjölskyldu okkar kveðjum við kæran vin með virð- ingu og söknuði. Við vottum Eygló, Jóni og Þórði og fjölskyldum þeirra samúð okkar. Þrúður Guðrún Haraldsdóttir, Ólafur Örn Haraldsson. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið gi-einina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur íylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyi-ir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. LEGSTEINAR f Marmari íslensk framleiðsla Granít Vönduð vinna, gott verð Blá.aryti Sendum myndalista Gabbró MOSAIK Líparít Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík 1 sími 5871960, fax 5871986
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.