Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 58
- 58 SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Síðasta hraðlestramámskeiðið...!! á þessu ári hefst næsta fimmtudag, 29. október. Ef þú vilt bæta árangur í námi og starfi skaltu skrá þig strax. Margfaldaðu aíköstin! I i R AÐLES l'RARS KOLA N N Sími: 565-9500 Fax: 565-9501 www. ismennt. is/vefir/hradlestrarskolinn Útsölustaðir: Líbia Mjódd, Dísella Hafnarflrðl, Háaleltls- apótek, Grafarvogsapótek, Apótekiö Smiöjuvegi, Egilsstaöaapótek, Apótekiö Hvolsvelli, Apótekið Hellu, Iðunnar apótek, Isafjarðarapótek, Borgarnesapótek, Regnhlítabúðin, Apótekið Suðurstrðnd, Apótekið Iðufelli, Apótekið Smáratorgi, Vesturbæjarapótek, Hafnarapótek, Höfn, Akureyrarapótek, Hraunbergsapótek. Dreifing: KROSSHAMAR. S. 5888808. NYTT FRA SVISS! Swíss-o-Par® Dreifing: KROSSHAMAR, Sínti 588 8808 Ekta augnhára- og augnbrúnalitur með c-vítamíni. Allt t einum pakka, auðvelt í notkun og endist frábæriega. AffLlfmi 554 1817 SNÆLAND 552 8333 Konavogur Laugavecjur 565 4460 * * 'W::_ 566 8043 Hafnarfjörður Þar sem nýjustu myndirnar fást Mosfellsbær FÓLK í FRÉTTUM FRANK Zappa hefur komið mörgum af lærisveinum sínum á kortið. Lærisveinar meistarans Terry Bozzio er staddur hérlendis en hann hóf feril sinn hjá Frank Zappa eins og ótal aðrir snillingar á tónlistarsviðinu. Sverrir Tynes, forseti Alla Zappa-samtakanna á Islandi, kynnir hann og nokkra fleiri læri- sveina til sögunnar. BERKLEY College of Music og Juliard College eiga það sameiginlegt að vera með bestu tónlistar- skólum heimsins í dag. A árunum 1966-1988 var þó einn skóli sem stóð þeim framar, þ.e. „skóli“ meist- ara Frank Zappa en hann lést 4. desember 1993 og er sárt saknað. Aðeins þeir bestu komust í hljóm- sveit hans og njóta allir þeir sem spiluðu með meistaranum virðingar í heimi tónlistar. Eg mun hér fjalla í stuttu máli um nokkra þeirra, sér- staklega trommarann Terry Bozzio en hann heldur tónleika í Loftkast- alanum á sunnudag. Belew með King Crimson Adrian Belew var í hljómsveit meistarans frá september 1977 til febrúarloka 1978. Zappa sá þennan knáa gítarleikara í litlum klúbbi í Nashville þar sem hann lék með einhverju kántrí-bandi. Zappa bauð honum vinnu og tók Adrian saman föggur sínar og gekk til liðs við hann. Adrian „útskrifaðist" á skömmum tíma þar sem David Bowie sá til hans á hljómleikum Zappa í Berlín 15. febrúar 1978 og heillaðist svo af leik hans að hann bauð honum í hljómsveit sína. Par sem einungis voru eftir tólf tónleikar í ferðinni þáði Adrian boð Bowies og gekk til liðs við hann um leið og Zappa-túm- um lauk. Skynsamur maður Adrian Belew. Eftir veru sína með Bowie gekk hann til liðs við King Crimson og er þar enn. Cucurullo úr New Wave Warren Cucurullo er einnig gít- arleikari. Hann leikur nú með Dur- an Duran. Warren var mikill aðdáandi Zappa og hékk mikið í kringum bandið þegar þeir voru í heimabæ hans, New York City. Hann kom fyrst á svið meistarans 31. október 1978 og var gítarleikari allan Evrópu-túrinn 1979. Eftir það stofnaði hann Missing Persons með Terry Bozzio. Þetta var New Wave- band og sömdu þeir meðal annars „Destination Unknown“ sem Smas- hing Pumpkins gaf út á The Aer- oplane Flies High-diskasafni sínu. Colaiuta með Stuðmönnum Vinnie Colaiuta er einn besti trommari heimsins. Hann var ný- fluttur til Los Angeles í leit að vinnu þegar vinur hans hringdi og sagði honum að Frank Zappa væri að prófa trommara fyrir 1978- hausttúrinn. Fullur sjálfstrausts mætti hann á staðinn til áheyrnar. Reyndar runnu á hann tvær grímur þegar hann sá tugi efnilegra trommara á sama stað í sama til- gangi. Inngönguprófið var það erfítt að flestir komu út eftir fímmtán sekúndur. Röðin kom loks að Vinnie og það fyrsta sem hann sá var trommusett Terrys Bozzio. Terry notaði tvær bassatrommur en Vinnie hafði þá aldrei spilað á þannig sett áður. Zappa rétti Vinnie nóturnar af Pedro’s Dowry og gekk sú spilamennska ágætlega. Þá var röðin komin að Black Page, sem er eitt flóknasta trommuverk meistar- ans. Vinnie hafði stuttu áður æft sig á Black Page og kunni það því nokkuð vel. Zappa tók því næst gítarinn og spilaði sóló og átti Vinnie að fylgja því í 21/16 takti. Prufan endaði á trommusólói og Vinnie til mikillar ánægju sagði Zappa: „Hvenær get- urðu byrjað?“ Vinnie trommaði með meistaranum frá 26. ágúst 1978 til 1. apríl 1979 og aftur 10. október 1980 til 11. desember sama ár. Vinnie hefur spilað með mörgum stórum nöfnum þ.á m. Joni Mitchell, Stuðmönnum og Sting. Hann kom til íslands með Sting og líkaði vistin vel. Steve Vai með Whitesnake Steve Vai er einnig í svokölluðum Islandsvinahópi. Hann kom til landsins með Whitesnake í septem- ber 1990. Steve var í gítamámi við Berkley College of Music. Hann og herbergisfélagi hans léku sér að því á kvöldin að hlusta á gítarsóló snill- inga á borð við Santana, John McLaughlin og Eric Clapton. Þeir skrifuðu niður nóturnar við hvert sóló og tók það um eina kvöld- stund. Einn dag komust þeir yfír Zappa In New York og ætluðu að skrifa niður eitt af gítarsólóum meistarans. Þeir komust þó fljót- lega að því að það var hægara sagt en gert. Það tók Steve um viku að skrifa nóturnar niður og féll hann alveg fyrir tónlist Zappa eftir það. Hann sendi Zappa niðurstöðurn- ar í þeim tilgangi að fá að skrifa gít- arnótur þar sem engar siíkar voru til. Zappa svaraði honum játandi og hann hætti í skólanum þar sem hann sá ferli sínum betur borgið með Zappa. Honum var síðar boðið starf í hljómsveit meistarans og kom fyrst á svið 10. október 1980 þá tvítugur að aldri. Steve hætti 14. júií 1982 eftir síðustu tónleika 1982- túrsins. Hann hefur unnið síðan með David Lee Roth, Alcatras og Whitesnake. Hann hefur einnig sent frá sér nokkrar sólóskífur. Bozzio í Zappa-sveitinni Þá er röðin komin að snillingnum Terry Bozzio sem eins og áður sagði Ný og glæsileg hestamiðstöð Alhliða þjónusta við hesta og hestamenn í boði eru: Rúmgóðar stíur ásamt heyi og hirðingu. Hrossunum hleypt út. Öll aðstaða mjög góð. ATH. Munið lukkupottinn. Önnur þjónusta: Kerruleiga / sala Bobcat þjónusta Hestaleiga / sala Járningaþjónusta (Verslun með hestavörur. Opnuð 15. des) H R I M F A X I HESTÁMIÐSTÖÐ HEIMSENDA 6 • VIÐ KJÓAVELLI 200 KÓPAVOGI SÍMI: 587 6708 • FAX: 587 6708 GSM: 896 6707 og 896 5247 PO.BOX 9276 hrimfaxi@simnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.