Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ GOTT STARFSFÓLK ER LYKILATRIÐI eftir Maríu Hrönn Gunnarsdóttur EG ER alin upp í þessu og kann ekkert annað,“ seg- ir Guðbjörg Elsa og brosir breitt þegar þau hjón eru innt eftir því hvemig stóð á því að þau stofnuðu fyrirtæki sitt Veisluna-veitingaeldhús ehf. fyrir tíu árum. Brynjar hafði líka lifað og hrærst í þessum geira atvinnu- lífsins í fjölda ára þegar kom að þessum tímamótum að fara út í sjálfstæðan atvinnurekstur. Það kom því nokkuð af sjálfu sér að þau tóku þá ákvörðun að stofna fyrirtæki þar sem boðið er upp á fjölbreytta veisluþjónustu undir kjörorðinu Fagfólk með reynslu og þjónustulund. „Við byrjuðum smátt og fórum mjög varlega,“ segja þau og leggja áherslu á að þar hafi þau breytt rétt. Svo líta þau hvort á annað og hlægja saman að minningunni um fyrstu ár Veislunnar. Blaðamanni líður vel í návist þeirra og hugsar sem svo að ef matur er lagaður úr glaðværð og notalegheitum, eins og stundum má lesa um í bókum, hljóti maturinn á þessum bæ að vera góður. „Við tókum t.d. 6 mánaða víxil fyrir 50 diskum til að geta byrjað með borðbúnaðarleiguna,“ segir Guðbjörg Elsa og lítur á mann sinn sem kinkar kolli til samþykkis og bætir við: „Nú eigum við borð- búnað fyrir 7-800 manna veislu og við erum með átta tegundir af handunnum kristalsglösum fyrir hundrað manns.“ Engin uppþvottavél fyrstu mánuðina Þau hjónin segja að fyrsta árið eftir að þau stofnuðu fyrirtækið hafi verið erfitt og útheimt gífur- lega vinnu af þeim báðum. „Við byrjuðum í 70 fermetra leiguhús- næði hjá Björnsbakaríi á Austur- strönd 12. Við keyptum öll tæki notuð, notuðum okkar eigin djúp- steikingarpott, keyptum heimilis- háf og höfðum enga uppþvottavél. VEÐSHPn AIVINNULIF Á SUNNUDEGI ►BRYNJAR Eymundsson er fæddur og uppalinn á Höfn í Hornafírði 28. október 1953, sonur hjónanna Lukku Ingibjargar Magnúsdóttur og Eymundar Sigurðssonar hafnsögumanns. Hann fór fyrstur Horn- firðinga að læra matreiðslu árið 1972 í Hótel- og veitingaskóla Islands og á Hótel Esju. Að námi loknu starfaði hann í Félagsheimili Kópa- vogs í 6 ár sem matreiðslu- og veitingamaður. Á árunum 1983-88 var hann yfirmatreiðslumaður Gullna hanans á Laugavegi, allt þar til hann og eiginkona hans stofnuðu Veisluna-veitingaeldhús ehf. á af- mælisdegi Brynjars fyrir tíu árum. Á þessum árum var hann í lands- liði fslendinga í matreiðslu, sem vann til gullverðlauna í Norðurlanda- keppni. I tvígang, 1987 og 1988, fór Brynjar til Norður-Kóreu þar sem hann matreiddi úr íslensku hráefni fyrir Kim II Sung, sem þá var alræðisherra landsins. Brynjar hefur tekið virkan þátt í starfi og upp- byggingu Klúbbs matreiðslumeistara og setið í sljórn hans í 6 ár. Guðbjörg Elsa Guðmundsdóttir er fædd í Reykjavík 7. nóvember 1960, dóttir hjónanna Sæmundu Pétursdóttur og Guðmundar Þórðar- sonar, bryta á Gullfossi. Hún stundaði smurbrauðsnám við Herlev skólann og á Imperial Hotel í Kaupmannahöfn frá 1977-1980. Hún starfaði við smurbrauðsgerð og sem þjónn á veitingahúsunum Rán, Valhöll og Þórskaffi þar til þau Brynjar stofnuðu fyrirtæki sitt. Sam- an eiga þau hjón þijá syni og Brynjar á tvær dætur og fósturson frá fyrra hjónabandi. Þau hjón hafa búið á Seltjarnamesi sl. 13 ár. Morgunblaðið/Ásdís STARFSMENN Veislunnar hafa ekki bara gaman af vinnunni. Þeir eru einnig barnelskir svo sem sjá má á því að á tólf mánuðum hafa átta starfsmenn eignast bam eða eiga barn í vændum. Tveir af kokkunum vom jafnvel svo samtaka að konur þeirra eignuðust barn með tveggja klukkustunda millibili. Það var ekki fyrr en um vorið, tæpu ári eftir að við byrjuðum, sem við keyptum uppþvottavélina en fram að því þvoðum við allt í höndunum," segja þau. Þá voru þau búin að ráða systur Brynjars, Halldóru, til starfa. Hún byijaði í uppvaskinu en hefur nú tekið við af Guðbjörgu Elsu sem yfirmaður smurbrauðsdeildarinnar í fyrir- tækinu. Fljótlega varð húsnæðið of þröngt, segja þau hjónin, en engu að síður var það ekki fyrr en fyrir þremur árum að þau ákváðu að festa kaup á 470 fermetra húsnæði litlu vestar í sama húsi að Austur- strönd 12. „Heilbrigðisyfírvöld em mjög ánægð með aðstöðuna og em að vinna að gæðavottun fyrirtæk- isins,“ segir Brynjar. Á hann von á að fá hana í nóvember. Lengi vel var Veislan eina fyrir- tækið á sínu sviði sem starfrækt var á Seltjarnarnesi og segir Brynjar að það hafi skapað nokkra sérstöðu. „Við hefðum ekki getað þetta nema vegna þess að við eram búsett hér. Það er eins og að búa og starfa úti á landsbyggðinni að vera hér. Hér þekkdst fólk og við eram búin að eiga viðskipti við ófáa Seltirninga," segir hann. Synirnir eiga ekki annað skilið Þau hjónin segjast hafa lagt mikið á sig fyrstu árin. „Þetta átti að verða góð vinna fyrir mig og u.þ.b. hálf vinna fyrir Elsu,“ segir Brynjar. „Það breyttist fljótt og við voram bæði komin í fulla vinnu og miklu meira en það áður en við vissum af.“ Eldri synir þeirra tveir, sem nú eru 12 og 10 ára, vora þá litlir og fengu þeir oft að vera í skjóli afa og ömmu, foreldra Guðbjargar Elsu, á meðan foreldarnir sinntu störfum sínum. „Öðravísi hefði þetta aldrei gengið,“ segir hún bæði þakklát og stolt. Sjálf sótti hún margt til fóður síns sem var afar virtur matreiðslumaður og lærifaðir margra þjóna og kokka. „Hann setti mötuneytið hjá Eim- skip á fót eftir að hann kom í land. Hann lést daginn sem við tókum að þjóna mötuneyti Eimskipafé- lagsins í Sundahöfn," segir Brynj- ar. Þriðji og yngsti sonurinn er nú fjögurra ára. Eftir að hann fæddist tóku þau hjónin þá ákvörðun að eftirleiðis skyldi einungis Brynjar vinna um helgar og á kvöldin - „Og á nóttunni," bætir Brynjar kankvís við. „Þeir eiga ekki annað skilið af okkur,“ segir Guðbjörg Elsa, „eftir alla þessa vinnu.“ Tölur í minus og plús Nú starfa hátt í 40 manns hjá fyrirtækinu í um 30 heilsdagsstörf- um. Þar af eru fimm matreiðslu- menn og fimm matreiðslunemar, bakari og fimm smurbrauðsdömur, aðstoðarfólk, þjónar og skrifstofu- fólk. Sjálfur sér Brynjar að mestu um samskiptin við viðskiptavinina auk þess sem hann setur á sig kokkahúfuna á kvöldin og um helgar. Guðbjörg hefur aftur á móti lagt smurbrauðsgerðina á hilluna en sinnir þess í stað bók- haldi fyrirtækisins. Hún viður- kennir þó að smurbrauðið sé skemmtilegra, sú vinna sé skap- andi en bókhaldið ekki annað en tölur í mínus og plús. „Við eldum hádegismat fyrir 300 manns alla virka daga auk smur- brauðsgerðar fyi’ir fjölda fyrir- tækja og stofnana. Á kvöldin og um helgar undirbúum við alls kyns veislur. Við höfum sennilega starf- að í öllum sölum á höfuðborgar- svæðinu, við eram með veislur inni á heimilum, úti á sjó, uppi á jöklum og erlendis. Ekkert er heilagt í þeim efnum. Þar að auki rekum við Veislusalinn í Sóltúni 3 í Reykja- vík, sem betur er þekktur sem Ákógeshúsið, en hann tekur yfir 200 manns í sæti,“ segja þau Guð- björg Elsa og Brynjar. Þá hafa þau eignast frystivél þar sem þau geta búið til 200 kílóa klakastykki. I þau höggva matreiðslumennirnir ýmiss konar styttur og skreytinga- list sem veisluborðin era skreytt með þegar það á við. „Isstyttur era elsta skreytingalistin í matar- gerð,“ segir Brynjai- og Guðbjörg Elsa bætir við: „Það að búa til mat er list og þeir sem læra matar- gerðarlist era gjaman listrænt fólk.“ Veislan undirbúin á svipstundu Föstudagamir era annasamast- ir allra daga í Veislunni og þá er oft handagangur í öskjunni. „Við höfum gott starfsfólk og það er lykilatriði," segir Brynjar. Allt kapp er lagt á að veita öllum sem þess óska þá veisluþjónustu sem þeir kjósa, jafnvel þótt fyrir- varinn sé stuttur. „Einu sinni hringdi fastur viðskiptavinur hing- að um klukkan eitt á föstudegi og sagðist verða með kokkteilboð fyr- ir 400 manns seinnipartinn þann sama dag,“ segir Brynjar. Matur- inn var tilbúinn og kominn á stað- inn klukkan fjögur og þó var nóg að gera fyrir. í annað skipti pant- aði kona hjá þeim veitingar en hún ætlaði að halda vinum sínum veislu á heimili sínu. Hafði hún sent Veislunni orðsendingu á miða en vikudagur og mánaðardagur stönguðust á. Brynjar og Guðbjörg bókuðu veisluna á laugardegi en þegar klukkan var stundarfjórð- ung gengin í sjö á fóstudagskvöld hringdi konan og spurði hvort maturinn færi ekki að koma. „Þetta var um páska og við vorum að undirbúa fermingarveislur. Við áttum þess vegna allt hráefnið og gátum útbúið matinn í veisluna á svipstundu. Maturinn var kominn á borðið klukkan hálf-átta og gest- irnir urðu einskis varir,“ segja þau og bæta við að á eftir hafi starfs- fólkið losað um spennuna með hressilegu hláturskasti. Greinilegt er á Brynjari að þau njóta þess að geta komið til móts við þarfir viðskiptavina sinna. Þau segjast leggja mikið upp úr því að hafa þjónustuna persónulega og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.