Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 MORGUNB LAÐIÐ TROLLSKESSUR I DELHI ', .... Ljósmynd/Kristín Steinsdóttir I teppagerðinm. í eyðimörkinni „Ekki er því að neita að maður er gripinn nokkru vonleysi yfír öllum þessum aragrúa af fólki og þeirri örbirgð sem þarna virðist ríkjandi,u skrifa systurnar Iðunn og Kristín Steinsdætur eftir dvöl sína á Ind- landi. Þær fóru á þing IBBY samtakanna í Delhi og notuðu tækifærið til að skoða þetta fjölmenna og fjölbreytta land. GRAFHÝSIÐ Taj Mahal, sem Shah Jehan keisari lét reisa eftir andlát konu sinnar sem hann elskaði mjög heitt. / IDELHI hafa bahajar byggt musteri sem þeir nefna Lótusmusterið en það ásamt musteri þeirra í ísrael er talið fegurst mustera bahaja. Lótusmusterið er úr marmara og dregur nafn sitt af lótusblóminu sem er þjóðarblóm Indverja. Sólríkan dag var ferðinni heitið í musterið. Enginn leigubfll var næm en við settumst galvaskar upp í rikksjá. Ekki höfðum við ekið lengi þegar ökumaðurinn kom með ýmsar breytingartillögur. í þessu landi eru það ær og kýr ökumanna að fá ferða- menn til þess að breyta um stefnu, skoða eitthvað allt annað en þeir upphaflega ætluðu og drífa fólk inn í verslanir þar sem þeir sjálfir fá greinflega prósentur af innkaupum sinna viðskiptavina. Þegar hér var komið sögu vorum við búnar að lenda of oft í slíkum hremmingum til þess að falla í þá gryfju og öskruðum að ef hann færi ekki með okkur beint í Lótúsmusterið tækjum við annan farkost. Öskrin komu m.a. til af því að við vorum á götu með fjórum akreinum, umferðin yfir, undir og allt um kring og teljum við okkur þarna hafa komist hvað næst því að týna lífinu. Karlinn lét segjast og ók áfram. Öll umferð upp að Lótusmusterinu er bönnuð og þegar við vorum komn- ar eins nærri og hægt var vorum við búnar að fá nóg af súrefnisskorti og skakstri. Borguðum við karli sem kvaðst mundu bíða eftir okkur. Við aftókum það með öllu, staðráðnar í því að fara fremur gangandi heim á hótel en setjast aftur upp í rikksjáið hans. Öll sölumennska er bönnuð innan musterissvæðisins en fyrir framan það hafði verið settur upp einn af fjölmörgum mörkuðum. Þar eins og annarsstaðar átti að selja ferða- mönnum allt milli himins og jarðar og var atgangurinn svo mikill að hver venjulegur ferðamaður hlýtur að hlaupa í baklás og niðurstaðan verður sú að hann kaupir ekki neitt. Helgidómur opinn öllum Með harðfylgi hristum við sölu- mennina af okkur og sluppum inn í musterisgarðinn. Hann er afar fal- legur og mikill helgidómur. Þarna gengum við um óáreittar og nutum þess að vera til. Við urðum að vísu varar við að innfæddir gáfu okkur auga hér sem annarsstaðar og böm- in hlógu. I þessari ferð lentum við í myndatökum með með heilu fjöl- skyldunum sem langaði til þess að vera á mynd með furðufuglunum. I sjálft musterið mega allir trúflokkar koma og biðja til Guðs síns en menn skulu vera skólausir og algjör þögn er fyrirskipuð. Við sátum lengi, þetta var eins og vin í eyðimörkinni. Umskiptin voru sár þegar út kom því nú hafði rigningin bæst ofan á kæfandi hitann sem fyrir var. En hver beið þar brosandi út að eyrum nema okkar maður með rikksjáið. Við stikuðum af stað, ákveðnar í að finna leigubíl en karlinn valhoppaði í kringum okkur og bað okkur að hafa engar áhyggjur, hann mundi bjarga málunum. Hvergi var leigubíl að hafa, rigningin jókst og bjartsýni karlsins óx í réttu hlutfalli við ör- væntingu okkar. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Allt í einu var hrópað á lýtalausri ensku og við spurðar hvort við værum í vandræð- um. Var þar komin innfædd kona á vestrænni lúxuskerru og átti hún fyrir tilviljun leið hjá. Hún bauð okk- ur að stíga inn, við sigum ofan í mjúk sætin og brátt var markaðurinn að baki. Konan lá á flautunni eins og allir hinir og Krossárnar voru henni lítil fyrirstaða. Fyrr en varði vorum við komnar á hótelið. Og víst er að aldrei höfum við komist nær þvi að hitta góðu dísina úr ævintýrunum en einmitt þarna! Kameldýr á þjóðvegi eitt Næstu daga lá leiðin suður af Del- hi á slóðir sem þykja hér álíka mikil- vægar og Gullfoss, Geysir og Þing- vellir á Islandi. Rútan var bæði rúm- góð og loftkæld og hreint ótrúlegt að horfa á landið liða hjá. Umferðin var öll með sömu endemum og í höfuðborginni og ákaflega tafsöm. Ekki var nema ein akrein í hvora átt, menn lágu á flaut- unni og tóku stanslaust hver fram úr öðrum við ótrúlegar aðstæður. Þannig átti bílstjórinn okkar í mesta baksi með að komast fram úr trakt- orum af því að kameldýr komu á móti dragandi kerrur eftir þjóðvegi eitt! Hjálparmaður bflstjórans sat fram í og fólst starf hans einkum í því að gefa stefnuljós með vinstri hendi, hlaupa út og borga endalausa vegatolla til ríkisins og bera kælt flöskuvatn í þyrsta ferðalangana. Verið er að byggja annan veg með- fram þessum og ef því lýkur ein- hvern tímann verður það mjög til bóta því þá verða akreinar orðnar fjórar. En þegar maður sér vinnu- hraðann vaknar óneitanlega sú spurning, á hvaða öld þessi vegur verði tilbúinn! Vegavinnuhópamh- voru lítt vélvæddir en margir karlar lögðu á ráðin og hópar af konum báru mold, sand og múrsteina á höfðinu í stórum körfum. Sólin bak- aði og varla hefði saríið þótt hentug- ur vinnuklæðnaður á Islandi en hér var ekki öðru til að dreifa. Við þessar aðstæður eru konurnar svo tígulegar að mann setur hljóðan. Engin unglingavinna. Mikið var af rusli, heilu haugamir meðfram öllum götum og þó var alltaf verið að sópa. Var engu líkara en menn sópuðu bara hver yfir til annars þannig að haugarnir flyttust stað úr stað án þess að hverfa. Höfð- um við á orði að þarna þyrftu ung- lingavinnuhóparnir að taka til hend- inni, nóg var af unglingunum og nóg af ruslinu en óvíst hver myndi borga. Trúlega eru menn þó ekki neitt að gera sér rellu út af smámunum og má mikið vera ef óbreyttum Indverj- unum þætti ekki nóg um allan þrifn- aðinn norður á Islandi! Ekki virtist það trafla karlana hið minnsta að sitja í vegarkantinum og gera þar öll sín stykki á meðan bílamir þokuðust eftir veginum. Einnig mátti sjá menn á spjalli á setum sínum en þvottur blakti til þerris innan seilingar eða lækur rann hjá og kannski var ein- hver að fá sér vatn úr honum litlu neðar. Allt í rólegheitum, stutt í brosið og ekkert stress. Töfratankar Oðra hverju ókum við fram hjá mönnum sem sátu við veginn með áltanka sér við hlið. í tönkunum er mjólk sem eigendur kaupa að morgni hjá bændum og selja inni í smáþorpunum. Þetta era svokallaðir töfratankar en nafn sitt draga þeir af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.