Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 21 þinn!“ „Ég býst við að hann hafi verið frægur," segir hún. Katrín segist að vissu leyti skilja afstöðu Vilhjálms til inúítafjölskyld- unnar. Vissulega væri hennar fólk „íslenskt-kanadískt" í erfðafræði- legum skilningi, en hafa beri í huga að ekki hafí þótt viðeigandi í heimi hvíta mannsins á þeim tíma, sem um er að ræða, að eiga konu af frumbyggjaættum. Hefði Vilhjálm- ur tekið sér bólfestu meðal inúíta hefði málið horft allt öðru vísi við. Ekki hefði verið viturlegt að fara með þau Alex og Pannigabluk „til byggða“ því að á uppvaxtarárum AJex hafí frumbyggjar ekki átt nokkurn möguleika á að lifa af í borgarsamfélagi Kanada. „Að vera inúíti í borg boðaði bráðan dauða. Fólk hafði engin tök á að framfleyta sér í heimi hvítra og félagsleg þjón- usta fyrir frumbyggja var engin.“ Katrín bendir jafnframt á að Vil- hjálmur hafí þurft að fjármagna kostnaðarsamar ferðir sínar með frjálsum framlögum og það hefði honum ekki tekist ef hann hefði ekki notið virðingar meðal hvítra. Opinber viðurkenning á inúítafjöl- skyldunni hefði sennilega grafið undan trausti hans og komið í veg fyrir frekari landkönnun og vegtyll- ur. Hér er rétt að gera hlé á frásögn Katrínar og huga að vestur-íslensku frændfólki hennar. „Hvítu fólki fór að snjóa“ Margar sögur fóru af Vilhjálmi Stefánssyni í samfélagi Vestur-ís- lendinga á fyrri hluta aldarinnar. Gamalt fólk í Winnipeg minnist þess að hafa heyrt þess getið þar á bernskuárum sínum að Vilhjálmur hafi átt barn með inúítakonu á norð- vesturströnd Kanada. Kona þessi hafi gengið niður á bryggjur á vorin þegar snjóa leysti og skip komu að sunnan í þeirri von að Vilhjálmur væri þar kominn til að sinna sér og barninu. Hvað sem hæft er í sögunni um konuna á bryggjunni og þeim áfell- isdómi, sem í henni felst, hefur hún vafalaust borist víða um vestur- heim. Minna má á vísuna „Hvítir Eskimóar" eftir vestur-íslenska skáldið Guttorm J. Guttormsson (Kvæði, úrval, Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs og Þjóðvinafélagsins, 1976, bls. 35): Eftir Vilhjálms utanfór til Eskimóa Hvitu fólki fór að snjóa. Vísan hefur hefur tvíræða merk- ingu. Vilhjálmur taldi sig hafa upp- götvað „ljóshærða Eskimóa" („Copper“ eða „Blond Eskimo") á norðurslóðum og hann hélt því fram að þeir væru hugsanlega af norræn- um ættum, en kenning þessi var alla tíð umdeild. Höfundur vísunnar kann einnig að hafa átt við það að Vilhjálmur hafi skilið eftir sig slóð Ijóshærðra „íslenskra" inúíta. Þessi tvú'æðni vísunnar hefur án efa aukið áhrifamátt hennar. Ættingjar Vilhjálms í hópi Vest- ur-íslendinga höfðu lengi vel lítil sem engin samskipti við frændfólk sitt meðal inúíta, enda vissu fæstir þeirra kannski af því með vissu fyrr en seint og um síðir. Frá þessu eru þó tvær mikilvægar undantekning- ar. Bonní Paetkau, sem búsett er skammt fyrir utan Vancouver, sagði mér frá samskiptum sínum og inúítafjölskyldunnar, en hún er fædd í Winnipeg og er af íslenskum ættum (Vilhjálmur Stefánsson og afi hennar, Framar, voru systkina- synir). Fyrir nokkrum árum þurfti maður hennar starfs síns vegna að fara norður til Inuvik þar sem nokkur barnabarna Vilhjálms búa enn. Bonní hafði haft spurnir af þeim og ákvað að slást í för með manni sínum og grennslast fyrir um ættingja sína. Auðvelt reyndist að hafa upp á „Stefánsson fjöl- skyldunni" í Inuvik, þar sem Alex Stefánsson hafði löngum gengið undir nafninu „Hvíti maðurinn", og urðu fagnaðarfundir með þaim Bonnt og Rósí Albort Stefánsaon, dóttur Alox, Stðan hafa þoasar fjöl- skyldur hlat af og til og tðulega ræðat vtð í aíma, Það var reyndar Bonní aem kom mér í samband vtð Katrtnu, Htn undantekningin á sór lengrl aögu. Á Vaneouver-eyju akammt fyrir utan Vietoríuborg býr íjöl- akylda Vllhjálms Ingimars Joseph- Ljósmyndir/Gísli Pálsson KATRÍN Tochor Unalín, dótturdóttir Alex Stefánssonar. SKÁLDIÐ Bill Valgardson og Lauga Josephson (ekkja Vilhjálms Ingimars) á Vancouver-eyju. BONNÍ Paetkau er af íslenskum ættum og fædd í Winnipeg. Vilhjálm- ur Stefánsson og afi hennar, Framar, voru systkinasynir. meðal annars að finna bréf frá Ge- orgínu Stefánsson og manni hennar frá 1985 um heimsóknir fjölskyldn- anna. Georgína sagði mér í stuttu símtali að sér hafi þótt vænt um þessi samskipti: „Þetta var í fyrsta skipti," segir hún, „sem einhver úr fjölskyldu Vilhjálms viðurkenndi tengslin við okkur.“ Lauga segir að börn Aiex hafi sagt sér að Vilhjálm- ur hafi sent Alex jakkaföt þegar hann kvæntist. Sé það rétt hefur Vilhjálmur haft einhver samskipti við son sinn. Á milli vita: norrænn inúíti Frásögn Katrínar heldur áfram. Fram kemur að í bernsku hafi hún yfirleitt litið á sig sem „hverja aðra hvíta kaþólska stúlku". Og á sléttun- um og í Alberta þar sem hún ólst að mestu leyti upp hafi hún varla fund- ið fyrir kynþáttafordómum í sinn garð. Málið vandaðist hins vegar þegar hún varð eldri, sérstaklega eftir að hún fluttist til Vancouver. Um tíma hafi hún verið á milli vita, henni hafi ekki verið ljóst hvort eða í hvaða hlutföllum hún væri inúíti, hvít, Kanadamaður, frumbyggi eða norræn. „Ég skynja ekki norræna upprunann í mér, en ég veit að hann er þarna. Það er dálítið geggjað!“ Uppruni hennar og sjálfsmynd vöfð- ust fyrir henni í nokkur ár, segir hún, eins og títt sé um „blendinga" eins og hana, en henni hafi tekist að glíma við sjálfa sig, meðal annars með þátttöku í starfi frumbyggja í Vancouver. Nú sé hún sátt við sjálfa sig og viti hver hún er. Katrín segir að inúítar umgangist fólk með öðrum hætti en flestir borgarbúar. Vegna veiðiferða sinna hafi þeir þurft að reiða sig á hjálp- semi annarra. Þetta hafi tengt þá fjölmennum hópi samborgara á víð og dreif um veiðilendur þeiira. Heimili manna hafi ávallt staðið opin öðru fólki og ekki hafi verið farið í manngreinarálit. Þannig hafi fólk annast hvert annað. Þegar fólk í nauðum hafi borið að garði hafi ekki verið spurt hverra manna það væri. Þetta viðhorf einkenni afstöðu móð- ur hennar. Það kunni að hljóma eins og hver önnur rómantík eða fortíð- arhjal, en það sé samt sem áður blá- kaldur veruleiki. Innst inni blundi slík afstaða í henni sjálfri og það hafi stundum komið henni á óvart. Fyrir komi að borgarbúar notfæri sér þetta. Stundum finnist henni eins og fólk hafi „fært sér hana í nyt“, hún hafi brennt sig á að treysta og taka með opnum hug fólki, sem skeyti engu um aðra og hugsi aðeins um eigin hag. Á meðan á viðtalinu stóð var Katrín með símboða og farsíma á sér. Öðru hverju brá hún sér frá til að ansa tækinu og hringja, en að öðru leyti gekk samtalið snurðulaust fyrir sig. Hún var ófeimin að ræða hispurslaust um uppruna sinn, fjöl- skyldu og samskiptin við „aðra“ Vestur-íslendinga. Að viðtalinu loknu brugðum við okkur á franskt veitingahús, „Krókódílinn", snædd- um eðalrétti og héldum áfram að skrafa um Vilhjálm, inúíta og Is- lendinga. Fræðimenn, frumbyggjar og póstmódernískir tímar Mikið hefur verið rætt í margs konar fræðum að undanförnu um viðbrögð heimamanna við því sem aðrir hafa um þá skrifað og skoðana- skipti aðkomumanna og heima- manna. Á árum áður töldu mann- fræðingar sig geta treyst því með nokkurri vissu að um leið og þeir væru horfnir af vettvangi hefðu þeir nánast fuilt frelsi um það sem þeir ski’ifuðu um ferðir sinar. Heima- menn væru ekki í aðstöðu til að leggja mat á eða gera athugasemdir við það, sem um þá væri sagt í al- þjóðlegum fræðiritum. Fjarlægðin milli vettvangs og fræðasamfélags kom í veg fyrir að heimamenn glugguðu í fræðirit og sömuleiðis tungumálaerfiðleikar og slök lestr- arkunnátta. Þetta á vafalaust við um rannsóknir og verk Vilhjálms Stef- ánssonar snemma á öldinni. Nú er öldin önnur. Og Alex saga Stefánssonar, sem ég reifaði í Morg- unblaðinu forðum, er dæmi um það. Mörg ritverk Vilhjálms sjálfs eru nú aðgengileg afkomendum þeirra inúíta i norðurhéruðum Kanada sem hann fjallaði um, bækur hans eru til- tækar á nærliggjandi söfnum, inúít- arnh’ enskumælandi og sumir hverj- ir hagvanir á „sæber“-veröld alnets- ins. I annan stað er margt af því sem sagt er og skrifað um Vilhjálm, ferðir hans og bækur (þ.m.t. mín eigin verk) aðgengilegt afkomend- um hans, hafi þeir á annað borð áhuga á því. Skýrsla Umba, svo aft- ur sé vitnað í Kristnihaldið, er ekki aðeins lesin á skrifstofu Biskups, sem hefur sent hann á vettvang, hún er einnig lesin undir Jökli. Þessi hnattræna og, ef svo má að orði komast, „póstmódemíska“ nánd, sem er áberandi nú við aldarlok, vek- ur forvitnilegar spurningar um fræðimennsku, sannleiksleit og fram- andleika. Og um leið gefur hún tilefni til skemmtilegra samræðna sem áður voru nánast óhugsandi. Sjónarmið heimamanna hafa nýtt hlutverk og aukið vægi. Réttara er að tala um lýðræðislegar samræður en sérfræð- inga og skýrslugerð. Á meðan á dvöl minni í Vancouver stóð flutti ég fyrir- lestur, í boði Mannfræðideildar Há- skóla Bresku Kólumbíu, um dagbæk- ur Vilhjálms Stefánssonar og þá vit> neskju sem þær veita um samskipti hans við inúíta, einkum bamsmóður hans Fanní. Katrín Toehor Unalín var ekki síður forvitin um það sem ég hafði að segja um langalangafa henn- ar frá Fróni og Nýja íslandi en ég var um hennar hagi og hennar fólks. Höfundur er forstöðumaður Mann- fræðistofnunar Háskála Islands og prófessor í mannfræði. ítarleg grein hans um Vilhjálm Stefánsson, dag- bækur hans og inúítafjölskyldu mun birtast í desemberhefti tímaritsins Ethnos. sonar, systursonar Vilhjálms Stef- ánssonar. Sá síðarnefndi var um tíma talinn af í einum af leiðöngram sínum þar sem ekkert hafði til hans spurst lengi vel og hvítvoðungnum á Vancouver-eyju hafi verið gefíð nafn hans til að heiðra minningu hans. Einn eftirmiðdag tók ég hús á Laugu, ekkju Vilhjálms Ingimars, í fylgd vestur-íslenska skáldsins og prófessorsins Bill Valgardson. Við ræddum við hana um fjölskyldu hennar og tengslin við inúítana. Lauga segfr að þau hafi fyrir löngu heyrt ávæning af sögum um Alex og faðerni hans, en þau hafí ekki tekið þær trúanlegar. Fyrir þónokkrum árum hafi Vilhjálmur Ingimar hins vegar frétt að „einhver Stefánsson" væri á ferð á Vancouver-eyju og hann hafí afráðið að hafa uppá hon- um og gefa sig á tal við hugsanlegan frænda sinn. Þar reyndist vera á ferð Frank Stefánsson, sonur Alex, Svo líkir hefðu þeir verið Frank og Vilhjálmur Stefánsson, basði mál- rómur og útlit, að tengslin hafí ekki farið á mllll mála. í framhaldl af þessu hafl Lauga og hennar fjöl- skyida af og til hitt börn Alex og barnabörn, Lauga sýndi mér stóra og mikia klstu sem geymir margs konar gögn um Vllhjálm Stef’ánsson, bréf, ijós- myndlr, blaðaárkllppur o.fl. Þar var HVAR FÆRÐU 100-200% ÁVÖXTUN SPARIFJÁR Á FERÐALÖGUM? IAU STURL ANDAFERÐUM HEIMSKLÚBBSINS Þetta er ekki prentvilla heldur staðfest niðurstaða mörg hundruð farþega okkar síðustu mánuði. En ávöxtunin er ekki aðeins í peningum heldur í nýrri lífsreynslu og gæðum. Bestu mánuðir ársins framundan, frá- bært veður og verðlag án hliðstæðu. Gríptu tækifærið NÚNA, áöur en allt hœkkar, LÆGSTU FARGJÖLD TIL ASÍU/ÁSTMLlU Auiturstrsti I7, 4. hæð, I0I Reykjavik, slmi562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasfða: hppt://www.heimiklubbur.is Thailands-ferðir frá kr. 84.600 m. hóteli, morgunv., fararstj. Bali-ferðir frá kr. 104.700 m. hoteli, morgunv., fararstj. FAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.