Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Ljósmyndasýning á mbl.is / boði Hm fcmsfs Þorkell Þorkelsson Ijósmyndari Morgunblaðsins segir ferðasögu sína frá því hann var í írak í sept- ember sl. í máli og myndum á mbl.is. Þorkell sá ástandið í írak með augum Ijósmyndarans og eru birtar um 70 Ijósmyndir á mbl.is. www.mbl.is KIRKJUSTARF Safnaðarstarf í Breiðholts- kirkju ÁHUGAHÓPUR um svokallaðar Tómasarmessur efnir til annarrar Tómasarmessu á þessu hausti í Breiðholtskirkju í Mjódd í kvöld, sunnudag, kl. 20. Tómasarmessan hefur vakið at- hygli víða um lönd á undanförnum árum og eru slíkar messur jafnan fjölsóttar og hefur svo einnig verið hér. Heiti messunnar er dregið af postulanum Tómasi, sem ekki vildi trúa upprisu Drottins nema hann fengi sjálfur að sjá hann og þreifa á sárum hans. Markmið Tómasar- messunnar er öðru fremur að leitast við að gera fólki auðveldara að skynja návist Drottins, einkum í máltíðinni sem hann stofnaði og í bænaþjónustu og sálgæslu. Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í undirbúningi og framkvæmd Tómasarmessunnar og er það t.d. yfir 30 manna hópur, bæði leikmenn og prestar, sem standa að þessari messu. Tónlistar- guðsþjónusta og bananasplitt í Arbæjarkirkju ALMENN guðsþjónusta verður kl. 11 í dag, sunnudag, þar sem góðir gestir verða með. Gísli Alfreðsson leikari flytur stólræðu. Valgeir Skagfjörð sér um tónlistarflutning og stjómar kór. Guðrún Gunnars- dóttir söngkona syngur einsöng. Sunnudagaskólinn verður á sínum tíma kl. 13. Þar fáum við Iíka góða gesti en bamakór kirkjunnar mun koma fram í stundinni undir stjórn Margrétar Dannheim. Eins og alltaf er mikið fjör í barnaguðsþjón- ustum Árbæjarkirkju. Sungið mikið og fróðleikur í bland fyrir börn og fullorðna. Nýtt og vægast sagt spennandi efni í boði í allan vetur. Um kvöldið kl. 20 mun Æskulýðs- félag Árbæjarkirkju standa fyrir tónlistarguðsþjónustu. Hljómsveitin „42“ spilar og syngur lög úr kvik- myndinni „Sister Act“ sem mörgum er í fersku minni. Æskulýðsfélagar munu sjá um ritningalestra og bæn- ir. Halldór Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÆSKR verður með hugleiðingu. Það er ósk okkar og von í kirkj- unni, að sem flestir sjái sér fært að koma, vera með og uppbyggjast í einhverri þeirri guðsþjónustu, sem boðið er upp á í byrjun vetrar. Eftir tónlistarguðsþjónustuna verður kirkjugestum boðið að gæða sér á íslands lengsta bananaspilitti í boði Kjörís eða 30 metra löngu í tilefni vetrarkomu. Þess má geta að Æskulýðsfélag Árbæjarkirkju á gamla metið eða 20,1 metri. Eins og sjá má er eitthvað íyrir alla aldurs- hópa að hafa nk. sunnudag eins og alla aðra sunnudaga sem virka daga. Prestarnir. Bústaöakirkja. Starf TTT mánudag kl. 17. /rnr Attalus Plasthúðun - Allur véla- og tækjabúnaður • Vönduð vara - góð verð Friðrikskapella. Kyrrðarstund í hádegi á morgun, mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni. Grensáskirkja. Mæðramorgunn mánudag kl. 10-12. Allar mæður velkomnar með lítil börn sín. Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk (eldri deild) mánudag kl. 20 í kórkjallara. Neskirkja. Fótsnyrting á vegum Kvenfélags Neskirkju mánudag kl. 13-16. Upplýsingar í síma 551 1079. Mömmumorgunn miðvikudag kl. 10-12. „Agi og uppeldi". Ungar mæður og feður velkomin. Kaffí og spjall. Árbæjarkirkja. Æskulýðsfundur yngri deildar, 8. bekkur, kl. 20-22 í kvöld. Starf fyrir 7-9 ára (STN) mánudag kl. 16-17. TTT starf fyrir 10-12 ára mánudag kl. 17-18. Æskulýðsfundur eldri deildar, 9. bekkur, kl. 20-22 mánudag. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra. Opið hús á þriðjudag frá kl. 11. Leikfimi, matur, helgistund í umsjá sr. Magnúsar Guðjónssonar. Kristján Gunnarsson fyrrv. fræðslustjóri sér um bók- menntaþátt. TTT-starf 10-12 ára kl. 17.15 á mánudögum. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9- 10 ára drengi á mánudögum kl. 17.30. Bænastund og fyrirbænir mánudaga kl. 18. Tekið á móti bænaefnum í kirkjunni. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum í kirkj- unni alla daga frá kl. 9-17 í síma 587 9070. Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir unglinga 13-15 ára kl. 20.30 á mánu- dögum. Prédikunarklúbbur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er á þriðjudögum kl. 9.15-10.30. Um- sjón dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Kópavogskirkja. Samvera Æskulýðsfélagsins kl. 20 í safnaðar- heimilinu Borgum. Seljakirkja. Mömmumorgnar á þriðjudögum kl. 10-12. Hafnarfjarðarkirkja. Æskulýðs- starf yngri deild kl. 20.30-22 í Hásölum. @texti:Akraneskirkja. Kirkjuskóli eldri barna, 7-9 ára, mánudag ki. 17.30. Æskulýðsfélag kirkjunnar í samstai-fi við KFUM og K kl. 20. Keflavíkurkirkja. Sveiflutónleikar kl. 20.30 til styrktar söngkerfi fyrir Keflavíkurkirkju. Poppband kirkj- unnar leikur en það er skipað Baldri Jósefssyni, Guðmundi Ingólfssynik, Þórólfi Ingiþórssyni, Arnóri Vil- bergssyni og Einari Erni Einars- syni. Ásamt þeim koma fram Magnús Kjartansson, Rúnar Júlíus- son, Einar Júlíusson, Ruth Regin- alds, Birta Sigurjónsdóttir og Kór Keflavíkurkirkju. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 11 sunnudagaskólinn. KI. 14 almenn guðsþjónusta. Samvera fyrir börnin yfir í safnaðarheimili meðan á guðsþjónustu stendur. Kl. 20.30 æskulýðsfundur í Landakirkju. Á morgun, mánudag: Kl. 20 sauma- fundur kvenfélagsins í safnaðar- heimilinu. Kl. 20.30 biblíulestur í KFUM og K. Jóhannesarguðspjall tekið fyrir. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Al- menn samkoma kl. 16.30. Vitnis- burðir frá ungu fólki sem er að koma af unglingamóti. Ræðumaður Terry Bridle frá Englandi. Allir hjartanlega velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.