Alþýðublaðið - 14.06.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.06.1964, Blaðsíða 2
Bltstjðrar: Gylfl Gröndal (áb.) og Bcnedlkt Gröndal. - Fréttastjórl: Aml Gunnarsson. — Ritstjómarfulltrúl: Eiður Guðnason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavik. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Áskriftargjald tr. 80.00. — í lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Framhald af forsíðu Framhald af 1. síðu. Umferðarnefnd er starfandi á vegum Reykja- iríkurborgar. Nefndin hefur starfað um nokkur ár, en úrbötatillögur hénnar <eru þó ekki í samræmi við lengd starfstímans. Þær ieru fáar og ekki allar : anerkilegar. Fyrir nokkrum árum mælti nefndin tmeð, að umferðarljós yrðu sett á ýmis gatnamót i borginni. Farið hefur verið að tillögum nefndar- innar um aðeins ein gatnamót. Svo virðist, sem sá aðili, er framkvæma á tilllögur nefndarinnar, hafi sofnað á verðinum, að minnsta kosti hafa ekki ifengizt svör við ítrekuðum spurningum Alþýðu- folaðsins um þetta mál. Þótt umferðarljós séu góð, leysa þau engan veginn allan þann vanda, sem nú steðjar að í þess- 'um efnum. Þörfin á úrbótum er alls staðar knýj- andi, og varla nauðsynlegt að tiltaká einstök dæmi Það fer ekki milli mála, að stórátaka er nú þörf ó þessum vettvangi. Yfirvöld verða að láta til skarar skríða og hrista af sér slenið. Það er þeirra að hafa frumkvæðið í þessum efnum. Herða þarf að mun viðurlög við ýmsum brot- um á umferðarlögum. Taka mætti upp þann sið, ©ð birta nöfn þeirra, sem teknir eru fyrir ítrekuð ölvunarbrot í akstri. Nafnbirting mun að líkind- um reynast áhrifameiri refsing en sekt og öku- leyfissvipting. Herða þarf -eftiirlit með fótgangandi vegfar- lendum og beita þá sektum jafnt sem ökumenn fyrir brot á reglum. Fyrst og fremst þarf þó að breyta almennings- ólitinu gagnvart umferðinni og kenna ungum sem öldnum að lifa í sambýli við umferðina. Þetta verður ekki gert nema yfirvöld og al- onenningur táki höndum saman til að stemma stiigu 1 við óheiHaþröuninni. Yfirvöld borgarinnar eiga að láta meira að sér kveða en þau hafa gert í þess- um málum, því nú er flotið sofandi að feigðarósi. Reykvikingar og ra-unar landsmenn alliir eiga kröfu á því að betur sé haldið á þessum málum <en til þessa hefur verið gert, og er nú ekki seinna vænta að táka til höndum, áður en í algjört óefni er komið. Síldarstúlkur Síldarstúlkur Viljum ráða síldarstúlkur til Siglufjarðar. — Gott hús- næði. Getum útvegað söltunarpláss á Seyðisfirði eftir að söltun lýkur á Siglufirði. — Fríar ferðir og húsnæði og kauptrygging. Upplýsingar gefnar að Ilvammsgerði 6 Reykjavík. Sími 32186. Haraldur Böðvarsson & Co. Akranesi. Jj 14. júní 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ NÚ RETTI TÍMI TIL AÐ MALA Hver viii ekki hafa hús sitt fagurt og vistiegt? Fagurt H’eimili veitir yndi og unað bæði þeim, sem þar búa og gestum, sem að garði bera. Litavai er auðveit ef þér notið Polytex plast- málningu, því þar er úr nógu að veija/og allir þekkja hinn djúpa og milda blæ. Polytex er sterk, endingargóð og auð- veld í notkun. » • HAGNAÐARGREIÐSLUR 33% DAGVINNUKAUPS Reykjavík,'12. júní — HP „Vifi höldum hagnaðargreiðslu- fyrirkomulaginu enn og gctum ekki hugsað okkur að breyta tii, — og ég lield, að þeir, sem vinna hjá okkur, séu á sömu skoðun“, sagði Sveinbjörn Jónsson, fram- kvæmdastjóri Ofnasmiðiiunnar, þegar hlaðið átti tal við hann um bónusrgreiðslufyrilítomulagið I dag. Ofnasmiöjan tók upp bónus- greiðslufyrirkomulag, sem þar hef ur reyndar verið kallað hagnaðar greiðslur, árið 1954. Byrjað var á því að leggja niður 6 tíma yfir- vinnu og greiða tilsvarandi upph. sem premíu að því tilskildu, að starfsmenn fyrirtækisins skilúðu ákveðnum lámarksafköstum. Við þetta jókst framleiðslan fljótt svo að hver máður fékk að meðaltali um 150 kr. aukareiðslu á viku fram yfir það, sem þeir höfðu á viku með yfirvinnureiðslunum. Samtímis jókst ofnaframleiðsla fyrirtækisins um nálægt 35% frá því, sem áður var. — Árið 1958 reyndust báðar liagnaðar greiðslumar nema 26% af samn ingsbundnu dagkaupi til jafnað- ar. Ef framleiðslan gengur sam- kvæmt áætlun, fá allir premíii, sem svarar sex yfirvinnutímum vikulega, en síðan aukagreiðslu, sem kölluð er einingargreiðsla i ofanálag eftir því, hvernig fram leiðslan hefur gengið, og má geta þess t.d.i að hún getur numið frá 2—8 kr. á klukkustunti. Hagnaðargreiðsumar eru ekici greíddar fyrir vanræktar vinnu^ stundir eða veikindadaga, en að ósk starfsmanna sjálfra hafa hagn aðargreiðslurnar jafnan verið hin ar sömu til þeirra allra, þó að grunnkaup sé mismunandi eftir störfum, starfsaldri o.fl. Arið 1962 komst þetta sama greiðslufyrirkomulag á í öllumt þremur deildum Ofnasmiðjunnar, — í sama grundval'arformi. Það ár nám,u hagnaðargreiðslurnar rélt um 30% af föstu dagvinnukaupi, cn í fyrra námu þær á sama hátt um 33% þrátt fyrir desemberverk fallið. Um hagnað fyrirtækisins af þessú sagði Sveinbjörn að lokum: „Við vitum, að við fáum meiri framleiðslu frá jafnmörgum mönn um og áður. fjárfesting við aukið húspláss og vélar sparast, trygg- ingar og áhætta minnkar o.fl. o.fl. Hagnaðargreiðslurnar hafa orð- ið án þess, að varan hafi hækkað um einn eyri nema síður sé þeirra vegna, og er því bersýni’egt, að kauphækkunin hefur ekki aukið verðbólguna, nema siður sé.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.