Alþýðublaðið - 14.06.1964, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 14.06.1964, Blaðsíða 11
Benedikt G. Waage heiöurs forseíi ÍSÍ, 75 ára í dag í DAG er Benedikt G. Waage heiðursforseti ÍSÍ 75 ára gamall. Benedikt er Rej'kvíkingur í húð og hár, en foreldrar hans voru hjónin Guðrún Ó. Benediktsdótt- ir Waage og Guðjón Einarsson prentari. Ungur að árum lagði Benedikt fyrir sig verzlunarstörf og vann hjá ýmsum fyrirtækjum, m. a. stórverzluninni Thomsens maga- zin, og hjá Garðari Gíslasyni, svo einhver séu nefnd. Síðar rak hann í áratugi eina þekktustu húsgagna verzlun landsins. Þó Benedikt G. Waage hafi gert verzlunarstörf að sínu ævistarfi, var það þó annar þáttur í lífi hans, sem átti hug hans að mestu. Er þar að sjálfsögðu átt við. í- þróttahreyfinguna, hugsjónir hennar og störf. Þegar á unga aldri lagði hann stund á íþróttir og var einn fjöl- hæfasti og snjallasti íþróttamað- ur þjóðarinnar á sínum tíma. Ung- ur að árum lærði hann sund undir leiðsögn hins frábæra frumherja sundkennslunnar á íslandi, Páls Erlingssonar, og gat sér á því sviði íþróttanna mikla frægð og mikinn frama. Auk þess kom hann tnjög við sögu knattspyrnunnar og var m. a. í liði KR, sem vann fyrsta íslandsmótið. Hann var einnig snjall fimleikamaður og var þar í hinum þjóðkunna úr- valsflokki ÍR. Einnig lagði Bene- dikt stund á frjálsar íþróttir og þar þar og í fremstu röð. Svo einhuga sem Benedikt G. Waage var á sviði íþróttanna, þá Tar hann það ekki síður er til félagsmálastarfseminnar kom inn- an íþróttahreyfingarinnar. Má í því sambandi minnast þess, að árið 1912 var hann kosinn formað- ur KR og gegndi því starfi í tvö ár, en síðar varð hann formaður ÍR í þrjú ár. Aðalþáttur Benedikts í félags- legum störfum fyrir íþróttahreyf- inguna er þó að sjálfsögðu innan ÍSÍ. Hann sat á stofnfundi sam- bandsins 28. janúar 1912, var kjör- inn í stjórn ÍSÍ 1915 og átti sæti í stjórninni samfleytt til ársins 1962, þar af forseti frá 1926. Um árabil hefur Benedikt verið .fuUtrúi Jslands í Alþjóðaolympíu- Frh. á 13. síðu. BENEDIKT G. WAAGE heiðursforseti ÍSÍ. / EINS og skýrt hefur verið frá hér á íþróttasíðunni verður háð Norðurlandamót í handknattleik kvenna hér í Reykjavík í lok þessa mánaðar, það hefst 26. júní. ! íslenzka landsliðið hefur nú ver ið valið og skipað sem hér segir: landsl. Jónína Jónsd. FH 0 Rut Guðm. Á. 11 Gréta Hjálmarsd. Þr. 0 Úrslit leikja í yngri flokkunum FJÖLMARGIR leikir hafa far- ið fram í yngri flokkum Reykja- víkurmótsins undanfarið og mið- sumarmótið hófst einnig á fimmtudaginn. Hér eru úrslit leikja í Reykja- víkurmótinu á miðvikudag: 3. fl. A Valur:Víkingur 3-0 3. fl. B Valur:Víkingur 5-0 3 fl. A Fram:Þróttur 3-0 3. fl. A Fram:Þróttur 3-0 3. fl. B Fram:KR 0:5 5 fl. A Valur:Víkingur 5-0 5. fl. B Valur:Víkingur 3-0 5. fl. C Valur:Víkingur 7-0 4. fl. A Valur:Víkingur 2-4 4. fl. B Valur:Víkingur 4-2 í Úrslit á fimmtudag: • 5. fl. A Frám:Þróttur' 15-0 4. fl. A Fram:Þróttur 4-0 - Úrslit leikja í Miðsumarmóti I flokks, sem hófst á fimmtudag Fram-Víkingur 8 gegn engu Valur-Þróttur 7 gegn engu. KR - AKRANES OG VALUR - KEFLAVÍK í I. DEILD / DAG Landslið kvenna handknattleik valið I DAG sunnudag fara fram 2 leikir í I. deild íslandsmótsins. — KR-ÍA leika á Akranesi og hefst sá leiktir kl. 16 og Valur - Kefla- vík leika á Laugardalsvelli kl. 20,30. Það er lítið vit í því að vera með spádóma í sambandi við leiki þessa, en ósjálfrátt hallast menn að því, að KR og Keflavík beri sigur tír býtum, en ekki er rétt að slá neinu föstu. Þetta er fyrsti leikur Keflvíkinga í Reykjavík á þessu ári. í sambandi við leikinn á Akra- nesi er rétt að geta þess, að ferð- ir verða frá BSR kl. 13,30 og til Reykjavíkur aftur strax áð leik loknum. Akraborg fer til Akraness kl. 8,30 og til Reykjavíkur kl. 18,15. Staðan í 1. deild: KR 2 2 0 0 6-1 4 Keflavík 2 2 0 0 8-5 Í Akranes 3 2 0 1 6-5 4 Valur 3 10 2 10-9 2 _ Þróttur 3 1 0 2 5-9 2 Fram 3003 10-16 0 Leiðrétting í TÖFLUNNI um beztu frjáls-i íþróttaafrekin urðu þau mistök, aö sagt var að Jón Pétursson, KR^ væri með bezta afrekið í kúlui> varpi, 15,65 m., en það er rangt, Guðmundur Hermannsson, KR, es beztur með 15,56 m. 1 ' ■ Sigurlína Björgv. FH 3 Sylvia Hallsteinsd. FH 2 Sigríður Sigurðard. Val 6 Hrefna Pétursd. Val 0 Sigrún Guðm. Val 0 Guðrún Helgadóttir, Vik. 0 Díana Óskarsd. Árm. 0 Svana Óskarsd. Ármann 0 Svana Jörgensd. Árm. 5 Ára Jörgensd. Árm. 0 Sigríður Kjartansd. Árm. 5 Sigrún Ingólfsd. Breiðabl. 0 Helga Emilsdóttir, Þróttur 8 Þjálfari: Pétur Bjarnason Landsliðsnefnd kvenna: Pétur Bjarnason Birgir Björnsson Sigurður Bjarnason Við höfum skýrt frá skipan nor- ska liðsins, en hér kemur það sænska: Anita Heldstedt, Ulla Britt Hultberg, Signalill Nilsson, Birgitta Cyreus, Evy Nordström, Maj Dalbjörn, Inga Jacobsson, Gerd Jonsson, Maud Antfocs, Gerd Pettersson, Monica Molmberg, Ann Christine Medhammer, Katarina Norrlander og Gull Svensson. I í LITFDM “ t'* / *#«■■ (ALLAR 19DIN) KODACHROME-X Fyrír litskuggamyndir EKTACHROME-X Fyrir litskuggamyndir KODACOLOR-X Fyrir litmyndirá pappir SIGURLINA, FH, hefur leikið þrjá landsleiki. Sundmót ÍR annað kvöld SUNDDEILD ÍR efnir til Sund- móts i Sundhöllinni annað kvöld kl. 20,30. Meðal þátttakenda er Jan Lundin, hinn snjalli sænski sund- maður, en keppt er í mörgurn skemmtilegum greinum. KODAK litfilmur skila réttari litum og skarpari myndum en nokkrar aðrar Iitfilmur. ími 20313 Bankastræti 4 K) P Þér getið treyst i Kodak filmum I — mest seldu filmum í heimi — m ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 14. júní 1964 1*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.