Alþýðublaðið - 14.06.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.06.1964, Blaðsíða 7
luiiuiuuiiiuiiiiiiiuiiiuiuiiummuuiuuumiuiuiumuL uu EINING EÐA SUNDRUNG £ i.. I ENGI hefur verið spurt: Hvað *■ tekur við þegar Nehru fer frá? Spurningin sýnir, hve mikilvægu hlutverki Nehru hafði að gegna. Nú hefur þetta ásiand skapazt. Nehru var sameiningartákn þjóðarinnar og var hetja og guð í augum fjöldans. Hættan er sú, að samheldni þjóðarinn ar fari úr skorðum vegna þess að sameiningartáknið er horf- ið af sjónarsviðinu. Indverska þjóðin sættir sig enn ekki við eina staðreynd. Þegar Indland luaut sjálfstæði 1947 var því skipt í tvö ríki, Indland og Pakistan. Annað var ríki Hindúa, hitt Múhameðs- trúarmanna. Þetta vandamál trúarklofnings ríkir enn í sam bandi við Kasmír, en þar eru Múhameðstrúarmenn í yfir- gnæfandi meirihluta. CÍÐAN Indlandi var skipt 1947 hefur tungan orðið meira sundrungarafl en tniar- brögðin. Þegar Bretar komu^til Indlands var landið ekki ein þjóðleg heild. Um aldirnar höfðu ólík tungumál og menn- ing myndazt og skiptist þecta eftir héruðum. Þannig höfðu orðið til tungumál eins og ben gali, telegu, tamil, punjabi, maharathi og gujetari. Bretar stofnuðu fylki, þar sem ekkert tillit var tekið til þessara tungumála, þannig að tungumálahóparnir splundruð- ust. Kongressflokkurinn setti sér það takmark snemma í frels isbaráttunni, að endurskipu- leggja Indland eftir málfarsleg um og menningarlegum línum. Flokkurinn skuldbatt sig til að gera þetta, þótt margir leið toganna fyllcust efasemdum. smátt og smátt. Þeir óttuðust, að grafið yrði undan þjóðlegri einingu með hollustu við hin ýmsu menningar- og tungu- málasamfélög. Auk þess eru til svo margir málahópar, að algerc öngþveiti mundi ríkja ef fylgja ætti þessu grundvailaratrið, út í æsar. Reynt var að koma á lauslegri skiptingu, en þetta olli hins vegar hörðum deilum í nokkr um fylkjum. Cyrsta meiriháttar deilan varð * þegar telegu-mælandi menn í fylkinu Madras kröfðust þess, að skilja sig út úr og mynda eigið ríki, Andhra. Þeir fengu þessu framgengt þegar hinn ofstækisfulli leið- togi þeirra hafði fastað til dauða. í fylkinu Bombay kom einnig til harðra árekstra, og niður- staðan varð sú, að- mynduð voru tvö fylki, Maharashira og Gujerat, Nehru barðist gegn þessu „heimskulega ætttflokk arhugarfari og hreppapólitík", en varð að játa ósigur sinn. í Punjab hafa Síkhar kraf- izt sjálfsstjórnar og snúast önd verðir gegn Hindúum. Hér er um að ræða trúarlega og mál farslega deilu í senn, Indland er nú skipt í 16 fylki. Þar eru SHASTRI ýmis tungumál töluð og innan þessara fylkja er auk þess marg ar mállýzkur. Jafnframt þessu vantar sameiginlegt tungumál fyrir allt landið. Ætlunin var, að gera hindí að hinu sameig- inlega tungumáli, en þetta hef ur mætt harðri mócspyrnu tungumálahópa þeirra, einkum á Suður-Indlandi, sem finnst hindí eins framandi tungumál og enska. CKORTUR á sameiginlegu * tungumáli, hin ólíku tungu mál og keppnin þeirra á milli táknar að þóðlegri sam- heldni er margt ábótavant. En ástandið hefur harðnað vegna þess, að á grundvelli þessara málfarslegu og menn- ingarlegu tilfinninga og holl- ustu við hin ýmsu fylki hafa verið byggð sterk pólitísk valdakerfi. Indversk stjónunál minna að sumu leyti á banda- rísk stjórnmál. Oft snúast þau um keppni um bitlinga, eins og embætti í fylkisscjórnum. Þóit mótsagnarkennt sé, hef ur baráttan gegn stéttakerfinu flýLt fyrir þessari þróun. Akveð ið er samkvæmt lögum, að lægri stéttum séu veittar stöður og tækifæri til menntunar. En þetta hefur leitt til þess, að hin ar ýmsu stéttir innan hinna ein stöku ríkja hafa verið skipu- lagðar sem stjómmálasamtök, sem slást um þau forréttindi, að verða taldar iægri og eiga þar með kröfu þessara ýmsu hagsbóta. Fyrir nokkur árum var stétt (caste) nokkur í ríkinu Mysore ■tekin a£ listanum yfir stéttir þær, sem stuðning njóta, en eftir pólitíska baráttu tókst henni að komast á listann aftur. Þetta ástand hefur orðið til þess að efla stéttafyrirkomu- lagið. Þess eru dæmi, að nýj- ar stéttir hafi verið skipulagð ar. Stéttimar em grundvöllur margs í stjómmálunum, og það er þessi hreppapólitík sem varðar hinn óbreytta Indverja nokkru. Stjórnmálaleiðtogar hafa byggt upp hin föstu sam- tök sín innan hinna einstöku ríkja til þess að ná völdunum og færa fylgismönnum sínum hagsmætur. StjAmmáíaforingjar þessir eru nær allir úr Kongress- flokknum, og mikilvægasta hlutverk þeirra í landsmálun- um er að efla hagsmuni fylkja sinna. Hætta leikur á að lands málin breytist í barátcu leið- toga, sem allir reyna að gæta hagsmuna fylkja sinna. REILAN um miðskipun eða ** dreifaskipun mun sennilega harðna eftir fráfall Nehms Margir höfðu spáð því, að Kongresffflokkurinni klofnaði eftir fráför Nehrus, en í þessu sambandi væri mikilvægast hvernig flokkurinn klofnaði. Ef har.n kiofnaði í hægri og vinstrí þyrftu afleiðingarnar ekki að vera mjög alvarlegar. Slíkur klofningur gæti kannski haft sína kosti. En margir hugs andi Ind\>erjar óttast, að flokk urinn klofni efir línum, þar sem persónulegir hagsmuxnr og hagsmunir hinna ýmsu fylkja blandast saman. Þá er hætt við, að dreifskipunin mundi sigra miðskipnina. Fyrst í stað virtist miðskipun in munu halda velli. Bæði Shastri og Nanda bera hags- muni allrar þjóðarinnar fyrir brjósti. En nær allir aðxir stjórnmálamenn á Indlandi byggja aðstöðu sina á yfirráð- um yfir stjórnmálasamtökum í heimafylkjum sínum. (Arbed- erbladet). iiMiiiiiiiuiiiiiiiia ••iiiiiiuiiiiiiiiuuiiiuimuuiiinHuimuHHiiiuiiHHiuHUHiiuiiuiiimmuHiuiimiiiiiiimiiiiniiuu.i ■ auiKuiiuiiuiiiiiiiiiiiiHiiiiuiiiuuil^l FRÍMERKI FRÍMERKI « FRÍMERKI 15. júní 1943 heiðruðu Norð- menn minningu norska tónskálds- ins Edvards Griegs með útgáfu íjögurra merkja, 10, 20, 40 og 60 aura frímerkja. Þetta var á aldar- afmæli tónskáldsins, því að lxann er fæddur 15. júní 1843. Þessi frímerkjaútgáfa fór fram á einum mesta þrengingartíma Norðmanna. Heimsstyrjöldin síð- ari geisaði og Noregur var her- Betinn af Þjóðverjum. Um Edvard Hagerup Grieg seg- ir svo í bókinni .Tónsnillinga- þættir:’ „Hinn þjóðlegi norski tdn enillingur E. Grieg mun vera þekktastur allra Norðurlanda-tón- skálda hér á landi. Og er það eins og vera ber. En það getur þó varla heitið, að almenningur hér þeklci Grieg nema að nafni. Á tónsmið- um hans vita menn hér furðan- lega lítil deili. Fáein smálög kannast menn við, og þó ekki svo að nokkurt þeirra hafi „orðið á hvers manns vörum.” Ein og ein píanó-tónsmíð hefur verið flutt hér á hljómleikum. Og tónlistin úr Pétri Gaut mun vfera nokkuð kunn. — Til dæmis Söngur Sól- veigar og Dauði Ásu. — Við ætt- um að leitast við að kynnast Grieg miklu betur. Hann er norrænasta tónskáldið, sem uppi hefur verið aúðvitað fyrst og fremst þjóð- legt, norskt tónskáld — og hann er skyldastur okkur allra erlendra tónskálda. Grieg var fæddur í Bergen. Ætt hans mun hafa verið af skozkum uppruna. Forfeður hans skozkir flóttamenn, sem tekið höfðu sér bólfescu í Bergen og gerzt norsk ir borgarar. — Foreldrar Griegs voru bæði mjög sönghneigð. — Móðir hans lék vel á píanó og fór strax að kenna syni sínum á það hljóðfæri, þegar hún þóttist verða þess vör, að hann væri gæddur tónlistargáfunni. En hann var þá kornungur og aðeins 9 ára var hann, er hann samdi hina fyrstU' tónsmíð sína, sem tölusett er, Op. 1. Hann setti sér það ákveðna markmið, að skapa sérstæða norska tónlist, byggða á alþýðu- iögum og þjóðdönsum. Og hann hafði auðuga lind af að ausa. í Noregi var fiðlan um langan ald- ur ákaflega algengt hljóðfæri um allar byggðir, bæði hin venjulega fiðla og .Harðangurs-fiðlan.’ — Á fiðluna urðu til, í höndum sveita- pilta, óteljandi smástef og dans- lagastúfar. Það var þessi brunnur, sem Grieg mun hafa orðið drýgst- ur, á svipaðan • hátt og var uin Liszt — en Ungverjaland er oft nefnt ,land fiðlunnar,’ því að hvergi hefur fiðlan verið jafn al- gengt hljóðfæri og þar. Grieg var giftur söngkonunni Níu Hagerup. Er til þess tekið, hve elskuleg hafi verið framkoma þeirra hjónanna, þegar þau komu bæði fram saman á hljómleikum. Framh. á bls. 13 Fjölbreytt ferða- áætlun Farfugla Reykjavík, 11. júní. — KG. í ferðaáætlun Farfugla fyrir sumariff eru bæffi helgarferffir, eins dags göngníerffir, svo og 2 sumarleyfisferffir. Er skrifstofan, sem gefur allar nánari npplýsing- ar opin á miffvikudags-, fimmtu- og föstudagskvöldum milli klukk- an 8;30-10. Sími er 24-950. Helgarferðir eru ráðgerðar um hverja helgi fram í september. — Þann 20. júni verffur Jónsmcssu- ferð „Út í bláinn” og fá þátt- takendur ekki að vita hvert ferð- inni er heitir fyrr en komið er á áfangastað. í júlí eru svo gönguferðir á Esju og Heklu, ferðir í Þórsmörk og að Húsafelli og í Surtshelli. Á ágúst eru ferðir í Þórsmörk og Landmannalaugar, á Kjalveg, á Fjallabaksveg syðri og í Hrafn- tinnusker og Reykjadali. í sept- ember verða ferðir í Þjórsárdal og á Hlöðufell og Skriðuna. Sumarleyfisferðirnar eru þrjár, 11.-19. júlí- er vikudvöl í Þórs- mörk, 18.-26. júlí er ferð á Am- arfell hiff mikla og nágrenni, og einnig ferðazt um austan Þjórsár eftir því sem tími vinnst til. —* Síffasta sumarleyfisferðin verðuc- svo 5.-16. ágúst og verður hún un* Vestfirði. Sigurgeir Sigurjónsios hæstaréttarlögmaður Malflutníngsskriísíofa Óffinsgötu 4. Siml 11043. SMURT BRAUÐI Snittur. Opiff trá kl. 9—23,30. Brauðstofan Sínti 16012 Ycsturgötu 25. — Síml 24540» SH0BSTÖBIB Saetúni 4 - Sími 16-2-27 fciUlna er sunrffur tyótt ox nl 3 ■cUum aUar tagBBdlr ati ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 14. júni 1964 y

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.