Alþýðublaðið - 14.06.1964, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 14.06.1964, Blaðsíða 13
Ofurlítið tilskrif FLUGFERÐIR Flugsýní Flogið til NorðfjarCar kl. 9,30. Flugfélag íslands h.f. Skýfaxi fer til Glasgov,- og Kaupmannahafnar í dag kl. 08.00. Vélin er væntanleg aftur til R- víkur kl. 23.00 í kvöld. Gullfaxi fer til G’asgow og Kaupmanna- hafnar kl. 08.00 í fyrramálið. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar 2 ferðir, Egilsstaða Vestmannaeyja og ísafjarðar. Á morgun til Akureyrar 3 ferðir ísa fjarðar Vestmannaeyja, 2 ferðir, Fagurhólsmýrar, Homafjarðar, Kópaskers, Þórshafnar og Egils- staða. SKIPAFRETTIR Eimskipafélag Reykjavíkur h.f. Katla er á ieið til Húsavíkur og Raufarhafnar. Askja er í Napoli. Skipaútgerð ríkisins. Hekla fór frá Reykjavík í gær á- leiðis til Norðurla.ida. Esja er á Vestfjörðum á suðurieið, Herjólf ur er í Reykjavík. Þyrill fó'r frá Reykjavík 11.6 til Alesund og Bergen. Skjaldbreið fór frá R- vík í gær vestur um land til Ak- ureyrar. Herðubreið fór frá R- vík í gær vestur um land i liring- ferð. Jöklar h.f. Drangajökull fór væntanlega frá Leningrad í gærkvö di iil Helsing- fors Ventspils og Hamborgar. Hofsjökull fór í gærkvöidi til Vest fjarða og Norðurlandshafha. Lang jökull er í Cambridge, fer þaðan til Montreal og London. Vatna- jökull kemur tii Grymsby í dag fer þaðan til Rotterdam. Eimskipafélag íslands h.f. Bakkafoss kom il Piraeus 12.G fer þaðan til Cagliari og íslands. Brúarfoss fer frá Reykjavík kl. 20.00 í dag 13.6 til Rotterdam og Hamborgar. Fjal'foss kom til Kotka 12.6 fer þaðan til Lenin- grad og Reykiavíkur. Goðafoss fer frá Rotterdam í dag til Hull Lei'h og Reykjavíkur. Gullfoss fór frá Kaupmannahöfn . í dag 13.6 til Leith og R-víkur. Lagar- foss fór frá Eskifirði 11.6 til Imm ingham og Hamborgar, Mána- fóss fer frá Húsavík í dag til Rauf arhafnar og Akureyrar. Ueykja- foss hefur væntanlega farið frá Kaupmannahöfn 12.6 til Hamborg ar og Kristiansand. Selfoss fer frá New York 17.6 til Reykjavíkur. Tröllafoss fer frá Reykjavík kl. 06.00 15.6 til Akraness. Tungufoss fór frá Gautaborg 10.6 ;il Fá- skrúðsfijarðar, Stöðvarfjarðar, Breiðdalsvíkur, Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Kaupskip h.f. Hvítanes fór 13. frá Vestmanna cyjum áleiðis til Spánar. (Framhald af 3. siffu). tíma, hef ég fyrir löngu fyrirgef- ið þér það, enda skildi ég. þá, að þú varst undir annarlegum á- hrifum. En aldrei myndi ég. við- urkenna annað, hvorki fyrir þér né öðrum, en ég gæti úr flokki talað, þegar Hlif er annars veg- ar; svo snar þáttur var hún í hugsun minni á ungUngsárum. Og;. ég hef alltaf álitið þig meiri mann fyrir að fóma félaginu ár- um þínum og erfiði — og fremd í sumu tilliti. Mér skildist.fljótt að þú varðst sannur verkalýð$- sinni af því að berjast með fé- lögunum í Hlíf, og það er í fullu samræmi við þann Hermann Guðmundsson, sem ég þekkti ungan. Frímerki (Framhald af 7. síðu). Tónskáldið reisti sér aldrei hurð- arás um öxl — ætlaði sér aldrei meira en hann vissi að geta hans og gáfur leyfðu. .Symfóníuna átti hann aldrei við, hana eftirlét hann öðrum meisturum. En í því að búa listrænum búningi þjóðleg frum- stef, var hann sá snillingur, sem varla á sinn líka. Hann lézt í Bergen 4. septem- ber 1907. Gauti Hannesson. Gólfteppi margar teg. Teppadreglar 3 m. br. Gangadreglar margar teg. Teppamottur •.jíí'v Teppafílt Gúmmímottur Baðmottur Vandað og fallegt úrval - GEYSIR h.f. Teppa- og dregladeild. Þú fyrirgefur vonandi, að ég skuli senda þér þessar línur í Alþýðublaðinu. Eg veit þó vel, að állt frá barnæsku hefur þér verið bölvanlega við kratana. Við höf- ‘höfum stundum minnzt á þennan ímugust þinn á þeim, og ég hef strítt þér á honum. Og enn vil ég segja, að það kemur vel á vondan, að þú færð þessa kveðju mína í kratablaðinu. Annars er skynsamlegast að tala sem fæst um pólitík, þegar þú ert annars vegar: Veðurfarið á íslandi er nú einu sinni óstöðugt, og enginn skyldi furða sig á því, þótt sumir menn dragi af því nokkurn dám. En fyrst ég fór að gambra þetta, er rétt ég lofi þér að heyra vísu, sem eitt sinn var ort um mig: Stjórnmálanna stefnur hér Stefán þjá á nótt og degi. Samt hann krati ennþá er, þótt aldrei rati þeirra vegi Þetta var nú í gamni gert, en öllu gamni fylgir nokkur alvara. Á sama hátt segi ég um þig: Samt hann krati aldrei er, — oft þó rati þeirra vegi. Hafðu þetta, en nú er víst nóg komið um pólitík! ---Jæja, nú ert þú fimmtugur orðinn, og langt er síðan við stofnuðum okkar fyrsta félag sam- an. Þá vorum við strákar innan við fermingu, og vorum báðir að alast upp í hrauninu vestan við Hafnarfjörð. Og skelfing hef ég nú ávaxtað þetta pund mitt illa, því að ef ég man rétt, var þetta íþróttafélag! En þú varst auðvit- .að að plægja akurinn, nú orðinn einn af forystumönnum íþrótta- breyfingarinnar í landinu. Auð- vitað varst þú formaðurinn í fé- laginu okkar, og síðan hefur þú verið í ótal félögum og formaður með kurt og pí í þeim flestum. Það má því segja um þig, að snemma beygðist krókurinn að því, sem verða vildi. Nö ertu víst orðinn mér sæmi- lega reiður, svb að það er bezt ég fári að hætta þessu þokkalega tilskrifi. En þar sem við liöfum eiginlega alltaf talað saman í hálfkæringi,. síðan við komumst til vits og ára, sá ég ekki ástæðu til að bregða vananum á fimm- tugsafmæli, sem mér finnst hreint ekkert fimmtugsafmæli vera. En samt vil ég að lokum biðja þig í. fullri alvörlílSs skila kærri kveðju til þinnar ágtetu konu, barnanna ykkar þriggjá. bg allrar fjölskyld- unnar. Við vitum báðir, að lifs- gengi þitt og gæfa er ekki hvað sízt sprottið • af láni og sannri auðlegð heima fyrir. Vertu svo kært kvaddur í þetta sinn og lifðu sem allra lengst. En fyrir alla niuni gleymdu aldrei alveg þeim ágætu íþróttum þín- um og þeim ánægjulega ungæð- ishætti, sém urðu til þess, að við skólasystkin þín verðum vinir þín ir alla ævT, hvernig sem allt velt- ist og hvað sem uppi verður á teningunum. Þinn einl. Stefán Júlíusson. INGÓLFS - CAFÉ Bingó í dag kl. 3 Meðal vinninga: Snyrtiborð — Hansahillur með uppistöðum — Stláborðbúnaður — Straujárn o. fl. Borðpantanir í síma 12826. ingólfs-Café Gömlu dansarnir í kvöld kl. 9 Hljómsveit R. S. Á. Söngvari: Rúnar Guðjónsson. Dansstjóri Kristján Þórsteinsson. Aðgöngumiðasa'la frá kl. 8. — Sími) 12826. Benedikt G. (Framhald af 11. síðu). nefndinni, enda kunnastur ís- lenzkra íþróttaleiðtoga á erlend- um vettvangi. Benedikt G. Waage var mjög farsæll í forystustörfum sínum fyr ir íþróttahreyfinguna, og átti mikinn þátt í að móta stefnu henn- ar og starfsemi. Hefur áhrifa hans gætt í störfum íþróttasam- bandsins allt til þessa dags og mun gæta i framtiðinni. Reglusemi, á- hugi, ástundun og ljúfmannlegt viðmót, eru ríkastir eiginleikar Benedikts og má fullyrða, að án þeirra kosta Benedikts G. Waage hefði íþróttahreyfingunni ekki miðað jafn farsællega fram á leið og raun ber vitni. Þegar Benedikt G. Waage lét af störfum sem forseti ÍSt eftir 47 ára forystustarf, var það einróma samþykkt íþróttaþingsins, að gera hann að heiðursforseta ÍSÍ, þann fyrsta. Benedikt G. Waage ber aldur- inn mjög vel. Hann er léttur í spori. og það gneistar af honum af fjörlog þrótti, svo — að margir sem yngri eru mega öfunda hann af því. Og þannig fer flestum, sem ganga undir merki göfugra hugsjóna og vinna þeim það sem þeir mega af drengskap og dug. Íþróttasíða , Alþýðublaðsins hyllir hinn aldna en síunga for- ingja íþróttanna liér á landi og óskar honum góðs gengis í fram- tíðinni. Leiðrétting NAUMAST hefur handahóf ráðiS því, hvemig listaverk Einars Jóns sonar, Útlaginn, snýr við bæíar- búum. Ef til vill hefði verið eðli- legt að áætla, að framhliðin sneri að hjarta borgarinnar, — þangað, sem allra leiðir liggja. En ef: til vill er það einmitt cins og það á að vera, að hann snýr baki aS hringiðu umferðarinnar: „Það er eins og honnm liggi á úr bænnm“ eins og Tómas Guðmundsson skáld komst að orði, er um þetta var rætt. Þannig átti það' að vera, sem. prentvillupúkinn umsneri i grein- inni um Útlaga Einars Jónssonar i blaðinu í gær. — HKG. Þökkum innilega auðsýnda hluttekningu og samúð við and- lát og jarðárför Davíðs Jónssonar múrarameistara, Álfheimum 13 María Magnúsdóttir Aldís Davíðsdóttir Jóhannes Leifsson Marteinn Davíðsson Sigríður Arsældsdóttir Guðlaugui' Davísson Agústa Guðmxmdsdóttir og barnabörn. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 14. júní 1964 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.