Alþýðublaðið - 14.06.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.06.1964, Blaðsíða 3
Viiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiaiiiiifi i iiiimiiiiiiiiiiiiiiniiiiiin»iniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii«ii«n,»i,iiiiiiiiiii,iiiiii,iiii«iiiin'»iiiiniiiiiiii»**,»«niiiimiii*iiiiii» • MADUR FÆR HLÝ HANDTÖK Rætt við Anton Sigurðsson, sem nýlega vann Norðurlandameistara- titilinn á skákmóti sporvagnastjóra ÞEGAR við íslendingar send- um menn til einhverskonar keppni erlendis, vill að sjálf- sögðu ganga á ýmsu. Ef sendimennirnir tapa, ljúk um við upp einum munni um að ekki sé vert að senda svodd an aumingja'lil útlanda, en ef þeir á hinn bóginn standa sig vel, ætlum við hreint að rifna af ánægju og monti. Nú nýlega var send sveit manna til keppni á taflmóti sporvagnastjóra á norðurlönd- um. Þessi sveit var frá bifreiða stöðinni Hreyfli, en þetta er í fimmta sinn sem Hreyfilsmenn taka þátt í þessu móti, en það er hald.ð árlega. Að þessu sinni, sem oftar, stóðu þeir Hreyfilsmenn sig með ágætum og hlutu norður landameistara í einmennings- keppni. en það var Anton Sig- urðsson. Blaðamaður frá Alþýðublað- inu ótti við hann stutt rabb um mó ið,- og fer það hér á eftir. — Eg vil byrja á því að óska þér til hamingju með frammi- stöðuna Anton, og bið þig að segja lesendum Alþýðublaðs- ins frá mótinu. — Þakka þér fyrir. Að þessu sinni var mótið haldið í Malmö og sá, Spárvagens Schackklub um mótið. Teflt var eftir Monro ikerfinu. Eg keppti í fyrsia flokki, en í þeim flokki voru 26 keppendur. Umferðirnar voru sjö. Eg var svo heppinn að ná í fyrsta sætið, fékk 6 vtnninga af sjö mögulegum. Guðlaugur Guðmundsson varð fimmti með 4Vá vinning og Þor valdur Magnússon í 17.—18. sæti með 3 vinninga. í öðrum flokki var keppt í þrem rið’um, a, b, og c riðli. Fyrstur í a-riðlinum varð Þórir Davíðsson, með 4M> vinn ing af 5 mögulegum. í b-riðlin Texti: RAGNAR LÁR. um var Guðbjartur Guðmunds son fyrstur með 4 vinninga af 5 mögulegum og í c-riðlinum var Gunnar Guðmundsson þriðji með 3 vinninga af 5 mögulegum. í þriðja flokki voru einnig tefldar 5 umferðir, en þar varð Steingrímur Aðalsteins- son í þriðja sæti, með 3 vinn- inga. — Hvað er þetta mót haldið oft? — Mótið er haldið árlega. Við sendum keppendur í fyrsta sinn til mótsins árið 1957, en þá var það haldið í Finnlandi, en það var sveitakeppni. Sveita keppni er haldin annað hvert ár, en hitt árið er éinmennings keppni. 1959 sendum við einn ig sveit til mótsins ,sem þá var haldið í Kaupmannahöfn. Á því móti unnum við farandgrip til eignar, en hann var gefinn af Volkswagen verksmiðjunum. Árið 1961 var mótið haldið í Bergen. 1962 var einmennings keppni, en þá var mótið haldið hér í Reykjavík, en þá vann Þórður Þórðarson mótið. Næsta einmenningskeppni verður sennilega haldin í Stokkhólmi, árið 1966. — Hver kostar ykkur á þessi mót, er-endis? — Við erum styrktir af Hreyfli að nokkru leyti, en verð um að kosta okkur sjálfir að öðru leyti. — Hvað geturðu sagt mér fleira af mótinu. — Móttökurnar voru framúr skarandi. Við fórum héðan sunnudaginn 24. maí og kom- um sama kvöldið til Malmö. Mótið var sett daginn eftir, þann 25. og þann dag var tefld ein umferð. Á þriðjudeginum voru tefldar tvær umferðir, ein á miðvikudaginn, tvær á fimmtudeginum og síðasta um ferðin var tefld á föstudegin- um. Á laugardeginum var þátt- takendum haldið kveðjuhóf, er var í alla staði hið glæsileg- asta. — Hverjir senda sterkustu keppendur? — Eg mundi segja að Danir hefðu á að skipa jafnsterkustu liði. — Heldur þú að þá.ttaka af ykkar hálfu lyfti undir skák- áhugann meðal bifreiðastjóra? — Eg er ekki í neinum vafa um það. — Voru „kollegarnir“ ekki ánægðir með ykkur. — Það he’d ég, að minnsta kosti fær maður hlý liandtök, ekki get ég sagt annað. Ofurlítið tilskrif til Hermanns Guðmundssonar, sem mun verða fimmtugur á morgun — JÆJA, KEMPAN, þá seg- istu vera orðinn fimmtugur. Það þarf mikla íþróttamennsku til að reyna að sannfæra fólk um, að þú sért kominn þetta til ára þinna, svo sprækur sem þú ert, vaskur og viðskotasnar. En þú hefur löngum íþróttamaður verið og tungulipur, ef svo ber undir, og þér verður vafalaust ekki skota- skuld úr því að látast vera fimm- tugur, þótt þú hlaupir um sem þrítugur værir. Rétt er að taka það fram strax, að þótt ég kalli þig íþróttamann, á ég ekki við þá þröngu merk- ingu, sem vinur okkar Þorsteinn Einarsson og aðrir íþróttapótin- tátar leggja í orðið. Þótt þú sért framkvæmdastjóri ÍSÍ með pomp og prakt, vissi ég þig aldrei mik- inn íþróttamann í þeirri merk- ingu orðsins. (Það hugsa ég, að Hallsteinn játi líka, svo ég skír- skoti til annars preláta á íþrótta- sviðinu). En mikill íþróttamaður ertu nú samt, I hinni viðari, fornu merk- ingu orðsins. Og það máttu vita, að það er einmitt vegna sumra íþrótta þinna, að ég hripa þessar línur til að kasta á þig kveðju á I fimmtugsafmælinu. Sannleikur- , inn er nefnilega sá, að við bekkj- arsystkin þín úr Flensborg eig- um þessum íþróttum þínum mik- ið að þakka. Eg er hræddur um, að skólavera okkar þessa þrjá j vefur hefði oft og iðulega orðið j snöggt um leiðinlegri og logn- | jr’n1i"Ver"idari. ef iþróttamennsVu þinnar hefði ekki notið við. Við förum ekki frekar út í þá sálma hér. þar sem ég geri fastléga ráð fyrir. að sumum þætti nóg um, ef ég tæki upp á því að rekia þær íbróttir allar. En íþróttir voru þetta nú samt, og þær gerðu okkur öllum lífið skemmtilegra, viðburðaríkara og fjörugra á þeim árum og aldri, þegar sízt var vanþörf á slíku. Og það er ég sannfærður um, að ekkert okk- ar bekkíarsystkina þinna verður svo gamalt, kalkað eða miður sín, að það gleymi Hcrmanni Guð- mundssyni. Slíkt persóna var hann í skóla — og salt í grautinn. Eg minntist á tungulipurð áð- an. Hún var frá upphafi ein af íþróttum þínum. (Nei, vertu alveg hægur, þetta er ekki í niðrandi merkingu sagt.). Þessi íþrótt kom þér oft að góðum notum, eins og mælskan síðar, því að ekki er fyrir það að synja, að það bar ' við, að afleiðingar sumra iþrótta þinna kæmu þér í klípu. Þá var gott að geta komið fyrir sig orði og vera fljótmæltur og snarráð- ur. Af þessum rótum voru sögur þínar líka runnar, draugasögur við | skuggalegar aðstæður, skrýtlur j um náungann og sjálfan þig, — : og svo allar hinar sögurnar, sem við sleppum alveg að nefna. En þú áttir líka til að grípa til þess- arar íþróttar þinnar, þegar fé- I lagar þínir þurftu liðsinnis við, ! en aldrei vissi ég þig beita lienni til að koma þeim í vanda. Miklu fremur áttir þú það til að bregða fyrir þá skildi með íþrótt þinni. Eg man ekki til, að þú skærist úr leik á kostnað félaga þinna, og var þó ekki örgrannt um, að stundum væri þér vegna iþrótta þinna kennt um ýmislegt, sem þú áttir engan hlut að. Vegna þess- arar góðsemi þinnar og hollustu HERMANN GUÐMUNDSSON við okkur félagana, grómleysi í umgengni og léttleika í dagfari, hef ég alltaf metið þig mikils og verið vinur þinn undir niðri, þótt þeytimennska þín hafi stundum angrað mig. Og þegar menn hafa legið þér á hálsi fyrir sumar at- hafnir þínar, viðbrögð og hátta- lag, — en slíku verður ekki hjá komizt, þegar menn rótast um eins og kastanrassar í sviðs'jósinu ár- um saman, — þá hef ég oft alveg ósjálfrátt verið farinn að taka svari þínu, og stundum meira að segja hálfvegis gegn vilja mín- um. Æskukynni okkar færðu mér nefnilega heim 'sanninn um það „ Kii /lnntirtin' rfA^íiir* Á stríðsárunum frétti ég í fjar- lægt land, að þú hefðir snúizt frá flokki þínum og látið lausa stöðu, sem margir sækjast mikið eftir, vegna þess að þér fannst flokk- urinn og staðan leggja hömlur á starf þitt og baráttu fyrir Verka- mannafélagið Hlíf. Eg þurfti ekki að láta segja mér þetta tvisvar. Okkar gömlu kynni vísuðu mér til vegar, og ég gat strax skilið, að þú lézt flokk og bæjarstjórn sigla sinn sjó, þegar félagar þínir í Hlíf voru annars vegar. Það þurfti talsverða karlmennsku til, — og miklu meiri karlmennsku en margir þeir hafa sýnt, sem fjarg- viðrazt hafa yfir hringlandahætti þínum í pólitík. (Og satt að segja er hann nú töluverður, ef bara er litið á yfirborðið.). Það er kölluð dyggð að vera staðfastur og vanabundinn, en það geturj líka verið dyggð að höggva á böndin, ef þau taka að skerast inn í sannfæringu manns og særi hana til vandræða. Hér er þá staður og stund tá að þakka þér fyrir störfin í þágq Hlífar í áratugi. Sumum kann að finnast, að öðrum en mér berj fremur að færa þér þær þakkin! En við vitum báðir, að ég va: hálfvegis alinn upp í Hlíf, og þv: liefur mér alltaf verið annt unj það félag. Og þó að þú ættir þinij þátt í því að flæma mig burt úi þessu fósturfélagi mínu á sinum Frh. á 13. síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 14. júní 1964 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.